Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 63 Börn í vinnuskóla Kópavogs undir stjórn þeirra Einars Bollasonar og Helga Helgasonar hafa að undanförnu unnið að hreinsun bæjarins og í gær tóku þau sig til og brenndu nokkra kesti, sem að mestu leyti voru hlaðnir úr gömlum spírum frá skreiðarhjöllum í nágrenninu. Slökkviliðið var viðstatt til aðstoðar brennumönnum ef eldurinn yrði of mikill og við frágang eftir að öllu var lokið. Þótt feyskið timbrið logi vel er þó rétt að gefa því eina skvettu af steinoliu til öryggis. Börnin fylgjast spennt með er Helgi Helgason ber eld að einum kestinum. Slökkviliðsmenn draga úr eldhafinu i einum báikestinum. Kvenréttindafélag íslands: „Þverpólitískur kvennalisti ekki leiðin til breytinga44 KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands hélt ráðstefnu með konum i sveitar- stjórnum 25. og 26. október 1980. Á þessari ráðstefnu voru flutt 12 framsiiguerindi. sem öll eru birt I júlihefti Fréttabréfs KRFÍ. ásamt niðurstöðum þeirra fimm starfs- hópa sem störfuðu á ráðstefnunni. 1 lok ráðstefnunnar voru almennar umræður. í Fréttabréfi KRFÍ er gerð grein fyrir umræðum í lok ráðstefnunnar og kom eftirfarandi þar fram m.a.: „Þverpólitískur kvennalisti er ekki leiðin til breytinga. Sem þrautalend- ing gætu kvennahreyfingar í hverj- um stjórnmálaflokki fyrir sig sett upp kvennalista og haft um það samráð þvert á flokksbönd. Margar hæfar konur eru í röðum þessara kvennasamtaka og þær verða að brjóta sér braut með einhverjum hætti. Tilraun með þessum hætti hefur verið reynd með góðum árangri. í einum stjórnmálaflokki í Svíþjóð þótti forystumönnum þar konum sækjast seint inn í sveitarstjórnir og hvöttu þær til að bjóða fram sérlista til hliðar við almennan framboðs- lista flokksins, sem þær og gerðu með þeim árangri að margar konur komust í örugg sæti í þeim kosning- um. Margir lýstu ánægju sinni með þessa hugmynd um sérlista kvenna hjá hverjum stjórnmálaflokki — kölluðu hana leynivopnið, og samráð kvenna þvert á flokksbönd stórráð kvenna. Forystumenn KRFÍ buðu fram starfsaðstöðu í húsakynnum félagsins að Hallveigarstöðum ef til þess skyldi draga að þessi fram- kvæmd sæi dagsins ljós.“ FréttatilkynninK. Ert þú á eftir áætlun... eða átt þú eftir að gera upp við þig hvernig sumarbústað þú ætlar að fá þér? Kynntu þér þá bústaöina okkar. Þeir eru ööruvísi. Viö bjóöum 4 gerðir sumarbú- staöa, 30,4—64,6 fm, sem af- hendast á því byggingarstigi sem þér hentar. Vorum einnig aö fá mikið úrval af afburöafallegum einbýlishúsa- teikningum. Eitt símtal og þú færð teikningar og allar upplýsingar sendar í pósti — eöa þaö sem er enn betra: ein heimsókn til okkar og viö ræðum málin. Opiö í dag kl. 13—18. HÚSABAKKI „. Austurmörk 17, 810 Hveragerði, sími 99-4480. grillaö með BRIMKLO Þessa dagana er Brimkló að senda frá sér hljómplötuna „Gllmt við þjóöveginn." Kapparnir eru I feröahug og eru hér á ferðinni með létta og skemmtilega plötu sem á örugglega eftir aö heyrast mikið á naestunni. Allt frá hressilega „grilluðu" Rockabilly og yfir I rómantlskar melódlur. Höfundar laganna eru þeir Björgvin Halldórsson, Magnús Kjartansson, Arnar Sigurbjörnsson, Magnús Eirlksson o.fl. Njóttu þess að feröast i huganum og fáðu þér eintak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.