Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981
Umsjón:Séra Jón Dalbú Hróbjarlsson
Sóra Kurl Siynrbjörnsson
Sijjuröur Pdlsson
áUdrottinsdegi
Biblíulestur
Vikuna 26. júlí — 1. ágúst
Sunnudagur 26. júlí Matt. 5, 20—26.
Mánudagur 27. júlí Títus 3, 3—7.
Þriðjudagur 28. júlí I. Pét. 3, 18—22.
Miðvikudagur 29. júlí Gal. 3, 26—29.
Fimmtudagur 30. júlí Mark. 16, 14—18.
Föstudagur 31. júlí Matt. 3, 13—17,
Laugardagur 1. ágúst Efes. 3, 14—21.
verkum nútíma kirkjulistar á
íslandi og þótt víðar væri
leitað. Og þar er starfræktur
lýðháskóli, hinn eini sinnar
tegundar á íslandi, og þótt
hann sé ekki fullbúinn þá
hefur hann ótvírætt sannað
gildi sitt og tilverurétt. Skál-
holtsdómkirkja og Skál-
holtsskóli hinn nýi eru orðin
kirkjuleg miðstöð, hollt og
sterkt vígi Guðs kristni á
íslandi, miðstöð mennta og
menningar á þjóðlegum,
kirkjulegum grunni. Þar er
fjölskrúðugt námskeiða- og
ráðstefnuhald árið um kring,
margvíslegt tónleikahald, þar
sem ber hæst hina árvissu
„sumartónleika í Skálholts-
kirkju", þeirra Manuelu Wiesl-
er og Helgu Ingólfsdóttur, og
svo helgihald dómkirkjunnar
um ársins hring.
Biskup í Skálholt
Þegar Skálholtsdómkirkja
var vígð 1963 gerðist sá tíma-
mótaviðburður í íslenskri
kirkjusögu nútímans, að
kirkjumálaráðherra, Bjarni
Benediktsson, afhenti fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar ís-
lensku þjóðkirkjunni Skál-
holtsstað til eignar og umráða,
með fyrirheiti um stuðning
ríkisins við áframhaldandi
uppbyggingu staðarins. Þar er
margt ógert enn. Enn hefur
kirkjan ekki fengið biskup í
Skálholt. En nú er unnið að
gagngerðri endurskoðun
skipulags og starfshátta ís-
lensku kirkjunnar. í því sam-
bandi hafa komið fram marg-
ítrekaðar viljayfirlýsingar
kirkjulegra aðila um endur-
reisn hinna fornu biskups-
dæma. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða að biskup
setjist að nýju að stóli í
Skálholti.
verandi biskups, og efnt til
hinnar fyrstu Skálholtshátíð-
ar. Þetta var herhvöt til ís-
lenskrar þjóðar og kirkju,
endurreisn Skálholts skyldi
boða endurreisn íslenskrar
kirkju, ytri uppbygging hins
forna helgiseturs vera samein-
ingartákn og hvöt kirkjunnar
til nýrrar sóknar og siðbótar.
Síðan hefur margt gerst
ævintýri líkast.
Nú er Skálholt
risið úr rústum
Þar stendur dómkirkja, sem
er eitthvert fegursta hús þessa
lands, prýdd dýrlegustu lista-
Um aldaraði? var Þorláks-
messa á sumri (20. júlí) mikil
hátíð í Skálholti og fjölmenni
mikið. Það var hátíð til heið-
urs Þorláki biskupi helga,
þeim manni er allra biskupa
best hafði haldið fram rétti
heiiagrar kirkju og fegurst
hafði lifað samkvæmt kenn-
ingum trúarinnar.
Nú er enn efnt til hátíðar í
Skálholti á sumri hverju í
námunda við Þorláksmessu.
Hátíð sú er haldin til að
treysta tengslin við forna sögu
helgra minninga og styrkja
hug og hendur tii hins góða
verks sem er endurreisn Skál-
holts.
Mesti helgistaður ís-
lensku þjóðarinnar
Næst Þingvöllum er Skál-
holt mesti helgistaður íslensku
þjóðarinnar. Allt frá því er
Gissur biskup Isleifsson gaf
föðurleifð sína, Skálholt, Guðs
kirkju á Islandi, og var þar
höfuðstaður andlegs lífs,
mennta og menningar þjóðar-
innar og vígi kristinnar kirkju.
Þáttur kirkjunnar í islenskri
sögu og menningu verður seint
ofmetinn. I fullar sjö aldir var
Skálholt miðdepill og aflstöð,
þar sátu margir af landsins
bestu sonum og mætustu leið-
togum til sóknar og varnar
fyrir hag og heill þjóðar og
kirkju. Þar reis islensk menn-
ing hæst. Þar urðu einnig
ýmsir örlagaríkustu atburðir í
sögu þjóðarinnar. Þar er heil-
ög jörð helgrar arfleifðar.
Aftaka Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans í Skálholti
1550 er einhver mesti smánar-
blettur í íslenskri sögu. En við
megum ekki gleyma því, að
þrátt fyrir sviptingar og bylt-
ingartíma siðbótarinnar hélt
Skálholt reisn sinni. Þar sátu á
biskupsstóli margir djarfir
leiðtogar, sem ódeigir héldu
fram rétti íslenskrar þjóðar og
menningar gegn óbilgjörnu
erlendu valdi. Þar má nefna þá
Gissur Einarsson, Brynjólf
Sveinsson og Jón Vídalín.
