Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 39 Minning: Ingólfur Asmundsson fyrrv. skrifstofustjóri Fæddur G. júli 1906. Dáinn 26. júní 1981. „AA hryKKjast ok KloAjast hór um fáa daxa. aA hoilsast ok kvoAjast. þad or lífsins saxa.“ segir í gamalli, þekktri vísu. Sá, sem lengi lifir, á það víst, að kveðja marga vini sína hinztu kveðju og sjá á bakþeim í gröfina, einum af öðrum. I dag kveð ég fornvin minn, Ingólf Ásmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóra hjá Eimskipafélagi íslands, er lézt 26. júní eftir erfiða sjúkdómslegu á 75. aldursári. Við áttum langa samleið. Við ólumst upp á Akureyri og var vinátta með fjölskyldum okkar. Kolbeinn Árnason, fóstur- faðir Ingólfs, kaupmaður á Oddeyri, var góðkunningi og starfsbróðir föður míns, Kristjáns Árnasonar, kaupmanns í Bótinni. Ásmundur, faðir Ingólfs, hafði hinsvegar verið föður mínum sam- tíða á Grund í Eyjafirði áður en Ingólfur fæddist. Ásmundur var smiður góður og smíðaði Grund- arkirkju. Hann missti konu sína, móður Ingólfs, fríðleiks- og efn- iskonu, og fluttist vestur um haf eftir að hann varð ekkill, og tóku hjónin, Kolbeinn Árnason og kona hans, frú Sigríður Jónsdóttir frá Miklagarði í Eyjafirði, drenginn að sér, ættleiddu hann og ólu hann upp. Ingi Kolbeins var hann því kallaður í æsku af félögum sínum. Móðir Ingólfs, Þóra Jó'nasdóttir frá Svínaskála í Fáskrúðsfirði var orðlögð fyrir fegurð og stundum kölluð in fagra eins og Helga Þorsteinsdóttir forðum. Ásmund- ur var myndarlegur maður, hagur, eins og áður var getið, og hugljúf- ur öllum sem þekktu hann, að því er mér hefir verið sagt. Hann kvæntist á ný í Ameríku og eignaðist þar syni. Eg minnist Ingólfs sem drengs á Akureyri. Hann var svartur á hár, móeygður, með suðrænu yfir- bragði, vel vaxinn og vel á sig kominn, ágætlega til þess fallinn að stunda íþróttir og láta að sér kveða á því sviði. Dáðist ég mjög að fræknleik hans, er þeir sýndu íþrótt sína, hinir ungu íþrótta- garpar, í fimleikahúsi Gagnfræða- skólans á Akureyri. Man ég sér- staklega eftir Ingólfi, hve léttilega hann stökk yfir „hestinn" og kom aldrei við! Það voru ekki margir sem léku það eftir honum. En er hann fluttist með fósturforeldrum sínum til Reykjavíkur, opnuðust honum nýir möguleikar til íþróttaiðkana og var hann eftir- sóttur hjá mörgum félögum. Hann gerðist liðsmaður með Víkingum í knattspyrnu og keppti með þeim. Inga Kolbeins mátti þar aldrei vanta. Ég fékk að fara suður eitt sumar og búa hjá þeim Kolbeini og Sigríði á Bergstaðastræti 2, þar sem þau voru þá til húsa. Mitt erindi var það að læra á píanó sumarlangt hjá dönskum manni, Söegaard að nafni, er skemmti gestum á kaffihúsinu „Iðnó“ með léttum lögum, sem hann lék ásamt fiðluleikara, landa sínum. Ingólfur tók við „sveitastráknum", félaga sínum að norðan, og var eitt hans fyrsta verk að fara með mig í Haraldarbúð og dubba mig upp. Fékk ég þá í fyrsta sinn mansétt- skyrtu, gekk í jakkafötum með flibba og bindi og þóttist nú heldur maður með mönnum, þótt ég kynni engan veginn að bera mig rétt til. En Ingi var fyrirmyndin og reyndi ég að haga mér eftir honum. Hann leiðbeindi mér í borginni og fræddi mig um margt, sem