Morgunblaðið - 26.07.1981, Side 21

Morgunblaðið - 26.07.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 53 búðunum: þeir eru dæmdir af gerræði í einangrunarvist í refsi- klefum, þeir eru pyntaðir með kulda og hungri, fjölskvlduheim- sóknir eru afar sjaldgæfar, og duttlungar varðanna ollu því stundum, að þeim var aflýst, hömlur af svipuðu tæi voru á bréfaskriftum. Þeir verða að þola alla þá hörku sovézka réttarkerfisins, sem það sýnir ótíndum glæpamönnum. Að auki verða þeir að þola það álag, að reynt er að þvinga þá til „endurhæfingar", þ.e. að hafna skoðunum sínum. Eg vil minna á, að engin alþjóðleg hjálparstofnun á borð við Rauða krossinn eða samtök lögfræðinga hefur nokkru sinni fengið að koma í sovézkar fangabúðir. Pólitískir fangar eru oft teknir höndum aftur, og þeir látnir sæta ægilegum dómum. Mart Niklus, fuglafræðingur, Vasily Stus, ljóðskáld, Bleksa Tikhy, eðlis- fræðikennari, Levko Lukjanénko, lögfræðingur, Viktoras Petkus, málfræðingur, og Balys Gajauskas j hafa allir verið dæmdir til tíu ára þrælkunar og fimm ára útlegðar í eigin landi vegna endurtekinna brota. Nýs dóms er vænzt yfir Paruir Aírikjan. Á síðustu dögum hef ég orðið fyrir því áfalli, að vinur minn, Anatoly Martsénko, hefur verið handtekinn í fimmta sinn. Hann er verkamaður og höfundur tveggja vel gerðra og mikilvægra bóka: Vitnisburður minn og Frá Tarusa til Siberiu. Meðal trúaðra manna i fangelsi má nefna Rostislav Galétskí, Nik- olai Goretoi prest, Vladimír Ogor- odnikov og Boris Pertsatkin. Verkamenn, sem sitja í fangelsi, eru til að mynda Juri Grimm og Mikhail Kukobaka. Alexei Murzh- enko og Juri Fedorov eru enn í fangelsi. Eg mun einungis nefna fáa þeirra vísindamanna, sem hafa verið sviptir frelsi sínu, mörgum öðrum mætti bæta á listann: Anatolí Saranskí, hinn ungi tölvu- fræðingur, sem nú er heimsfræg- ur, stærðfræðingarnir Tatiana Velikanova, Alexander Lavut, Al- exander Bolonkin og Vazif Meilan- of, tölvufræðingurinn Victor Brailovskí, hagfræðingurinn Ida Nudel, verkfræðingarnir Reshat Dzhemilev og Anatanas Terleckas, eðlisfræðingarnir Rolan Kadiév, Iosif Zisels og Iosif Djadkín, efnafræðingurinn Juri Kukk, sagnfræðingurinn Valeri Abram- kín, málvísindamennirnir Igor Ogurtsov og Mustafa Dzhemilev, og Vladimir Balakhonov. Algengt brot á mannréttindum, sem kemur sérstaklega niður á vísindamönnum, er neitun um leyfi til að flytjast úr landi. Nöfn margra þeirra, sem hafa krafizt þess, eru þekkt á Vesturlöndum. Ég var rekinn í útlegð til Gorky án nokkurra réttarhalda fyrir rúmu ári og látinn sæta næstum fullkominiu einangrun. Fyrir fáun. tögum stal KGB handritum mínum og dagbókum, en í þeim voru úrdrættir úr fræðibókum og tímaritum. Þetta er ný aðferð til að svipta mig tækifærum til vísindaiðkana, jafnvel í einver- unni, og ræna mig minninu. Eig- inkona sonar míns, Elizaveta Al- exéva, hefur ekki fengið að hverfa frá Ráðstiórnarríkjunum í þrjú ár. Ég nefnt mínar eigin kringumstæður vegna þess, að þessar aðgerðir styðjast ekki við nein lög, og vegna þess, að það að halda Elizavetu er ódulbúin kúg- un, sem beinist gegn mér. Hún er gísl ríkisins. Ég skora á vísindamenn í öllum löndum að verja þá, sem eru undirokaðir. Ég trúi því, að til að verja saklaust fólk sé leyfilegt og, í mörgum tilvikum, nauðsynlegt að grípa til örþrifaráða á borð við að rjúfa sambönd við visindamenn eða annars konar banna. Ég hvet líka til opinnar umræðu og, að ríki hagnýti sér diplómatískar leiðir. Þegar menn snúa sér til sovézkra leiðtoga, skulu þeir taka tillit til þess, að þeir vita ekkert um — og kæra sig að öllum líkindum ekkert um að vita um — flest bréf og bænarskjöl, sem beint er til þeirra. Þess vegna er mikilvægt, að vestrænir stjórnmálamenn minnist á og fylgi þessum málum eftir í samskiptum við starfsbræð- ur sína sovézka. Vestrænir vis- indamenn ættu að beita áhrifum sínum til að koma því til leiðar, að þetta sé gert. Ég vona, að vandlega hugsaðar og skipulagðar aðgerðir til varnar fórnarlömbum kúgunar muni gera þeim hlutskipti sitt léttbærara og muni styrkja og efla hið alþjóð- lega samfélag vísindamanna og auka áhrifavald þess. Ég hef kallað þetta bréf „Ábyrgð vísindamanna". Tatjana Velíkanova, Júrí