Morgunblaðið - 30.07.1981, Page 2

Morgunblaðið - 30.07.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Starfshópur um mjólkurmál: Slæmur búnaður f jósa og skortur á þrifum eru með- al orsaka gæðarýrnunar SAMSTARFSHÓPUR um mjólkurmál hefur skilaó skýrslu til heilhrÍKÓisráðherra um ástand mjólkur á solusvæói Mjólkursam- solunnar i Reykjavik, en honum var ætlað að skila ráðuneytinu tillOKum um úrbætur m.a. um aukið eftirlit og á hvern hátt væri hætft að stýra betur eftirliti með Kæðum mjólkur af hálfu hins opinbera. Starfaði hópurinn i nánu samstarfi við Mjólkursamsoluna i Reykjavík ok aðra framleiðendur. í skýrslunni segir m.a., að þótt ekki séu liðin nema 8 ár frá gildistöku reglugerðar um mjólkurvörur hafi orðið verulegar breytingar á framleiðslu, dreifingu og sölu. I niðurstöðum segir að orsakir gæðarýrnunar mjólkur sé að verulegu leyti að finna í slæmu ástandi og búnaði fjósa, skorti á þrifum og aðhaldsleysi hjá litlum hluta framleiðenda, sem þó hafi veruleg áhrif vegna blöndunar mjólkur í mjólkurflutningum. Segir, að stórlega vanti fræðslu á nauðsyn góðs hreinlætis við mjólkurfram- leiðslu. Þá kemur fram, að mjólk sé sótt til sumra framleiðenda tvisvar í viku, sem þýði að hún verði miklu eldri en reglur leyfi áður en geril eyðing fari fram og er tekið undir gagnrýni á hve sjaldan mjólk sé sótt til framleiðenda. Geymsluþol nýmjólkur hefur verið breytilegt á árunum 1978 til 1981, sem tekin eru til viðmiðunar, og voru árið 1978 60% sýna frá MS slæm eftir 3 sólarhringa, 11% árið 1979, 44% 1980 og 50% það sem af er yfir- standandi ári, sem bendir til þess að geymsluþoli nýmjólkur hafi hrakað mjög í fyrra og það sem af er þessu ári segir m.a. í skýrslunni. Ekki er talið að skemmd mjólk finnist eingöngu á sumartíma og nefnd dæmi um 2. og 3. flokks mjólk að vetrarlagi. Greint er frá mann- legum mistökum, sem voru í því fólgin, að 3. flokks mjólk, sem fara hefði átt í vinnslu, hafi verið blandað við nýja mjólk og 3. flokks mjólk hafi verið seld sem neyslu- mjólk. Nefndin segir að ástæðna fyrir gallaðri mjólk sé ekki ein- göngu að leita hjá framleiðendum og vinnsluaðilum, hér eigi opinberir eftirlitsmenn líka hlut að máli vegna aðhaldsskorts og er lagt til að endurskoðaðar verði reglur um eftirlit með mjólkurframleiðslu. Meðal ráðstafana, sem lagt er til að gera þurfi er aö fella úr gildi undanþágur til dagstimplunar, stimpluð verði dagsetning geril- sneyðingar og á grundvelli geymslu- þolsprófana á næstu vikum skuli taka ákvörðun um hvort nauðsyn- legt verði að stytta sölufrest enn frekar. Hitamælar verði settir á alla kælitanka framleiðenda á svæði MBF, bætt verði kæling í mjólkur- stöðvunum, reynt verði að skipu- leggja mjólkurflutninga þannig að neyslumjólk verði sótt oftar, bætt verði kæling í afurðageymslum MBF og auka rannsóknir til að koma í veg fyrir að 2. og 3. flokks mjólk verði seld sem neyslumjólk. Gjöfforseta Islands til Karls Bretaprins og laföi Díönu Málverk þetta eftir Eirík Smith, listmálara, er gjöf forseta íslands. frú Vigdisar Finnbogadóttur og íslensku þjóðarinnar til Karls Bretaprins og brúðar hans, lafði Dionu, í tilefni af brúðkaupi þeirra, sem fram fór í Sánkti Páls-dómkirkju í London i gærmorgun. Gjöfin er oliumálverk af Tunguselshyl i Hofsá i Vopnafirði, en sem kunnugt er hefui Karl prins stundað þar laxveiðar nokkur undanfarin sumur. Verkið var sent til Bretlands fyrir nokkru og kom sendiráð íslands því til skila í Buckingham-höll. I gjafabréfi, sem fylgir málverkinu, segir m.a. að það hafi verið málað að sérstakri ósk forsetans. Einnig er þar stutt æviágrip listamannsins. Ljósmynd af hylnum fylgir hér með. Geir Hallgrimsson og iðnaðarráðherra: Ræddu súrálsmálið