Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 5 Árni Sigfússon, formaður Heimdallar: Þarf að gera Heimdall aftur að virku félagi ungs fólks ÁRNI Sigfússon blaðamaður var kjörinn formaður Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, á aðalfundi féiagsins sem haldinn var sunnudaginn 10. maí síðastliðinn. Árni er 24 ára gamall og er því í hópi yngri formanna Heimdallar, en hann lauk prófi frá Kennaraháskóla ísiands í vor. Árni er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, en fluttist til Reykjavíkur 1969. Árni er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur og eiga þau rúmlega ársgamla dóttur. Biaðamaður Morgunbiaðsins heimsótti Árna fyrir skömmu og var Árni fyrst spurður að því hvenær áhugi hans á stjórnmálum hefði vaknað. Síðasta stjórn úrræðalaus „Áhugi fyrir stjórnmálum hefur alltaf verið fyrir hendi hjá mér. Ég gekki í Heimdall fyrir 5—6 árum, en þó ég hafi gengið þetta seint í félagið er það síður en svo til marks um það að áhugi minn hafi ekki verið fyrir hendi. Það var mikið rætt um stjórnmál á mínu heimili, en þó vissi maður aðallega af sjálfstæðis- og fram- sóknarlínunni, en ég vildi kynnast öllum hliðum málsins. Það var síðan ekki fyrr en í menntaskóla sem ég sannfærðist um hvar réttu leiðina var að finna og hvaða flokk var best að styðja, til að ná fram sínum stefnumiðum. Það var þá sem minn flokkspólitíski áhugi vaknaði fyrir alvöru." — Hvað varð til þess að þú gafst kost á þér til formennsku í Heimdalli? „Ég taldi það ljóst að mikil þörf væri á að gera gangskör að því að efla starfið frá því sem var á síðustu árum og gera Heimdall aftur að virku pólitísku félagi ungs fólks. Þessi hugsun var grundvöllurinn að framboði mínu. Kosningabaráttan fór fram í fjölmiðlum að miklu leyti að þessu sinni og þess vegna virkaði hún harðari en hún var í raun og veru. Hvað ástandið í Heimdalli varð- ar þá þarf ekki annað en að líta á skýrslu síðustu stjórnar til að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið í félaginu var orðið. Með þessu er ég ekki að gagnrýna aðgerðarleysi stjórnarinnar sér- staklega, heldur fyrst og fremst það úrræðaleysi sem skín í gegn- um skýrsluna. Þetta úrræðaleysi var orðið mjög áberandi í félaginu. Sumir félagsmenn héldu því jafn- vel fram að vegna hins pólitísks ástands og vandamála flokksins væri starf í Heimdalli erfitt eða ógerlegt! Vissulega er þetta ástand í flokknum ekki til fyrirmyndar, en það er síður en svo ástæða til þess að leggja upp laupana þess vegna. Sú er afstaða mín og ein ástæðan fyrir því að ég gaf kost á mér til formennsku. Jafnvel á þessum eina og hálfa mánuði sem liðinn er frá kosningunum, held ég að ýmsir félagar mínir sem voru á þessari úrræðaleysislínu, sjái eins og ég alla möguleika á öflugu starfi í Heimdalli. Við sjáum nú strax að félögum í Heimdalli fjölgar ört. Stjórnin hefur tekið inn í félagið nýja félaga á hverjum stjórnar- fundi sem hún hefur haldið hingað til. Að vísu er oft lægð í starfi pólitískra félaga á sumrin, en nú er undirbúningsstarfið í Heim- dalli í fullum gangi, að minnsta kosti miðað við það sem verið hefur." Félagsaðstaða í kjallara Valhallar — í hverju er starf Heimdallar fólgið um þessar mundir? „Fyrst og fremst erum við að undirbúa okkur fyrir veturinn. Við höfum til dæmis verið að vinna að útgáfu tveggja blaða núna; sjávar- útvegsblað Heimdallar er þegar komið út og ferðamálablað er væntanlegt fljótlega. Einnig höf- um við haldið vel heppnað félags- málanámskeið. Útgáfa blaðanna er fjáröflunarleið fyrir félagið og verðum við að nýta það fé sem við fáum inn með þeim hætti, til þess að greiða upp skuldir félagsins frá fyrri stjórn, sem eru um 20 þúsund krónur, og mun nú skuld að fullu greidd í sumar. Einnig munu félagar í Heimdalli vinna við ýmis störf til þess að ná endum saman. Þá er það stefna þessarar stjórnar að byggja upp félagsað- stöðu í kjallara Valhallar. Þetta er mál sem talað hefur verið um lengi, allt frá því Valhöll var byggð, en minna hefur verið um framkvæmdir. í kjallaranum eru góðir möguleikar á að koma upp félagsaðstöðu, sem er mjög nauð- synleg til að hægt verði að sinna ýmsum verkefnum, t.d. fundar- höldum, samkomum og kynning- um. Ég finn það að mikill skiln- ingur er á þessu máli hjá fram- kvæmdastjcra Sjálfstæðisflokks- ins, Kjartani Gunnarssyni, og öðrum þeim sem um þetta mál fjalla. Vegna þess skilnings sem þetta mál nýtur er ég bjartsýnn á að það verði komið vel á veg í haust. Hins vegar hefur fjárskort- ur staðið þessu fyrir þrifum, en ef það tekst að leysa þann vanda, er félagsheimili okkar í sjónmáli." Vinna borgina úr höndum vinstri manna — Hvað með starfið þegar til framtíðarinnar er litið? „Stjórn Heimdallar er kosin til eins árs og verkefni þessarar stjórnar númer 1, 2 og 3 er að vinna Reykjavíkurborg úr hönd- um