var mér hugleikið, svo sem um tónlistarmenn sem komið höfðu til Reykjavíkur og hann hafði hlustað á. Bar þar hæst Harald Sigurðsson. Við fengum reyndar að heyra saman tónleika hjónanna Haralds og Dóru í Nýja Bíói og er það einn af merkisvið- burðum ævi minnar. Ingólfur var þá sjálfur nemandi í píanóleik hjá Markúsi Krist- jánssyni meðfram starfi sínu hjá Eimskipafélagi íslands, og notaði hvert tækifæri og meira að segja matartímana til að æfa sig. Hann gat þó stundum ekki stillt sig um að grípa niður í einhverja sögu- bókina, sem hann var að lesa, eftir Jules Verne, Dumas, Oppenheim, Marryat eða einhvern annan höf- und spennandi skáldsagna, sem hann benti mér á að kynnast af eigin raun. Annars var starfið hjá Eim- skipafélagi íslands, fyrst sem sendill, en að lokum sem hægri hönd og trúnaðarmaður forstjór- ans, það starf, sem mest mótaði Ingólf og varð æ umsvifameira eftir því sem hann lét meira til sín taka um stjórn Eimskipafélagsins. Það varð hans ævistarf, og mun áhrifa hans hafa gætt þar lengi á hinn heillavænlegasta hátt. En þann æviþátt hans munu aðrir rekja. Ingólfur var útivistarmaður af lífi og sál. Hann eignaðist sumar- bústað við Þingvallavatn, sem var athvarf hans og unaðarland um langa hríð frá erilsömu starfi. Þar fékk ég iðulega að dvelja með honum og á ég þaðan margar og góðar minningar, sem aldrei fyrn- ast. Mér eru ekki sízt eftirminni- legar gönguferðir okkar — oft í fylgd með Birni Ólafssyni fiðlu- leikara — um Grafninginn eða í heiðinni og hjöllunum þar inn af. Þar ríkti hin fullkomna kyrrð og urðum við sem nýir menn í faðmi náttúrunnar. Hygg ég, að Ingólfur hafi á þessum ferðum okkar sagt mér meira af högum sínum og verið opinskárri en annars staðar var kostur. Á rökkurstundum voru lesnar fornsögur við lampaljós í kofanum okkar, upphátt, og var það Ingólfi mikil skemmtan, enda átti það vel við staðinn og þá hugarkyrrð er ríkti hér í hjarta landsins. Ingólfur var annars dul- ur maður og ekki fyrir það gefinn að flíka tilfinningum sínum við aðra menn. Hér, í hinni fögru Þingvallasveit, naut hann sín til fulls, hér fékk hugur hans vængi, er gátu iyft honum hátt yfir lífsstrit hversdagsleikans, sem oft var honum andstætt. Hann hefði átt að setjast að í „nýja heimin- um“, hugsaði ég stundum. Þar hefði framtakssemi hans og for- sjálni getað komið að gagni svo um munaði. En hvað um það: tónlistarhneigðin, sem sennilega var ríkasti þátturinn í eðlisfari Ingólfs hefði hlotið þar betri aðhlynningu en hann fékk notið hér heima á uppvaxtarárum sín- um. En þótt hann yrði fremur leikur en lærður í tónlistinni, var það ekki minna um vert, því enginn þjónar henni betur og af óeigingjarnari alúð en einmitt listvinurinn. Hans kærleikur til listarinnar er hreinn og óbland- inn. Með þessum fátæklegu minn- ingarorðum vildi ég mega votta ekkju Ingólfs, frú Guðrúnu Páls- dóttur, og börnum þeirra samúð mína og þökk fyrir tryggð og trúfesti á langri ævileið. Hann skilur eftir sig skarð hjá mér, hinn dáni vinur, en nú er hann kominn til hvíldar. Hvíli hann í friði! Árni Kristjánsson Ingólfur Ásmundsson, fyrrum skrifstofustjóri Eimskipafélags Islands, lézt í Borgarspítaianum í