Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 r McEnroe sneri taflinu við • Tvær hliðar á nýja Wimbledon-meistaran-, um John McEnroe. Á myndinni til vinstri er hann á fleygiferð, ein- beittur og ákveðinn. Á myndinni til hægri má með sanni segja að hann sé þar einnig á fleygi- ferð. Veslings spaðinn. Myndin er frá fyrstu umferðinni í Wimble- don-keppninni, en eitt sinn er honum þóttu dómararnir vera vondir við sig, lét hann reiði sína bitna á spaða sín- um. Áður en yfir lauk hafði hann mölvað spað- ann og varð að gera hlé á keppninni þar til hann hafði sótt vara- spaða. - sigraöi Björn Borg 3—1 og rauf þar meö fimm ára einokun sænska kappans Bandarikjamaðurinn John McEnroe gerði sér lítið fyrir ojf sigraði Björn Borg frá Sviþj<)ð i úrslitaleik einliðaleiksins i tennis á Wimhledon-leikunum á laugardaginn. Þar með Iauk 41 ieiks sigurgöngu Björn Borgs á móti þessu, en hann hefur unnið einliðaleikinn fimm siðustu ár- in. Flestir töldu hann sigur- stranglegri aðilann gegn McEnroe. sem hefur einkum vakið á sér athygli fyrir illa hegðun og framkomu. f öllum umferðunum fram að úrslita- leiknum lenti McEnroe i meiri og minni útistöðum við dómara og línuverði. Einn linuvörðinn sagði hann vera blett á mann- kyninu. sagði einn dómara vera fífl og fávita og indverskan linuvörð sakaði hann um hlut- drægni, einnig að hann sæi ekkert út á völlinn fyrir höfuð- skrauti sínu, en hann var með umfangsmikinn „túrban“ á höfðinu. Var McEnroe sektaður hvað eftir annað fyrir fram- komu sina, þvi i öllum tilvikum þótti framkoma hans vægast sagt ofsafengin og mönnum var hulin ráðgáta hvernig hann fór að þvi að einbeita sér nóg til þess að vinna alla leiki sína. Stormasamt var einnig í kring um McEnroe þegar hann var ekki að keppa, til dæmis endaði einn blaðamannafundur hjá honum með skelfingu, banda- rískir og evrópskir blaðamenn létu þá hnefana tala og logaði allt í slagsmálum um tíma. McEnroe hafði fram að því átt í vök að verjast spurningum ensku blaðamannanna, en land- ar McEnroe í blaðamannastétt- inni reyndu að einhverju ieyti að verja hann. Þegar einn Bretinn spurði McEnroe: „Telur þú þig eiga möguleika gegn Birni Borg,“ svaraði bandarískur blaðamaður um hæl: „Þetta er barnaleg spurning," og sauð þá allt upp úr. McEnroe spratt loks á fætur, öskraði: „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af ykkur, þið eruð lygarar og aumingjar,“ og strunsaði út. En í úrslitaleiknum gegn Borg hafði McEnroe hemil á skapi sínu. „Það var vegna þess að ég ber virðingu fyrir Birni og einn- ig fyrir keppninni þrátt fyir það sem á undan er gengið. Eg vissi að ætti mér að takast að sigra Björn yrði ég að einbeita mér af alefli. Ég hefði ekki ráð á að glíma við önnur vandamál í einu. Og það tókst, ég er stoltur af því að vera Wimbledon-meistari, sérstaklega þar sem ég sigraði einn af fremstu tennisleik- mönnum allra tíma til að vinna titilinn," sagði McEnroe við fréttamenn eftir keppnina enar hann sigraði Borg 3—1 í æsi- spennandi viðureign. Hinir 14.000 áhorfendur voru frávita af spenningi meðan á viðureign þeirra félaga stóð og þegar McEnroe tryggði sér loks sigur, eftir rúmlega 3,% klukku- stundar keppni, spratt skarinn á fætur og hyllti Bandaríkja- manninn, allt var gleymt. En þegar þeir félagarnir tóku á móti verðlaunum sínum fór þó ekki milli mála hvor átti hug og hjörtu allra, það var Björn Borg. Borg hafði betur í fyrstu hrin- unni og sigraði 6—4 án teljandi erfiðleika og töldu margir þá að sýnt væri hver úrslit yrðu. Borg sigraði McEnroe 3—2 í úrslitun- um í fyrra og var viðureign þeirra þá æsispennandi. En McEnroe tók tvær næstu hrin- urnar 7—6 í geysilega spennandi keppni og hafði þar með náð 2—1 forystu. Á ýmsu gekk í fjórðu rimmunni, þeir unnu upp- gjöfina til skiptis, en illa gekk að hala inn stigin. McEnroe hafði þó betur eins og áður er komið fram, hann sigraði 6—4 í síðustu lotunni og hafði þar með tryggt sér eftirminnilegan sigur. Chris Evert Lloyd öruggur sigurvegari BANDARÍSKA stúlkan Chris Evert Lloyd sigraði í einliðaleik kvenna í Wimbledon-keppninni i tennis og var þvi laugardagur- inn eftirminnilegur fyrir bandarísku keppendurna. Lloyd sigraði nefnilega i ein- liðaleik, Pam Shriver sigraði i tviliðaleik ásamt landa sinum Martinu Navratilovu, sem reyndar er af tékknesku bergi brotin, John McEnroe sigraði i einliðaleik eins og kemur fram hér á siðunni, auk þess sem hann varð einnig meistari i tvíliðaleik ásamt landa sinum að nafni Smith. Chris Evert Lloyd mætti tékknesku stúlkunni Hönnu Mandlikovu í úrslitunum og var það létt verk og löðurmannlegt hjá Kibbu, hún sigraði örugglega 6—2 og aftur 6—2. Navratilova og Schriver mættu Anne Smith og Kathy Jordan í úrslitum og var þar ívið jafnari viðureign. Navratilova og Schriver sigruðu 2—0, nánar tiltekið 6—3 og 7—6. „Hef ekki orðaforða John McEnroes" • Björn Borg lék vel, en allt kom fyrir ekki. EINS og fram hefur komið, var John McEnroe ekki beinlinis vinsælasti keppandinn á Wimbledon-leikunum. Þegar keppni lýkur er jafnan haldið umfangsmikið uppskeruhóf, þar sem sigurvegarar mæta ásamt öðrum keppendum og aðstandendum. Er venjan að sigurvegarar haldi ræður, snæði kvöldverð og dansi síðan fram á rauðan morgun. Það vakti óskipta athygli. að John McEnroe mætti ekki i lokahóf- ið, hvort heldur vegna óánægju með framkomu i sinn garð eða vcgna þess að hann skammaðist sín fyrir eigin framkomu. Það vissi enginn. Chris Evert Lloyd, sigurvegar- inn í einliðaleik kvenna og landi McEnroe, gerði hins vegar stormandi lukku þegar hún h< ræðu sína. Hún sagði m.a.: „M þykir leitt að John skuli ek hafa séð sér fært að vera m okkur í kvöld. Því var skotið mér að ég yrði fyrir vikið ; halda tvær ræður, eina fyrir m og aðra fyrir hann. Ég held i verði að halda mig við eina, i bý ekki yfir sama orðaforða i John."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.