á fundi í gærdag „VIÐ SKÝRÐUM hvor öðrum frá sjónarmiðum okkar I þessu máli og á hvaða grundvelli unnt væri að vinna frekar að þessum málum,“ saKði Geir Ilallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins i samtali við MorKunhlaðið i gær, en hann var inntur eftir þvi hvað þeim Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra hefði farið á milli i viðræðum þeirra um súrálsmálið, sem fram fóru í KærmorKun. „Við gerum ráð fyrir að frekari umræður fari fram, bæði á milli okkar og formanns Alþýðuflokks- ins,“ sagði Geir. Hvað áframhald- andi fundi varðaði sagði Geir að þeir Hjörleifur myndu aftur ræða saman eftir viðræður iðnaðarráðherra og Gervasoni enn í fang- elsi þrátt fyrir náðun Amnesty International styður baráttu hans „MÉR ER haldið i fangelsi, þrátt fyrir að varnarmálaráðherrann. Charles Hernu, hafi Kefið mér upp sakir,“ saKði Patrick Gerva- soni i samtali við Mbl„ en hann hefur verið í fanKelsi siðan i júnímánuði. Amnesty Internat- ional hefur tekið upp baráttu fyrir því að Gervasoni verði látinn laus og þau lita svo á. að hann sé i haldi vegna stjórnmála- skoðana sinna. „Þegar ég kom til Frakklands var mér tilkynnt að ég gæti farið frjáls ferða minna, en þegar ég kom út af skrifstofu herdómstóls- ins í Marseilles, var ég handtekinn af herlögreglunni. Ég var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og var haldið í einangrun þar til á föstudag að ég fékk fyrst að tala við lögfræðing minn. Vegna þjóðhátíðardagsins 14. júlí sendi varnarmálaráðherra mér náðunarbréf, en yfirmenn hersins neituðu að sleppa mér úr haldi og ég vissi ekki einu sinni af því fyrr en nýlega að ég hafði Patrick Gervasoni verið náðaður. Herinn neitaði að hlíta fyrirmælum ráðherrans. Mitterrand forseti lofaði að leggja niður herdómstóla fyrir kosningarnar, en vegna þrýstings frá hernum hefur verið slegið af og nú er aðeins lofað takmörkun- um á valdsviði herdómstóla. Svo virðist, að engin breyting ætli að verða í málefnum þeirra, sem neita að gegna herþjónustu, þótt ný ríkisstjórn sé tekin við. I fyrradag fóru fulltrúar mannréttindahreyfingar í Frakk- landi á fund ráðherrans til þess að vita hvernig málin stæðu, en ekkert kom út úr þeim fundi." — Hvert verður framhaldið? „Ef ekki verður búið að ná mér úr haldi fyrir 17. ágúst verð ég að öllum líkindum leiddur fyrir her- dómstól í Marseilles og dæmdur í 1—3ja ára fangelsi og mér sýnist raunin ætla að verða sú. Það er ljóst, að herinn vill ekki sleppa mér. Ef ég verð dæmdur, er ólíklegt að ég verði leystur úr haldi fyrr en ég verð búinn að afplána dóminn. Amnesty International hefur tekið upp baráttu í málí mínu og að þeirra áliti er ég í fangelsi vegna pólitískra skoðana minna. Þrýstingur frá þeim kemur mér vonandi til góða, en einnig vonast ég til, að almenningur í Frakk- landi og erlendis sýni mér stuðn- ing, en lítið hefur verið fjallað um mál mitt í frönskum fjölmiðlum hingað til,“ sagði Gervasoni. Alþýðublaðið kemur ekki út: Deilur milli ritstjóra og blaðst jórnarinnar formanns Alþýðuflokksins, Í samtali við Morgunblaðið sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra að þeir Geir Hallgrímsson hefðu rætt saman í nær klukkustund og hefðu þeir farið yfir málin, bæði svar þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, og það sem gerst hefði að undanförnu. „Við skiptumst á upp- lýsingum og ræddum um hugsanlega áframhaldandi málsmeðferð og sam- ráð við stjórnarandstöðu um málið,“ sagði Hjörleifur. Þá sagði Hjörleifur að hann myndi ræða við Kjartan Jóhannsson formann Alþýðuflokks- ins um þetta mál í dag, fimmtudag, en í framhaldi af þeim viðræðum myndi hann ræða við Geir Hall- grímsson á ný. ALÞÝÐUBLAÐIÐ kom ekki út í