Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 8

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Bátatrygging Breiðaf jarðar: Hermann Hjartarson kjörinn formaður Stykkishólmi. 6. scpt. AÐALFUNDUR BátatryKKÍnAr Breiðafjarðar var haldinn i Stykkishólmi 5. þ.m. Árið 1980 var 42. starfsár tryjíííinKarinnar en hún hefir veitt ómælda þjón- ustu bátaflotanum við Breiða- fjörð. Á árinu voru 52 bátar í trygKÍngu hjá félaninu og virtir á skr. 5.346.351.000 ox af þessari upphæð var endurtrygKt hjá Samábyrj;ð íslands 96,44%. ÁlöKð iðjrjöld voru á árinu kr. 274.845.504. Tilkynnt tjón voru 45 og var stærsta tjónið er m.b. Svanur SH 111 brann í fyrra í Stykkishólms- höfn. Helstu tjón voru: veiðarfæri í skrúfu 16, tjón við bryggju 10, vélarbilun 5, árekstrar 4, brunar 3 og önnur tjón 7. Tap varð á rekstri ársins kr. 184.746 og var ákveðið að greiða það úr sjóði félagsins. Víglundur Jónsson útgm. Ólafs- vík sem undanfarin ár hefur verið formaður stjórnar og áður lengi í stjórn gaf ekki kost á sér lengur og var honum þökkuð löng og góð þjónusta. í stað hans var kjörinn Hermann Hjartarson framkv.stj. Ólafsvík og til vara Kristján Guðmundsson útgm. Rifi. Einnig gekk Ingvar Ragnarsson Stykkis- hólmi úr stjórn. Stjórn skipa nú Soffanias Ces- ilsson, Hermann Hjartarson og Kristján Lárentsinusson. Fram- kvæmdastjóri er Gissur Tryggva- son Stykkishólmi. 6.9.1981. Fréttaritari. Ný efld Félagsstofnun stúdenta: Tónleikahald í september NÝ EFLD Félagsstofnun stúd- enta, NEFS, hefur nú starfsemi sína og er ætlunin að hún auðgi á sem áhrifamestan hátt hið vaxandi tónlistarlíf hér í land- Leiðrétting um loðdýrabú I greinarkorni eftir undirritað- an, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, (10. sept.) eru tvær prentvill- ur, sem breyta máli. — Þar stendur, að sennilega hafi loð- dýrabúið hjá Svignaskarði verið siðasta loðdýrabúið hér á landi — en á að vera stærsta loðdýrabúið hér á landi. Viðvíkjandi platínurefum í Ljárskógum stendur: í Ljárskóg- um voru seinast allir platínurefir, en á að vera seinast aldir (sbr. refaeldi) platínurefir. — Óskast vinsamlegast leiðrétt, þó varla skipti máli. 11. september 1981, Ásgeir Þ. ólafsson. inu. Hefur verið reynt að bæta þeirri þörf sem myndazt hefur fyrir samkomustað þar sem fólk getur notið islenzkrar tónlistar i þægilegu umhverfi. Hafa verið gerðar úrbætur á húsnæðinu sem miða að því að bæta hljómburð og er ætlunin að halda úrbótum áfram. Starfsemi og stofnun NEFS varð möguleg vegna sameigin- legs átaks SÁTT, Jazzvakningar og Félagsstofnunar stúdenta, og er hér um einskonar tilrauna- starf að ræða. Stefnt verður að því að birta með nokkrum fyrir- vara þá dagskrá sem boðið verður uppá hverju sinni. I september leika eftirtaldar hljómsveitir: 11.09., Jakob Magnússon og Alan Howarth; 12.09., Þeyr og Tappi Tíkarrass; 13.09., Jakob Magnússon; 18.09., Purkur Pillnikk og Q4U; 19.09., Þursaflokkurinn; 25.09., Þursa- flokkurinn og 26.09., Box og Fræbbblarnir. (Úr fréttatilkynningu) Atriði úr leikritinu „Jói“ eftir Kjartan Ragnarsson. Fyrsta frumsýning leikársins í Iðnó Jói - eftir Kjartan Ragnarsson Á laugardagskvöldið er fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavikur. Þá verður frumflutt nýtt islenskt leikrit, JÓI, eftir Kjartan Ragn- arsson. Leikmynd gerir Stein- þór Sigurðsson, Daniel Willi- amsson annast lýsingu, aðstoð- arleikstjóri er Ásdís Skúladótt- ir en höfundur sjálfur er leik- stjóri. JÓI fjallar um mál, sem segja má að séu í brennidepli á alþjóðaári fatlaðra, því að Jói er andlega fatlaður piltur, sem þarf á sérstakri umönnun að halda. Leikritið lýsir vanda þeim, sem upp kemur í fjölskyldu Jóa, þegar móðir hans, sem hefur annast hann, fellur frá. En leikritið fjallar ekki síður um sambúð ungs fólks á tímum jafnréttis og kvenfrelsis. Jói flyst í fyrstu heim til systur sinnar, Lóu, sem er félagssál- fræðingur, og manns hennar, Dóra, sem er myndlistarmaður. Með hlutverk Lóu og Dóra fara Hanna Maria Karlsdóttir og Sigurður Karlsson. Með hlut- verk Jóa fer Jóhann Sigurðsson, og er þetta fyrsta hlutverk hans hjá Leikfélaginu, en hann lauk prófi frá Leiklistarskóla íslands sl. vor. Aðrir leikendur eru Guðmund- ur Pálsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Elfa Gísladóttir (en þetta er einnig frumraun hennar hjá Leikfélaginu) og Jón Hjart- arson. JÓI er sjöunda