Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 61 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ALLT FYRIR SMIÐINN Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum öll að taka tillit hvert til annars — þess vegna finnst mér að hjólreiðamenn þurfi einnig að fara eftir umferðarlögum, rétt eins og bílstjórar. Hver samdi „Söknuð“? Eldri kona hafði samband við Velvakanda og spurði hvort nokk- ur gæti upplýst sig um hver ort hefði textann við lagið „Söknuð" sem Vilhjálmur heitinn Vil- hjálmsson syngur. Sagði hún að sér þætti textinn og lagið undur fallegt og vildi þess vegna gjarnan vita hver höfundurinn væri. og vísaði okkur út með þjósti — sagði að þjónarnir væru að koma til að gera upp og við yrðum að fara. Ég dróst þá aftur fram í eldhúsið, en þar vildi starfsfólkið ekki heldur hafa okkur, hvað þá að það leyfði mér að setjast niður, en vísaði okkur aftur fram í danssal- inn. Urðum við að hlýða því og hjálpuðu mágkona mín og bróðir mér í gegn um danssalinn og út, þar sem ég loksins gat tyllt mér niður á tröppurnar. Ég veit ekki hvað fólk segir um þessa sögu en ég hef velt því fyrir mér síðan hvað þeir í Glæsibæ gerður við fólk sem yrði fyrir áfall og gæti ekki tjáð sig. Hefði ég verið ein veit ég ekki hvernig farið hefði því þegar við komum út hafði ekki verið hringt í sjúkrabíl og reyndar engar ráðstafanir ver- ið gerðar. Það er eins og fólkið þarna sé einhvern veginn ómann- legt — að aðhafast ekkert þó það sjái manneskju í slikum vandræð- um. Nú var ekki því að heilsa að ég væri drukkin — að því get ég fært vitni. Ásta Einarsdóttlr, Leynibrú 10, Grindavík. Þú kemur meö filmurnar til okkar i dag og sækir myndirnar kl. 16 á morgun. Góð ráð i kaupbæti Verslið hiá fagmanninum li €> H.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. það yrði eftir blettur á tungu þess, sem kallaði þau klám. Mörkin milli kláms og ekki kláms verða því alla tíð heldur óljós. Orðið breytir stöðugt um merkingu og orðið, eins og svo mörg önnur orð, mótast af ein- staklingnum, sem notar það. Hvort umrædd mynd er klám- mynd eða ekki læt ég liggja milli hluta, en þungamiðju hennar tel ég liggja fjarri skilgreiningum þess orðs. Það skyldi þó aldrei vera, að mönnum ofbjóði það frekar, að sjá karlmenn auð- mýkta og beitta valdi á kynferð- issviði en kvenfólk? Það afbrigði kynvillu karlmanna, sem sýnt er í þessari umræddu mynd, hlýtur eðlilega að vera ógeðfellt í augum venjulegs fólks, en ómögulegt á ég með að trúa því, að það sé skaðlegt fullorðnu fólki að horfa á myndina. Fólk, sem horfir með velþóknun á Apocalypse Now, svo dæmi sé tekið um mjög umtalaða mynd um þessar mundir, býður það skaða af því að horfa á „Cruising“? í allri umfjöllun um myndina sýnist mér gleymast inntak henn- ar. Menn einblína á ýkta mynd- ina í bakgrunninum. Ég vil kalla hana ýkta, vegna þess, að þar er óeðlilega mikil áherzla lögð á að sýna neikvæðustu þætti þess kyn- villulífs, sem þar ber á góma. Þessi áherzla er í stíl við vinnu- brögð í kvikmyndum yfirleitt. Það, sem af einhverjum ástæðum á að verka sterkast á áhorf- andann er síendurtekið, ýkt eða sýnt i hnotskurn á kostnað ým- issa annarra þátta, sem í raun- veruleikanum eiga sinn stað og sínar stundir. Kvikmynd hefur oftast einhvern boðskap fram að færa og leyfir sér að fara hinar ýmsu leiðir til þess að koma honum á framfæri. Hver er þá boðskapurinn eða inntakið í þessari mynd? Venju- iegur, áhugasamur lögreglumað- ur fær verkefni, sem hann á að vinna að í umhverfi og heimi sado-masokistískra kynvillinga. Sem betur fer er slíkur heimur í raunveruleikanum ekki stór, þótt hann sýnist það í umræddri kvikmynd. Hvernig bregzt mað- urinn við? Hvaða áhrif hefur þessi heimur á hann? Hvaða áhrif hefur umhverfi einstakl- ingsins yfirleitt á sálarlíf hans og lífsframvindu? Varð lögreglu- maðurinn fyrir varanlegum áhrifum af lífi kynvillinganna? Er kynlífssvið mannsins e.t.v. viðkvæmara en ýmis önnur svið hans fyrir tilviljanakenndum upplifunum? Aðlagar maðurinn sig að hverju sem er, þótt það virðist í fyrstu andstætt eðli hans? Eða hefur upplifun í lík- ingu við þá, sem lögreglumaður- inn varð fyrir, ekki nein áhrif til frambúðar? Umræðu um þessi atriði kvik- myndarinnar „Cruising“ og önn- ur skyld, hafði ég fremur búizt við i umfjöllun um þessa mynd, en ekki hneykslunarkenndum upphrópunum um viðbjóð, klám og ofbeldi, sem ofgnótt er af allt í kringum okkur. Lifir það fólk, sem hrópar svo upp, ekki í samtímanum? Guðný Jónasdóttir Frábær þjónusta í Trygginga- stof nun ríkisins Til Velvakanda. Oftar er getið um það, sem afiaga fer hjá opinberum stofnunum heldur en hið já- kvæða. Þess vegna langar mig að bregða út af venjunni. Ég er 70 ára gamall og varð að hætta að vinna snemma á árinu vegna heilsubrests. Hef ég því engar tekjur nema ellilífeyrinn okkar hjónanna og smávegis úr lífeyrissjóði Dagsbrúnar. Kona mín er líka sjúklingur. Mér var bent á að tala við Margréti Thoroddsen hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þegar þangað kom var klukkan um 4, svo mér var sagt að of seint væri að ná tali af henni. En þar sem ég á mjög erfitt um gang, ákvað ég að freista gæfunnar og fór upp á 4. hæð. Að vísu var Margrét að búa sig til brottfarar, en hún tók mér af mikilli ljúfmennsku og gaf sér nægan tíma til að útskýra fyrir mér, hvaða bót- um ég ætti kost á. En ekki nóg með það, heldur bauðst hún til að sækja um skattalækkun fyrir mig og auk þess gaf hún sér tíma til að hringja í heimilishjálp Reykjavíkur. Mér finnst Egg- ert Þorsteinsson geta verið hreykinn af að hafa slíkan starfskraft innan sinna vé- banda. „Gamall skröggur“ YIA ttn AOóMA&AvC, <smm? ^ /v-y 03^ SIGGA V/öGA gJiLVE^ EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN’ ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.