Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 49 AKLASINN Bjúkrahúsum í Sovétríkjunum. Gúlögin eru Reynt að brjóta ffanga niður andlega þegar í byrjun A.V., sem hefur verið hafður í haldi í Vladimir-fangelsinu, lýsti vistinni á eftirfar- andi hátt: „Þegar við komum í fangelsið árið 1970 var okkur sagt af fangelsisyfirvöldum, að við yrðum settir í sóttkví. Það þýddi sultarfæði, í klefa án dýna, teppa eða kodda. An nokkurra persónulegra eigna eða bóka. Við vorum undir ströngu eftirliti í sex mánuði, á sultarfæði. Þetta var gert til að freista þess að brjóta fangana niður andlega þegar í byrjun. Eftir sex mánuði í svelti og einangrun hugsaði maður ekki um annað en brauðhleif. Fangar voru niðurlægðir, þeim var misþyrmt og í litlum einangrunarklefunum gátu þeir sára- lítið hreyft sig. Ég varð vitni af því, að nokkrir fangar skáru sig til blóðs til að dýfa brauði í hlóðið og þannig reyna að seðja hungur sitt. Ég jafnvel sá fanga skera bita af sjálfum sér til að borða. Hann kveikti upp eld; brennið var blaðsíður úr riti Karl Marx, sem hann hafði fengið á bókasafninu. Fyrir utan pólitíska fanga, þá voru þarna menn, sem höfðu verið teknir fyrir það eitt að lesa Biblíuna, eða bara hugsa öðru vísi. Við vorum settir meðal ótíndra glæpamanna og það er oft harðasta refsingin. Glæpafang- ar eru beinlínis hvattir til þess, að misþyrma og misbjóða pólitískum föngum; algengt er, að pólitískum föngum sé misþyrmt hrotta- lega af glæpamönnum, sem einnig misbjóða þeim kynferðislega. Margir veiklyndir hafa orðið að kynvillingum í sovéskum þrælkunar- búðum." Hey, hér höfum við júöa Á eftir fer vitnisburður Z. Nisan um fangelsun sína í Kersty-fangelsinu í Lenin- grad árið 1978. „Ég var fluttur í klefa 404 á annarri hæð, byggingu fjögur. Ég hafði neitað að ræða við fulltrúa saksóknara um fyrirhuguð réttar- höld. Ég áttaði mig ekki á ástæðum þess að ég var fluttur í nýjan klefa. Ég hafði verið hafður í haldi í annarri byggingu. Vörðurinn leiddi mig inn í klefann og við mér blöstu þrír ógeðfelldir menn. Þeir hófu þegar að öskra að mér: „Hey, við höfum hér júða,“ „Athugum hvort hann er umskorinn" og fleira í þessum dúr. Ég reyndi að leiða þetta hjá mér, en „brandararnir" héidu áfram. Þegar kvöldaði sögðust þrjótarnir ætla að nauðga mér. Ég færði mig nær hurðinni og krafðist þess, að vera fluttur í annan klefa. Vörðurinn bara hló, þegar hann heyrði ástæðu kröfu minnar. Um nóttina reyndu þrjótarnir að nauðga mér. Ég reyndi að verjas', og ég hefði ekki getað varist árásum þeirra lengi hefði ekki heppnin gengið í lið með mér. í átökunum féll einn óvina minna og skall harkalega með höfuðið á horn járnrúmsins. Ópum fanganna um slysið var þegar svarað. Fangar komu að vörmu spori og höfðu þrjótinn á brott. Síðan settu þeir mig í handjarn og fóru með mig í einangrunar- klefa. Þar settu þeir mig í spennitreyju og köstuðu mér í gólfið. Það var ekkert rúm í klefanum. Hann var rakur og kaldur. Skömmu síðar skáru hryllileg hljóð eyru mín. t þrjá sólarhringa glumdu þau látlaust í eyrum mínum. Ég fékk hryllilegan höfuðverk og jafnvel sá ofsjónir. Síðan var ég sóttur og færður til full- trúans. Hann lagði plagg á borðið með alls konar upplognum játningum og skipaði mér að skrifa undir. Ég neitaði en þá var mér sagt, að ég yrði ákærður fyrir að misþyrma klefafélaga mínum. Þegar ég sagði fulltrúan- mum mína hlið málsins, þá hló hann rosalega. Hann hét Morozov. Til þess að freista þess að fá mig til að skrifa undir falsplaggið, lét hann þrívegis kasta mér í einangrunarklefann og þar dvaldi ég viku hverju sinni. Eitt sinn var ég settur í „skáp“ í 24 klukkustundir. Þar var hvorki hægt að sitja né hreyfa sig. Ég fékk hvorki vott né þurrt og var bannað að fara á klósett. Ég varð að gera stykki mín standandi. Eftir prísundina var mér skipað að þrífa klefann.