Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 I A n þESSAR ERU PÝRAR, EN þÆR ERU (3ERPAR F>ie/R 14ooR£>A M'NUTU. ... að hressa upp á hann. TM Rea U.S. Pat. Oft.—all rtghts r«serveU « 1981 Los Angetes Tlmes Syndlcate fórum að draga okkur saman, í sína tið? Þakka þér fyrir, en segðu mér: Eru þeir enn að malbika göt- una? Nokkurorðum kvikmyndina „Cruising“: „Hvers vegna er ráðist sér- staklega á þessa mynd?“ Kvikmyndina „Cruising“, sem ekki færi illa á að kalla „Beit- una“ á íslenzku, hefur borið á góma í dagblöðum að undan- förnu. Undirrituð hefur ekki lesið allt það, sem skrifað hefur verið um myndina, m.a. ekki grein Ólafs M. Jóhannessonar „Helvíti og himnaríki", sem vikið er að í kvikmyndagrein Ólafs í Morgun- blaðinu hinn 23. júlí þ.m. Mér sýnist sem þeir, sem um myndina hafi fjallað, hafi fyrst og fremst lýst vanþóknun sinni, notað stór orð, fordæmt, úthróp- að. Einhverjir gengu út af mynd- inni fyrir hlé, en dæmdu samt og tóku sér til þess penna í hönd. Það sem mönnum ofbýður, að ég held, í þessari kvikmynd, er ofbeldið og sú grófa og harkalega mynd, sem dregin er upp af kynvillu. Ekki vil ég draga í efa, að hún sé gróf. En eru þeir, sem hrópa, ekki full hörundsárir og sjálfum sér ósamkvæmir? Kvik- myndir nútimans eru fullar af ofbeldi, klámi og alls kyns óhugn- aði. Eru einhverjir hissa á því? Eru þessar myndir ekki andsvar kennda og viðbragða, sem búa í okkur sjálfum á tímum óvissu, hraða, ótta við tæknivæddan stríðsútbúnað og síðast en ekki sízt á timum aukins kynferðislegs frelsis, sem hlýtur smátt og smátt að úthýsa gömlum fordóm- um. Á hverjum degi sýna kvik- myndahúsin myndir, sem hafa óhugnað af einhverju tagi sem þungamiðju. Sumar þessar myndir eru margverðlaunaðar, þrátt fyrir óhugnaðinn og menn virðast horfa á þær með velþókn- un. Hvers vegna er ráðist sérstak- lega á þessa mynd? Að hvaða leyti er hún frábrugðin? Er hún frábrugðin? Að mínu mati ekki, og er það ástæða þess að ég skrifa þessar línur. „Cruising“ sýnir ofbeldi, sem ekki kemur á óvart, sé tekið mið af öðrum myndum. Sýnir hún klám? Hvað er klám? Ó.M.J. segir það klám, þegar „kynlíf er gert ógeðfellt í sölu- skyni“. Ég get vel fallizt á þá skilgreiningu. En það, sem er klám í augum eins, er gaman í augum annars og viðkvæmasta erótík í augum hins þriðja. Orðið klám breytir einnig stöðugt um merkingu í takt við tíðarandann. Það, sem mönnum fannst klám um aldamót, er það varla lengur o.s.frv. Flestir geta þó líklega fellt sig við þá skilgreiningu, að klám sé eins konar árás á líkama mannsins og lífsnauðsynleg lík- amleg samskipti fólks. En er fólk oft ekki full viljugt að gefa hlutum stimpilinn klám? Fjöl- mörg listaverk á hinum ýmsu sviðum lista gera mannslíkaman- um og starfsemi hans þau skil, að Hjólreiðamenn verða líka að fara eftir um- ferðarreglum Elin Guðmundsdóttir hringdi. „Mig langar til að gera athuga- semd við mjög hógværa athuga- semd frá hjólreiðamanni sem birtist í Velvakanda sl. föstudag," sagði hún. „Hann taldi að öku- menn færu oft illa með hjólreiða- menn. Maðurinn minn var honum sammála, sagði að hann hefði oft sýnt þeim of lítið tillit og tvisvar farið út úr bílnum til að biðja hjólreiðamann afsökunar á slíku. En þó ég sé að vissu leyti sammála „hjólreiðamanni“ vil ég gera athugasemd við pistil hans. Við hjónin erum bæði vön hjólreiðum frá því að við störfuð- um sem sendlar á yngri árum, og ég hjóla reyndar enn mér til heilsubótar. Þeir sem eru að byrja að hjóla nú til dags kvarta um tillitsleysi — en telja siggeta haft umferðarreglurnar að engu. Síð- ast í gær mætti ég þremur hjólreiðamönnum á leið upp Laugaveg. Hjólreiðamenn ættu að vita að þetta mega þeir ekki og þeir mega ekki heldur hjóla fyrir- varalaust út af bílastæðum eða portum án þess að taka tillit til annarrar umferðar, en þetta sér maður iðulega til þeirra. ökumað- ur er sektaður ef hann fer yfir á rauðu ljósi en það gera hjólreiða- menn hiklaust — þeir eru svo uppfullir af þvi að þeir eigi alltaf réttinn, þeir valdi ekki mengun eða hávaða. óskemmtileg reynsla í Glæsibæ: Var neitað um alla greiðasemi Heiðraði Velvakandi. Tilefni þess að ég rita þetta bréf er heldur óskemmtileg reynsla sem ég varð fyrir í Glæsibæ þegar ég var þar á dansleik á laugar- dagskvöldið fyrir hálfum mánuði. Það hefur af ýmsum ástæðum dregist að ég skrifaði þetta bréf — m.a. vegna þess að mér hug- kvæmdist það ekki strax, og svo tel ég umkvartanir mínar jafn gildar þótt nokkuð sé liðið. Það er nauðsynlegt að það komi fram hér í upphafi að ég þjáist af svonefndri flogaveiki en þeim sjúkdómi er þannig varið, að þeir sem af honum þjást fá flogaköst nær fyrirvaralaust og eiga mjög bágt meðan á þeim stendur. Það hefur aldrei komið fyrir mig að fá slíkt kast á skemmtistað, en einu sinni er allt fyrst. Við komum nokkuð seint á dansleikinn í Glæsibæ en með mér voru mágkona og bróðir, og var okkur hleypt inn umyrðalaust Þegar leið á dansleikinn finn ég allt í einu að ég er að fá flogakast. Ég forðaði mér strax inn á salerni en þegar ég fann að ekki ætlaði að brá af mér strax fór ég með aðstoð mágkonu minnar inn í eldhús staðarins — því við þóttumst viss um að mér yrði leyft að sitja þar svolitla stund meðan ég jafnaði mig. En við það var ekki komandi — þrátt fyrir útskýringar mág- konu minnar og síðar bróður var okkur vísað inn í lítið herbergi, sem virtist vera kaffistofa starfs- fólks, og sagt að þar mættum við vera í 5 mínútur en ekki lengur. Sá tími var þó ekki liðinn þegar einn starfsmanna staðarins kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.