Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
3
Karf aveiðar gætu
orðið óarðbærar
um langt árabil
- Verði ekki dregið úr sókninni í karfastofn-
inn, segir Jakob Magnússon fiskifræðingur
„VIÐ HÖFUM áhyKKjur af því að sóknin í karfastofninn sé allt of
mikil. og þessi mikla veiði getur hæKlega orðið til þess að gera
karfaveiðar með öllu óarðbærar um langan tíma,“ sagði Jakob
Magnússon fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni í samtali við
Morgunblaðið í gær, er hann var inntur eftir áliti fiskifræðinga á
veiðiþoli karfastofnsins i Norður-Atlantshafi. En sem kunnugt er hafa
íslensk fiskiskip sífellt farið meira og meira á karfaveiðar síðari ár,
vegna takmarkana á þorskveiðum. Til að beina fiskiskipaflotanum á
karfaveiðar er meðal annars greidd 25% verðuppbót á karfaafla
hérlendis.
Jakob Magnússon fiskifræðing-
ur sagði í gær, að veitt væri mun
meira af karfa en fiskifræðingar
hefðu lagt til. Sem dæmi um það
sagði hann, að Alþjóða hafrann-
sóknastofnunin hefði lagt til að á
árinu 1980 yrðu veidd um 70
þúsund tonn af karfa við ísland,
Austur-Grænland og Færeyjar.
Reyndin varð þó sú, aö alls voru
veidd 114 þúsund tonn. Þar af voru
veidd 68J)úsund tonn af Islending-
um við Island, og auk þess komu
útlendingar hér við sögu, þannig
að við Island voru dregin úr sjó
um 71 þúsund tonn af karfa. Fyrir
árið 1980 höfðu íslenskir fiski-
fræðingar á hinn bóginn lagt til að
við ísland yrðu aðeins veidd 50 til
60 þúsund tonn.
I ár sagði Jakob að lagt hefði
verið til að veidd yrðu 65 þúsund
tonn af karfa við ísland, en ljóst
væri að aflamagn færi langt fram
úr þeirri tölu. Þegar í lok júlí hefði
verið búið að veiða um 60 þúsund
tonn, og ef aðeins væri miðað við
árið í fyrra, þegar um 40 þúsund
tonn höfðu veiðst í lok júlí, yrði
aflinn 80 til 90 þúsund tonn í ár,
og ekki ósennilegt að sú tala
hækki talsvert. í ár hefðu fiski-
fræðingar lagt til að aflinn á öllu
svæðinu, það er við ísland, Fær-
eyjar og Austur-Grænland, yrði
85 þúsund tonn, en útlit væri sem
sagt fyrir að íslendingar einir
veiddu það magn.
Að sögn Jakobs er ekki ástæða
til að vera með neinar hrakspár
um karfastofninn, og varla væri
hætta á að stofninn hryndi, eins
og gæti gerst með uppsjávarfiska.
Hömlur á þorskveiðum hefðu það
hins vegar í för með sér að sóknin
í karfann væri meiri en góðu hófi
gegnd'. og yrði í því sambandi að
hafa í huga, að karfinn væri fyrst
kominn í veiði 12 til 13 ára gamall,
og kynþroska yrði hann fyrst 14 til
16 ára. Langan tíma tæki því fyrir
stofninn að jafna sig á ný af
ofveiði. Þótt ekki væri talin hætta
á útrýmingu stofnsins, væri á
hinn bóginn sú hætta fyrir hendi
að ofveiði gerði karfaveiðar með
öllu óarðbærar um langt árabil.
Sannleikurinn væri sá, sagði Jak-
ob, að of mikið hefði verið veitt af
karfa síðastliðinn hálfan annan
áratug, og fiskifræðingar hefðu
áhyggjur af þróuninni. Sagði hann
fiskifræðinga hafa kynnt stjórn-
völdum þessi mál, en ekki hefði
verið tekið tillit til þeirra. „Við
höfum bent á þessa hættu," sagði
Jakob Magnússon fiskifræðingur
að lokum, „og einnig það, að
hættan er enn meiri vegna þess að
við vitum ekki hvað aðrir munu
veiða á þessu hafsvæði. Við verð-
um að gæta okkar í þessu efni, eigi
ekki illa að fara, en það gerir það
með sama áframhaldi."
