Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 „Grænlendingar hafa mikinn áhuga á góðu samstarfi við nágranna sína á lslandi“ Rætt við nokkra sveitarstjórnarmenn frá Grænlandi Grænlenska sveítarfélagasambandiö átti frumkvæöiö aö heim- sókn 35 sveitarstiórnarmanna frá öllum átján sveitarfélögum Grænlands fyrir swttu. Eins og áður hefur komiö fram í fréttum kynntu grænlensku sveitarstjórnarmennirnir sér sveitarstjórnar- og byggðamál hér á landi, en einkum sýndu þeir atvinnu- og húsnæðismálum mikinn áhuga, þar sem nú stendur yfir mikil uppbygging á þeim sviöum í Grænlandi. Til þess að kynnast sem best íslenskum aöstæöum á þessum sviöum ferðuðust þeir töluvert um landið, en sýndu minni bæjum, sem búa viö aðstæöur líkar og í Grænlandi, sérstakan áhuga. Til þess aö kynnast örlítiö því sem helst er aö gerast hjá nágrönnum okkar Grænlendingum um þessar mundir, ræddi blm. Mbl. stuttlega við nokkra sveitarstjórnarmenn úr hópnum og fara víótölin hér á eftir. 9V Grænlandi eru engar kýr“ Rætt viö Lars Nielsen frá Qaqortoq Lars Nielsen heitir einn sveit- arstjórnarmannanna frá Qaq- ortoq (Julianeháb) syöst á Grænlandi. Þar búa nú rúmlevfa þrjú þúsund manns og sa>?öi Nielsen aö bærinn væri blanda af fiskveiði- og iönaöarbæ, þar sem fiskiðnaöur skipaði stærst- an sess. „Loftslag og gróður á Suður- Grænlandi líkist mjög íslenskum aðstæðum. í maí byrja blómin að blómstra, en þá er stærsti hluti Grænlands þakinn snjó. A sumr- in er hins vegar mikið um rekís, og veldur hann fiskveiðibátum oft miklum erfiðleikum, auk þess sem hann dregur úr hitastigi. Gróður er mjög mikill á Suð- ur-Grænlandi og þar er mikið um kjarrlendi og annan villtan gróður en tún eru víða kalin. Vegna gróðursældarinnar verða lömbin til dæmis allt að því tvöfalt þyngri en tíðkast hér á íslandi. Meginstofn þess fjár, sem er í suðurfjörðum Græn- lands, er kominn frá Islandi, en nú munu vera um 20.000 kindur á Grænlandi. Á Grænlandi eru innan við 200 hestar og engar kýr, en flutt er inn mikið af þurrmjólk og mjólk með langt geymsluþol frá Dan- mörku, en einnig er eitthvað flutt inn af mjólkurvörum frá íslandi. Til dæmis get ég nefnt Lars Nielsen sveitarstjórnar- maður og fjárbóndi frá Quaq- ortoq á Suður-Grænlandi. LjÓKin. Mbl. RAX. það að íslenskt skyr fæst víða í verslunum á Grænlandi." Nielsen kvaðst vera á móti veru Grænlendinga í Efnahags- bandalaginu og sagði að banda- lagið hefði ekki getað tryggt þeim neina samvinnu við önnur lönd, þar sem öll slík samskipti færu í gegnum Danmörku. „Þegar við yfirtökum hina konunglegu Grænlandsverslun að fullu getum við ráðið mun meiru um okkar mál en áður, til dæmis hvað snertir yfirráð haf- svæða og um leið náð betri útflutningssamningum, til að mynda á fiskafurðum. I því tilliti tel ég að við getum lært mikið af Islendingum, en í sambandi við þau mál hefur skotið upp þeirri hugmynd að mynda samtök á milli til dæmis Norðmanna, ís- lendinga, Færeyinga og Græn- lendinga til þess að ná betri samningum við aðra viðskipta- aðila. Eg hef rætt þessa hug- mynd við ýmsa, sem ég hef hitt hér á íslandi, og margir sýnt þessu máli mikinn áhuga.“ „A veturna fer frostið upp í þrjátíu gráður“ Rætt viö Christian Lyberth, bæjarstjóra í Umanaq Umanaq er með nyrstu bæj- um á Grænlandi. Bæjarstjórinn þar heitir Christian Lyberth. Sagði hann í viðtali við Mbl. að Umanaq væri dæmigerður grænlenskur veiðimannabær, en þar væri mikið veitt af selum, hvölum og fiski. einkum heilagfiski. „Jú, það getur orðið mjög kalt þarna norður frá á veturna. Frostið fer upp í allt að þrjátíu gráður yfir vetrartímann, en á „Helst er það aðkomufólk, sem kvartar undan veðrinu.“ Christian Lyberth bæjarstjóri í Umanaq. Ljósm. Mbl. RAX. sumrin getur hitinn farið upp í sextán til tuttugu gráður í sól. Gróðurinn er bví að vonum ekki rnikill, en landslagið líkist einna helst norðurhluta ÍSlands." Lyberth sagði að fólkið væri vant hinum miklu kuldum og kippti sér ekki upp við kalda vetur. „Helst er það aðkomufólk sem kvartar undan veðrinu, en við höfum mikla þörf fyrir aukið vinnuafl á sérhæfðum sviðum. Flest aðkomufólkið kemur frá Danmörku og hefur það veitt okkur ómetanlega aðstoð á mörgum sviðum." Að sögn Lyberth talar eldri kynslóðin í Grænlandi oft litla dönsku, en yngri kynslóðin lærir dönsku í skótunum og getur því talað hana, en slíkt er nauðsyn- legt í samskiptum við