Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 48
r Síminná QQnQQ algreiðslunni er OOUOO ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 Stuðningur við N-Atlantshafsflugið: Jákvæð afstaða í Lúxemborg? SENDINEFND frá Lúxem- borjí með Josy Barthel sam- Könguráðherra í hroddi fylk- inttar kemur til íslands í dax til viðræðna við islenzk stjórnvöld um áframhald að- stoðar við rekstur Norður- AtlantshafsfluKs FluKleiða, en á sl. ári var slík aðstoð ákveðin til eins árs í senn. Var hársbreidd frá því að hreppa bifreið KARL Jóhannsson var hárs- hreidd frá því að vinna Chrysler-bifreið á GR-mót- inu í Kolfi sem haldið var á Grafarholtsvellinum um helgina. Þannig var mál með vexti, að Chrysler-bifreiðin átti að falla í hlut þess kylfings sem væri svo heppinn að slá holu í höggi á 17. braut. Og Karl var ótrúlega ná- lægt því að vinna afrekið, teigskot hans stefndi beint á holuna án þess að hrökkva ofan í. Hafnaði kúlan loks 228 sentimetra frá holunni og fékk Karl þó alltént auka- verðlaun fyrir að komast næst holunni í einu höggi. En varla hafa skiptin verið góð. Ríkisstjórn Lúxemborgar tók málið fyrir á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag, en að þeim fundi loknum var ákveðið að sam- gönguráðherra, flugmálastjóri Lúxemborgar og fulltrúar úr samgöngu- og utanríkisráðuneyt- unum héldu til íslands til við- ræðna um málið. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, að stjórnvöld í Lúxemborg hefðu ekki tilkynnt um afstöðu sína, en Steingrímur kvað allar líkur benda til að þeir kæmu með jákvæða niðurstöðu um áfram- haldandi aðstoð þar sem þeir í fyrsta lagi hefðu ákveðið að koma til viðræðna og að sú ákvörðun hefði verið tekin eftir ríkisstjórn- arfundinn sl. föstudag. Um 300 börn frá Hafnarfirði gerðu sér dagamun í gær og héldu hátíð við Urriðakotsvatn. Voru það þátttakendur i íþrótta- og leikjanámskeiði, skólagörðum og starfsvöllum sem grilluðu sér kjöt á teini og dvöldu daglangt við leiki og skemmtun skátafélagsins Hraunbúa. Sjá nánar á bls. 30. Ljmm. Emiiía. Flakasala Coldwater 7% meiri en í fyrra Er ekki i vafa um, að núverandi verðlag er á föstum grunni, segir Þorsteinn Gíslason „FLAKASALA okkar er yfir 7% umfram það. sem hún var i fyrra. og er heldur vaxandi. Birgðastað- an er góð og birgðir i eðlilegu hlutfalli við sölu,“ sagði Þorsteinn Gislason. forstjóri Coldwater Sea- Raett um gerð rammasamn- ings og skiptingu fískistofna VIÐRÆÐUNEFND frá Efna hagsbandalagi Evrópu kemur hingað til lands i dag til embætt- ismannaviðræðna um hafsvæðið milli íslands og Grænlands og munu viðræðurnar hefjast á morgun. Af íslands hálfu munu þeir Hannes Hafstein, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsmálaráðuneytinu, Már El- ísson, fiskimálastjóri og Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, ræða við sendinefndina, en í henni eru 3 fulltrúar frá Framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins undir for- sæti Mogens Marcussen, fulltrúi frá skrifstofu ráðherraráðs bandalagsins og 9 áheyrnar- fulltrúar frá hinum ýmsu aðildar- löndum. Rætt verður um gerð ramma- samnings, fiskverndun og fiskveiðimál og jafnframt um skiptingu fiskistofna, hvernig hyggilegast sé að nýta þá og hvað komi í hvers hlut. En að sögn Hannesar Hafstein er þetta fjórði fundur þessara aðilja og er það nú fyrst, sem rætt verður um skipt- ingu fiskistofna og nýtingu þeirra. food Corporation. sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum. i samtali við Mbl.. er hann var inntur álits á hlaðaskrifum að undanförnu. þar scm gefið hefur verið í skyn, að nýlegar hækkanir á Bandarikja- markaði standist ekki, m.a. vegna þess, að Kanadamenn hafi á sama tíma lækkað sina framleiðslu. — Þótt fisksala sé enn háð nokk- urri sölutregðu almennt, þá höfum við enn ekki séð nein merki þess, að nýlegar verðhækkanir standist ekki. Þessar hækkanir voru ekki gerðar