Morgunblaðið - 30.07.1981, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
Minning:
Ingþór J. Guðlaugs-
son lögregluþjónn
Þótt við dauðleg séum að jafn-
aði alin upp við margháttaðar
áminningar um að „innsigli öngvir
fengu upp á lífsstunda bið“ kemur
okkur jafnan á óvart þegar okkur
berast sannanir þess að „dauðinn
má svo með sanni / samlíkjast
þykir mér / slyngum þeim sláttu-
manni / er slær allt hvað fyrir er“.
Þannig stöndum við vinir Ingþórs
Guðlaugssonar orðvana við and-
látsfregn hans. Og okkur hlýtur að
verða fyrst að spyrja: Hver eru
þau ógnar máttarvöld sem geta
séð ástæöu til að láta sláttumann-
inn mikla bera þar niður með ljá
sinn bitran sem okkur sýndist
vaxa „rósir vænar"? Hvar eru rök
til þess að skilja þrjú stúlkubörn
eftir föðurlaus, svifta ástvini burt
frá eiginkonu — og það í blóma
lífsins? Hvers eigum við að gjalda
sem áttum okkur traustan vin og
trygglyndan að hann skuli tekinn
frá okkur? .
Svörin hljóta að fara mjög eftir
eðli og trú hvers og eins og hér
verður ekki tæpt á neinu þeirra
enda erindi þessarar greinar það
eitt að þakka liðið.
Ingþór Guðlaugsson fæddist í
Vík í Mýrdal 9. október árið 1945,
sonur hjónanna Maríu Guðmunds-
dóttur og Guðlaugs Jónssonar í
Vík. Hann stundaði nám við Iðn-
skólann á Selfossi og lauk þaðan
sveinsprófi í trésmíðum árið 1967.
Hann hafði þá þegar stofnað
heimili með eftirlifandi konu
sinni, Kristjönu Sigmundsdóttur
frá Reykjakoti í Ölfusi og gengu
þau í hjónaband sama ár. Fyrstu
árin áttu þau heimili í húsi
Kirstjáns Hannessonar og Maríu
Guðmundsdóttur á Selfossi en
reistu sér brátt eigið hús að
Vallholti 39.
Ingþór vann ýmis störf, fyrst
við trésmíðar en stundaði einnig
vörubílaakstur og var til sjós þar
til hann hóf störf í lögreglu
Selfoss þar sem hann vann til
dauðadags. Hann lést af völdum
slyss sem varð er hann var að
vinna við bílaviðgerðir.
Ingþór var verklaginn maður að
hverju sem hann gekk og alls
staðar vann hann sér gott orð
fyrir greiðvikni og hjálpsemi.
Hann var að vísu fálátur, en eins
og oft er um slíka menn trygg-
lyndur með afbrigðum og einn
t
Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaðir,
GÍSLI GUOMUNDSSON,
skipstjóri frá Súgandafiröi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaglnn 31. júlí kl.
13.30.
Þorbjörg Friöbertsdóttir,
Sesselja Gísladóttir, Viggó Vilbogason,
Jóhannes Gíslason, Guörún Skúladóttir,
Erla Kristjónsdóttir,
Lilja Eiríksdóttir.
t
Hjartans þakkir til allra sem á einn eöa annan hétt velttu okkur
ómetanlega aöstoö og sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og
útför
GEIRLAUGS KRISTJÁNS ÁRNASONAR
deildarstjóra,
Bláskógum 10, Reykjavík,
og heiöraö hafa minningu hans.
Guö blessi ykkur öll.
Sveinbjörg H. Arnmundsdóttir,
Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Jón Dalbú Hróbjartsson,
Kárí Geirlaugsson, Anna Jóhanna Guömundsdóttir,
Höröur Geírlaugsson, Sigrún Gísladóttir,
Þuríður Erna Geirlaugsd.,
Laufey Guöríöur Geirlaugsd.,
Geirlaug Björg Geirlaugsd.
og barnabörnin.
Viktoria Markúsdóttir
og systkini hins látna.
t
Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu við fráfall systur
okkar,
SIGRÚNAR ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR,
Sólgötu 1, ísafiröi.
