Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 37 Minning: Leó F. Sigurðsson útgerðarmaður I dag er einn af merkari borgur- um Akureyrar, Leó Fossberg Sig- urðsson, eins og hann heitir fullu nafni, sjötugur. Leó er borinn og barnfæddur Akureyringur, sonur merkishjónanna Sigurðar Bjarna- sonar, kaupmanns og útgerðar- manns, og Önnu Jósepsdóttur. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir smekkvísi, rausn og mynd- arskap, og þær heimilisvenjur sem þar ríktu, hafa áreiðanlega reynst Leó og öðrum systkinum hans gott veganesti í lífinu. Leó stundaði nám í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og útskrif- aðist gagnfræðingur þaðan. Strax að námi loknu, gerðist Leó starfs- maður föður síns, en Sigurður rak þá stóra verzlun með allskonar byggingarefni. Síðar sneri Sigurð- ur sér að útgerð og gerðist um- fangsmikill útgerðarmaður á þeirra tíma mælikvarða. Sigurður Bjarnason var mikill athafna- og dugnaðarmaður, og hagleikur hans og snyrtimennska í öllum rekstri var annáluð. Á sínum tíma þegar hin mikla heimskreppa skall yfir, hafði hún í för með sér gífurlega erfiðleika í öllum rekstri og fór Sigurður ekki varhluta af þeim frekar en aðrir. Það sem verra var, var að um þessar mundir fór heilsu Sigurðar mjög hrakandi, sem hafði í för með sér, að daglegur rekstur útgerðarinnar lagðist með vaxandi þunga á herðar Leós sonar hans. Var slíkt mikið álag á ungan og óreyndan æskumann. En á þessum erfiðu árum fékk Leó sína eldskírn og þó dýrkeypt væri, öðiaðist hann reynslu og þjálfun, sem varð honum ómetanleg síðar í lífinu. Eftir andlát föður síns, yfirtók Leó atvinnurekstur hans og hefur útgerð og hagnýting sjávarafla verið ævistarf hans síðan. Eins og hjá svo mörgum útgerðarmönnum hafa í lífi Leós Sigurðssonar skipst á skin og skúrir, og vegferð hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Snemma á hjúskaparárum sín- um urðu þau hjón fyrir því mikla áfalli, að heimili þeirra brann til kaldra kola. Misstu þau búslóð sína alla og stóðu sem næst slipp og snauð á götunni. Þetta var á styrjaldarárunum, og þessar hrellingar bættust ofan á óskap- lega þungar áhyggjur sem Leó hafði einmitt haft þá sömu daga vegna þess, að óvenjulegur dráttur hafði orðið á, að fréttist af ferðum skips hans „Súlunnar" sem þá var í söluferð til Englands. Sem betur fór, rættist nú úr um það. Gamla „Súlan“ skilaði sér heilu og höldnu, og þeim er þetta ritar er minnisstætt, að andstreymið út af brunanum virtist gjörsamlega verða að engu, slík var gleðin og fögnuðurinn, þegar fréttin barst um að skip og skipshöfn væru heil á húfi. Leó Sigurðsson, hefur alla tíð verið traustur, forsjáll og dugandi útgerðarmaður. Sérstaklega hefur það verið áberandi, af hve miklum myndarskap, hirðusemi og natni, hann hefur rekið útgerð sína, og hve sýnt honum hefur verið um að áhöfn byggi við hinn besta búnað og önnur góð skilyrði. Með sanni má segja að skip Leós hafi alla tíð skipað þann sess, að vera talin með meðlimum fjölskyldunnar. Það var því voðalegt áfall fyrir Leó og alla fjölskyldu hans, þegar gamla „Súlan" fórst í aftakaveðri 1943, og sárast var fyrir hann hið mikla manntjón sem varð í því sambandi. Þá var Leó vini mínum brugðið og sleginn slíkum harmi, að orð fá ekki lýst. En sem betur fór, reyndist trúin á handleiðslu forsjónarinnar, sem honum hafði svo dyggilega verið innrætt í bernsku, og sá mikli kjarkur, seigla og þol, sem hann hafði svo ríkulega hlotið í vöggugjöf, sá styrkur sem dugði til þess að herða hann í lífsbaráttunni og verða honum hvatning til frekari framkvæmda. Síðan er Leó búinn að láta byggja fleiri „Súlur“ og skip hans sem nú ber það nafn og er í gangi, mun vera eitt af fullkomnustu skipum sinnar tegundar í íslenska fiskiskipaflotanum, enda reynst hið mesta happaskip á öllum sviðum. I einkalífi sínu hefur Leó verið mikill gæfumaður. Hann kvæntist ungur Láru Pálsdóttur Vatnsdal, mikilli myndar- og heiðurskonu. Hefur Lára búið manni sínum fallegt, vistlegt og notalegt heim- ili. Ástríki þeirra hjóna er mikið, og frú Lára hefur reynst manni sínum einstök stoð og stytta í Minning um fjóra JC-félaga Þann 27. maí 1981 voru margir JC-félagar léttir í skapi, þeir voru að ferðbúast á 20. landsþing JC Island sem haldið var á Akureyri. En um kvöldið dró skyndilega stórt ský fyrir sólu, fjögurra félaga okkar úr JC Borg var saknað. Þeir höfðu valið þann kostinn