Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
45
Hugleiðing um peningamál og islenzka þjóðfélagið:
„Minn friður er á flótta“
Árni Helgason skrifar:
Hvernig á að stjórna þessu
blessaða þjóðfélagi, sagði vinur
minn einn við mig. Er það bar'-
hægt? Það má ekkert hækka cg
þó verður allt að hækka bara
eftir því hver á í hlut. Stjórnin
er skömmuð fyrir að leyfa hækk-
anir á þessu og þessu og líka
skömmuð fyrir að leyfa ekki
hækkanir. Svo koma þrýstihóp-
arnir. Félagasamtök með álykt-
anir. Hækkun leyfð þá er hróp-
að. Þarna sjáið þið. Allt hækkar.
Þetta er meiri ríkisstjórnin. Svo
ætlar ríkisstjórnin að sporna við
hækkunum næst. Annar tónn.
Enginn rekstrargrundvöllur, tap
og allt að fara á hausinn. Svo
byrja kauphækkunarkröfur.
Vottorð frá félagasamtökunum
eins og skæðadrífa. Jafnvel þeir
hæstlaunuðu veina og koma með
samanburð við fátæka fólkið,
allt í prósentvís, en tölur eru
góðar til allra hluta og með þeim
má gera svo margt. Enginn fær
nóg.
Friðarvinafélagið jafnvel
vaknar úr dvala og samþykkir
vítur á stjórnina með því að
greiða ekki háskólaborgurunum
meira. Og allt er notað í neyð-
inni til að fá meiri peninga út úr
þjóðfélaginu. Þá koma launþeg-
arnir, þeir lægst launuðu sýna
fórnarlund og gefa eftir. Þá er
hrópað um samningana í gildi.
Og þarna er tækifæri fyrir aðra
að koma inn í dæmið og ná þessu
sem hinir hafa gefið eftir. Svo
þarf varan að hækka. Þjónustan
þarf að hækka. Stjórnarvöldin
spyrna við. Þá bara grenjað
hærra. Það er ekki hægt að gera
út. Fiskverðið verður að hækka,
segja sjómenn og útgerðarmenn.
Nei, það þarf að lækka segja
þeir, sem verka fiskinn.
Árni Helgason.
Og svo komu skattarnir.
Margir sjómenn telja ekki borga
sig að vinna nema hluta ársins á
sjónum, kaupið fari allt í skatta
og þarf ekki sjómenn til. Fisk-
vinnslan á hvolf og svo ber
togaraútgerðin sig ekki, vantar
20% til eða meira allt eftir því
hvaða tökur eru notaðar, en þó
vilja allir fá togara þeir hafa
sjálfsagt ægilega gaman af að
reka með tapi. Fleiri skip inn í
landið, er eitt kjörorðið. Og þó er
alltaf verið að binda skipin við
bryggjur því afli sem veiða má
er takmarkaður. Svo er sagt.
Atvinnuleysi yfirvofandi, og svo
er líka sagt alltof lengi og alltof
mikið unnið. Talað um þrældóm
þrátt fyrir alla véltækni.
I opinberum rekstri er alltaf
heimtað að bætt sé við starfs-
mönnum. Það kemst enginn yfir
þetta sem er að gera. Allir á
spani og erfitt samt að hitta
menn á venjulegum tíma að
máli, allir á fundi, eða ekki á
fundi og blekiðjubáknið eykst og
ráðuneytunum hlýtur að fjölga.
Opinberir starfsmenn orðnir
fleiri en iðnaðarmenn, bændur
og sjómenn allt til samans og
vantar ennþá fleiri.
Kaup verður að hækka jafnvel
fóstrur, sem þekktust ekki þegar
ég var barn vilja hækkun, heim-
ilin taka undir því venjuleg
húsmóðir í dag hefir engan tíma
til að ala upp börnin, og svo
verður að semja því ekki geta
mæðurnar komið með börnin
grenjandi í vinnuna. í dag verða
að vera allt í allt 4—5 lögreglu-
menn í friðsömu plássi.
Minn friður er á flótta. Eng-
inn má vera að því að líta inn til
nábúans. Fyrirtækin tapa og
vilja koma tapinu yfir á ríkið,
jafnvel Sambandið getur ekki
rekið skóverslun og svo þarf það
að koma upp stórmarkaði til að
tapa ennþá meiru.
Og svona er þessi hringavit-
leysa að hún er ekki einu sinni
tölvutæk og maður spyr mann:
Hvar endar þetta?
Árni Helgason.
Gúanorokk — skallapopp:
Nei, ekki skallapoppið strákar
Kæri Velvakandi.
Ég vil hér í upphafi taka fram
að ég er ekki neinn sérstakur
aðdáandi Bubba eða þeirra
Utangarðsmanna. Uppáhalds-
hljómsveitin mín er Þursaflokk-
urinn en samt er ég ferlega
ánægður yfir hvað Bubbi og
Utangarðsmenn eru búnir að
gera mikið gott fyrir poppmús-
íkina hér á Islandi — alveg
burtséð frá því hvað mér finnst
um gúanórokkið þeirra.
Útaf þessu stend ég alveg
hiklaust með Utangarðs-
mönnum þegar verið er að
skammast út í þá af gömlum
skallapoppurum — eins og þeg-
ar Brimkló segir í viðtalinu: „Nú
er það skallapoppið strákar" í
síðasta helgarblaði Tímans, að
núorðið gæfu allir skít í Utan-
garðsmenn þó þeim hafi verið
hampað í byrjun.
Ferlega hljóta þeir í Brimkló
að vera afbrýðisamir og spældir
út í Utangarðsmenn — því eins
og allir vita eru Utangarðsmenn
langvinsælasta hljómsveitin á
íslandi og þeir hafa aldrei verið
vinsælli en einmitt núna. Og þó
að menn eins og til dæmis ég
séu ekkert ægilega spenntir
fyrir gúanórokki þá er gúanó-
rokkið a.m.k. hundrað sinnum
skárra en skallapoppið. Þess
vegna hafa þeir í Brimkló engin
efni á að rífa sig út í Utan-
garðsmenn.
Haraldur Sigurðsson
myndsegulband
Leiga
Leigjum út SHARP
myndsegulbönd
ásamt tökuvélum
HVERFISGOTU 103 SIMI 25725
SUMARBUXUR
.... úr léttum bómullarefnum (canvas).
Ljósir og dökkir litir. Belti í stíl.
BANKASTRÆTI 7 • AÐALSTRÆTI4