Kristín, Tómas,
Arnþrúóur, Halldór,
Ólafur, Jónas.
t
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HILDAR JÓNSDÓTTUR,
fv. Ijósmóöur
frá Þykkvabasjarklaustri.
Sigríóur S. Sveinsdóttir,
Signý Sveinsdóttir,
Sigurður Sveinsson,
Jón Sveinsson,
Einar S.M. Sveinsson,
Steinunn G. Sveinsdóttir,
barnabörn og bi
Karl Ó. Guömundsson,
Margrát Einarsdóttir,
Sigríöur Magnúsdóttir,
Guörún Jónsdóttir,
Ingveldur Óskarsdóttir,
Siguróur Jónsson,
rnabarnabörn.
þeirra manna sem gera okkur
kleift að skilja hvað átt er við í
fornsögum með orðunum „drengur
góður“. Þannig reyndist hann mér
frá fyrstu kynnum og gott hafði ég
hugsað til þess að flytja að
Selfossi og eiga hann að til halds
og trausts. Nú verða mörg hand-
tökin erfiðari en þá hefðu orðið.
Við atburð sem þennan verða öll
orð marklaus; „sár harmur" kemst
ekki nærri því að lýsa tilfinning-
um okkar vina Ingþórs, að ekki sé
talað um ekkju hans og dætur,
foreldra og systkin, eða Mössu
ömmu sem hann reyndist betur en
besti sonur. Maður getur ekkert
annað en þakkað fyrir samveruna
og tekið undir með Sólarljóða-
skáldinu:
„Drottinn minn
Kef þú daudum ró,
hinum likn Hem
Heimir Pálsson
„Þeir sem guðirnir elska, deyja
ungir."
Mér hafði aldrei til hugar kom-
ið, fyrr en ég heyrði andlátsfregn
Ingþórs Guðlaugssonar þann 23.
júlí sl., hversu nátengdur hann í
raun og veru var mér og mínum.
Ég hafði einfaldlega ekki hugs-
að svo langt, að það kæmi í minn
hlut að kveðja á þennan hátt.
En Drottinn gaf og Drottinn
tók, við þessu megum við víst öll
búast, og sem betur fer vitum við
slíkt ekki fyrir.
Ingþór var okkur hugkær, eins
og hvert af okkur, og það sýndi
hann líka okkur öllum eins og best
kom í ljós síðastliðið vor, en
hverjum hefði þá dottið í hug að
hann yrði næstur úr okkar fjöl-
skyldu?
Ég segi fjölskyldu vegna þess,
að þegar Ingþór fæddist 9. okt.
1945, þá átti móðir hans við
veikindi að stríða, og var þá
ákveðið að við hjónin tækjum
hann til okkar, þar til úr rættist.
Ingþór var hjá okkur um nokk-
urra mánaða skeið, og æ síðan
hefur hann verið okkur hjartfólg-
inn sem sonur, og gagnkvæmt var
það frá hans hendi. Hann kom
alltaf fram við okkur öll sem einn
úr fjölskyldunni, og þó að honum
auðnaðist ekki að vera við kveðju-
athöfn eiginmanns míns, nú í vor,
sem hann heitir að hálfu eftir, þá
var söknuður okkar ekki síðri, að
hann skyldi ekki geta komið.
Honum var ætlað eins og sonun-
um að bera til grafar, en það gerði
Ingþór á vissan hátt samt, því að á
sjúkrabíl frá Selfossi flutti hann
kistu Þórðar til Víkur.
í hugum okkar var Ingþór einn
af fjölskyldunni. Hann var hýr og
hjartahreinn, og nutum við þess
oft gömlu hjónin þegar hann kom
í heimsókn eða hringdi.
I þessum fátæklegu orðum mín-
um get ég ekki sagt allt, sem mig
langar að segja, en hugsa því
meira og við Kristjönu langar mig
að segja, að hún er eftir sem áður
ein af okkur.
Hún átti mann, sem tókst að
koma sér upp fallegu einbýlishúsi
með fallegum garði. Það er líka
góð minning.