að fljúga á lítilli einka- flugvél TF-ROM, en komust aldrei norður. Þessir ungu efnismenn hétu: Hjörleifur Einarsson, Jó- hann Kr. Briem, Magnús Indriða- son og Þorvaldur Rafn Haralds- son. Segja má að eins og þungur skuggi hafi ríkt yfir öllu þinghald- inu á Akureyri. Erfitt er að lýsa hugarástandi manna í biðinni miklu, en einna helst einkenndist það af kvíða og sorg, þó alltaf væri lifað í þeirri von að þeir félagar væru lífs en ekki liðnir. Oft var hugurinn bundinn við þá félaga og ástvini þeirra sem áttu hvað sárast um að binda. Það hefur verið erfitt hlutskipti, að verða að sætta sig við, að sjá á eftir þeim félögum yfir móðuna miklu. Þessi atburður hefur snert JC-félaga djúpt og þeirra verður lengi minnst. Á Evrópuþingi JC-hreyfingarinnar, höldnu í Wexford á Irlandi, stóðu nær 900 manns upp á miðvikudagskvöldið 10. júní og höfð var „mínútu þögn“, í samúðarskyni. En daginn eftir fréttum við, sem stödd vorum á þinginu, að flak flugvélarinnar hefði fundist. Þannig er lífið tilviljunum háð, eða er lífsmunst- ur okkar fyrirfram ákveðið?, því svari hver fyrir sig. Eg kynntist þeim félögum mis- jafnlega mikið, hitti þá misjafn- lega oft. Eitt höfðu þeir sameigin- erilsamri og harðri lífsbaráttu. Þau hjón hafa eignast 6 mann- vænleg börn, fjóra syni og tvær dætur, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili og barnabörnin eru orðin álitlegur hópur. I dag þegar vinur minn Leó stendur á sjötugu, getur hann litið stoltur og ánægður yfir farinn veg. Hann hefur með árvekni og einstökum dugnaði sigrast á mikl- um erfiðleikum og náð slíkum árangri að útgerð hans stendur með miklum blóma og efnahagur hans er traustur. Hin síðari ár hefur hann notið stuðnings sonar síns Sverris, hins mesta efn- ismanns, en hann hefur starfað hjá föður sínum sem fulltrúi og verið honum ómetanleg stoð og stytta. Virðist líkt samstarf feðga ætla að ganga í erfðir í fjölskyld- unni Og er það vel, og lofar góðu. Á þessum merku tímamótum, sendi ég mínum gamla leikbróður og félaga innilegustu árnaðaróskir og bið honum og fjölskyldu hans heilla og blessunar um alla fram- tíð. Jón G. Sólnes Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. legt, þeir voru allir áhugasamir, glaðværir, þróttmiklir og sam- viskusamir félagsmálamenn, og við þá voru bundnar miklar vonir. Magnús var talinn meðal bestu leiðbeinenda hreyfingarinnar í ræðumennsku. Hann hafði lagt þar mikið að mörkum og það sem meira var, að hann var ávallt reiðubúinn til að taka að sér leiðbeinendastörf. í vetur vann hann í frístundum að endurskoðun á ræðunámskeiði I fyrir JC-hreyf- inguna. Eg hitti hann síðast í maíbyrjun, þá ræddum við um þetta verk og útgáfumöguleika. Honum var umhugað um að nám- skeiðið yrði gefið út fyrir lands- þingið og sú ósk hans rættist. Magnús hefur unnið margvísleg störf á vegum hreyfingarinnar og á síðasta starfsári var hann for- maður byggðamálanefndar JC ís- lands, þar sem megináhersla var lögð á verkefni undir kjörorðinu „Leggjum öryrkjum lið“. Á lands- þinginu ætlaði hann að flytja lokaskýrslu um verkefnið. Jóhann hafði nýlega verið kos- inn forseti JC Borgar. Að vera kosinn forseti síns félags er meðal stærstu tækifærum innan JC og var nýi forsetinn sérstaklega áhugasamur og hafði ýmis áform á prjónunum. Eg hitti hann síðast um miðjan maí á horni Skóla- vörðustígs og Laugavegs. Þar ræddum við um landsþingið, framtíðaráformin og skiptumst á skoðunum. Það ríkti mikill bar- áttuvilji hjá honum og undir lok samtals okkar sagði hann: „Við skulum starfa vel saman á næsta starfsári, náir þú kjöri sem næsti landsforseti." Jóhann var hvers manns hugljúfi enda hafði hann jafnan gamanyrði á vör, og vandi sig á að hugsa áður en hann talaði. Þá Hjörleif og Rafn hafði ég minni samskipti við. Þeir unnu mikið að innra starfi í sínu félagi, leystu sín verkefni með ágætum og voru ungir áhugasamir athafnamenn. Telja má fullvíst, að þeir deyi ungir sem Guðirnir elska. Við skulum bera harm okkar í hljóði og standa þétt saman í minningu þeirra. Eg votta fjöl- skyldum þeirra og hinum fjöl- mörgu vinum þeirra dýpstu samúð mína, og veit að þar mæli ég fyrir munn allra JC-félaga á íslandi. Eggert J. Levy, landsforseti JC ísland. Þriggjavi • • oppun Góð hótel oq íbúðir, með eða án fæðis. íslenskt leiguflug alla leið í sólna og sjóinn. FERÐAMIDSTODIIM SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.