Reykjavík föstudaginn 26. júní. Hafði hann fengið aðsvif röskum þrem mánuðum áður, og þá flutt- ur meðvitundarlaus í spítala. Þar hlaut hann hina beztu læknismeð- ferð og hjúkrun, en komst aldrei til meðvitundar aftur. Ingólfur Ásmundsson var fædd- ur á Akureyri 6. júlí 1906. Voru foreldrar hans hjónin Ásmundur Bjarnason, trésmiður, ættaður frá Fáskrúðsfirði og Þóra Jónasdóttir frá Svínaskála í Eskifirði. Höfðu foreldrar hans þá fyrir skömmu flutzt búferlum frá Austfjörðum til Akureyrar. Þegar Ingólfur er enn kornungur og óskírður fellur móðir hans frá. Var hann þá tekinn í fóstur af Kolbeini Árna- syni kaupmanpi, og konu hans, Sigríði Jónsdóttur, en vinfengi og nábýli var þar á milli. Höfðu foreldrar Ingólfs fengið á leigu húsnæði hjá þeim Kolbeini og Sigríði, þegar þau fluttu til Akur- eyrar. Ingólfur elst upp hjá fósturfor- eldrum sínum til fullorðinsára og flyzt með þeim til Reykjavíkur árið 1920. Skömmu eftir að hann kemur til Reykjavíkur ræðst hann til starfa sem sendill hjá Eim- skipafélagi Islands frá 1. júlí 1920, þá 14 ára að aldri. Vann hann síðan að ýmsum störfum á skrif- stofu félagsins til 1. janúar 1926, og aftur frá 1. júlí 1929 til 1. maí 1962. Er tímar liðu voru honum falin æ viðameiri störf, og 24. apríl 1945 var hann ráðinn skrifstofu- stjóri hjá félaginu og gegndi hann því starfi til 1. maí 1962, er hann lét af störfum að eigin ósk. Þegar Ingólfur gerir hlé á störf- um sínum hjá Eimskipafélagi Is- lands í byrjun árs 1926, flyzt hann til föður síns, sem þá bjó í Minneapolis í Bandaríkjunum. Hafði Ásmundur flutzt vestur um haf nokkrum árum eftir lát konu sinnar, fyrst til Kanada og síðar Bandaríkjanna. Giftist Ásmundur í annað sinn í Kanada, konu af íslenzkum ættum. Áttu þau saman tvo syni, sem enn eru á lífi og búsettir vestra. Ingólfur dvaldist með föður sínum í Minneapolis í tæp þrjú og hálft ár. Stundaði hann þar verzl- unar- og endurskoðunarnám, og jafnframt vann hann þar skrif- stofustörf með náminu. Er ekki að efa, að nám hans og störf í Bandaríkjunum hafa reynzt hon- um nytsöm síðar, er hann kemur aftur til starfa hér heima hjá Eimskipafélagi Islands. Þar fær hann að kynnast tveimur tímum í rekstri félagsins, annars vegar erfiðleikum kreppuáranna fyrir stríð og hinsvegar uppbyggingu í starfsemi félagsins eftir styrjöld- ina, þegar hann er orðinn skrif- stofustjóri félagsins, hægri hönd framkvæmdastjórans og stað- gengill í fjarveru hans. Hann var þá orðinn þaulkunnugur öllum þáttum í rekstri félagsins, og átti hann upp frá því drjúgan þátt í að móta starfsemina undir handar- jaðri framkvæmdastjórans. ÖIl störf hans hjá félaginu mótuðust af eðlislægri háttvísi hans og snyrtimennsku, og naut hann óskerts trausts jafnt viðskipta- manna þess, opinberra aðila sem og starfsmanna á sjó og landi. Félagið og starfsmenn þess þakka honum nú að leiðarlokum fyrir forystu hans og leiðsögn á löngum og farsælum starfsferli hjá félag- inu. Ingólfur Ásmundsson var mikill áhugamaður um íþróttir. Hann lék með meistaraliði Víkings í knattspyrnu í allmörg ár við góðan orðstír. Einnig lék hann badminton að staðaldri um ára- tuga skeið og varð íslandsmeistari í tvíliðaleik