Ég sendi henni og dætrum
mínar fyllstu samúðarkveðjur, svo
og foreldrum Maríu og Guðlaugi,
og óska þeim öllum blessunar
Guðs.
Ingibjörg Sigurðardóttir
og fjöiskylda.
í dag er til moldar borinn
Ingþór Jóhann Guðlaugsson, lög-
regluþjónn á Selfossi.
Bilið er stutt milli feigðar og
fjörs, það þekkjum við lögreglu-
menn ýmsum betur. En þegar
góður vinur og félagi er í burtu
kallaður á svo sviplegan hátt í
blóma lífsins, verður manni orða
vant.
Ingþór fæddist í Vík í Mýrdal
hinn 9. október 1945, og var hann
því 35 ára er hann lést hinn 23.
júlí sl. af völdum slyss. Hann var
yngstur fimm barna hjónanna
Maríu Guðmundsdóttur og Guð-
laugs Jónssonar. Vegna veikinda
móður hans varð það að ráði að
honum var kornungum komið í
fóstur um nokkurt skeið til hjón-
anna Ingibjargar Sigurðardóttur
og Þórðar Stefánssonar í Vík, og
bar hann nafn þeirra beggja.
Hann bar mikinn kærleik til
Jakobína Thoraren-
sen - Minningarorð
Fædd 25. janúar 1905.
Dáin 23. júli 1981.
Jakobína Thorarensen, föður-
systir okkar, fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Thorarensen bæj-
arfógetaskrifari og kona hans,
Elín Elísabet Thorarensen. Hún
gekk í Menntaskólann í Reykjavík
og tók þaðan gagnfræðapróf. Síð-
an hóf hún nám hjá Guðrúnu
Benónýsdóttur, sem hafði skóla
hér í borg, bæði í saumaskap,
listsaumi og baldýringu. Hún varð
svo hjartfólgin Guðrúnu, að hún
tók hana alveg eins og dóttur sína
og reyndist henni vel t alla staði
og bjuggu þær saman meðan
Guðrún lifði, en eftir lát Guðrúnar
fluttist Jakobína aftur til móður
sinnar og bjuggu þær saman upp
frá því uns Elín lézt 1956.
Jakobína varð þekkt fyrir sínar
fögru baldýringar. Hún var talin
ein fremsta konan hér á landi í því
starfi. Þar fór saman hárnákvæm
vandvirkni, afburða smekkleg
vinna og listrænt yfirbragð. Hún
var því afar eftirsótt með þetta
starf og vann að því meðan
kraftar entust. Listsaumur henn-
ar prýðir margar konur hér í
landinu. Þegar við systurnar fór-
um fyrst að heimsækja frænku
okkar, eftir að við fluttum til
Reykjavíkur, þótti okkur gaman
að skoða hinar ýmsu gerðir af
upphlutsborðum, og hvað vinnan
var fín og yfirborðið slétt og
fallegt með þessum vandasama
gullþræði, sem festur var niður
með tvinna sitt hvoru megin, því
ekki mátti draga hann í gegnum
efnið. Og hinar margvíslegu teikn-
ingar á pergamentspappír, hvað
okkur þótti gaman að skoða þetta
og athuga, hvort ekki hefðu nú
nýjar teikningar bætzt við síðan
síðast. Listsaumur og baldýring
reyna mjög á augun, þegar um svo
hárnákvæma vinnu er að ræða, en
samt gat Bína frænka lesið gler-
augnalaust allt til hins síðasta og
hafði góða heyrn. Hún var mjög
elsk að börnum og oft vorum við
að leik í stóra garðinum að
Baldursgötu 32 með hópi af krökk-
um og frænda okkar Lárusi. Og
ekki var nú amalegt að koma inn
og fá að drekka hjá ömmu eftir öll
hlaupin.
Um tíma dvaldist Jakobína í
Kaupmannahöfn og hafði þar
nokkra dvöl og naut þar verunnar
í ríkum mæli. Meðan hún var ung
og hraust hafði hún mjög gaman
af leikfimi. Áhugamál hennar
voru andleg mál, músik og skáld-
skapur, og sjálf gat hún gert vísur.
