Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR í dag er bakstur á dagskrá. Hér á eftir fylgja tvær upp- skriftir, önnur að kjarngóðu og bragðmiklu brauði, en sú síðari að léttum og ljúffengum snúð- u:n. Og vegna þess að væntan- lega eru nú ýmsir í ferðahugleið- ingum, sakar ekki að minna á að svona gómsæti er góður ferða- félagi og getur t.d. lífgað upp á hugsanlega rigningardaga ... Það er enn fremur rétt að minna á að gerdeig er mjög skemmti- legt í hendi og gaman að móta úr því. Það er því ekki úr vegi að bjóða yngra fólkinu að spreyta sig við mótunina. Allt verður þetta fallegt og girnilegt á að líta, þegar úr ofninum kemur. Góða skemmtun! Ostabrauð Þetta er matarmikið brauð og hentar því ljómandi vel sem meðlæti með mat, ekki sízt súpum. En það er einnig gott eitt sér, með eða án smjörs eftir smekk. Hugmyndin að þessu brauði er vafalaust komin sunn- an að, þar sem osta- og krydd- jurtamenning er mikil. Ein- hverntíma hefði svona brauð líklega þótt fullgild máltíð. Enn og aftur minni ég á að gerbakstur er bæði auðveldur og skemmtilegur. Látið allar þjóð- sögur um hið gagnstæða sem vind um eyru þjóta. En munið að gerdeig getur verið misjafnt viðureignar og dyntótt, rétt eins og bakarinn sjálfur. En það verður alltaf bragðgott, það er óhætt að treysta því. Og ekki sízt þegar þetta brauð er annars vegar. Það er fremur þétt, enda vel í það borið. Ef ykkur sýnist svo, getið þið sleppt feitinni. Og þið notið auðvitað þær krydd- jurtir sem þið náið í, hvað annað... 25 gr pressuger eða þurrger 'k 1 mjólk, vatn, eða mjólk og vatn til helminga 100 gr rifinn ostur, gjarnan óðals- eða goudaostur 1 dós kotasæla 1—2 msk kryddjurtir, t.d. timi- an og oregano 1 dl matarolía, t.d. sólbióma- olía. eða 100 gr brætt smjðr 2 dl heilhveiti 11 dl óhvittað hveiti, eða annað finmalað hveiti 1. Það fer eftir því hvort ykkur liggur á eða ekki, hvort þið notið kaldan eða volgan vökva. Það er t.d. upplagt að blanda og hnoða deigið 'k sólar- hring áður en þið bakið það, og geyma t.d. í kæliskáp. En ef þið notið þurrger, þá farið þið eftir leiðbeiningum á umbúðunum. En alla vega þá myljið þið gerið í skál, hellið vökvanum yfir, ásamt olíu, kryddi og osti. Stappið kotasælu saman við. Það er fljótlegt ef þið eigið rafmagnskvörn. Blandið kota- sælunni í deigið. 2. Þá er það mjölið. Dembið heilhveitinu út í og síðan 10 dl af hveiti. Blandið og hnoðið deigið. Vísast þurfið þið enn töluvert af mjöli. Hnoðið eins og þið þurfið af því í deigið þar til það loðir vel saman. Setjið deigið í skál- ina, eða í plastpoka, og látið það nú lyfta sér undir dúk eins lengi og ykkur hentar, en ekki skemur en í 1 klst. En munið að laga deigið að ykkar tíma en ekki öfugt... 3. Þegar deigið hefur lyft sér vel og þið hafið tíma, þá hnoðið það enn. Mótið nú deigið í litlar bollur eða 3—4 snittubrauð. Og auðvitað er einnig tilvalið að útbúa bollur úr helmingi deigs- ins og snittubrauð úr hinum helmingnum. 4. Setjið ofninn á 250°. 5. Þegar brauðið er orðið fallega háreist, þá setjið það inn í miðjan heitan ofninn og látið það bakast þar í um 20—25 mín, eða þar til ilminn leggur úr ofninum, brauðið er fagurgyllt og í því heyrist holt hljóð, þegar bankað er í það. Þá er tími til kominn að taka það úr ofninum og gæða sér á því, eða geyma til betri tíma. Þetta brauð er tilval- ið að frysta og grípa til þegar tækifærið kallar, eða þegar ykk- ur langar í eitthvað verulega gott Ef ykkur sýnist svo getið þið sleppt kotasælunni. Undanrenna er einnig ágætur bakstursvökvi, sem vert er að minna á. En vatnið er alltaf handhægt, ekki satt... Leikskólasnúðar Þessi uppskrift varð til um daginn, þegar átti að gefa skóla- félögum í leikskólanum eitthvað gott. Þess var eindregið óskað að þetta góða ætti að vera snúðar með súkkulaði. Ymsum þótti þeir nokkuð góðir, svo það er ekki úr vegi að leyfa öðrum að njóta þeirra. Þetta eru kanel- snúðar með súkkulaðisósu á, svo þetta er vægast sagt klístrað góðgæti, í gamalli og nýrri merkingu þess orðs. Snúðarnir eru Iangbeztir heitir eða volgir, beint úr. ofninum. Einnig getið þið fryst þá og hitað, þegar þið berið þá fram. Setjið þá ekki súkkulaðið á, fyrr en þeir eru bornir fram. Og svo er bezt að hafa nóg af servíettum við hendina. En allra gagnlegast er þó að hafa þurrundið handklæði til taks ... 