Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 í GRILLVEISLU MEÐ GÓÐUM KRÖKKUM Svolítil útihátíö var haldin fyrir yngstu krakkana í Vinnuskóla Hafnarfjarðar rétt ofan viö Urriöavatn í gær. Þar voru settar upp tjaldbúðir, kjöt grillaö á teini og fariö í leiki viö mikinn fögnuö hátíöargesta. Útiskemmtun-Grillveisla. Þannig hljóöaöi yfirskrift á dreifi- bréfi, sem Vinnuskólinn í Hafnarfiröi og Skátafélagið Hraunbúar sendu yngstu krökkunum, sem veriö höföu á námskeiðum hjá Vinnuskólanum undanfarnar vikur. Þaö stóö semsagt mikiö til. Setja átti upp tjaldbúðir, grilla pulsur og heilu lambaskrokkana á teini auk þess sem fara átti í alls konar leiki. Svæöiö, þar sem öll þessi ósköp áttu aö fara fram, var túniö fyrir ofan Urriðavatn við Flóttamannaveg. Þar hafa skátar í Hafnarfiröi komiö stundum saman undir berum himni, enda er þar góö aöstaöa til hvers kyns útimóta. Krakkana í Hafnarfiröi hlakkaði mjög til þessarar skemmt- unar, en tilhlökkunin var blandin kvíöa um hvort veöriö yröi nógu gott mánudaginn þann sjötta júlí, þegar skemmtunin átti aö fara fram. Þegar mánudagurinn rann loks upp brosti sólin sínu blíöasta brosi og steikjandi hiti var úti. Krakkarnir fóru því í léttan fatnaö eins og stuttbuxur, bómullarboli eöa íþrótta- gallana sína og strigaskóna. Þeir voru orðnir svangir krakkarnir úr Hafnarfirði eftir viöburðarríkan morgun og tóku því vel til matar síns. 3 Vinnuskóli Hafnarfjaröar er und- ir yfirstjórn Æskulýösráös Hafnar- fjaröar. Þaö var einmitt Æskulýös- ráö, sem fór þess á leit viö Skátafélagið Hraunbúa, aö þeir skipulegöu þessa ágætu úti- skemmtun um leiö og þeir kynntu starfsemi skátanna. Sumir voru matvandir Krakkarnir, sem tóku þátt í útiskemmtuninni, hafa líklega veriö um 400 talsins. Þeir foreldrar, sem höfðu aöstööu til að taka þátt í Hjóluöu í fylgd lögregl- unnar á skemmtunina Þau, sem ætluöu aö hjóla í fylgd lögreglunnar á skemmtunina, en þaö voru einkum krakkar, sem höföu veriö á hjólreiöanámskeiöi hjá lögreglunni í síöastliöinni viku, fóru aö huga aö hjólum sínum. Þessum glæsilegu stálhestum, sem eru bæöi meö bjöllu og bremsu og fleiri fínum „græjum“. Hinir krakkarnir söfnuöust saman viö rútubíl, sem átti aö flytja þau á staöinn. Klukkan var 10 f.h. þegar þetta var, en áætlaö var aö krakkarnir kæmu aftur til baka klukkan 3 um eftirmiödaginn. Þegar á mótstaöinn var komið tóku fiokksstjórar frá vinnuskólan- um og foringjar úr skátafélaginu Hraunbúum á móti þeim. Hörkukeppni á milli Höföa- valla og Víöisstaöa Þaö var strax hafist handa viö aö útbúa útigrill, krydda lamba- skrokkana og setja þá á teina. Þá skipulögöu skátaforingjarnir alls konar leiki, eins og riddarahlaup, nýliöakast og boöhlaup ýmiss kon- ar. Þaö var gífurleg keppni í boðhlaupinu á milli Höföavalla og Víðisstaða, en þar eru aöalstöövar íþrótta-leikjanámskeiöa vinnuskól- ans. Krakkarnir þurftu aö hlaupa á öörum fæti aö ákveönu marki, slá í þaö af alefli, en þetta mark var venjulega afturendinn á skáta, og skríöa svo á fjórum fótum til baka. Þetta var erfitt en krakkana mun- aöi ekki um aö taka svolítiö á, enda hraust og dugleg börn. Krakkarnir voru óspör á aö hvetja sitt fólk; áfram Höföavellir, áfram Víðisstaöir mátti heyra þau hrópa af miklum ákafa. Það voru margir krakkar, sem vildu taka þátt í þessum leikjum og sögöu: „Má ég vera meö, má ég líka vera meö?“ En þá sagöi skátaforinginn: „Þeir krakkar, sem nauöa um aö fá aö vera meö, fá ekki aö taka þátt í leikjum, þetta er bara svona hjá okkur.“ Enginn atvinnulaus ungl- ingur í Hafnarfiröi Vinnuskólinn í Hafnarfiröi hefur gengist fyrir ýmsum skemmtileg- um nýjungum í sumarstarfi fyrir börn og unglinga. Þaö er meðal annars fyrir tilverknaö vinnuskól- ans aö Hafnfiröingar geta státaö af því, aö engir unglingar ganga þar atvinnulausir í sumar og geri önnur bæjarfélög betur. Vinnuskólinn hefur gengist fyrir svokölluöum íþrótta-leikja- námskeiöum, þar sem yngri ald- ursflokkarnir læra ýmsar íþrótta- greinar og leiki. Þá rekur vinnu- skólinn dagheimili og svokallaö Hæfingarleikhús, þar sem börn læra aö útbúa leikbrúður og sýna brúöuleikrit bæöi á dagheimilum og á íþrótta-leikjanámskeiöunum. Eldri krakkarnir í vinnuskólunum starfa aftur á móti aö því aö hreinsa og fegra Hafnarfjaröarbæ. Þeir hiröa endurgjaidslaust garöa öryrkja og ellilífeyrisþega auk þess sem þau taka aö sér, fyrir gjald, að hiröa lóðir annarra Hafnfirðinga. Farið var í ýmias konar leiki og reyndi mi^ið i hraða og snerpu, en hvern munar um að reyna svolítið 6 sig í skemmtílegum leik? Grillað lamb og pulsur voru réttir dagsins, en sumir voru svo matvandir að þeir vildu ekki lambakjötiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.