Jafnvel á mestu niðurlæg-
ingartímum sem þjóðin hefur
lifað ritaði Finnur Jónsson,
Skálholtsbiskup, sína miklu og
gagnmerku kirkjusögu íslands
og kunn eru fræðistörf síðasta
biskupsins í Skálholti, Hann-
esar Finnssonar.
Uppgjöf og
endurreisn
Átjánda öldin var Islending-
um þung í skauti, saga hennar
er samfelld harmsaga harð-
inda, náttúruhamfara, far-
sótta og harðréttis. Svo nærri
var að þjóðinni gengið, að
talað var um að flytja þessa
hrjáðu þjóð burt af landinu
kalda! I kjölfar þessara hörm-
unga féll Skálholt í valinn. Þar
lagðist á eitt eymd þjóðarinn-
ar og skilningslaust og skeyt-
ingarlaust konungsvald um
andlegt og efnalegt sjálfstæði
íslenskrar kirkju og þjóðar.
1785 var Skálholtsstóll lagður
niður, biskupssetur og skóli
flutt til Reykjavíkur, kirkja sú
er Brynjólfur biskup hafði
reist, rúin og rifin, staðargóss
og eignir allar seldar á upp-
boði og rann andvirðið í kon-
ungssjóð. Atburðir þessir eru
óefað einhver mesti ósigur og
uppgjöf íslensku þjóðarinnar. I
kjölfarið fylgdi Alþingi við
Öxará og Hólastóll. Síðan var
Skálholt í einkaeign í meir en
hálfa aðra öld. Ríkið eignaðist
Skálholtsstað á 5. áratug þess-
arar aldar, og áform voru um
að reisa þar búnaðarskóla Suð-
urlands. En um það leyti hófst
öflug hreyfing fyrir því að
endurheimta Skálholt kirkj-
unni til handa, og reisa það úr
rústum niðurlægingarinnar. I
því skyni var stofnað Skál-
holtsfélag fyrir forgöngu nú-
Skálholtshátíð
Að komast í himnaríki
6. sunnudagur eftir þrenning-
arhátíð - Mt. 5. 20-26.
Fjallræðan í 5.-7. kafla Matte-
usarguðspjalls hefur að geyma
margar perlur. í henni eru sælu-
boðanirnar, Faðir vor og fleira
sem flestir kannast við og hafa
mikið dálæti á. En hún hefur
einnig að geyma margt sem mér
finnst óþægilegt að lesa, eins og
t.d. þessi vers sem tilgreind eru
hér að ofan. Þau segja mér að ef
réttlæti mitt taki ekki langt fram
réttlæti fræðimannanna og far-
íseanna, komist ég alls ekki inn í
himnaríki. Nú veit ég, að fræði-
mennirnir og farísearnir voru
mjög vandaðir menn á margan
hátt og lögðu sig í líma við að
uppfylla skyldur sínar við lög-
málið. Þeir kappkostuðu að
breyta rétt. Jesús gagnrýndi þá
ekki fyrir það, síður en svo. Hann
gagnrýndi þá fyrir tvískinnung
og köld hjörtu.
I þessum fáu versum, sem hér
er vitnað til, skerpir Jesús kröfu
lögmálsins. Hann segir mér t.d.
að ég sé jafnsekur ef ég reiðist
bróður mínum og ef ég verð
manni að bana. Og segi ég við
bróður minn: Þú heimskingi! á ég
skilið að fara í eldsvítið. Fleira af
þessu tagi er í þessum versum. Ég
get náttúrulega sagt sem svo, að
þetta geti ekki verið orð Jesú.
Þarna hljóti að vera einhver
misskilningur á ferðinni. En það
væri ekki heiðarlegt. Þar sem
ekkert bendir til að ekki sé rétt
eftir haft. Réttlætiskrafan stend-
ur því á mér af fullum þunga,
vilji ég taka Jesú alvarlega. En
nú þekki ég sjálfan mig og veit að
ég stenst ekki þessa kröfu, ekki
einu sinni þótt eitthvað væri úr
henni dregið. Stend ég þá ekki
frammi fyrir því að dyr himna-
ríkis séu mér lokaðar dyr? Verð
ég þá ekki, samkvæmt lögmáli
endurgjaldsins að „borga hinn
síðasta eyri“ sjálfum mér til
lausnar. Þannig kenna mörg
hinna austurlensku trúarbragða.
En predikun Jesú er meira en
þetta. Einmitt vegna hinnar skil-
yrðislausu réttlætiskröfu gerðist
Guð maður í Jesú Kristi og mælti
þessi orð: „Ekki þurfa heilbrigðir
Iæknis við, heldur þeir sem sjúkir
eru. Ég er ekki kominn til að
kalla réttláta heldur syndara."
Hann er sem sagt kominn til að
kalla mig, sem ekki get uppfyllt
réttlætiskröfuna. Hann hefur
uppfyllt hana í minn stað, og
hefur með dauða sínum og upp-
risu opnað mér nýjar dyr inn í
ríki himnanna, dyr náðarinnar.
Þar gildir ekki lögmál endur-
gjaldsins, heldur lögmál fyrir-
gefningarinnar.
Er þá réttlætiskrafan úr gildi
fallin. Nei. Ég hlýt, í fylgd með
Jesú, að kappkosta að lifa að vilja
hans. Ég veit hins vegar að öll
viðleitni mín nægir mér ekki til
réttlætis, þess vegna set ég traust
mitt á réttlæti hans og kærleika,
sem tók að sér syndara til að
leiða þá inn í ríki himnanna.