Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 31

Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 31 refsingum eða til að hinra slíka starfsemi. Svarið var hreint og klárt, og þar væri ekkert slíkt vald og því í raun ekkert hægt að gera gegn slíkum brotum. Nú vildi svo til, að fulltrúi íslands hjá EFTA, Björn Matthiasson hagfræðingur, var á fundi þessum og tók þátt í umræðunum af hálfu EFTA. Hann getur því borið vitni um, hvort hér sé ekki rétt eftir haft, ef einhver vill draga í efa gildi frásagnar okkar, sem vorum í hópnum að heiman, eða að við hefðum ekki „skilið" málið nægi- lega vel. Hvað viðkemur fundinum með EBE má segja, að þar var meira um upplýsingamiðlun frá hendi starfsmanna samtakanna um starfsemi EBE og spurningar í þá átt frá íslenzka hópnum, nema þá helzt spurningar Jafets Ólafs- sonar, deildarstjóra í Iðnaðarráðuneytinu, um hugsan- leg viðbrögð við framhaldi aðlög- unargjaldsins, en sú spurning og svörin við henni varð hin beina kveikja að núverandi deilum um málið. Þáttur Jafets Ekki er mér að fullu kunnugt um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og hvað þeir megi segja og hvað ekki. Hitt vissum við allir í hópnum, að Alþingi hafði samþykkt að fela ríkis- stjórninni að leita hófanna um framlengingu þessa bráðabirgða aðlögunargjalds. Við vissum líka, að í ráðuneyti Jafets var skilning- ur á málinu og fullur vilji á að koma því fram. En annað vissum við ekki. Við vissum ekki til þess, að Viðskiptaráðuneytið hefði á nokkurn hátt vakið máls á þessu við EBE hvað þá heldur reynt að vinna því fylgi og koma því í gegn, þótt liðnir væru 5 mánuðir frá því að tillagan var samþykkt á Al- þingi og árið næstum því hálfnað. En eins og umræður þróuðust á þessum sérstaka fundi, fannst okkur, sem þarna vorum, mjög eðlilegt að Jafet vekti máls á þessu efni, og hann gerði það á mjög greinargóðan máta og með fullri hæversku. Ekki veit ég um það, hvort Jafet hafi fengið ákúr- ur hjá sínum yfirmanni vegna málsins, en grein hans í Morgun- blaðinu 2. júlí sl. ber þess ekki vitni. En vegna sneypu þeirrar, sem honum er ætluð í grein Þórhallar Ásgeirssonar, þá vil ég < taka það fram, að hann á fulla samúð okkar hinna. En hitt er svo annað mál, hvort ekki þyrfti að kippa í spottann í stjórnkerfinu, ef Oftar og oftar fór ég til þeirra, — ekki síst þegar ég þóttist vera að verða sjálfstæður unglingur. Alltaf hefi ég þótt vera dálítið sérstakur á minn hátt. Nefni ég í þessu tilefni að ég vildi ekki ganga með bindi eins og flestir aðrir. Eg vildi ganga með slaufu, en vildi jafnframt geta hnýtt hana sjálfur. Hvert átti ég að leita? Mér datt Unnur í hug. Auðvitað kunni hún að hnýta slaufu. Þrisvar sinnum þurfti ég að fara til Unnar áður en ég gat þetta sjálfur. Á þessum árum spurði ég Unni margs, sem ég gat ekki spurt aðra. Unnur svaraði alltaf af hreinskilni og fyrir það er ég henni ávallt þakklátur. Þegar ég hripa niður þessi fátæklegu minningarorð um vin- konu mína er mér hugsað til Péturs vinar míns, frænda Unnar. Hann er erlendis og getur ekki verið viðstaddur útför frænku sinnar. Samband þeirra var mjög náið og dáði hann frænku sína mjög. Þau töluðu oft saman og voru mjög góðir vinir, — og það veit ég, að Pétur leitaði oft til hennar og Kjartans á sama hátt og ég, þrátt fyrir það að hann gangi með bindi. Að lokum vil ég þakka Unni fyrir allt það sem hún hefir gert fyrir mig, — það er ekki lítið. Við hjónin sendum Kjartani, börnum og barnabörnum innilegustu sam- úðarkveðjur í þeirri vissu von að Unni líði vel í höndum þess sem öllu ræður og við treystum á. Guðm. Þór Pálsson starfsmenn hins opinbera þurfa að vera algjörlega múlbundnir með skoðanir sínar vegna innri samtryggingar, hvernig svo sem þeim líka gjörðir annarra eða aðgerðarleysi. Stoltir íslendingar? Ég veit ekki hversu auðvelt er að skýra þann þátt í fari okkar íslendinga að okkur þykir oft og tíðum ekkert nauðsynlegt að finna til mikillar minnimáttarkenndar, þótt á erlendri grund sé. Þó getur þetta komið upp. í ferð okkar til Genf og Brússel hafði ég það eiginlega alltaf á meðvitundinni, hvað hinir hugsuðu um okkur. Mér fannst eins og spurningin lægi alltaf í loftinu: Hvað eruð þið eiginlega að vilja til okkar með vandræði ykkar? Eru þetta ekki mál, sem er miklu auðveldara að leysa heima hjá ykkur sjálfum? Svarið lá mér alltaf á vörum, en það kom að sjálfsögðu aldrei fram: Okkar stjórnmálamenn eru ekki meiri kallar en þetta, þeir treysta sér ekki til að jafna aðstöðuna á milli atvinnuveganna heima. Þess vegna er komið til ykkar. Ekki er það stórmannlegt. Ög hjálpi okkur allar vættir. Ekki langaði mig til að vera íslendingur, sem ætti að geta ráðið þessu heima, en gerir það ekki eða getur ekki, og verður því að koma biðjandi til annarra þjóða til þess að fá einhverja bráðabirgðalausn. Þeir verða að bjarga iðnaðinum á Islandi. Að þessu leyti get ég skilið ráðuneyt- isstjórann. „Það á ekki að svíkja gerða samninga!