Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 39 „í síöasta mánuöi brugöu þær þó ööru fyrir sig því aö þá báöust þær grátandi vægöar og héldu því fram aö þær heföu aldrei drepiö neinn“ SJÁ: DÓMAR ÞRUGL^MM—— Hinar hundleiðinlegu dagbækur doktorsins óvæntur viðauki við dagbæk- urnar hans Göbbels heitins. áród- ursmálaráðherra Hitlers, hefur nú skotið upp kollinum hjá útgefanda nokkrum i London á „dálitið undarlegan hátt“ að þvi saift er. Aðeins einn maður hefur. enn sem komið er, laKt i að lesa þessi skrif ok að hans eÍKÍn sökh virðist Göbbels hafa verið heldur litlaus karakter ok smár i sniðum. Á sama tíma og þýski herinn stóð i ströngu á fjórum vígstöðvum var sjálfur áróðursmálaráðherra þriðja ríkisins að pára hjá sér alls konar hversdagsleg smáatriði, sem upp komu í hjónabandi hans, hvernig hann svaf (yfirleitt mjög vel) og hvernig dætrum hans liði (seinna drap hann þær á eitri). „Þetta líkist helst því uppátæki sumra að byrja á dagbókarskrifum með nýju ári en gefast upp 10. janúar, níu dögum síðar," sagði James Lucas, embættismaður Striðsminjasafns heimsveldisins sem hefur lagt það á sig að lesa allar 910 síðurnar. „Þetta eru eins og dagbækur manns, sem er algjört núll að öllu leyti — „Kom seint heim, svaf fram að hádegi“ — bull af þessu tagi og það frá manninum, sem var sá þriðji eða fjórði í valdastiganum á eftir Hitler." Lucas vitnar enn í dagbókina: „„Magda ætlar í bæinn. Vann fram á kvöld. Það er sami kuldinn áfram. Fór í rúmið og svaf vel. Spjallaði dálítið við Mögdu. Börnin líta vel út...“ og þess háttar. Síðan kemur bjánalegur kafli um fiðrildi og það er ekki annað hægt en að furða sig á því hvernig hann fann sér tíma til þess í miðju stríðinu að skrifa svona vitleysu. Mér finnst það líka með ólíkind- um, að þessi mikli mælskumaður með engilblíðu röddina skuli hafa staðið að þessum lágkúrulega sam- setningi, ekki síst fyrir það, að við vitum það úr öðrum dagbókarbrot- um hans, að hann þóttist vera að skrifa fyrir eftirkomendurna,“ seg- ir James Lucas. Dagbækurnar, sem hefjast 1939 og ná út árið 1942, eru nú í höndum útgefandans Hamish Hamiltons, sem hyggst gefa þær út á næsta ári. Áður hafa verið gefnar út dagbæk- ur Göbbels frá öðrum tímum og jafnvel um þær sagt, að þar kæmi fram skynsamur en miskunnarlaus maður, sem veitti mikilverðar upp- lýsingar um ýmis málefni Þriðja ríkisins. James Lucas er ekki á sama máli, a.m.k. ekki hvað varðar dagbókina 1939—1942: „Þú stendur þig að því að segja við sjálfan þig: „Ottalegt smámenni heur þetta verið.“ Nú vitum við, að þegar hann var 28 ára gamall hafði hann þessa smámeyj- arlegu aðdáun á Hitler, en í dag- bókunum er hann enn við sama heygarðshornið. Það er allt í lagi fyrir 28 ára gamlan mann, en ekki þegar hann stendur á fertugu." - ALAN RUSBRIDGER StriðsfanKabúðunum var breytt í útrýmingarbúðir þar sem einkum var kappkostað að murka lifið úr fólki af gyðinga- ættum. föngum með svipuhöggum, skotið barn, att hundinum sínum á ófríska konu og ýtt konum ofan í saurinn undir kömrunum. „Blóð- uga Brigida" var dæmd í 12 ára fangelsi. Þessar tvær konur hafa næstum allan þann tíma, sem réttarhöldin hafa staðið, engin svipbrigði sýnt og hvergi látið sér bregða þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. í síð- asta mánuði brugðu þær þó öðru fyrir sig, því að þá báðust þær grátandi vægðar og héldu því fram, að þær hefðu aldrei drepið neinn. Braunsteiner, eða „Bykkj- an“ eins og hún var kölluð, sagðist aðeins hafa verið lítið „hjól í stórri vél“ og fór fram á sýknun. „Blóðuga Brigida" hélt því hins vegar statt og stöðugt fram, að í Maidanek hefðu aldrei verið nein- ir gasklefar . Emil Laurich, fyrrverandi SS-liðþjálfi, sem í Maidanek var ávallt kallaður „Engill dauðans", var dæmdur í átta ára fangelsi en sökunautar hans