Mynd eftir Asgrím
slegin á 30.000-
- á listmunauppboði á Hótel Sögu í fyrrakvöld
VATNSLITAMYND eítir Ásgrím Jónsson, sem heitir Or
Vatnagörðum var í fyrrakvöld slegin á 30.000- krónur á
listmunauppboði, sem haldið var að Hótel Sögu, en uppboðs-
haldari var Kagnar Borg.
Að sögn Guðmundar
Axelssonar sem stóð að upp-
boðinu var þetta langdýrasta
myndin á uppboðinu, sem ann-
ars var fremur dræmt. Lit-
hographía eftir Salvador Dali
var slegin á 5.000- krónur.
Vatnslitamyndin Hlöðutún frá
árinu 1920 eftir Snorra Arin-
bjarnar fór á 16.000.- krónur.
Svartkrítarmynd eftir Guð-
mund Thorsteinsson eða Mugg
var slegin á 9.000.-, heitir
verkið Tveir trúðar. Mynd-
verkið Herðubreið frá 1942
eftir Guðmund Einarsson frá
Miðdal fór einnig á 9.000.-.
Hér er um að ræða verk, sem
unnið er á olíu og striga. Lítil
mynd eftir Jóhannes Kjarval,
sem er blýantsteikning og
heitir Skip fór á 8.500.-. Mynd-
in er frá 1906. Önnur mynd
eftir Kjarval sem heitir Frá
Seyðisfirði og er vatnslita-
mynd fór á 6.500.-. Mynd eftir
Kára Eiríksson, sem unnin er
á olíu og striga, frá 1974, og
heitir Litur lífsins fór á
7.000.-. Á uppboðinu voru seld-
ar 8 myndir eftir Pétur Frið-
rik og fóru þær á frá 1.700.-
7.000.-. Sú sem var dýrust
heitir Hrafnabjörg og er mál-
uð á olíu og striga. Rauðkrít-
armynd eftir Alfreð Flóka,
sem heitir Kona, fór á 6.000.-.
Vatnslitamynd eftir Eirík
Smith, sem heitir Hrafna-
björg, fór á 2.600.-.
Stuggað við fuglum á Reykjavikurflugvelli. Fuglarnir hefja
slökkviliðsmanna, sem sjást neðarlega og til hægri á myndinni.
Ljósm. Mhl. Kristján.
sig til flugs eftir púðurskot
Stuggaö við mglum á
Reykjavíkurflugvelli
FUGLAR eru oft til vandræða
við flugvelli. því það getur haft
alvarlegar afleiðingar ef þeir
verða fyrir flugvélum i flugtaki
eða lendingu. eða ef þeir sogast
inn í hreyfla. Af þessum sökum
verður oft að stugga við fuglum
á flugbrautum eða i grennd
þeirra.
Morgunblaðsmenn fylgdust
með í gær er slökkviliðsmenn af
Reykjavíkurflugvelli voru að
stugga við gríðarmiklu fuglageri
er sat á norðurenda flugbrautar
02, er liggur frá suðri til norðurs.
Hundruð fugla sátu á brautar-
endanum og kipptu þeir sér vart
upp þótt kennsluflugvélar væru í
lendingaræfingum, en hætta var
alltaf fyrir hendi að þeir færu af
stað og flygju í veg fyrir flugvél-
ar sem færu um völlinn.
Slökkviliðsmenn óku að fugla-
gerinu, og hleyptu af púðurskoti.
Lyfti fuglagerið sér af brautinni,
fór þó ekki langt, settist að
vörmu spori innar á brautinni.
