Morgunblaðið - 30.07.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 30.07.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 ptárgiitJ Útgefandi ttXiIíitití* hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjórl Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. I „handarkrika“ Skandinavíu Gjörvöll veröld veit að það eru engin kjarnavopn á Norðurlöndum. Enginn heldur fram staðhæfingum þar um, ef undan eru skildar nokkrar „gúrkur" í Þjóðviljanum um kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli, sem vantar þó allan sannfæringarsafa í. Hinsvegar er eitt stærsta vopnabúr veraldar, sem m.a. geymir kjarnavopn, svo að segja í „handarkrika" Skandinavíu, þ.e. á Kolaskaga á norðvesturmörkum Sovétríkjanna. Þá er vitað um vopnabúnað Sovétmanna í Eystrasaltsríkjum — í næsta nágrenni Norðurlanda. Kjarnavæddum kafbátum þeirra fer og fjölgandi á N-Atlants- hafi og eru ósjaldan ekki langt undan íslandsströndum. Norðurlönd geta naumast slakað á þeirri spennu, sem kjarnavopnabúnaður Sovétríkjanna svo að segja í jaðri þeirra skapar, með því að lýsa því einhliða yfir, sem heimur veit, að kjarnavopn verði ekki á Norðurlöndum. Sú von sem skærust skin um marktæka afvopnun í veröldinni byggist á því, að vestræn ríki mæti við samningaborðið sem ein og sterk heild. Líta þarf á varnaröryggi og hugsanlega afvopnun á vesturhveli jarðar í samhengi, en forðast ber að kljúfa okkar sterku varnarheild í veikar einingar, hvort heldur er í samningum um afvopnun eða í varnarviðbúnaði. Það þjónaði fremur hagsmunum gagnaðilans en vestrænna þjóða. Áróðursstofnun Sovétríkjanna, APN, hefur sent íslenzkum fjölmiðlum fjölritaða fréttaskýringu í tilefni af viðtali Brésnjef, ieiðtoga Sovétríkjanna, við finnskt blað um kjarnavopn og Norðurlönd. Þar segir orðrétt: „Eins og kunnugt er hafa margir stjórnmálamenn á Norðurlöndum, einkum í þeim löndum sem eru í Nató, sett fram þá skoðun í þessum umræðum, að nauðsynlegt sé að telja þau landamærahéruð, sem liggja að slíku svæði til þess og í þessu tilliti yrðu það þá Kolaskagi og Eystrasalt. Þeim sem þetta ritar (Ilja Baranikas) virðist þetta ekki rökrétt ...“ Síðar segir í þessari sovézku fréttaskýringu: „Hvað varðar mögulega afstöðu Sovétríkjanna til þeirra viðræðna, sem enn þá eru því miður aðeins hugsanlegar, þá verður að búast við, að ekki verði hægt að tala um mjög verulegan samdrátt kjarnorkuvopna í norðvesturhluta Sovétríkjanna, þegar á heildina er litið,“ en þar með teljast landamærahéruð sem liggja að Skandinavíuríkjum. Hér er sami Sovéttónninn á ferð og fyrr. Vestræn ríki eiga að draga saman varnarviðbúnað sinn. Ef hliðstæðar kröfur eru gerðar til Sovétmanna er það „ekki rökrænt". Hinsvegar er þeim kappsmál að „semja" við Vesturveldin í veikum einingum. Það þjónar ágengni þeirra. Og ekki skortir hliðstætt Sovétbergmál í málgögn róttæklinga, hvorki hér á landi né annarsstaðar. Sumarleyfin, land- ið og vegakerfið Nú stendur yfir sá tími sem við íslendingar verjum helzt í ársfrí okkar — og framundan er mesta ferðahelgi landsmanna. Það er af hinu góða að fólki gefist tími til að líta upp úr önnum hins daglega lífs, geti um frjálst höfuð