Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 27 Reykhólaskip kaupir flutninga- skip fyrir Þörungavinnsluna | Þörungavinnslan á Reyk- hólum hefur nú ákveðið að ganga inn í hlutafélagið Reykhólaskip og kaupa nýtt flutningaskip í stað Karlseyj- ar, sem Þörungavinnslan hef- ur átt og notað til þessa. Á tímabili stóð til að Þörunga- vinnsian leigði Árvakur til flutninga sinna en ekki varð af því. Skipið er norskt, smíðað í Austur-Þýzkalandi og mun kosta um 4 milljónir króna. Það er væntanlegt til landsins um miðjan ágúst. Að sögn Ólafs Vignis Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Reyk- hólaskips h.f. var hlutafélagið upphaflega stofnað af áhöfn Karlseyjar og skipið leigt af Þör- ungavinnslunni þegar það var ekki i notkun hjá henni. Nú er ætlunin að hlutafélagið reki skipið, það verði notað í flutningum fyrir Þörungavinnsiuna þá 4 mánuði á ári, sem hún þarf á því að halda, en til flutninga innan lands og utan annan tíma ársins. Gkki er Umhverfismálaráð: Styður ekki andmæli við íbúðabyggð í Laugardal Á FUNDI umhverfismálaráðs lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna fram eftirfarandi tillögu, sem ekki hlaut stuðning: „Með tilvísun til álits sam- starfsnefndar umhverfismálaráðs, íþróttaráðs og æskulýðsráðs, sem lagt hefur verið fram í umhverf- ismálaráði, þess efnis að þörf sé fyrir Laugardalinn allan fyrir íþrótta- og útivistariðkanir í framtíðinni, svo og með tilliti til áframhaldandi samþykkta í borg- arráði um að setja niður íbúða- byggð í dalinn, samþykkir um- hverfismálaráð að skora á borgar- stjórn að falla alfarið frá slíkum hugmyndum um íbúðarbyggð í Laugardal." Tillagan sem var frá Elínu Pálmadóttur, Magnúsi L. Sveinssyni og Sverri Sch. Thor- steinsson fékk ekki önnur atkvæði og því ekki stuðning. Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Stefánsson og Ornólfur Thorlacius lögðu fram eftirfarandi bókun: „Með því að borgarráð hefur vísað tillögu Ingimundar Sveinssonar að Laugardalnum til skipulags- nefndar að nýju, m.a. í þeim tilgangi að dregið verði úr íbúðar- byggð og svæði TBR afmarkað að nýju, sér umhverfismálaráð ekki ástæðu til að taka afstöðu til tillögu I.Sv. sem slíkrar. Mun ráðið bíða nýrra tillagna frá skipulagi og taka þá afstöðu til þeirra. Við sitjum því hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu full- trúa sjálfstæðismanna." Bílferjan Smyrill kom í 100. sinn til Seyðisfjarðar al. þriðjudag og var skipstjóranum færð að gjöf að því tilcfni ljósmynd af Seyðisfjarðar- höfn. Smyriil hefur flutt alls 23 þúsund farþega á þeim 7 árum, sem hann heíur siglt milli íslands og Evrópu. Þetta var tiunda ferð skipsins i sumar. Þorvaldur Jóhannsson, formaður hafnarnefndar, afhenti Hansum Larsen myndina og var Jónas Ilallgrimsson, bæjarstjóri, einnig viðstaddur. Ljósm. g.b. Herjólfur með full- f ermi tvisvar á dag Vestmannaeyjaskipið Herjólf- ur hefur nýlega tekið i notkun i sölum skipsins myndsegulbönd þar sem sýndar eru kvikmyndir og þættir i ferðum skipsins ókeypis fyrir farþega Herjólfs. Myndir eru sýndar á tveimur stöðum i skipinu, i borðsal og farþegasal á efri þiljum. Ein til tvær myndir eru sýndar á leið skipsins i hverri ferð og að sögn ólafs Runólfssonar framkvæmdastjóra Herjólfs heí- ur þessi nýbreytni mælzt mjög vel fyrir. Þá gat Ólafur þess að búið væri að setja upp í Herjólfi til aukins öryggis hinn nýja Sigmundsgálga umfram öll önnur björgunartæki í skipinu og eru tveir gálgar um borð. Miklar annir hafa verið hjá Herjólfi í allt sumar og sem dæmi má nefna að 27 daga júlímánaðar er 20% aukning á farþegum miðað við sama tíma í fyrra og 29% aukning í bifreiðaflutningi. í kringum þjóðhátíð Vestmanna- eyja er mikið annríki í flutningum og má segja að skipið sé fullt tvær ferðir a dag. Ólafur kvaðst vilja leggja sér- staka áherzlu á það að öll neyzla áfengis er stranglega bönnuð í skipinu. Frá og með morgundegin- um og fram yfir þjóðhátíð verða þrír menn frá Hjálparsveit skáta í Eyjum um borð í skipinu til gæzlu og aðstoðar meðan mesta þjóðhá- tíðarumferðin stendur yfir. ólafur kvaðst vilja benda á að síðasta ferð Herjólfs á föstudag er full- skipuð en pláss er í ferðum á undan. enn ljóst hver örlög Karlseyjar- innar verða, en líklegt er að hún verði seld til niðurrifs þar sem fyrir dyrum stendur viðamikil klössun á skipinu eigi að nota það til siglinga áfram. Skipið, sem er væntanlegt til landsins um miðjan ágúst, er tæplega 50 metra langt, rúmlega 10 metra breitt, ristir 2,80 metra og getur borið um 650 lestir. Skipið er búið Mannheim vél og 20 lesta bómu. Skipstjóri verður Guðmundur S. Jónsson, Guð- mundur Þórðarson verður 1. stýri- maður og Sigurvin Hannibalsson verður 1. vélstjóri. Reykhólaskip er skráð á Reykhólum og fram- kvæmdastjóri er Ólafur Vignir Sigurðsson. Skipið, sem Reykhólaskip er að kaupa tii landsins. JÍWSOQ GOMLCJ GQÐU BUXUKNAR!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.