vinstri manna. Við höfum rúma tíu mánuði til þess, en mér segir svo hugur um að það verði ekki erfitt verk, ef fólk gerir sér grein fyrir þeirri sundrung og óstjórn sem tröllríður borginni um þessar mundir og mun reynast það eina sem eftir þennan meiri- hluta liggur. Þetta verður megin- verkefni okkar og í þetta mun meginkraftur okkar fara. Mér finnst það vera eðli málsins sam- kvæmt að ungt fólk sameinist um að fella þennan meirihluta, ekki síst þegar menn sjá „afrakstur" gerða þeirra manna sem mismuna fólki í skjóli einhverrar mælistiku. Starf okkar að þessu máli mun byggjast á útgáfustarfsemi og fundum og við munum leggja áherslu á það að ungt fólk í Reykjavík þekki borgina sína. Til að stuðla að þessu munum við efna til kynninga og funda og reyna að sameina gaman og alvöru, til þess að gera pólitískt starf eins skemmtilegt og það raunverulega getur verið." Gnn ein blekkinjra- stjórnin — Hver er skoðun þín á stöðu landsmála um þessar mundir? „Ef pólitíkin eins og hún birtist í dag er skoðuð, þá verður það deginum ljósara að þessi ríkis- stjórn er enn ein blekkingastjórn- in og stendur hún sig vel í því hlutverki. Verðbólgan er óleyst vandamál sem fyrr og er vandan- um aðeins velt á undan sér með sífelldum bráðabirgðalausnum. Árni Sigfússon Við búum við falskt gengi, úrræðaleysi í orkumálum, en sá málaflokkur er undirstaða þess að ungu fólki verði sköpuð atvinnu- tækifæri í framtíðinni. Ráðherr- arnir eru hverjum öðrum hæfari í því að útbúa litla gjafapakka í skrautlegum umbúðum, sem síðan verða til óþurftar þegar þeir eru opnaðir og athugaðir. Eitt dæmið um þetta er þegar skammtímalán- um var breytt í langtímalán. Þetta lítur vel út í byrjun, en verður því erfiðara, eftir því sem lengra Uður. Almenn lán til húsbyggjenda eru stórum skert, þannig að það eru ýmist hátekjumenn eða menn á bænum sem efni hafa á að byggja." Stefna Sjálfstæðis- flokksins fyrir borð borin „Eins og ég hef minnst á eru gallar þessarar ríkisstjórnar svo miklir og framkvæmdir hennar svo andstæðar stefnu Sjálfstæðis- flokksins, að ungt sjálfstæðisfólk getur í raun ekki stutt þessa stjórn. Ég get hins vegar skilið að fólk geti borið tímabundið traust til síns þingmanns, sem látið hefur leiða sig í samstarf með Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki í ríkisstjórn. En það fólk mun fyrr eða síðar átta sig á því að stefna Sjálfstæðisflokksins vegur þyngra en einstakir menn og persónulegur stuðningur við þá. Við skulum heldur ekki gleyma því með hvaða hætti þessi ríkis- stjórn varð til. Það réðu ekki stefnumál, þau voru ekki í fyrir- rúmi. Það er líka eina skýringin á því að Alþýðubandalagið hrósar sér af störfum sínum í ríkisstjórn- inni og telur að það hafi þar tögl og hagldir. En það er fullljóst að stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið fyrir borð borin af þessari stjórn. Þegar forsætisráðherra hefur verið gagnrýndur með þessum hætti, hefur hann jafnan svarað því til að nánast allt það sem ríkisstjórnin hafi framkvæmd, hafi einnig verið gert í þeim ríkisstórnum sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt aðild að. En slíkar yfirlýsingar eru einungis enn eitt töfrabragðið. Til þess að fá raunhæfan samanburð á þessu verða menn að bera saman þjóð- félagsaðstæður á hverjum tíma og átta sig á því að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lært af reynslunni. Stefna hans er miðuð við fyrri reynslu og flokkurinn gerir því yfirleitt ekki sömu mistökin tvisv- ar. Enda hefur það ekki gerst að ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur átt aðild að, hafi gert varnarmálin að aukaatriði sem hægt hefur verið að nota í póli- tískum hrossakaupum. Það er grundvallarstefna Sjálf- stæðisflokksins að hver einstakl- ingur eignist sitt eigið húsnæði og það hefur aldrei komið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði frá því stefnumiði sínu. Ég er ekki að tala um að flokkurinn sé á móti því að þeim sé liðsinnt sem einhverra hluta vegna geta ekki komið sér upp þaki yfir höfuðið, gagnrýnin snýst ekki um það, — hinar félagslegu byggingar geta átt rétt á sér. Én að slíkar byggingar skuli reistar á kostnað hins almenna húsbyggjanda, dug- mikilla einstaklinga sem skapa þetta þjóðfélag, það er gagnrýnis- vert. Fyrst ríkisstjórnin treystir sér til að byggja 'h hluta allra þeirra íbúða sem byggðar verða, á félagslegum grunni og veita til þess 90% lán, þá hlýtur hún að treysta sér til þess að veita ungu fólki sem ætlar að byggja sér húsnæði í fyrsta sinn 80% lán, miðað við byggingarkostnað. I þessu efni er ekki um getuleysi að ræða, heldur viljaleysi, viljaleysi sjálfstæðismanna í ríkisstórn til að framkvæma stefnu flokksins, því annars væru þeir ekki í þessari stjórn.“ AKÍLVSIM.A- SIMINN ER:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.