Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
13
ið og það sem því fylgir. Rimbaud
tók af skarið með því að yfirgefa
þetta allt, en hin skáldin gera sína
uppreisn með orðinu, þeirra
ævintýramennska nær ekki út
fyrir ljóðið. Að komast burt held-
ur áfram að vera dýpsta hvöt
lífsins, en annað ekki.
Sigfús Daðason birtir í bók
sinni sem áður var getið þýðingu á
Jacquemand og Júlíu eftir René
Char. Þar stendur m.a.: „... í leit
að því lífi sem ekki er enn hægt að
ímynda sér, eru titrandi þrár,
hvísl sem bráðlega munu mætast
og börn sem eru heil á húfi og
uppgötva“.
Ég minnist þess ekki að fleiri
ljóð hafi verið þýdd eftir René
Char á íslensku en Jacquemand og
Júlía, en óneitanlega er skáldið vel
kynnt í bók Sigfúsar Daðasonar.
Char er af mörgum talinn fremst-
ur franskra samtímaskálda. Vinur
hans, Albert ■ Camus, var ekki í
vafa um mikilleik hans og kallaði
hann skáld endurfæðingarinnar.
Char gerir strangar kröfur til
ljóðsins, ekkert er tilviljunarkennt
í skáldskap hans. Annað sem
þykir einkenna hann sem skáld er
siðræn afstaða, en hún íþyngir
ekki hinu ljóðræna. Char starfaði
með súrrealistum, gaf út ljóðabók
í samvinnu við þá Paul Eluard og
André Breton og er enn trúr
ýmsum súrrealískum aðferðum. Á
stríðsárunum ortu skáld eins og
Eluard og Aragon hvatningarljóð
til frönsku þjóðarinnar. Char var
ekki virkur i skáldskap á þessum
tímum heldur gerðist foringi and-
spyrnumanna í fjöllum Provence,
gekk undir nafninu Alexander
kafteinn. Stríðsdagbók hans lýsir
daglegu lífi andspyrnumanna og
viðurstyggð stríðsins.
Char bjó um tíma í París, en
kunni ekki við sig þar og hélt aftur
til Provence þar sem hann er
fæddur og uppalinn. Um Provence
og fólkið þar eru tvær ljóðabækur
skáldsins: Les Matinaux (1950) og
Commune présence (1964). Char er
lýst sem hlédrægum manni og
jafnvel feimnum. Hann virðist
una sér best í sveitum Provence í
sterkum tengslum við jörðina.
í smáljóði, mörg ljóða Chars eru
aðeins fáeinar línur, kveður hann:
Hlýðið ykkar svínum sem þið
hafið fyrir augunum.
Ég lýt guðum mínum sem ekki
eru til.
GLÆSILEGIR - STERKIR ■ HAGKVÆMIR
Lítum bara á hurðlna: Færanleg fyrlr
hægri eða vlnstrl opnun, frauðfyllt og
níðsterk - og í stað fastra hillna og
hólfa, brothættra stoða og loka eru
færanlegar fernu- og flöskuhillur úr
málmi og laus box fyrlr smjör, ost, egg,
álegg og afganga, sem bera má beint
Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorði
dönsku neytendastofnunarinnar DVN
um rúmmál, einangrunargildi, kæli-
svið, frystigetu, orkunotkun og
aðra eiginleika.
GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERÐIR AF
FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM
/FDniX
HÁTÚNI 6A • SIMI 24420
KARNABÆR
OG EINKAUMBOÐSMENN UM LAND ALLT