“ Þú ert geðveikur Vitnisburður J.V. 1976: „í KGB-fangelsinu endurtók fulltrúi sak- sóknara í sífellu: „Aðeins hinir geðveiku snúast gegn Sovétríkjunum. And-sovésk plaköt þín og bæklingar staðfesta geðveiki þína.“ Ég vildi ekki eiga orðaskipti við hann af ótta við að tala af mér. Vegna þagnar minnar var ég sagður geðveikur. Að morgni 8. október 1976 var ég tekinn úr klefa mínum og mér var tjáð, að ég ættti að fara í sjúkdómsgreiningu á geðsjúkrahús. Leitað var á mér, eigum mínum síðan skilað og ég var settur í Rauða kross-bíl og mér var ekið til geðsjúkrahússins í Akademik Leb- edevgötu, sem er í Moskvu. Móttökurnar voru í bland eins og í fangelsi og sjúkrahúsi. Mér var skipað í sturtu, síðan var leitað á mér og farið með mig að því loknu til klefa. Þar voru í bland geðveikir og heilbrigðir. Þarna mátti til að mynda sjá sex geðjúklinga en einnig heilbrigt fólk; trúað fólk. Þarna voru nunnur. Ein konan hafði verið send í geðrannsókn vegna þess, að hún hafði sótt um leyfi að flytjast úr landi; önnur vegna þess að hún hafði reynt að fremja sjálfsmorð. Þarna varð mér ljóst, að í Sovétríkjunum ertu sendur á geðsjúkrahús fyrir að búa til „and-sovéskt“ plakat, biðja til guðs, reyna að komast úr landi, eða bara alls ekki vilja lifa. Afleiðingarnar voru hinar sömu. Þú ert sendur á geðsjúkrahús. Þú ert úrskurðaður geðveikur. Það voru 18 rúm á okkar deild. Við vorum á rólegri deild og því fengum við á daginn að fara fram á gang, sem alltaf var yfirfullur. Aðeins á nóttunni vorum við lokuð inni... Næsta morgun var farið með mig til meðhöndlunar. Það átti að gefa mér inn sprautur en ég neitaði. Fjórir verðir tóku mig traustataki en ég streittist á móti. Sagðist ekki vera veikur, ég hefði aðeins verið færður á sjúkrahúsið til rannsóknar. En ég mátti mín lítils gegn margnum. Ég missti meðvitund.. .ég rankaði við mér í rúm- inu ...“ Sonur minn táraðist — Ég grét með honum Takir þú leið 3 frá aðalstrætisvagnastöð- inni í borginni Orél, þá mun hann fljótlega fara fram hjá verksmiðjunni og skömmu síðar fangabúðunum. Þar eru börn höfð í haldi; um þrjú þúsund fangar eru þar. Hér á eftir fer vitnisburður Elenu K., en 14 ára gamall sonur hennar var hnepptur í fangelsið í Orél skömmu eftir að fjölskyldan sótti um leyfi að flytjast úr landi. Drengur- inn hafði hjólað á blaðagrind og velt henni um koll. Hann var handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Hann hlaut tveggja ára dóm í þrælkunarbúðum og fluttur til Orél. Hinn strangi dómur virðist hafa fallið til að koma í veg fyrir, að fjölskyldan gæti flust úr landi. „Ég hef oft farið til búðanna til að hitta son minn Sergei. Mjög oft hefur- mér verið bannað að hitta hann. Mér var jafnan sagt, að hann hefði hagað sér illa og ekki uppfyllt vinnukvóta sinn. Börnin voru send til vinnu eftir stutt námskeið um meðferð véla. Þau framleiddu niðursuðudósir. Ávallt þegar ég fékk að hitta son minn, stóð vörður yfir okkur. Syni mínum var leyft að borða það sem ég kom með mér, en hann fékk ekki að taka neitt með sér í fangaklefann. Varð að borða allt á staðnum. Sonur minn kvartaði undan fæðinu, sagði það lélegt og að hann væri alltaf svangur. Hann sagði mér einnig, að vinnukvótar væru háir; börnin