Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JULÍ1981 Sveigjanleg- ur afgreiðslu- og vinnutími eftir Hjalta Geir Kristjánsson, formann Verzlunar- ráðs Islands Að undanförnu hefur mikið verið rætt um afgreiðslutíma verzlana. Þótt afgreiðslutími verzlana sé málefni, sem Verzlun- arráð íslands hefur látið sig tölu- vert skipta, hefur það kynnt sjón- armið sín og unnið þeim fylgi í kyrrþey til þessa. Umfang og eðli þeirra umræðna og atburða sem gerzt hafa undanfarið, gera það þó nauðsynlegt, að Verzlunarráðið komi sjónarmiðum sinum opin- berlega á framfæri. Stefna Verzlunarráðsins Haustið 1979 fjallaði Verzlun- arráðið töluvert um afgreiðslu- tíma fyrirtækja og stofnana. Ræddi allstór hópur félagsmanna úr ýmsum greinum viðskiptalífs- ins þetta mál. í hnotskurn var niðurstaðan eftirfarandi stefnu- mörkun: 1. Afgreiðslutími fyrirtækja á að vera frjáls. 2. Afgreiðslutímann er óeðlilegt að takmarka í kjarasamningum við stéttarfélög. 3. Geri bæjarfélög samþykktir um afgreiðslutíma sölubúða eiga þær einungis að miða að því að tryggja frið í íbúðarhverfum. Þessa stefnu kynnti Verzlunar- ráðið nefnd þeirri, sem vann að endurskoðun á reglugerð Reykja- víkurborgar um afgreiðslutíma verzlana. Einnig var rætt við ýmsa borgarfulltrúa, og kynnt þau sjónarmið Verzlunarráðsins, að ný reglugerð yrði sem frjálslegust og skapaði verzlunum sem mestan sveigjanleika til að aðlaga af- greiðslutímann þörfum neytenda, væri hann ekki gefinn frjáls, enda eru þarfir neytenda og möguleikar verzlana til að sinna þeim mjög mismunandi frá einum stað og tíma til annars. Einnig ræddi Verzlunarráðið við fulltrúa Kaup- mannasamtaka íslands og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur um það, hversu langt þessi samtök væru tilbúin að ganga til að rýmka afgreiðslutíma verzlana. Ný reglugerð Um tíma horfði svo, að mjög frjálst val yrði gefið til að hafa verzlanir opnar á kvöldin og á laugardögum, jafnvel að svo langt yrði gengið, að afgreiðslutíminn yrði gefinn frjáls. Svo varð þó ekki, og fékkst það einungis fram, að verzlunum var heimilað að velja tvo daga í viku, frá mánudegi til föstudags, frá kl. 18.00—22.00, að hámarki átta tíma í heild. Áður var þessi sami afgreiðslutími bundinn við þriðjudaga og föstu- daga. Eftir breytinguna hafa nú ýmsir félagar Verzlunarráðsins riðið á vaðið og aukið afgreiðslu- tímann með því að hafa opið á fimmtudögum, en þriðjudagarnir höfðu alls ekki nýtzt sem verzlun- ardagar á kvöldin. Nýja reglu- gerðin er því ekki alvond. Með reglugerðinni náðist einnig fram heimild til að halda vörusýn- ingar utan venjulegs afgreiðslu- tíma. Heimildin er að vísu óeðli- lega skilyrt, en borgarstjórn gerði hana þó frjálslegri en tillögur nefndarinnar gerðu upphaflega ráð fyrir. Forðar þessi heimild vonandi framvegis árekstrum og lögregluafskiptum af vörusýning- um verzlana sem áttu sér stað, áður en breyting varð. Loks má nefna þá rýmkun, að verzlanir, ein til tvær í hverri grein, geti fengið heimild borgarráðs með samþykki VR og Kaupmannasamtakanna að hafa opið á laugardögum frá kl. 12.00—16.00, nema yfir sumartím- Hjalti Geir Kristjánsson Til þessa hafa einung- is kjarasamningar takmarkað rétt félaga VR í Reykjavík til að vinna þessa laugar- daga, en kaupmenn gátu haft