strokið og sinnt einstaklingsbundnum hugðarefnum. Ekki síður hitt að fá tækifæri til að ferðast um landið, kynnast náttúru þess og fegurð, eða fara utan til að sjá sig um í veröldinni. Ferðafrelsi er Islendingum í blóð runnið og þeir gætu áreiðanlega illa sætt sig við það þjóðskipulag, sem meinar fólki að ferðast heima eða heiman. Ástæða er til að hvetja fólk til að þroska með sér heilbrigða umgengnishætti við landið sitt. Gróðurlendi er sorglega lítill hluti landsins. Og það á sannarlega í vök að verjast, þrátt fyrir stórátök í ræktun. Það er hægt að valda illbætanlegu tjóni með skammtíma gáleysi, ef ökutækjum er beitt utan vegakerfis á viðkvæmum gróðurblettum. Við þurfum því að umgangast landið okkar af háttvísi og hlýhug. Hver yfirgefinn áningarstaður þarf að vera hreinn og bera gengnum gesti gott vitni. Umferðarslys eru því miður of tíð hér á landi og valda oft dauða eða örkumlum, auk eignatjóns. Þessum slysum má verulega fækka með háttvísi og tillitssemi í umferðinni. Það er of seint að iyðrast eftir að slys er orðið. Þessvegna ættu menn að haga ferðamáta þann veg, að hvern dag megi að kveldi lofa. Því miður eigum við langt í land með varanlega vegagerð. Islenzkir vegir gera því mun meiri kröfur til ökutækja en þekkist annarsstaðar. Þessvegna þarf hvcr sá, sem leggur á þjóðvegakerfið, að búa ökutæki sitt undir þá þolraun — og haga akstri eftir aðstæðum. En í leiðinni megum við gjarnan minnast þess, að varanleg vegagerð er arðbær fjárfesting, sem skilar sér undrafljótt, kostnaðarlega, í minna vegaviðhaldi, minni benzíneyðslu, minni varahlutakostnaði og lengri endingu bifreiða. Aðeins virkjunarframkvæmdir eru taldar arðbærari en varanleg vegagerð, en þó því aðeins að samhliða sé tryggður nægur orkumarkaður. Þá er ástæða til að minna þá, sem hyggjast sækja heim vötn og ár, á að búa sig þann veg að heiman sem við á, hvað öryggisbúnaði viðvíkur, og gæta varkárni í hvívetna. íslenzkur ferðaiðnaður hefur haldið vel á spöðum undanfarin ár og getur boðið ferðafólki upp á fyrirmyndarþjónustu. Það er því vel við hæfi að Íslendingar verji orlofi sínu á heimaslóðum. En við þurfum að umgangast landið okkar á þann hátt sem því ber og hafa fyrirhyggju með í ferðalagið. Morgunblaðið óskar landsmönnum góðrar og gleðiríkrar helgi og vonar að allir megi heilum vögnum heim aka. Fréttaskýring um súrálsmálið Samkvæmt samningunum um Álverið í Straumsvík frá 28. marz 1966 greiddi ÍSAL sérstakt framleiðslu- gjald í stað venjulegra skatta hér- lendis. Gjaldið var lagt á framleiðslu óháð ágóða félagsins, en þó með þeim takmörkunum, að skattinneign myndaðist hjá ríkinu, ef greiðslur framleiðslugjaldsins urðu sannan- lega umfram 50% af nettótekjum félagsins það ár. í þessum samningum eru ákvæði sem heimila íslenzkum stjórnvöldum eft- irlit m.a. með súrálsverðinu til ÍSAL. Þessi heimild var notuð 1973 af Magnúsi Kjartanssyni, þáverandi iðnaðarráðherra, og var þá í lok rannsóknar ekki talið neitt athuga- vert við súrálsverðið. Ekki náðist þá árangur af óskum um endurskoðun samningsins. I ágústlok 1974 verða stjórnarskipi og við embætti iðnað- arráðherra tók Gunnar Thoroddsen. Þá um haustið hófust