Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 ODYRAR OG VANDAÐAR BULGARÍUFERÐIR Nú komast allir ódýrt á „Gullnu ströndina“ við Svartahaf Vegna sérstaklega hagkvæmra samninga við ferðaskrifstofur í Amster- dam getum viö nú boöiö upp á ódýrar og vandaöar sólarferöir á „Gullnu ströndina" í Búlgaríu. 18 dagar á góðu baöstrandarhóteli meö morgunmat og kvöldmat innifaliö og þrír dagar í Amsterdam ókeypis í kaupbæti. Brottfarardagar: 6. og 20. igúst, 10. og 24. sept. ISCARGO Austurstræti 3. S. 12125 og 10542 A FRÁ JÚCOSIAVIU Höfum fengiö glæsilegt úrval af hús- gögnum frá Júgóslavíu. Hjónarúm 1.80x2 metrar úr furu og brúnbæsuö. Einnig eins manns rúm 0.90x2 m, úr furu og einnig dökk. Barnakojur — Furusófasett — Pinnastólar og bord. Sérlega hagstætt verö. Gjörið svo vel og lítió inn. Skafen- Smiðjuvegi 6 - Sími 44544 Kjörgarði, Laugavegi 59 - Sími 16975 20 pundari á flugu nr. 12! Veiðin í Laugardalsá í Ögursveit hefur verið frekar dræm að undan- förnu, samkvæmt upplýsingum Sigurjóns Samúelssonar bónda á Hrafnabjörgum í Laugardal. Sig- urjón sagði fremur lítið af laxi hafa gengið að undanförnu, en siðasta „holl“ hefði þó náð 19 löxum. Þyngsti laxinn sem veiðst hefur vó 20 pund og tók sá flugu, Teal and Black nr. 12, en sú er gjöful silungafluga. Veiddist fisk- urinn í Blámýrarfljóti en veiði- maðurinn var Finnbogi Magnússon frá Patreksfirði. Að sögn Sigurjóns er nokkuð af fiski í ánni, en hann er tregur til að taka. í gær var rigning fyrir vestan og vestanátt og gott vatn í ánni. Laxinn er kominn um alla á, m.a. veiddist fiskur á dögunum fyrir ofan Laugarbólsvatn, á veiði- stað sem Birnufoss heitir. Talsvert veiðist nú á flugu i Laugardalsá og sagði Sigurjón að litlar dökkar flugur hefðu reynst fengsælastar. Hátt á þriðja hundrað fiskar úr Laxá í Leirársveit Talsvert af laxi er nú í Laxá í Leirársveit og hefur veiðin gengið nokkuð vel að undanförnu, að því er Sigurður Sigurðsson bóndi í Stóra-Lambhaga tjáði Morgun- blaðinu. Nú hafa veiðst i Laxá hátt á þriðja hundrað laxar, en laxinn er kominn um alla ána og hefur m.a. veiðst í Eyrarvatni. Hingað til hefur laxinn í ánni verið vænn, en nú er smálaxinn farinn að ganga talsvcrt. Nú er þokkalegt vatn í Laxá og hefur það verið að aukast, en fyrir um það bil viku síðan var það með minna móti. Stærsti laxinn úr ánni vó 16 pund, að því er Sigurður sagði, en veitt er á sjö stengur í Laxá í Leirársveit. Tekur illa í Norðurá Heldur gengur veiðin treglega í Norðurá í Borgarfirði um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í veiðihús- inu við ána. í gærmorgun komu t.d. aðeins upp sjö fiskar sem þykir heldur rýrt, en nú er veitt á 15 stengur í Norðurá. Nú eru komnir 710 laxar upp úr ánni og er það heldur lakari veiði en var á sama tima í fyrra. Talsvert er af fiski í ánni, en hann er tregur til að taka og einnig er talið, samkvæmt upplýsingum sem fengust í veiði- húsinu, að nú sé minna af fiski í ánni en í fyrra. Nú er gott vatn í Norðurá, en lítið vatn hefur háð ánni að undanförnu. Talsvert er farið að veiðast á flugu og eru Collie Dog, Þingeyingur og Tveir á kamrinum sagðar gjöfulastar um þessar mundir. Góð veiði í Elliðaánum „Veíðin í Elliðaánum hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í spjalli við Morgunblaðið i gær, er hann var inntur eftir því hvernig veiðin gengi i Elliðaánum. Sagði Friðrik að hátt í 600 laxar hefðu veiðst, sem væri miklum mun betri veiði en á sama tíma í fyrra. Miðað við sumarið 1979 er veiðin heldur betri nú í ár. Friðrik sagði að oft hefðu yfir 30 laxar veiðst yfir daginn i Elliðaánum og hefði veiðin verið góð allt frá síðustu mánaðamótum. Flugan er nú skæðasta agnið í Elliðaánum og sagði Friðrik að Blue Charm, og Collie Dog hefðu reynst vel. - ÓJ. Kynnist eigin landi 6 daga tjaldferð 1. Dagur: Reykjavík - Hvalfjöröur - Dragháls - Reykholt - Hraunfossar - Kaldidalur - Þingvellir. 2. Dagur: Þingvellir - Laugarvatn - Geysir - Gullfoss - Stöng - Hjálparfoss - Dómadalur - Landmannalaugar. 3. Dagur: Landmannalaugar - Fjallabak - Ófærufoss - Eldgjá. 4. Dagur: Eldgjá - Skaftártungur - Klaustur - Siða - Lómagnúpur - Skaftafell - Öræfasveit - Jökullón - Skaftafell. 5. Dagur: Skaftafell - Mýrdalssandur- Vík - Skógarfoss - Eyjafjöll - Þórsmörk. 6. Dagur: Þórsmörk - Hella - Selfoss - Hellisheiði - Reykjavík. Aöeins kr. 1.250,- Innifalið í verði: Tjaldgisting meö fullu fæöi, ásamt fararstjórn. Allar nánari upplýsingar í síma 13499 og 13491 eöa á skrifstofunni. ÚLFAR JAC0BSEN FERÐASKRIFSTOFA AUSTURSTRÆTI9 SÍMAR13499 0G13491.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.