gær og eftir þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun það stafa af þvi að blaðstjórn taldi að efni, sem Vilmundur Gylfason afleysingaritstjóri hafði ætlað til birtingar i biaðinu i gær, væri óbirtingarhæft. Þrátt fyrir að blað- ið kæmi ekki út í gær, var i gærmorgun lesið úr leiðara blaðs- ins, þeim sama og daginn áður, með eftirfarandi inngangi: „Innan Alþýðuflokksins fara um þessar mundir fram flóknar umræður um það, hvort að rétt sé að taka afstöðu með eða á móti fátæka fólkinu, sem er i Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur og oðrum ámóta verkalýðsfélögum. Af þess- um sokum gefst ekki tóm til þess að rita leiðara i dag. Við endurtök- um því leiðarann frá í gær.“ Morgunblaðið hafði af þessum sökum samband við ritstjóra Al- þýðublaðsins, formann Alþýðu- flokksins, fulltrúa blaðstjórnar og Jóhönnu Sigurðardóttur, alþing- ismann. Hvorki Jóhanna né Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins vildu tjá sig um málið, en svar Vilmundar var á þessa leið, er blaðamaður spurði hann hvers vegna blaðið hefði ekki komið út: „Á þessu stigi málsins er afstaða flokksforystunnar í Alþýðuflokkn- um svo óljós og óskýr, að ég hef ekkert um málið að segja á þessu stigi.“ Stafar þetta af skrifum þínum um verzlunarmenn, sem vera áttu í þessu blaði? „Ég hef ekkert um það mál frekar að segja á þessu stigi.“ Þá hafði Mbl. samband við Hörð Vilhjálmsson, settan útvarpsstjóra og sagði hann að venjan væri að leiðarar blaðanna þyrftu að hafa borizt Útvarpinu klukkan 7 að kvöldi daginn áður en þeir væru lesnir. Leiðari Alþýðublaðsins hefði borizt á tilsettum tíma með áður- nefndum formála. Starfsmönnum Útvarpsins datt ekki annað í hug en að blað stæði að baki þessa leiðara og því fékk hann sömu meðferð og aðrir leiðarar sem bárust. Starfs- menn Útvarpsins skiptu sér ekkert af því þó leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins væri sömu skoðunar dag eftir dag, en teldu að ritstjóri blaðsins hefði átt að gera viðvart um það að ekkert blað stæði að baki leiðaranum, því ekki væri venjan að lesa leiðara þeirra blaða, sem ekki kæmu út. Ölgerðin: Viljum ekki einokun MORGUNBLAÐINU Hefur borizt eftirfarandi athuga.semd frá ölgerð- inni Agli SkallaKrimssyni: „Vegna þeirra fullyrðinga Sanitas- manna, um að Ölgerðin hafi ekki haft áhuga á því að senda Þjóðhátíð- arnefnd Týs tilboð um gosdrykkja- sölu, og birtist í Morgunblaðinu þann 29. þessa mánaðar, viljum við taka eftirfarandi fram: Ölgerðinni var boðið að senda Þjóðhátíðarnefndinni einokunartilboð, en þar sem við lítum á slíka viðskiptahætti sem ólöglega, var að sjálfsögðu ekkert tilboð sent, þar sem við kærum okkur ekki um að taka þátt í slíku. Ölgerðin Egill Skalla- -Grimsson hf.“ Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar HANDHAFAR forsetavalds skip- uðu i gær, að tillögu Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra, Gunnar Bergsteinsson i starf for- stjóra Landhelgisgæslunnar frá 1. september að telja. Gunnar hefur verið forstöðumaður Sjómælinga rikisins frá árinu 1970. en hann er menntaður sem sjóliðsforingi og var hann í sjóhernum norska árin 1945—1950. Gunnar hefur starfað á varðskipum og strandferðaskipum, og hóf síðar störf hjá Sjómælingum og Landhelgisgæslu. Gunnar Bergsteinsson tekur við starfi for- stjóra Landhelgisgæslunnar „Ég hef lítið um þetta að segja eins og er,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið í gær, „nema það að ég er ósköp þakklátur ráðherra fyrir það að veita mér þetta traust. Ég vona að ég sé þessa trausts verður og ég mun reyna að standa mig í þessu starfi, eins og öðru,“ sagði Gunnar Gunnar Bergsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.