Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 11 ósjaldan eru stanKveiðimót i Eyj- um, enda stutt á miðin til allra átta og þarna eru þeir að draga þann gula skammt undan Bjarn- arey þar sem alltaí er veiði von. Horft út úr Stórhöfða, en þangað *sigiir snekkjan Bravó daglega inn í fjósin sem eru ægifagrir sjávarheliar. Er hægt að klippa hana eftir blómstrun og píanta út með græðlingum. Hve oft á að vökva hana og bera áburð á hana? SVAR: Rösk þrjátíu ár eru síðan ég gerði ítrekaðar tilraunir með ræktun stokkrósa og mér tókst aldrei að fá þær til að blómstra. Spurning Sigríðar varð til þess að ég kannaði hjá starfsbróður mínum sem ég vissi að fylgdist með ræktun áhugafólks, hvort komið hefðu fram ný stokkrósar- ' afbrigði sem auðveldari væru í ræktun en þau gömlu sem hér voru kunn á mínum yngri árum. En eftir því sem næst verður komist er svo ekki. Stokkrós (Althaea rosea) sem oftast er seld hjá fræsölum er venjulega ræktuð sem einær, en er í eðli sínu tvíær á sama hátt og stjúpmæður. Er þá sáð til henn- ar síðla vetrar febrúar-marz og getur hún orðið allt að einum metra að hæð á fyrsta ári og blómstrað síðla sumars. Þarf stuðning ef hún er höfð úti, en hér er fágætt að hún nái þá að blómstra, en meiri von til að hún nái blómmyndun sé hún yfir- vetruð á frostfríum stað. Fjölgun getur farið fram með græðlingum sem teknir eru síðla sumars (í ágúst-september). í garðagróðri (útgáfu 1950) er einnig getið um tvær álitlegar mölvur eða stokkrósir sem eru fjölærar og þá höfðu verið reyndar hér og nefndar eru moskusrós og kisurót. Eins og að framansögðu má ráða, eru stokkrósir erfiðar í ræktun utan- húss og reyndar er nauðsynlegt að þær hafi skjólsælan og sólrík- an stað. Venjuleg garðmold hentar þeim vel og áburður líkt og á matjurtir. Þeir sem hafa góða aðstöðu t.d. gróðurhús ættu að ná góðum árangri í ræktun stokkrósa. Hæfilegt er að hafa um 10 til 12 plöntur á hverjum fermetra og betra að láta fáeinar plöntur standa saman. Tjónið í febrúaróveðrinu: Garðyrkjubændur langeygir eftir aðstoð BorKarneNÍ, 7. júli. EINS og flestum er í fersku minni urðu miklar skemmdir i febrúar síðastliðnum af völdum ofsaroks sem gekk yfir landið. Garðyrkjubænd- ur urðu einna verst úti i þessu óveðri, gróðurhús eru viðkvæmar byggingar og skemmdust á flestum stöðum eitthvað og sumsstaðar fóru heilu stöðvarnar meira og minna í rúst. Gróður í þessum stöðvum skemmdist einnig, þó misjafnlega mikið. Sum- staðar stóð ekki ein einasta planta eftir i heilu stöðvun- um. Samfara þessu er siðan mjög tilfinnanlegt afurðatjón hjá garðyrkjubændunum i sumar. Engar tryggingar náðu yfir þetta tjón en garðyrkjumenn- irnir urðu að bregðast skjótt við að bjarga því sem bjargað varð og varð það þeim mjög dýrt. Til dæmis tóku sumir það ráð að kaupa plöntur erlendis frá og þurftu að greiða af þeim há aðflutnings- gjöld, sem ekki fengust felld niður. Þetta tjón hafa menn reynt að taka á sig en hefur reynst mörgum erfitt eða nán- ast ofviða svo við hefur legið að einstaka maður gefist upp. Sérstaklega var erfitt fyrir frumbýlinga að ná sér á strik aftur, þar sem þeir eru margir með þunga skuldabagga á sér vegna uppbyggingar stöðva sinna. Garðyrkjubændunum var heitið því að þeim yrði hjálpað en nú er komið á fimmta mánuð og ekkert farið að sjást til þeirrar aðstoðar og eru menn orðnir langeygir eftir að staðið verði við gefin loforð. Á síðustu dögum Alþingis nú í vetur mun hafa verið samþykkt að Bjargráðasjóður veitti lán til þeirra sem urðu fyrir tjóni, fyrir miklum hluta tjónsins, en ekkert bólar á að hrinda málinu í framkvæmd. Á meðan þetta mál hefur verið að veltast í kerfinu hafa garðyrkjubændur sem og aðrir tjónþolar þurft að bjarga sér með skuldasöfnun og vandinn eykst eftir því sem lengra líður. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld taki á sig rögg í þessu máli og hrindi því í framkvæmd? IIBj UMBOÐSMENN A ISLANDI REYKJAVÍK: Gúmmlvinnustofan, Skipholti 35 Otti Sæmundsson, Skipholti 5 Höfðadekk sf., Tangarhöfóa 15 Hjólbarðastööin, Skeifunni 5 BORGARNES: Guösteinn Sigurjónss., Kjartansg. 12 ÓLAFSVÍK: Maris Gilsfjörð BÚÐARDALUR: Dalverk hf. BÍLDUDALUR: Versl. Jóns Bjarnasonar ÍSAFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæöi Björns Guðmundssonar, Suöurgötu BOLUNGARVÍK: Vélsmiðja Bolungarvfkur HVAMMSTANGI: Björn Bjarnason VÍÐIDALUR: Vélaverkst. Vfóir, Vlðihllð BLÖNDUÓS Hafþór Si SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupf. Skagfirðinga HÓFSÓS: Bllaverkst. Pardus DALVÍK: Bllaverkstæði Dalvlkur ÓLAFSFJÖRÐUR: Bflav. Múlatindur SIGLUFJÖROUR: Ragnar Guðmundsson AKUREYRI: Hjólbarðaþj., Hvannarvöllum 14B Höldur sf., Tryggvabraut 14 KELDUHVERFI: Vélaverkst. Har. Þórarinssonar Kvistási EGILSSTAÐIR: Dagsverk sf. Véltækni sf. NESKAUPSSTAÐUR: Bifreiðaþjónustan ESKIFJÖRÐUR: Bifreiðaverkst. Benna og.Svenr REYÐARFJÖRÐUR: Bifreiðaverkst. Lykill STÖÐVARFJÖRÐUR: Sveinn Ingimundarson KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Gunnar Valdemarsson VÍK, MÝRDAL: Hjólbarðaverkstæóið FLÚÐIR: Viög.verkstæðið, Varmalandi SELFOSS: Kaupfél. Árnesinga VESTMANNAEYJAR: Hjólbaröastofa Guðna ÞORLÁKSHÖFN: Bifreiðaþjónustan HVERAGERÐI: Bjarni Snæbjörnsson GRINDAVÍK: Hjólbaróaverkstæði Grindavlkur KÓPAVOGUR: Sólning hf., Smiðjuv. 32 HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.