oftar en einu sinni. Þá var hann og mjög fær bridgespil- ari, og varð sveit hans margsinnis íslandsmeistari í þeirri grein. í íþrótt og spili gekk Ingólfur ætíð til hvers leiks í frísku keppnis- skapi og sönnum íþróttaanda. Ingólfur unni góðri tónlist og var vel menntaður á því sviði. Hann nam píanóleik og tónfræði hjá Markúsi Kristjánssyni, Emil Thoroddsen og Páli ísólfssyni, og einnig mun hann eitthvað hafa stundað tónlistarnám á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum. Hann var mjög fær píanóleikari og hafði yndi af að leika á píanó heima hjá sér á degi hverjum, fyrir fjölskyldu sína og góða vini. Hann sótti tónleika hvenær sem færi gafst, en sjálfur mun hann ekki hafa haft áhuga á að leika opinberlega. Ingólfur giftist, 21. júní 1930, Guðrúnu Pálsdóttur Eggerts Ólafssonar, dr. phil, og eignuðust þau þrjú börn, Eddu, Kolbein og Þóru. Þau urðu fyrir þeirri sáru sorg, að yngsta dóttir þeirra, Þóra, féll frá í blóma lífsins, aðeins 25 ára áð aldri, frá eiginmanni og ungum börnum. Við samstarfsmenn Ingólfs Ásmundssonar munum lengi geyma minningu hans. Við hjónin sendum eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Valtýr Hákonarson Við, nokkrir vinir Ingólfs Ás- mundssonar, urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga með honum skemmtilegar samveru- stundir, sumir okkar um langt árabil, aðrir skemur. Fyrir þær viljum við nú þakka, er á leiðarenda er komið. Okkur miðlaði hann margs af reynslu sinni og þekkingu. Allt slíkt gerði hann á einkar ánægjulegan hátt. Hann var mjög viðræðugóður maður og víðlesinn. Tónlistin átti hug hans og hjarta alla tíð. Hann var maður tónlistarinnar í þess orðs bestu merkingu. íþrótta- og útivistar- maður var hann, „Víkingur" allt til hinstu stundar. Hann var og einn fremsti badmintonleikari bæjarins um árabil. Hann hafði og mikla ánægju af því að taka í spil og tók þátt í bridgekeppnum hér á árum aður. Sat hann einmitt að spilum ásamt nokkrum gömlum spilafélögum sínum er hann veikt- ist skyndilega og var fluttur í sjúkrahús. — Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Er leiðir hafa skilið með okkur og Ingólfi þökkum við honum samfylgdina og góða viðkynningu. — Hans ljúfmannlegu, yfirlætis- lausu og frjálslegu framkomu þökkum við honum. Minningin um svo mætan mann verður ætíð haldgott nesti hverj- um manni, í daglegu lífi og starfi og í samskiptum við aðra. Fjöl- skyldu Ingólfs og ættingjum hans nær og fjær sendum við innilegar samúðarkveðjur. Vinir. — 1982 Bifreiðavinningar, kr. 30.000 6455 21536 33945 36359 10001 22235 34828 50100 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 10.000 166B 22170 36119 47458 67211 15137 25730 38216 56500 74328 15761 26807 38425 58297 74522 16220 31816 46619 62014 78935 20769 35103 46962 67103 78972 Húsbúnadur eftir vali, kr. 2.000 5636 14508 30131 41062 59280 5946 14675 30289 41667 59654 7610 18480 30596 44027 62832 10907 21524 30940 47918 63524 11117 22459 32153 50815 72458 11927 25966 34810 53756 75208 12388 26074 35600 58081 77234 1444 1 26609 40847 59186 77541 Húsbúnadur eftir vali, kr. 700 20 7804 15411 24585 31128 39770 47140 55225 63342 71778 34 8065 15694 