verzlanir opnar og unnið þar með f jölskyldu sinni. Nú var sá réttur tak- markaður. ann. Þessum möguleika eru þó sett svo ströng og óeðlileg skilyrði, að mjög vafasamt er, að hann verði nokkurn tíma nýttur. Atvinnuírelsi í einu og nú umdeildu tilviki er nýja reglugerðin þrengri en sú eldri, þar sem borgarstjórn bann- aði að hafa verzlanir opnar á laugardögum yfir sumarmánuð- ina. Til þessa hafa einungis kjara- samningar takmarkað rétt félaga VR í Reykjavík til að vinna þessa laugardaga, en kaupmenn gátu haft verzlanir opnar og unnið þar með fjölskyldu sinni. Nú var sá réttur takmarkaður. Sást mörgum yfir, að sú breyting var gerð, en líklegt er að hún fái vart staðist samkvæmt þeim lögum, sem gilda um samþykktir um lokunartíma sölubúða. Samkvæmt 3. gr. þeirra laga þurfa bæjarstjórnir staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á sam- þykktum sínum. Er ráðuneytinu skylt að kanna, hvort slíkar sam- þykktir gangi „of nærri rétti manna eða atvinnufrelsi" og sýn- ist því svo vera, skal ráðuneytið synja að staðfesta samþykktina. Mér er ekki kunnugt um, hvort ráðuneytið kannaði reglur Reykja- víkurborgar sérstaklega með tilliti til þessa atriðis, áður en þær hlutu staðfestingu. Virðist svo sem ákvæði stjórnarskrárinnar hafi lítið og takmarkað gildi, þegar lýðkjörnir fulltrúar sýna réttind- um almennings yfirgang. Ljóst er, að reglur um afgreiðslutíma verzl- ana í Reykjavík takmarka at- vinnufrelsi manna og þjóna ekki hagsmunum neytenda. Sveigjanlegur afgreiðslu- og vinnutími Því er oft haldið fram, að lengri afgreiðslutími þýði lengri vinnu- tíma hjá afgreiðslufólki og hærra vöruverð. Svo þarf alls ekki að vera. Með vaktavinnu, starfsfólki sem vinnur hluta úr degi, eða með samningum um breytta frídaga má oft lengja afgreiðslutímana, án þess að launakostnaður og vinnuálag aukist. Einnig kunna verzlanir að vilja lengja af- greiðslutímann á kvöldin og á laugardögum en stytta hann á öðrum dögum. í þessu efni eru óskir neytenda, verzlana og laun- þega svo margbreytilegar, að ógerlegt er að lögleiða tiltekinn afgreiðslutíma, sem hentar öllum. Þær ábendingar sem hér eru settar fram eru ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær reynzt vel bæði hér og erlendis. Á sínum tíma voru t.d. bæði starfsfólk og stjórnendur Silla og Valda mjög ánægð með þá tilhögun að skipta á vinnu á föstudagskvöldum og laugardögum gegn frídegi í miðri viku. Forsvarsmenn Hagkaups hf. hafa einnig, svo að annað dæmi sé tekið ítrekað sagt, að þeir vilji hafa verzlanir sínar opnar lengur en nú er, og enginn hörgull sé á fólki, sem vill vinna. Þótt launa- kostnaður hækki, lækkar annar kostnaður hlutfallslega, atvinnu- tækifærum fjölgar, án þess að vinnuálag aukist og þjónusta við neytendur batnar. Sveigjanlegri og í sumum tilvik- um lengri afgreiðslutími verzlana hefur marga kosti. Hjón geta þá gert sameiginleg innkaup, verzlun dreifist jafnar en nú er sem dregur úr umferðarálagi og mikið sparast annars staðar í atvinnulíf- inu, þegar starfsfólk fyrirtækja þarf ekki sérstakt frí úr vinnu til að geta verzlað og ekki má gleyma því, að verzlunarfólkið sjálft þarf líka að geta verzlað og sinnt sínum þörfum. Breytingar á afgreiðslu- tíma verzlana tengjast einnig til- raunum með sveigjanlegan