Orloff, Sergei Kovalioff og margir aðrir hafa tekið á sig þá ábyrgð með því að hefja virka og óeigingjarna bar- áttu fyrir mannréttindum og opnu samfélagi. Fórnir þeirra eru mikl- ar, en ekki til einskis færðar. Þessir einstaklingar bæta sið- ferðilega ásýnd heimsins. Margir starfsbræður þeirra, sem búa í alræðisríkjum, hafa ekki styrk í slika baráttu, en reyna að rækja starfsskyldur sínar heið- arlega. Það er í sannleika sagt nauðsynlegt að vinna við það starf, sem maður hefur verið menntaður til. En er ekki kominn tími til fyrir þá, sem láta í ljós sjálfstæðar skoðanir sínar í hópi góðra vina, að sýna ábyrgðartil- finningu með öðrum hætti, sem vegur þyngra í samfélaginu? Og er ekki kominn tími til, að þeir taki afstöðu opinberlega til varnar hundeltum starfsbræðrum sinum, til þess að landslög séu virt og til þess að ríki þeirra ræki alþjóðleg- ar skuldbindingar sínar? Allir sannir vísindamenn ættu án efa að hafa kjark og heilindi til að standast þá freistingu og brjóta þá venju að lúta yfirvöldum. Því miður höfum við of mörg dæmi um hið gagnstæða í Ráðstjórnar- ríkjunum. Stundum er afsökunin sú, að verið sé að vernda tilrauna- stofurnar eða stofnunina (venju- lega einungis yfirvarp). Stundum er hún, að það skaði frama, stundum að það komi í veg fyrir ferðalög til útlanda (mikilvægt agn í lokuðu landi eins og okkar). Og var það ekki hneisa, þegár starfsbræður Júrí Orloffs ráku hann á laun úr Vísindaakademíu Armeníu, og aðrir starfsbræður hans í Sovézku vísindaakademí- unni þóttust ekki taka eftir brottrekstrinum, né heldur eftir því að hann var nær dauða en lífi? Verið getur, að margir þeirra, sem nú eru vitorðsmenn í slíkum málum, verði einn daginn græðgi Móloks að bráð. Af þessu hlýzt ekkert gott. Betra væri að komast hjá því. Vestrænum vísindamönnum er ekki hótað með fangelsi eða þrælkunarbúðum fyrir að opin- bera skoðanir sínar. Þeim er ekki hægt að múta með þvi að bjóða eða banna utanlandsferðir. En ábyrgð þeirra minnkar ekki við það. Sumir vestrænir mennta- menn varast að láta til sín taka á opinberum vettvangi, því að það sé virk þátttaka í stjórnmálum. En ég er ekki að tala um valdabaráttu — ekki um stjórnmál. Ég er að tala um baráttuna til að varðveita frið og þau siðferðilegu verðmæti, sem þróazt hafa í okkar menn- ingu. Með fordæmi sínu og örlög- um staðfesta samvizkufangarnir, að hver einasti vísindamaður ber ábyrgð á, að barizt sé fyrir réttlæti, fórnarlömb kúgunar var- in á alþjóðavettvangi og varan- legum hagsmunum mannkynsins skipað í öndvegi. P.S. Eftir að þetta bréf var skrifað, bárust mér fregnir af sorglegum dauðdaga Júri Kukk í fangabúðum. 2. apríl var Tatjana Osipova dæmd í fimm ára vist í fangabúð- um og fimm ára útlegð í eigin landi. Brldge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Sumarspila- mennskan í Hótel Heklu 44 pör mættu til leiks á áttunda spilakvöldi BDR. Spilað var í þrem riðlum, tveim fjórtán para og einum sextán para. Bestu skorum náðu: A-riðilI: . . . st‘S Vilhjálmur Sigurðsson — Jóhann Jóhannsson 206 Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 187 Ásgerður Einarsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 186 Björgvin Víglundsson — Páll Bergsson 172 B-riðill: Hrólfur Hjaltason — Þórir Sigursteinsson 182 Sigurður Emilsson — Albert Þorsteinsson 173 Svavar Björnsson — Sigfinnur Snorrason 168 Ómar Jónsson — Björn Halldórsson 167 C-riðill: Þorlákur Jónsson — Rúnar Magnússon 251 Jónas P. Erlingsson — Guðmundur Sveinsson 246 Ragnar Magnússon — Guðmundur Auðunsson 243 Guðjón Jóhannsson — Þórður Sigfússon 240 Meðalskor 156 í A- og B-riðli, 210 í C-riðli. Sérstaka athygli vekur þátttaka og árangur Vil- hjálms og Jóhanns. Meira af slíku! Næsta spilakvöld er fimmtu- dagur 30. júlí og að venju er spilað í kjallarasal Hótel Heklu. Áríðandi að mæta tímanlega, því keppni hefst í síðasta lagi kl. 19.30. Staðan i sumarkeppninni: stig Þórir Sigursteinsson 12,5 Jónas P. Erlingsson 11 Sigríður S. Kristjánsdóttir 10 Bragi Hauksson Mjög misjöfn þátttaka hefir verið í sumarspilamennskunni í sumar. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru í kjallara Hótel Heklu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.