24609 31271 39789 47381 55289 63379 72425 133 8172 15732 24733 31354 40021 47395 55402 63408 72537 748 8181 15815 24770 31517 40049 47397 55517 63653 72634 1024 8294 15945 24782 31717 40301 47583 55766 63900 72783 1055 8694 15985 24864 31729 40386 47671 56006 63987 72906 1113 8743 16007 25069 31779 40550 47833 56279 64138* 73256 1142 8961 16210 25129 31859 40663 47864 56455 64239 73832 1194 8962 17025 25215 32071 40749 47V66 56762 64309 73845 1216 8982 17253 25270 32116 40763 48292 56862 64424 73919 1229 9316 17627 25336 32222 40907 48423 57132 64623 73952 1260 9481 18035 25470 32291 40953 48800 57267 64942 74083 1360 9885 18199 25690 32292 40977 48863 57549 65117 74110 1536 9936 18651 25850 32380 41102 43967 57764 65268 74213 1667 9970 18695 25863 32538 41135 48880 57850 65429 74568 1785 10322 18724 26076 32682 41565 49022 58269 65565 74586 1892 10478 18945 26096 32771 41736 49302 50441 65581 74735 1966 10891 19186 26129 32919 42131 49820 58622 65631 74794 2091 11315 19358 26263 32988 42297 49833 58822 65702 75302 2096 11338 19426 26655 33071 42345 30072 58860 65773 75314 2294 11626 19549 26846 33482 42364 50355 59016 65970 75373 2343 11686 19713 27130 33547 42517 30629 59229 66401 75385 2384 11831 19719 27456 34241 42563 50673 59491 66413 75456 2538 11909 19755 27526 34500 42650 50820 59944 66426 75502 2683 11988 19789 27753 34523 42916 50832 59972 66430 76126 2684 12290 19805 27867 34593 42951 51017 60136 67033 76143 3022 12313 19936 27934 34629 43176 51056 60231 67148 76240 3197 12770 20014 28173 34763 43292 51064 60285 67311 76293 3409 12781 20026 28185 35072 43419 51286 60322 67475 76319 3439 12879 20176 28188 35155 43589 51335 603U2 67804 •76369 3448 13108 20186 28193 35341 43680 51483 60390 68148 77280 3627 13127 20242 28233 35354 43/22 51521 60458 68297 77334 3727 13388 20397 28237 35417 43825 52172 60676 68313 7 7363 3786 13402 20682 28253 35724 44048 52335 60961 68471 77463 3797 13512 21111 28285 35879 44282 52917 60993 68627 7 7582 4370 13905 21159 28317 36178 44572 53110 61113 68673 77777 4557 13932 21502 28349 36433 44691 53181 61256 68745 78009 4828 14198 21513 28509 36612 44935 53193 61266 68764 78518 4930 14270 21544 28590 36702 45092 53231 61357 68967 78808 5026 14277 21683 28786 36869 45358 53239 61452 69267 78957 5046 14312 22186 28948 36998 45450 53416 61600 69286 79016 5142 14319 22366 29110 37036 45977 53483 61648 69813 79024 5201 14713 22521 29145 37398 46161 53585 61657 700R6 79133 5203 14819 23344 29297 37444 46170 53671 61792 70280 79412 5352 14924 23575 29412 37924 46303 53729 61820 70388 79415 5619 15087 23658 29717 37987 46522 53730 61874 70499 79462 5944 15100 23776 29846 38609 46566 53881 62105 70659 79534 6626 15160 23811 29881 38644 46666 53957 62136 70677 79544 7345 15178 23829 29906 38932 46692 54004 62250 70903 79613 7451 15191 23852 30019 39143 46899 54090 62316 70967 7488 15284 23937 30264 39279 46911 54531 62715 71236 7514 15285 24136 30345 39322 46923 54844 63127 71342 7765 15372 24217 30922 39326 46947 55026 63162 71604 VINNINGAR i HAPPDRÆTTI 3. FLOKKUR 1981 Sumarbústaður, kr. 350.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.