Var annaö púðurskot látið dynja
og dugði það, í bili a.m.k., því
fuglarnir tvístruðust í ýmsar
áttir.
„Það gerist oft að við þurfum
að hafa afskipti af fuglum á
flugbrautunum. Þeir eru til mik-
illa vandræða og stórhættulegir
allri flugumferð. Það kemur
fyrir á ári hverju að þeir fljúga á
fbigvélar einkum í myrkri og
fara í hreyflana. Það getur haft
alvarlegar afleiðingar í för með
sér.
Það er mjög mikið um að
fuglar setjist á brautarendana,
hvers vegna vitum við ekki, en
þetta vandamál hefur verið við-
loðandi í áratugi, og er ástandið
hvorki betra né verra nú,“ sagði
talsmaður slökkviliðsins á
Reykjavíkurflugvelli.
Hann sagði, að slökkviliðs-
menn beittu öllum ráðum til að
stugga við fuglunum, m.a. væru
notaðar ýmiss konar vælur, en
púðurskotin reyndust einna bezt.
Skothvellurinn fældi fuglana
helzt.
||Wf
Ljóvsm. Mbl. Kristján.
Fuglager hefur sig til flugs af einni flugbraut Reykjavikurflugvallar. Hér er aðeins hluti fuglanna.
sem sátu á brautarendanum í þetta skiptið.
ísafjörður:
Óvenjulangur harðindakafli
ísafirði. 11. september.
ÓVENJULANGUR harðindakafli hefur gengið yfir Vestfirðinga
þessa viku. Engar flugsamgöngur voru á sunnudegi til föstudags.
Engin dagblöð og enginn póstur nema hvað lítilsháttar bögglapóst-
ur kom með m/s Vela í gær, fimmtudag.
Veðrabrigðin voru mjög snögg Síðan hefur verið stöðugur storm-
hér á ísafirði. Isfirskir knatt-
spyrnumenn innsigluðu inngöngu
sína í fyrstu deild með sigri yfir
Haukum í síðasta heimaleik sín-
um í sumar í ágætisveðri sl.
laugardag. En klukkustund síðar
var komið norðaustan hvassviðri
með mikilli úrkomu, slyddu í
byggð og snjókomu til fjalla.
ur og slagviðri.
Landmenn á línubátunum Orra
og Víkingi III beittu fyrstu setn-
inguna sl. mánudag en þær lóðir
hafa enn ekki komist í sjó.
Þorskafjarðarheiði lokaðist en
var opnuð aftur á föstudag. Breið-
dalsheiði lokaðist einnig, en í gær
var bílalest úr Reykjavík hjálpað
yfir heiðina sem lokaðist strax
aftur. í dag, föstudag, er verið að
opna heiðina á ný. Vegurinn um
Súðavíkurhlíð tepptist vegna
aurskriðna og sömu sögu er að
segja um veginn um Óshlíð, en
báðar leiðirnar voru opnaðar aftur
í dag, föstudag. Djúpbáturinn
Fagranes hafði auglýst berjaferð í
Veiðileysufjörð sl. sunnudag, en
nóttina áður snjóaði þar svo
ekkert varð af ferðinni.
Ekki er vitað um skemmdir á
mannvirkjum svo teljandi séu, þó
hefur einhvers staðar komist vatn
í kjallara húsa. Vatn komst í
símastrenginn inn á flugvöll og
hefur verið símasambandslaust
við flugvöllinn í allan dag. Síma-
þjónusta Flugleiða við farþega
hefur farið fram um bráðabirgða-
síma á símstöðinni á Isafirði.
í dag er áætlað að fljúga fjórar
ferðir milli Isafjarðar og Reykja-
víkur og verður þá væntanlega
fluttir um 350 farþegar. Allur
póstur og öll blöð hafa verið flutt
hingað, þegar þetta er skrifað, en
von er á síðustu flugvélinnni um
kvöldmatarleytið. Úlfar.