þyrftu að leggja mjög hart að sér en kvótinn gilti fyrir hóp sem heild. Éf einhver í hópnum náði ekki að afkasta nægilega miklu að mati hinna, þá var hann ofsóttur af hinum. Slíkur var óttinn við refsingu. Hann sagði mér, að ótíndir glæpa- menn væru hafðir innan um börnin og að þeir stjórnuðu hópum. Þeir neyddu yngri börnin til að gera ýmis viðvik fyrir sig. Þeir sem neituðu var misþyrmt, oft kynferðislega. Þá misþyrmdu hinir eldri sér yngri. Verðirnir vöfruðu um, að því er virtist undir áhrifum, og aðhöfðust ekkert þó þeir yrðu vitni að misþyrmingum. Þvert á móti, þrjótar voru skipaðir til forustu í hópum og þeim skipað að halda börnum við vinnu svo vinnukvóti væri uppfylltur. Sonur minn táraðist oft og kvartaði undan vinnuþrælkun, undan sífelldu hungri og þrjótunum, sem sífellt voru að misþyrma börnunum. Ég grét með honum. Ég gat ekkert gert til að koma honum til hjálpar. Öllum náðunarbeiðnum hafði verið synjað.“ Á geðsjúkrahúsi í Moskvu Vitnsiburður Klebanovs, en hann beitti sér fyrir stofnun óháðs verkalýðsfélags. Hann var lokaður inni á geðsjúkrahúsi í Moskvu. „ .. .síðar kom embættismaður til mín. Hann neitaði að gefa upp nafn. Þetta var í móttökuherbergi stjórnmálaráðsins í Moskvu. Ég skýrði honum frá því sem ég hafði skýrt öðrum embættismönnum frá. Hann bað mig bíða inni í hliðarherbergi og fór út úr herberginu. Fjórir fílefldir karl- menn klæddir hvítum einkennisbúningum komu að vörmu spori og skipuðu mér að fylgja sér. Ég neitaði, sagðist vera við hestaheilsu. Þá þrifu þeir til mín, vörpuðu hauspoka yfir mig og báru mig út á götu þar sem Rauða kross-bíll beið. Mér var kastað inn í bílinn eins og hverjum öðrum kartöflu- poka. Síðan var mér ekið til geðsjúkrahúss númer 14. Við komuna þangað var ég leiddur fyrir lækni á vakt. Nokkrir sjúklingar fylgdust með. Læknirinn sagði við þá: „Sjúklingurinn þjáist af réttlætiskennd. Hann þjáist af ofsóknarbrjálæði." Að þessu sögðu var mér kastað meðal geðsjúklinganna fyrir það eitt að reyna að stofna verkalýðsfélag óháð hinum ríkisreknu." Valentin Ivanov var lokaður inni á geð- sjúkra-húsi nr. 17 i Mosvku. Hann var handtekinn fyrir að ganga til Bolshoi-leik- hússins með skiiti sem á stóð; Ég vil frá Sovétríkjunum. Úrskurður geðlækna var: „Ber ekki skynbragð á raunveruleikann umhverfis sig“. Undir sjúkdómsgreiningu skrifaði geðlæknirinn Rubashev. Shifrin hvetur lesendur til að fara til hans og spyrjast fyrir um Ivanov. Unnið aö gerð BAM-línunnar; járnbrautarlínurnar milli Baikal-Amur í Siberiu. Fangar vinna í fimbulkulda viö erfiöar aöstæöur og notast viö handafliö eitt. Fangar voru sífellt svangir M.K., rafmagnsverkfræðingvir. var sleppt úr haldi 1976. Hann skýrir frá dvöl sinni í Oneglagi í Síberíu: „Eg var í sérfræðingasveit, sem naut sérstakra forréttinda. Því gat ég fylgst náið með líðan fanganna. Þeir voru sífellt svangir, fengu engan ferskan mat. Skyrbjúgur hrjáði þá og baráttan gegn skyrbjúg var eitt megin viðfangsefni fanga. Fangar misstu tennur vegna vítamínsskorts. Á veturna var kuldinn á milli 40 og 50 gráður á celíus. Vinnuaðstaðan var óþolandi, vinnukvóti fanga var hár. Gætu þeir ekki staðið við vinnukvóta sinn var þeim refsað. Þeir voru settir í einangrun og matar- skammtur enn frekar takmarkaður. Ég sá iðulega fanga, sem höfðu reynt að limlesta sig til að komast hjá vinnu, sem alla var að drepa. Sumir settu fótlegg undir fallandi tré, aðrir hjuggu af sér fingur. Sumir létu kal setjast með vilja í hendi, svo taka þyrfti hana af. Andrúmsloft vonleysis og