Eftir lát móður sinnar einangr-
aðist hún meir frá umheiminum,
foreldra sinna og fósturforeldra
og ég heyrði hann oft minnast
þeirra með sérstakri virðingu.
Þegar fóstri hans var jarðsettur
sl. vor vildi svo til að Ingþór
veiktist og lá rúmfastur, og harm-
aði hann mjög að geta ekki verið
þar viðstaddur.
Árið 1967 steig hann heillaspor,
er hann gekk að eiga heitmey sína,
Kristjönu Sigmundsdóttur úr
Hveragerði. Þau eignuðust þrjár
dætur, Margréti sem er 14 ára,
íris 9 ára og Evu Maríu 6 ára. Þau
hjónin voru samhent og dugleg og
eignuðust glæsilegt heimili í húsi
sem þau byggðu að Vallholti 39.
Ég kynntist Ingþóri fljótlega
eftir að við fluttumst að Selfossi
um svipað leyti árið 1963. Hann
kom frá æskustöðvum sínum í Vík
til að læra trésmíði hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga. Hann lauk iðn-
skólaprófi árið 1967 og vann síðan
við smíðar hér á Selfossi þar til
hann gerðist lögreglumaður í Ár-
nessýslu í ársbyrjun 1973.
Það féll í minn hlut að leiða
hann fyrstu sporin í vandasömu
starfi lögreglumannsins. Síðan
höfum við ætíð verið saman á
vakt, þótt breytingar hafi orðið í
lögregluliðinu á ýmsan hátt. Ég á
því margar og kærar minningar
um hann sem vin og félaga í blíðu
og stríðu, og held ég að þar hafi
aldrei fallið skuggi á. Hann var
farsæll lögreglumaður og ætíð
reiðubúinn að gera hverjum
manni greiða. Sem betur fer er
mikið af starfi okkar lögregiu-
manna aðstoð við borgarana í
einhverri mynd, þótt oft verði að
hefta gjörðir þeirra. Það fór ekki á
milli mála að Ingþóri féll betur
aðstoðar- og líknarstarfið. En það
var gott að hafa hann sér við hlið
er til harðari aðgerða dró.
Það er tæpast að maður trúi því
að hann Ingþór eigi ekki eftir að
mæta á vaktina sína eins og
vanalega. Rólegur kom hann, al-
varlegur en hlýr. Myndarlegur
maður, handlaginn og traustur.
En Ingþór átti sínar unaðs-
stundir í faðmi samhentrar fjöl-
skyldu. Um það vitna húsið þeirra
og garðurinn blómlegi. Hann var
sjaldan aðgerðarlaus. Hann var
mjög góður iðnaðarmaður og eft-
irsóttur til smíðastarfa í frítíma
frá lögreglustarfinu. Hann var
fjölhæfur og lagtækur við hvert
það verk, er hann tók sér fyrir
hendur, enda var hann að vinna
við viðgerð á bíl er kallið kom.
Þá hafði hann hrifist af fluginu,
nýlega búinn að taka flugpróf og
eignast hlut í flugvél. Og sem
félagi í Flugklúbbi Selfoss átti
en hún var lítið fyrir að fara á
mannamót, og bar nú meira á
þessu eftir því sem árin liðu. Nú
bjó hún ein en hafði góða heilsu
þar til seinni árin, en þó sá hún
alltaf um sig sjálf til þess síðasta,
að heilsa hennar bilaði snögglega
og lézt hún á Landspítalanum 23.
júlí sl. Við, ættingjar hennar,
þökkum starfsfólki á 3D Landspít-
alans alla umönnun og hjúkrun
þann tíma, sem hún dvaldi þar,
svo og góðum nágrönnum.
Frænku okkar þökkum við allt,
sem hún gjörði okkur gott, fyrir
allar gjafirnar meðan við vorum
litlir óvitar og fyrir alla hennar
umhyggju fyrir okkur.
Guð blessi Jakobínu og varð-
veiti.
Elin og Hildur.