aðrir, Heinz Villain, Fritz Petrick, Arnold Strippel og Thomas Ellwanger, fengu þriggja til sex ára dóm. Þessum viðamiklu og kostnað- arsömu réttarhöldum er nú lokið og eins og fyrr segir líklega einnig síðustu stríðsglæparéttahöldunum í Vestur-Þýskalandi. Nú eru um fjórir áratugir liðnir frá glæpa- verkum nasista í seinni heims- styrjöld og margir og kannski flestir, sem þar komu við sögu, eru nú látnir. Þeir sem enn lifa, eru aldraðir menn, margir farnir að heilsu, og í augum margra þjónar það engum tilgangi lengur að vera að fangelsa kannski farlama gam- almenni, sama hver sekt þeirra er, því að fyrir glæpaverk seinni heimstyrjaldar verði hvort eð er aldrei bætt. SIEGFRIED BUSCHSCHLUTER ÁÆTLANIR Reynast „tölvu- borgirnar44 bara skýjaborgir? SkipulagsfræðinKar i Japan und- irbúa nú af kappi innreið 21. aldarinnar. f þessu skyni vilja þeir nú reisa 16 fyrirmyndarborKÍr. útbúnar öllu þvi sem nýjasta tækni ok vísindi hafa helzt upp á að bjóða. Ef skipulagsfræðingarnir fá vilja sínum framgengt, munu útvaldir íbúar hinna fyrstu „tölvuborga" flytjast inn á tölvuvædd heimili sín áður en næsti áratugur gengur í garð. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neyti því, sem fer með málefni alþjóðaviðskipta og iðnaðar munu tölvuborgir þessar verða „himnaríki á jörðu“ í lífsins táradal. í hverri þessari borga munu búa um 200.000 manns og „þar verður haldið uppi samfélagi sem auðnast að byggja á ríkulegri hefð og nátt- úrulegri fegurð". Ráðuneytið hafði ekki fyrr skýrt frá þessum ráðagerðum en fram komu óskir frá 38 héruðum í Japan um að þau yrðu heiðruð með því að fá að leggja til lönd undir tölvuborg- ir. Að baki þessum frómu óskum mun þó ekki sízt hafa búið áhugi á að fá tryggingu fyrir fé úr opinber- um sjóðum og að vekja athygli. En hinar háfleygu lýsingar ráðu- neytisins á tölvuborgunum hafa ekki alls staðar fallið í kramið og al- mennir borgarar láta sér fátt um finnast. Þeir velta því fyrir sér hvort nokkur þörf sé á einni einustu tölvuborg í Japan — hvað þá 16. Dagblaðið Mainichi Shimbun hefur farið hörðum orðum um þá fjársóun, sem áætlunin hafi haft í för með sér og telur hættu á að framkvæmd hennar muni verða til þess að ekkert fé verði afgangs til almennar iðn- þróunar í landinu. Tölvuborgirnar munu hafa upp á að bjóða allt þaö sem aðdáendur heimsins lystisemda geta óskað sér. Þar verða leikhús, skrúðgarðar, veit- ingahús, barir og lifsstíll borgarbúa verður auðvitað í samræmi við nýjustu uppfinningar og óskir. Og ekki mun atvinnuleysi hrjá mann- skapinn. Þar verður blómstrandi athafnalíf, sem byggist á nýjustu og gróskumestu atvinnugreinum. Þar verður allt „fyrir yfirburðaþróun mannsins“, eins og ráðuneytið kemst svo fagurlega að orði. Getur þetta orðið að veruleika? „Við ætlum að fullgera fyrstu tölvu- borgina um 1991,“ segir fulltrúi í ráðuneytinu og brosir góðlátlega yfir gagnrýninni. „Sumir bera ef til vill efasemdir í brjósti, en við miðum við að hefja nýtt skeið í menningarsög- unni,“ bætti hann við. DONALD KIRK í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig i „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM B.R fyrir þá sem byggja K ÞHI0 BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sfmi 33331. (H. Ben-húsið). Láttu okkur leysa klósettvandræðin í sumarbústaðnum með sjálfeyðandi rafmagnsklósetti frá jjifit » KPS-rafmagnsklósettiö eyðir bæði saur og þvagi er kemur frá 4—5 manns. Ef fleiri nota það að staðaldri er skipt um innri fötu eftir þörfum. Þetta er einstaklega hentug lausn. Leitið upplýsinga hjá okkur og við munum sýna þér hvernig klósettið starfar. Mál: Hæð 52 sm, breidd 65 sm, dýpt 65 sm. Orkunotkun 350 wött, 220 volt. Hagstæð greiðslu- kjör. E(-' EINAR FARESTVEIT & CO. HF BERGSTADASTXXTI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.