Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 17
.Lsj. 17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Hirti Jóns- synisvarað eftir Gunnar Snorra- son, formann Kaup- mannasamtakanna Hjörtur Jónsson, fyrrverandi formaður Kaupmannasamtaka ís- lands ritar grein í Morgunblaðið 16. júlí, þar sem hann slær sig til riddara sem leiðsögumann um verslunarhætti á íslandi. Arfur frá fyrri tíð Hann gagnrýnir í greininni ákvæði kjarasamnings Verslun- armannafélags Reykjavíkur og Kaupmannasamtaka Islands um afgreiðslutíma verslana. Ég ætla ekki að rökræða við Hjört um kjarasamninginn, en segja má að lokunartímaákvæðið hafi verið rótfest í kjarasamningunum á formannstímabili hans í K.í. Hann samþykkti það í öllum þeim samningum sem gerðir voru undir hans handleiðslu sem formanns K.í. Lokunartímaákvæðið er þannig arfur frá fyrri tíð, sem stjórn K.I. hefur og mun leitast við, að fá afnumið úr kjarasamningunum. Það er því gegn betri vitund að Hjörtur reynir að kenna núver- andi stjórn K.í. um lokunartíma- ákvæðið. Honum ferst illa að bíta nú í bakið á þeim sem tóku það í arf. K.í. óskuðu ekki eftir endurskoðun Hjörtur Jónsson virðist vera illa úti á þekju þegar hann segir vafalaust að K.I og V.R. hafi óskað eftir endurskoðun á reglugerðinni frá 1971. Það var að frumkvæði borgarfulltrúa að umrædd reglu- gerðarendurskoðun fór fram, enda setti borgarstjórn reglugerðina og afgreiddi hana samhljóða á fundi sínum. Skilt er að taka fram að leitað var samstöðu þeirra sem málið sérstaklega varðar. Skipuð var vinnunefnd til undirbúnings málinu, og í henni átti sæti m.a. þáverandi formaður Félags mat- vörukaupmanna. Nefndin varð sammála um niðurstöður. Hins vegar hefur margkomið fram hjá mér í um- ræðum að undanförnu að K.í. reyndi ítrekað að fá laugardags- morgna frá kl. 8.00—14.00 sem afgreiðslutíma verslana allt árið. Sá málflutningur fékk ekki nægi- legan hljómgrunn. Reglugerðin framför Hjörtur ber, nú orðið, matvöru- kaupmenn mjög fyrir brjósti. Þess vegna er rétt að undirstrika það að K.I. skipaði einmitt formann Félags matvörukaupmanna í nefndina, svo haldið yrði á mál- efnum þeirra sem kostur væri, því vitað var af fyrri reynslu að þar myndi eldurinn heitast brenna þegar upp væri staðið. Um reglugerðina annars er það svo að segja að hún er framför frá þeirri reglugerð sem sett var í formannstíð Hjartar Jónssonar. Nægir í því sambandi að nefna valtímann, sem skapar möguleika á því að verslanir séu opnar til klukkan 22.00 frá mánudegi til föstudags. Burtfallnir ekki boðaðir Hjörtur telur að enginn al- mennur kaupmannafundur hafi verið haldinn frá því að hann hætti sem formaður K.í. Að sjálfsögðu er hér um fölsun að ræða sem ekki er svara verð. Ilins vegar er það svo að þeir sem falla af félagaskrá, af ein- hverjum ástæðum, fá ekki fund- arboð eins og eðlilegt er. Varðskip og hafrannsóknaskip i Reykjavíkurhöfn, en um þessar mundir eru aöeins tvö varðskip við gæzlustörf. Fjöldi sovézkra fiskiskipa milli Islands og Jan Mayen Aðeins tvö varð- skip í rekstri UM ÞAÐ bil 90 erlend skip, flest sovézk, eru nú að veiðum rétt við 200 mílna mörkin milli fslands og Jan Mayen. en þau hafa að undan- förnu verið sunnarlega á þessu svæði og eru nú að þokast norður eftir, að því er Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar tjáði Mbl. Pétur Sigurðsson sagði þoku gera nokkuð erfitt um vik, en úr gæzlu- flugvéi mætti sjá skip í ratsjá. Fylgst er með ferðum skipanna, en varðskip hefur ekki verið á þessum slóðum og sagði Pétur ekki hafa komið til brota. Landhelgisgæzlan hefur nú tvö varðskip í rekstri og sagði Pétur Sigurðsson það þriðja að líkindum tekið i rekstur nú þegar menn færu að koma úr sumarleyfum, en rekstr- arfé sagði hann skammtað mánaðar- lega og kvað hann þar engan afgang, vart væri hægt að sinna nauðsyn- legasta viðhaldi skipanna og þar sem engin fjárveiting væri til rekstrar Árvakurs væri honum nú