viðræður við Alusuisse að nýju, og heimildin til endurskoðunar var nýtt. Alusuisse sendi í febrúar 1975 ríkis- stjórninni bréf þar sem félagið krafðist skattendurgreiðslna að upp- hæð rúmlega 4 milljónir dollara. Mikill undirbúningur fór fram í kjölfar þessarar endurgreiðslukröfu og í framhaldi af þeim viðræðum við Alusuisse. Endurskoðunarfyrir- tækinu Coopers & Lybrand var þá falið að athuga málið. Hér heima undirbjó viðræðunefnd um orkufrek- an iðnað málið og í maíbyrjun er gerð samantekt á hennar vegum. í samantektinni er m.a. vakin athygli á þróun kostnaðarverðs hráefna ISAL. Kemur þar fram, að hækkun- iná tveimur aðalhráefnum ÍSAL, sem keypt eru af Alusuisse, frá febrúar 1967 til maí 1975, hafi orðið 142,2% eða sem svarar 289,60 dollar- ar á áltonn, en hækkun söluverðs á sama tíma var 320 dollarar. Þá kemur einnig fram að verðið á súráli er að mati viðræðunefndarinnar talið í hámarki miðað við önnur verð á markaðinum. Viðræðunefndin benti þá sérstaklega á, að Alusuisse hafi aðstöðu til að hafa áhrif á hagnað ÍSAL í gegnum hráefnisverð, sem ISAL er gert að greiða. Sérhver hækkun á hráefnis- verði lækki hagnað ÍSAL og einnig er bent á að Alusuisse viti af þessu möguleika þar sem á árinu 1973 hafi verið veittur sérstakur afsláttur á súrálsverði til að ISAL gæti sýnt hagnað og njóti þar af leiðandi betri lánskjara út á við. Coopers og Lybrand segja í lokaorðum í skýrslu sinni til íslensku ríkis- stjórnarinnar sem barst henni 3. okt. 1975, að ekki sé um neitt eiginlegt heimsmarkaðsverð á súráli að ræða eins og áli og því verði að taka tillit til þess, að þær upplýsingar sem tekist hafi að afla um súrálsverð hrökkvi ekki til þess að segja nákvæmlega til um verð í viðskipt- um óskyldra aðila og að mat á viðeigandi verðií viðskiptum óskyldra aðila hljóti frekar að telj- ast skoðun en staðreynd og með það í huga komast C&L að þeiri niður- stöðu að lækka beri tölu ÍSAL um súrálskaup á árinu 1974 um 344 milljónir gkr. Síðari hluta árs 1975 nást samningar við Alusuisse og að mati íslenzkra aðila er talið að þetta súrálsverðs- mál hafi átt sinn þátt í því — og hann-ekki lítinn — að hækkun næst fram á raforkuverði. Hefur sú hækk- un numið tekjuauka hjá Landsvirkj- un upp á 17,5 milljónir dollara fram til síðustu áramóta. Alusuisse viður- kenndi þó aldrei að um of hátt verð hafi verið að ræða og forstjóri fyrirtækisins, Weibel, sagði í viðtali við Mbl. í desember sl. að fyrirtækið hefði árið 1974 — sem ætíð — haldið sig í einu og öllu við ákvæði aðalsamningsins. Við samningana 1975 urðu einnig breytingar varðandi framleiðslu- gjaldið og var meginbreytingin í því fólgin að upp var tekinn lágmarks- skattur, sem greiðist án tillits til taps eða hagnaðar, hjá ÍSAL og skorið var á, að skattinneign mynd- ist, nema við ákveðin skilyrði. Einn- ig gildir nú sú hámarkstakmörkun, að hækkun framleiðslugjaldsins vegna stigbreytinga, sem einnig er getið um í aðalsamningi, má ekki leiða til skattlagningar umfram 55% af nettóhagnaði félagsins í stað 50% áður og nýtt lágmark er við 35%. Samkomulag varð einnig um þáver- andi skattinneign og hún ákveðin 4,4 milljónir dollara, sem var nokkru lægri