25 gr ger 'k 1 vatn 1 dl hunang eða púðursykur 2 dl rúgmjöl, gjarnan gróft 1 msk kanell (VA msk nýsteytt kardimomma, eða tilbúið duft) 1 egg (má sleppa) 10 dl óhvittað hveiti, eða venju- legt hveiti 1. Um hitastigið á vatninu, sjá hér að ofan. Þið blandið pressu- geri eða þurrgeri í vatnið, hun- angið eða púðursykurinn, rúg- mjölið, kryddið og eggið. Hellið svo 10 dl af hveiti saman við og hnoðið þessu saman. Vafalaust þurfið þið svo meira hveiti, þar til deigið loðir vel saman. Nú á það að lyfta sér vel, gjarnan um nótt um kæliskáp. 2. Fylling: 2—3 dl púðursykur 2 msk kanell 1 dl matarolia eða 50 gr mjúkt smjör (það þarf ekki eins mikið ef smjör er notað) 3. Nú er deigið flatt út og fyllingunni smurt á. Það er þægilegast að gera það með því að skipta deiginu í tvennt. Smyrjið fyrst feitinni á deigið, blandið síðan saman púðursykri og kanel og stráið yfir. Rúllið deiginu og gerið úr því vafning og skerið hann í 2—3 cm þykkar sneiðar, og setjið þær á smurða plötu. Þar eru komnir snúðar. Látið þá nú lyfta sér þar til þeir eru orðnir bústnir og pattara- legir. Það tekur um 30 mín. 4. Setjið ofninn á 250° 5. Bakið snúðana í um 20 mín., eða þar til þeir eru greinilega bakaðir. Þið munið að bakara- ofnar eru nokkuð mismunandi, svo það er bezt að fylgjast vel með gangi mála í ofninum, ekki satt... 6. A meðan snúðarnir eru að lyfta sér, snúið þið ykkur að sósugerðinni. Eg verð að segja eins og er, að mér leizt ekki meira en svo á þetta samkrull, snúða og súkkulaði, en varð nokkuð undrandi þegar til kom. Ég átti ekki súkkulaði og sauð sósu úr kakói, sem ég nota annars oft t.d. á ís. (Mér leizt ekkert vel á kakósósuna þegar mér var gefin hún í fyrsta skipti en síðan ber ég ekki við að búa til íssósu úr súkkulaði. Það má betrumbæta hana á ýmsa vegu, og hún getur þá orðið býsna ljúffeng.) Hér er hún eins og hún var notuð á snúðana: 1 dl kakó 1 dl vatn xk dl sykur lk dl púðursykur Þetta er soðið saman svo að sósan verði nokkuð þykk. Þegar snúðarnir koma úr ofninum, sætlega ilmandi, er sósunni jafnað á þá. Ég get lofað því að þið fáið hýrt bros fyrir ykkar snúð, þegar þið berið snúðana fram ... í stuttu máli í KRON-búðunum fæst gott og frekar ódýrt, óhvíttað sænskt hveiti, Juvei. í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg er býsna gott kryddúrval, bæði heilt krydd, mulið og steytt. I Jurtinni við Lækjartorg fæst alveg sérstakt síróp, mösursíróp (maple-syrup), sem er tappað af amerískri trjátegund. Það er í fallegum krukkum og því tilvalið til gjafa. Það gerir pönnukökur, klatta vöfflur að hátíðarmat. Bragðið er handan og ofan við bragð af öðru sírópi. var hægfað fá bilaleígubíl í London ítvodaga fyrir aðeins £22 Það er hægt ennþá! Margir halda að bílaleigubílar séu svo dýrir, að það sé venjulegum ferðamanni ómögulegt að nota þá í Bretlandi. Þetta er mikill misskilning- ur. Hér einu sinni var hægt að fá leigðan bíl í tvo daga t.d. laugardag og sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b. £25 sterlingspund. Þetta er hægt ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og verðbólgu. Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat Strada £12.00 á dag. Svo eru sumir sem segja að England sé dýrt land. Þú þarft ekki að gera langar áætlanir fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta gististaðinn, en móttökustjórinn þar sér um að bóka þig á það næsta - og síðan koll af kolli. Þú ákveður vega- lengdina, sem þú ætlar að aka í einu, og átt vísan gististað þegar þú kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin vali. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en England heldur áfram að vera hrífandi. Þú kynnist því best á bíla- leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleið- um kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIÐIR Traust fólk hjá góóu félagl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.