örvæntingar ríkti yfir búðunum. Hinir strangtrúðu þoldu vistina best. Þeir létu ekki bugast, létu ekki niðurlægja sig. Þeir töldu sjálfum sér trú um, að guð væri að reyna þá. Aðrir, hins vegar, börðust innbyrð- is um mat, þeir niðurlækkuðu sig með kynvillu. Jafnvel þó fangabúðirnar væru inni í miðjum skóginum, þá vantaði oft brenni. Fangaverðir höfðu meiri áhuga á að staðið yrði við vinnukvótann en að senda fanga út í skóg að afla brennis. Fangar voru sífellt, svangir. Fangar þjáðust af margvíslegum sjúkdómum. Á veturna var það kuldinn. kvikindi alls konar og sjúkdómar sem fylgdu þeim á sumrin. En vinnukvótanum varð að skila .. .hvað sem hungri fanga leið . . .hvað sem heilsu þeirra leið, fötlun .. .fangar voru látnir vinna uns þeir hnigu niður. Nú eftir að hafa sloppið frá þessum hryllingi eftir þiggja ára dvöl trúi ég vart að skepnuskapur þessi geti þrifist. En svo er. Eg skrifast enn á við vini, sem ég skildi eftir í búðunum. Allt situr við það sama.“ Börnin passív og skelfd V.L., læknir sem skoðað hefur börn i vinnubúðum i Vologda-héraði, segir svo frá: „Börnin voru passív, inní sér. Þau voru skelfd og þorðu vart að svara einföldustu spurningum. Þau voru frá 14 ára aldri til 18 ára aldurs. Eftir nokkrar ferðir í búðirnar varð ég þess áskynja, að hinir yngri voru misnotaðir kynferðislega af hinum eldri. Þeir höfðu sýkst af kynsjúkdómum, m.a. sýfilis. Eldri drengirnir höfðu haft í hótunum við hina yngri ef þeir skýrðu frá sjúkdómum. Fyrir utan kynferðislegar misþyrmingar voru yngri drengirnir neyddir til að gera ýmis viðvik fyrir hina eldri, sem og verðina. Börnin unnu í verksmiðju og eftir vinnu var þeim gert að taka þátt í heræfingum, sem gerðu þau örmagna. Bæði verðir og leiðbein- endur börðu börnin án minnstu blygðunar og reyndu á engan hátt að fela það.“ Harmleikurinn í Novocherkassk Arið 1962 kom til hunguruppþota í bænum Novocherkassk. Hungur var landlægt á svæðinu en aðeins íbúar Novocherkassk dirfðust að mótmæla. „Gefið okkur og börnum okkar brauð" kröfðust íbúarnir. Tíótmælin fóru friðsamlega fram og haldið var til byggingar flokksins til að ræða við yfirvöld. En embættismenn dirfðust ekki að ræða við fólkið. „Þeir sem voru kjörnir af fólkinu“ siguðu hermönnum á það. Hermönnum var skipað að skjóta á óvopnað fólkið. En þeir neituðu. Foringi þeirra framdi sjálfsmorð að hermönnum sínum og íbúm Novocherkassk ásjáandi. Yfirvöld fóru fram á aðstoð frá Moskvu. Sérstakar KGB-sveitir skipaðar hermönnum frá Asíu voru sendar á staðinn. Þeir komu og hófu að skjóta á fólkið, sem réðst gegn þeim. íbúum Novocherkassk tókst að afvopna nokkra hermenn og svara skothríðinni i sömu mynt. KGB-liðið flúði og skildi borgina eftir í höndum íbúanna. Moskvuvaldið sendi nú sérþjálfaðar sveitir innanríkisráðuneytisins og KGB, studda skriðdrekum og flugvélum, til Novo- cherkassk. Ráðist var af fullri hörku gegn íbúnum og mótspyrnan brotin á hak aftur í hlóðbaði. Fjöldahandtökur fóru fram. Hundruð sak- lausra borgara var varpað í fangelsið í Novocherkassk. Margir voru skotnir, hundr- uð voru sendir í þrælkunarbúðir. Shifrin hvetur lesandann eindregið að fara til fangelsisins í Novocherkassk og gleyma ekki myndavélinni. Hann segir að enn séu margir sem tóku þátt í uppreisninni 1962 hafðir þar i haldi. „Harmleikurinn heldur áfram; en áfram berjast fjölmargir sovéskir Imrgarar gegn óréttlæti og kúgun kommúnismans; gegn ofureflinu. Þeir eru hetjur, sem ekki mega i gleymsku falla, aldrei.“ :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.