“ Leiðari Morgunblaðsins 1. júlí sl. „Deilt um aðlögunargjald" heit- ir leiðarinn. Þar er drengilega tekið undir sjónarmið iðnaðarins. En blærinn á því er þó að nokkru sá, að það þurfti að gera eitthvað fyrir iðnaðinn: „Affarasælast yrði að tryggja iðnaðinum viðunandi almenn skilyrði, haga gengis- skráningu þannig að ekki væri vegið að rekstrargrundvelli hans...“ (Leturbr. mín H.E.). Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt, en hinn almenni lesandi mun draga þá ályktun af þessu, og mörgu öðru í opinerum málflutn- ingi um stöðu iðnaðarins, að hann sé að biðja um einhver sérréttindi. Hann er ekki að biðja um sérrétt- indi, en hann biður aðeins um sama rétt, og að öðrum séu ekki veitt sérréttindi. Hann þyrfti þá enga sér-gengisskráningu og ekkert aðlögunargjald. Mismununin í hverju liggur rnismunurinn? Hér skal aðeins nefnt fátt eitt. Iðnaðurinn hefur miklu verri að- gang að fjármagni lánastofnana, og alltaf í hlutfallslega minni mæli. Lánakjör eru, en voru þó sérstaklega, langt um óhagstæð- ari. Iðnaðurinn bjó til skamms tíma við langt um óhagstæðari afskriftarreglur, en það hefur þó breyzt. Það eru gerðar miklu meiri kröfur um tryggingar lána til iðnfyrirtækja en sjávarútvegs, þótt lánshlutfalið sé langt um lægra. Iðnaðurinn greiðir langt um hærri gjöld af fastafjármun- um sínum (framleðslutækjum) en fiskveiðarnar gera. (Litið er á húsbyggingar, vélar og skip sem framleiðslutæki). Hann greiðir söluskatt og verðjöfnunargjald af allri orku. Það gera fiskveiðarnar ekki og olían hefur stundum verið greidd niður. Iðnaðurinn greiðir 200% hærri aðstöðugjöld en fisk- veiðar og 100% hærri en fisk- vinnsla. Hann greiðir 3,5% launa- skatt en fiskveiðarnar engan. Svona mætti lengi telja. En nú skal nefna nokkrar tölur: Sam- kvæmt beztu heimildum voru heildar framleiðsluverðmæti verksmiðjuiðnaðarins sl. ár kr. 390 milljarðar, launagreiðslur 91 milljarður. Þá verður aðstöðu- gjaldið 3,9 milljarðar og launa- skattur 3,2 milljarðar, hvoru tveggja án uppsöfnunaráhrifa. Niðurstaða athugana um heildar óhagkvæmi stöðu iðnaðarins á Islandi í samanburði við hina atvinnuvegina er talin vera 3,6% af heildar umsetningu. 390 millj- aðar sinnum 3,6% gera um 14 milljarða. Þetta er gjaldið, sem iðnaðinum er gert að greiða fram yfir hina atvinnuvegina, og þetta er gjaldið, sem hann vill verja sig fyrir með aðlögunargjaldinu, meðan leiðrétting fæst ekki hér heima. Það er hrikalegt, að út- lendingunum, sem hér selja iðnað- arvöru sína, skuli vera rétt þetta upp í hendurnar. Og það er hrikalegt, að iðnverkafólkið á ís- landi skuli sætta sig við þessa mismunun, því að hvað sem öllum samningum um kaup og kjör líður, greiðir hvorki iðnaðurinn né önn- ur atvinnustarfsemi í landinu hærri laun en staða hans skapar. Hitt verður verðbólga. Niðurlag (Hverjir væla?) Hér er auðvaldið að tala, gætu margir sagt. En er ástandið nokkru betra hjá framleiðslufyr- irtækjum samvinnu- eða ríkis- rekstursins? Nei, það er ekkert betra. Staðreyndin er sú, að öll atvinnustarfsemi verður að græða, annars koðnar hún niður og hjól atvinnulífsins hætta að snúast. Launþegar hætta að græða og eru fyrir löngu hættir því, því að ríkisvaldið heldur öllu í úlfakreppu, hindrar eðlilegar framfarir og tekur alltaf stærri og stærri skerf af tekjum atvinnufyr- irtækja og launþega — til þess að hjálpa atvinnuvegunum. Dettur nokkrum heilvita manni það í hug, að þetta sé æskilegt og að þjóðar- tekjurnar muni aukast við slíkar aðgerðir? Nei, það er fráleitt, það dregur niður lífskjörin á tslandi, enda er landflóttinn þegar í al- gleymingi. SHARP myndsegulbandið byggir á háþróaðri japanskri örtölvutækni og árangurinn er líka eftir því — myndsegulband sem ekki á sinn líka í mynd gæóum og tækninýjungum. myndsegulband með óendanlega möguleika rC-7700 kr. 18 900,- biim VWeo Cassette Recorder HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.