aðkomu- fólk. „Markmiðið er þó að græn- lenskan verði aðalmálið og að allar kennslubækurnar, sem not- aðar eru í skólum verði á græn- lensku. Það sem einkum hrjáir okkur í þeim efnum er skortur á grænlenskum kennurum, en nú er unnið að því að auka hlutfall grænlenskra kennara í kennara- stéttinni, að minnsta kosti í grunnskólanum." Fara á hundasleðum til veiða Spjallaö viö Karl Möller bæjarstjóra í Qasigiannguit Qasigiannguit eða Christi- ansháb er tæplega tvö þúsund manna bær norðarlega á vestur- strönd Grænlands. Bæjarstjór- inn þar heitir Karl Möller og sagði hann i viðtali viö Mbl. að fjörður sá er bærinn lægi við væri þakinn is fjóra til fimm mánuði yfir vetrartimann. „Það er því mjög erfitt að stunda veiðar yfir vetrarmánuð- ina, en til þess er farið á hundasleða um fjögurra tíma leið út á ísinn. Þar er veitt í gegnum ísinn þannig að í gegn- um holur á ísnum eru settar langar línur með mörgum krók- um og fiskurinn dreginn á þann hátt. Venjulega er verið á veið- um í um það bil sólarhring og meðalafli í slíkri ferð er um fjögur hundruð kíló, en aðallega er það heilagfiski sem veiðist." Að sögn Moller er fiskurinn unnin í Qasigiannguit. „Stærsti hluti aflans er flakaður og seld- ur úr landi, en einnig fer mikið af honum til neyslu innanlands. Mikil uppbygging stendur nú yfir í bænum og unnið er að því að bæta alla aðstöðu til fiskverk- unar. Einnig eru húsnæðismál staðarins í endurskoðun um þessar mundir og reynt að vinna að úrbótum í þeim efnum, en í því sambandi höfum við fengið ýmsar hugmyndir á ferð okkar um ísland," sagði Moller að lokum. „Stærsti hluti aflans er flakað- ur og seldur úr landi.“ Karl Moller bæjarstjóri í Qasigi- annguit. Ljósm. Mbl. RAX. „Skiptar skoðanir um veru Græn- lands í Efnahagsbandalaginu“ Spjallaö viö formann grænlenska sveitarfélaga- sambandsins, Uvdlorianguaq Christiansen Formaður grænlenska sveit- arfélagasambandsins heitir Uvdlorianguaq Christiansen og er frá Nuuk. sem liggur á vesturströnd Grænlands og áð- ur nefndist Godtháb. Nuuk er stærsti bær Grænlands og þar búa nú tæplega niuþúsund og fimmhundruð manns. Christiansen sagði i viötali við Mbl. að nú væri mikið rætt um veru Grænlendinga i Efna- hagshandalaginu og þótt hart hafi verið deilt um fiskveiðirétt- indi við Grænland hafi sjávarút- vegur Grænlendinga eflst hröð- um skrefum á siðustu árum. „Á sviði sjávarútvegs er nú mesta áherslan lögð á aukna afkastagetu og betri nýtingu aflans í landi, og tel ég að við getum lært mikið af íslending- um í þeim efnum. Um þessar mundir er að vonum mikið rætt um veru Grænlands í Efnahags- bandalaginu og hugsanlegar af- leiðingar úrsagnar okkar úr því. Grænland er í bandalaginu sem hluti af Danmörku, þrátt fyrir að meiri hluti Grænlendinga hafi verið á móti inngöngu í bandalagið á sínum tíma. Græn- lendingum berst hins vegar tölu- vert fé frá bandalaginu, sem varið hefur verið í alls kyns uppbyggingarstarfsemi, og snú- ast umræður rnikið um það með hvaða hætti hægt væri að bæta upp missi þessara fjárframlaga, með nýjum tekjulindum, sem fengjust með fullum yfirráðum yfir grænlensku fiskveiðilögsög- unni. Danir hafa tekið það skýrt fram að það fjármagn, sem Grænlendingar hafi fram að þessu fengið frá Efnahags- bandalaginu, muni þeir ekki fá frá Danmörku, ákveði þeir að ganga úr bandalaginu. Það eru þvi skiptar skoðanir um þessi mál í Grænlandi og hefur nú Uvdlorianguaq Christiansen formaður gramlenska sveitarfé- lagasambandsins. I.josm. Mbl. RAX. verið ákveðið að ganga til at- kvæða um veru Grænlendinga í Efnahagsbandalaginu. At- kvæðagreiðslan mun fara fram í febrúar á næsta ári og verður fróðlegt að fylgjast með niður- stöðum hennar." Sagði Christiansen að auk fiskveiðanna væri nú unnið að því að byggja upp ýmis konar iðnað og þjónustustarfsemi. Til dæmis væri í Nuuk stór og fullkomin skipasmíðastöð, auk ýmissa minni iðnfyrirtækja og þjónustufyrirtækja. Nuuk er ennfremur miðstöð framhalds- menntunar og verslunar og sagði Christiansen að það sem einkum stæði Grænlendingum fyrir þrif- um í dag væri skortur á sér- menntuðu fólki, en nú væri markvisst unnið að úrbótum í þeim efnum. „Fram til þessa hefur flest sérmenntað fólk komið erlendis frá, aðallega Danmörku, en vonast er til að Grænlendingar geti smátt og smátt tekið við hinum sérhæfðu störfum er fram líða stundir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.