vinnu- tíma, en sú tilhögun hefur valdið mjög breyttum viðhorfum til vinnu og frítíma. Vafalaust munu atvinnuvegirnir, einkum fyrirtæki með verzlunar- og skrifstofufólk í þjónustu sinni, nýta betur í fram- tíðinni þá möguleika, sem slík tilhögun skapar. Afgreiðslutími verzlana í Reykjavík er mun þrengri og ósveigjanlegri en í nágrannalönd- um okkar eða nærliggjandi sveit- arfélögum. Slíkt fær að sjálfsögðu ekki staðizt, enda ríkir nú margs konar mismunun milli verzlana þar sem einn má selja það sem öðrum er bannað á sama tíma. Gildir það ekki bara milli verzlana í Reykjavík og á öðrum stöðum á landinu, heldur einnig innan borg- armarka Reykjavíkur. Má nefna mörg dæmi 'um slíkt. Loks er rétt að nefna, að stór þáttur í ferða- þjónustu er verzlun við ferða- menn. Þetta þekkir landsbyggðin. í Reykjavík fá ferðamenn hins vegar ekki jafngóða þjónustu. Lokaorð Þegar málum er svo komið, að lögreglu er beitt til að hindra eðlileg samskipti og viðskipti borgaranna, er settur ljótur blett- ur á samfélagið. Auðvitað er sjálfsagt að kæra þá, sem taldir eru gerast brotlegir, og vísa til meðferðar dómstóla, en við skul- um ekki gleyma því að verzlunin er þjónusta við íbúa hvers lands og því andstætt eðlilegri þróun að setja lög og reglur sem ganga þvert á þarfir og óskir íbúanna. Vonandi drögum við þó þann Iærdóm af þessu máli, að opinber afskipti af verzlun landsmanna eru fyrir löngu komin út í öfgar, og tökum að tileinka okkur það frjálsræði, sem verzlun nágranna- landanna býr við. Það ætti ekki að tilheyra nútímanum, að verzlunin þurfi leyfi opinberra aðila til að inna þjónustustarf sitt af hendi. Sumarferð sjálfstæðis- manna í Vestfjarðakjördæmi KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins i Vestfjarðakjördæmi efnir til helgarferðar um Dala- sýslu og Snæfellsnes 24.-26. júlí næstkomandi. Hópferðabifreið fer frá ísafirði um ísafjarðar- djúp og einnig fer bifreið frá Flateyri með viðkomu í Flóka- lundi. En frá Bjarkarlundi verður far- ið kl. 18 föstudaginn 24. júlí. Gist verður að Laugum í Sælingsdal og ekið kring um Snæfellsnes laugar- daginn 25. júlí. Kvöldvaka og dansleikur verður að Laugum um kvöldið. Ekið verður heim um Fells- strönd sunnudaginn 26. júlí. Formenn sjálfstæðisfélaganna veita allar upplýsingar um ferð- ina, en skrásetning þátttakenda þarf að berast sem fyrst til Engilberts Ingvarssonar (sími 94- 3111) og Guðmundar Þórðarsonar (sími 94-3888). Aðalfundur Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa Aðalfundur Félags forstöðu- manna sjúkrahúsa á íslandi var haldinn nýlega og sóttu fundinn nær allir forstöðumenn sjúkra- húsa á landinu. Á fundinum kom fram mikill áhugi um að auka áhrif félagsins og gera það að sterku afli hvað varðar stefnu- mótun i islenskri heilbrigðisþjón- ustu. Félag forstöðumanna sjúkra- húsa er í dag aðili að samstarfi norrænna spítalastjóra og jafn- framt Evrópusamtaka spítala- stjóra. Aðalstjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa nú þeir Davíð Á. Gunnarsson, Jóhannes Pálmason, Sigurður Ólafsson, Björn Ástmundsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Stefán Þorleifsson og Ólafur Erlendsson. Frá aðalfundi Félags forstöðumanna sjúkrahúsa á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.