upphæð en ISAL hafði haldið fram. Inneign þessi ber vexti sam- kvæmt forvöxtum bandaríska seðla- bankans og mun hún nú nema um 6 milljónum dollara. ★ Að mati íslendinga varð of hátt verð á súráli, miðað við verð óskyldra aðila, til þess að samningar náðust um lagfæringu raforkuverðs og fleira á árinu 1975, þó Alusuisse mótmælti þá og mótmælti enn að um brot á samningi hafi verið að ræða. Við- ræðunefndin íslenzka benti í um- fjöllun um súrálsmálið þá á, að Álusuisse hefði með verðlagningu á súráli aðstöðu ti að hafa áhrif á hagnað ÍSAL og þar með skattlagn- ingu. Á þeim tíma var því um skattamál að ræða. í viðræðum milli aðila náðust lagfæringar og breyt- ingar, hvort sem súrálsmálið hefur átt stóran eða lítinn hlut að máli. ★ Frá gerð viðbótarsamningsins 1975 hefur verið hljótt um þessa samn- inga og heimild aðalsamnings um endurskoðun og eftirlit ekki verið notuð. Upphaf núverandi „súráls- máls“ eins og það hefur verið nefnt í fjölmiðlum má rekja til umræðna á alþingi í desember sl., en þar segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra í umræðum í sameinuðu þingi um þingsályktunartillögu þing- manna Sjálfstæðisflokksins um stóriðjumál, „að í rauninni megi leiða að því rök, þó ég sé ekki að gera hér tillögu þar um, að hagkvæmast væri að skrúfa fyrir þetta stóriðju- ver, álverið, í áföngum og spara með því sem svarar heilli stórvirkjun. Slíkt væri raunar langsamlega ódýr- asti virkjunarkostur landsmanna nú“. — Ráðherrann sagði einnig, að finna mætti þeim einstaklingum sem störfuðu hjá ÍSAL þjóðhagslega heppilegri störf. Ilávær umræða og mikil blaðaskrif verða í kjölfar þessara ummæla iðnaðarráðherrans. Þriðjudaginn 16. desember boðar ráðherrann til blaðamannafundar og upplýsir þar, að á árabilinu 1974 til 1980 hafi orðið “hækkun í hafi“ á súráli frá Ástralíu til Straumsvikur sem nemur 47,5 milljónum dollara, og næmi hækk- unin 54,1% hærra innflutningsverði til íslands en útflutningsverði frá Gove í Ástralíu. Tölur þessar segir Hjörleifur byggðar á upplýsingum frá áströlsku hagstofunni, einnig segir hann að með tilliti til þessara upplýsinga hafi ríkisstjórnin ákveð- ið að krefjast endurskoðunar samn- inga við Alusuisse á raforkuverði. Þá er upplýst að endurskoðunarfyrir- tækið Coopers & Lybrand hafi málið til framhaldsmeðferðar. „Ilækkun í hafi 80 milljarðar" er aðalfyrirsögn í Þjóviljanum daginn eftir og segir þar einnig: „Svika- mylla Alusuisse afhjúpuð." Sama dag er málið á ný til umfjöllunar á Alþingi, nú utan dagskrár í efri deild. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins kveður sér máls utan dagskrár og krefst svara frá forsætisráðherra Gunnari Thor- oddsen og Hjörleifi Guttormssyni, sem fyrrverandi og núverandi iðnað- arráðherrum, um hvern veg eftirlit með súrálsverði hafi verið háttað frá 1975. Þau svör eru gefin, að ekki hafi verið talin ástæða til slíkrar könn- unar. Til máls taka einnig Eyjólfur Konráð Jónsson og Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Þeir lýsa sig reiðu- búna til samstarfs í máli þessu en deila á málsmeðferð eins og Kjartan. Lýsir Hjörleifur því yfir í umræðun- um að samráð verði haft við stjórn- arandstöðuna