skilað til Vita- og hafnamálaskrifstofunnar. Gunnar Snorrason Vill söluturna feiga Hjörtur talar mikið í grein sinni um verslunarfrelsi, enda yfirskrift greinarinnar. Hann hefur þó sér- stakt horn í síðu þeirra sem reka söluturna sem veita neytendum þjónustu á kvöldin og um helgar. Fyrirtæki þeirra kallar hann „menningarfyrirbæri" að því er virðist í háðungarskyni. Hvers eiga þessir aðilar að gjalda? I grein sinni vill hann veita aðilum í verslun olnbogarými og neytendum sem besta þjónustu. Það er þess vegna erfitt að henda reiður á hvers vegna hann leggst gegn söluturnum og vill skera þá niður við trog að hluta til. Tilgangurinn augljós Ég trúi ekki öðru en að mat- vörukaupmenn sjái tilgang Hjart- ar Jónssonar með skrifum þessar- ar greinar sem virðist augljós, það er, að ala á óánægju þeirra sem telja sig hafa farið halloka við setningu hinnar nýju reglugerðar um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. Því miður létu þeir kaupmenn ekki til sín heyra þegar reglugerðin var til umfjöllunar í félögunum og samtökunum á síð- astliðnum vetri. Ósæmileg ummæli Ég er undrandi á ummælum Hjartar um formann og aðra forystumenn Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur í umræddri grein. Enda þótt fulltrúar V.R. og K.í. sitji sitt hvoru megin við samningaborðið og oft sé mikill meiningarmunur á afstöðu, tel ég illkvittnisleg frýjunarorð Hjartar í greininni um viðsemjendur okkar, honum sem fyrrverandi formanni K.Í., ósæmandi. Lokaorð Hjörtur Jónsson reynir ítrekað í grein sinni að gera starfsemi og raunar félagslega uppbyggingu Kaupmannasamtaka íslands tor- tryggilega. Lögum Kaupmanna- samtakanna hefur þó ekki verið breytt í grundvallaratriðum síðan Hjörtur Jónsson var formaður þeirra. Ég minnist þess ekki að hann hafi gert tillögu um slíkar breytingar í sinni formannstíð. Gagnrýni sú sem hann hefur uppi um stjórnun og félagslega uppbyggingu K.í. er þess vegna ekki marktæk. Hvaða kaupmaður heldur Hjörtur Jónsson að trúi því að sú starfsemi, sem fer fram hjá K.Í., beinist að því að torvelda kaupmönnum og rækja störf sín, sem eru eins og hann tekur réttilega fram í grein sinni, mik- ilvæg og varða svo til hvern einasta þegn þjóðfélagsins. Ég skal alveg segja Hirti Jóns- syni það að síðan að hann hætti formennsku í K.í. hefur mikil uppbygging átt sér stað, þannig að nú standa Kaupmannasamtök ís- lands betur undir nafni en var i hans tið. Innan vébanda K.í. starfa nú fleiri kaupmenn og kaupmannafé- lög, en nokkru sinni fyrr og það hefur verið mér uppörvun og ánægja, í langri formannstíð minni, að finna áhuga kaupmanna um land allt á velgengni samtaka sinna. Sá strengur sem Hjörtur Jónsson slær er í mikilli mótsögn við eindrægni kaupmanna um hag og velferð K.í. Hann hljómar þess vegna illa í mínum eyrum — er ramfalskur. Einu sinni var hægt að gista á góðu hóteh í London fyrír £12 ásólahring Þaðerhægtennþá! Þaö eru ótrúlega margir hlutir, sem breytast alls ekki í London, þrátt fyrir veröbólgu og gengisbreytingar. APEX fargjaldiö til London meö Flugleiðum kostar aðeins kr. 2.465.- og þú getur valið um gistingu á fyrir- taks hótelum, sem kosta £ 12.- sterlingspundum á mann, sé miðaö við tvo í herbergi. London Penta er eitt þeirra, - frábært hótel í miðju Knightsbridge verslun- arhverfinu, spölkorn frá Harrodds og Harvey Nicols verslunarhúsunum, á stutt frá Hyde Park. Neðanjarðarlest- in frá flugvellinum stansar rétt hjá og heldur beint áfram niður í miðborg. London International er annað. Ágætt hótel á Cromwell Street í Kensington. Stratford court er líka gott, en aðeins dýrara, enda stendur það við Oxford Street í hjarta verslunar- og skemmtanahverfisins. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um, en hún heldur samt áfram að vera töfrandi borg, sem býður upp á góð hótel á hagstæðu verði. FLUGLEIÐIR Traust totk hja gódu felagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.