fyrr en grundvöllur var orðinn fyrir þeim, og viðskiptavinir okkar hafa almennt tekið þeim sem eðlilegum ráðstöfunum, enda engin merki þess, að salan hafi liðið við það. Kanadamenn hafa margir hækk- að í hlutfalli við okkur, engir lækkað, sem vitað er um. Yfirleitt er verðið hjá Kanadamönnum 30 cent- um á pund lægri en okkar, og við erum orðnir talsvert vanir að selja í samkeppni við þá á móti slíkum verðmun. Þá kom það fram hjá Þorsteini Gíslasyni, að það verkaði ekki vel á markaðinn, að heyra orðróm um að verðlag okkar sé í óvissu. — Ég er þó ekki í neinum vafa um að núverandi verðlag er á föstum grundvelli og flakasala muni halda áfram, að vera eðlilegar á næstu mánuðum. Óttinn um að við höfum spennt bogann of hátt er einungis hjá þeim, sem ekki eru vel upplýstir um sölukerfi okkar. Aðvörun barnalækna: Ungbörn fái ekki hunang BARNALÆKNAR í Bandarikjun- um hafa varað foreldra við að gefa ungb<>rnum hunang þar sem i 10 til 15% af öllu hunangi hafa fundist sporar af bakteriunni clostridium botulini, sem framleiðir eiturefni og valdið getur alvarlegum sjúk- dómum. Sporar þessir geta þrifist i Heimsmeistaraeinvígið í skák: Hollendingar hefja aðgerð- ir til stuðnings Friðriki HOLLENSKA skáksambandið hcf- ur nú hafið aðgerðir til stuðnings ákvörðun Friðriks Ólafssonar að jafnræði skuli ríkja meðal kepp- enda í hcimsmeistaraeinviginu i skák, en Friðrik hefur sem kunn- ugt er. frestað einviginu til þess að freista þess að fjölskylda Viktors Korchnoi fái að fara frjáls ferða sinna frá Sovétrikjunum áður en Karpov og Korchnoi hefja taflið um heimsmeistaratitilinn. Hollenska skáksambandið mun þegar hafa haft samband við öll skáksambönd í Vestur-Evrópu, lið- lega 20 talsins, en fulltrúi Hollend- inga á þingi FIDE í Atlanta í Bandaríkjunum í lok þessa mánað- ar, verður dr. Euwe fyrrverandi forseti FIDE og mun hann veita Friðriki stuðning sinn þar. Finnska skáksambandið mun vera í einhverri kiemmu með að taka afstöðu í málinu vegna þrýst- ings frá granna sínum í austri og danska skáksambandið vill hvorki taka afstöðu í málinu né veita umboð sitt, en að öðru leyti munu norrænu skáksamböndin fylgja stefnu Friðriks Ólafssonar í mál- Fjögur aðildarsambönd Skák- sambands Norðurlanda, Skáksam- band íslands, Skáksamband Fær- eyja, Skáksamband Noregs og Skáksamband Svíþjóðar, leggja fast, í samþykkt sem þau hafa gert, að FIDE og Skáksambandi Sovét- ríkjanna að þau geri allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja, að áskorandanum, Korc- hnoi verði leyft að fá fjölskyldu sína til sín, þannig að skákmenn- irnir mætist við sanngjarnar og jafnar aðstæður. Sjá frétt á miðsíðu og viðbrögð Friðriks við samþykkt skáksambandanna. meltingarvegi ungbarna allt að eins árs gömlum. en ekki i fullorðn- um og við ákveðin skilyrði fram- leiða þeir eitur sem veldur sýk- ingu. Morgunblaöið sneri sér til Árna V. Þórssonar barnalæknis og sagði hann að við víðtækar rannsóknir m.a. í Bandaríkjunum hefðu áður- greindar bakteríur komið fram í 10 til 15% af því hunangi sem rannsak- að var. Sporar bakteríunnar fram- leiddu við ákveðin skilyrði eiturefni og fram til þessa hefði það aðallega komið fram í matvælum, en nú væri komið í ljós að skilyrði gætu virzt fyrir hendi í meltingarvegi ung- barna. Sporarnir þola hins vegar ekki meltingarveg fullorðinna og sagði Árni ekki fullnaðarskýringar á því fundnar. Árni V. Þórsson sagði menn hafa sett skyndidauða ungbarna, sem ekki hefðu fundizt skýringar á, nokkuð í samband við þetta eitur- efni, en í ákveðnum tilvikum hefðu fundizt merki um það. Sagði hann að meðal helztu einkenna barna, er hefðu fengið þessa bakteríur, væru hægðatregða og slappleiki. Ekki kvað Árni hafa fundizt nein tilfelli um þessi veikindi hjá íslenzkum börnum, en full ástæða væri til að vara fólk við að gefa ungbörnum innan eins árs hunang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.