í máli þessu. Viðbrögð Alusuisse í málinu eftir fréttamannafund ráðherra iðn- aðarmála voru yfirlýsing um að fyrirtækinu hefði ekki verið gefin tækifæri né tími til að leggja fram skýringar, aður en málið var birt almenningi og Alþingi. Alusuisse kvaðst sýknt allra saka. það hefði langtímasamningsbundna skyldu til að sjá ÍSAL fyrir súráli sem vernd- aði ISAL gegn truflunum sem leitt gætu til tjóns. Þá hefði súrálsverðið milli ÍSAL og Alusuisse ávallt verið og væri innan ramma langtímaaf- hendingarsamninga. Einnig sögðu þeir samanburð á hagskýrsluverðum ástralsks súrálsútflutningsverðs við innflutningsverð ISAL villandi. Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse, sagði í viðali við Mbl. 19. desember, að Alusuisse hefði sagt Hjörleifi Guttormssyni að þeir hefðu haldið sig í einu og öllu við ákvæði aðalsamnings um viðskipti milli óskyldra aðila. Þetta myndu þeir sanna honum. Weibel sagði ráðherrann haldinn mis- skilningi í málinu, eins og hann orðaði það, sem hann kvað yrði leiðréttur, er Alsuisse gæfi fullnað- arskýrslu um málið, sem berast myndi fyrir miðjan febrúar. ★ Tölur þær sem iðnaðarráðherra til- nefndi um „hækkun í hafi“ fékk Ingi R. Helgason hæstaréttarlögmaður og fulltrúi ríkisins í stjórn ÍSAL hjá áströlsku hagstofunni í för sinni til Ástralíu og London dagana 11. til 20. nóvember sl. en þangað var hann sendur sérstaklega til að kanna súrálsviðskipti. Segir hann í skýrslu sinni um ferðina að þetta séu staðfestar heildartölur um útflutn- ing frá Ástralíu til íslands. Ingi átti einnig viðræður við aðra opinbera aðila í Ástralíu og eins fulltrúa Coopers & Lybrand í London. í fyrrnefndri skýrslu Inga R. Helga- sonar kemur m.a. fram, að um mánaðarmótin nóvemer til desem- ber hafi verið efnt til vinnufundar með Coopers & Lybrand og þar gengið frá skýrslu um „hækkun í hafi“. Það virðist því koma tiltölu- lega snemma í ljós, að „hækkun í hafi“ kemur ekki inn á viðskipti íslenzkra stjórnvalda við Alusuisse skv. samningum eins og komið hefur fram opinberlega nú. Enda segir í niðurstöðum skýrslu Inga R. frá Ástralíuförinni: „er ljóst, að ákvæð- in í 27.03 í aðalsamningi byggja á verði milli óskyldra aðila (arm’s Iength prices), þegar arður ÍSAL er reiknaður til skattlagningar. Fræði- lega séð þarf því kostnaðarverð á súráli eða hækkun verðsins í hafi ekki að skipta máli við útreikning á arði og sköttum ÍSAL, svo framar- lega sem súrálsverðið til ÍSAL er í takt við verð milli óskyldra aðila á súráli." Iðnaðarráðherra virðist þessi stað- reynd ljós eftir fund Inga R. með fulltrúum Coopers og Lybrand í London 4. desember. Weibel, aðstoð- arforstjóri Alusuisse, situr fund með ráðherra 13. desember, gefur bráðabirgðaskýringu og boðar fyllri skýrslu um málið. 17. desember sendir ráðherra formlega, skriflega beiðni til Coopers og Lybrand þar sem fyrirtækinu er falið að gera nákvæma rannsókn á „arms length prices" á súráli á árabilinu 1975 til 1979, þ.e. viðskiptum óskyldra aðila og gefa upp álit sitt á hvað meta mætti slíkt meðalverð í heiminum á Of hátt verð hækkunar rí — að mati 1 Alusuisse mótmælti þá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.