leikrit Kjart- ans Ragnarssonar og fjórða verk hans sem Leikfélag Reykjavíkur tekurtil sýningar. Fyrri verk hans hér, SAUMASTOFAN (1975), BLESSAÐ BARNALÁN (1977) og OFVITINN (1979) hafa öll komist í röð mest leiknu verka, sem Leikfélagið hefur sýnt. Hin leikrit Kjartans eru TÝNDA TESKEIÐIN, sýnd í Þjóðleikhúsinu 1977, SNJÓR, sýnt þar 1980 og PEÝSUFATA- DAGURINN 1937, sem Nem- endaleikhúsið sýndi sl. vetur. Frumsýningin á JÖA er, sem fyrr sagði, á laugardagskvöldið og er þegar uppselt á hana. 2. sýning verður á sunnudags- kvöldið og 3. sýning á miðviku- dagskvöld. Benda má á, að enn stendur yfir sala á aðgangskortum Leik- félagsins, en þau gilda á fimm nýjar frumsýningar leikársins og kosta kr. 300. Geta leikhús- gestir þar keypt sér ákveðin sæti á sýningar þessara fimm verk- efna, sem eru auk Jóa: YMJA ÁLMVIÐIR eftir Eugene O’Neill, SALKA VALKA eftir Halldór Laxness, HASSIÐ HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo og nýtt írskt leikrit, sem auglýst verður síðar. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON í sýningarsalnum Djúpinu við Hafnarstræti getur þessa dagana og fram til 23. mánað- arins að líta 27 pennateikn- ingar eftir Hreggvið Her- mannsson. Þetta er ungur Teikningar Hreggviðs Hermannssonar maður, liðlega þrítugur að aldri og með öllu ókunnur í reykvísku myndlistarlífi þrátt fyrir að hann hafi haldið sex einkasýningar áður, fjórar í Árnessýslu og tvær í Nýja Galleríinu í Reykjavík. Rámar undirritaðan að hafa séð eina sýningu hans i N.G. og að þar hafi mestmegnis verið um að ræða myndir óþroskaðs hug- arflugs þar sem rýr kunnátta í undirstöðulögmálum teikni- listarinnar bar viljann ofur- liði. Teikningar Hreggviðs í Djúpinu renna stoðum að lít- illi skólun í teiknilistinni en þær eru ótrúlega miklu betri en myndirnar í Nýja Gallerí- inu og í sumum þeirra hefur honum tekist að ná fram samræmi í heildaruppbygg- ingu mynda. Ég skilgreini það þannig að minna beri á því að ólíkir eðlisþættir teikningar- innar togist á og að fram komi í myndum eins konar boð- flennur í lokað einkasam- kvæmi, — öllum til lítillar skemmtunar. Já, einhvernveg- inn verður að útskýra hlutina til að þeir skiljist venjulegu fólki. — Hreggviður er á stundum nokkuð „erótískur" í myndum sínum en langt frá því að vera sérlega grófur og í þeim myndum nýtur hann sín einna best (myndir nr. 4, 5 og 14). En hrifmestar þykja mér myndirnar „Kynslóðabil" (9, 10 og 12) en síðasttalda mynd- in er máski hápunktur sýn- ingarinnar vegna heildar- samræmis. Haldi Hreggviður áfram á sömu braut og einangri sig við teikninguna má vel ætla að frá hendi hans eigi eftir að sjá drjúgum merkilegri hlutir í framtíðinni. * Sjómannafélag Reykjavíkur: Ilarmar að atviimufyrir tæki flytji frá borginni SAMÞYKKT var á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var 31. ágúst sl„ tillaga þar sem hörmuð er öfug- þróun í atvinnumálum borgar- innar. Skorað var á borgaryfir- völd að koma upp flotkvf á hafnarsvæðinu fyrir stærri skip, til botnhreinsunar og viðgerða. Þá var og samþykkt tillaga, þar sem fagnað er ákvúrðun hafnar- stjórnar um að komið verði á fót nýtisku skipaviðgerðarstoð i Reykjavik. Tillögurnar eru svo- hljóðandi: „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 25. ágúst 1977 harmar öfugþróun sem nú er orðin áberandi, að gróin atvinnu- fyrirtæki með hundruðum manna i vinnu, flytja frá Reykjavík í önnur sveitarfélög. Til að tryggja betur vinnu verkamanna, iðnaðarmanna og viðkomandi fyrirtækja í Reykja- vík, spara gjaldeyri og fjölga dvalardögum sjómanna í heima- höfn, skorar fundurinn á borgar- yfirvöld að stuðla ötullega að því, að á hafnarsvæðinu verði komið upp flotkví fyrir hin stærri skip til botnhreinsunar og viðgerða. Þá skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins að taka upp baráttu fyrir því að Reykjavíkur- borg njóti sem aðrir hafnarbæir opinberra framlaga til hafnar- gerða og hafnarbóta." „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 31. ágúst 1981 fagnar þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið af hafnarstjórn um að komið verði á fót nýtísku- legri skipaviðgerðarstöð í Reykja- vík og bendir í því sambandi á frekari tillögur frá aðalfundi fé- lagsins 1977 varðandi atvinnumál í Reykjavík." Síldarsöltun í Borgarf. eystra í BORGARFIRÐI eystra hafa menn unnið að kappi að undir- búningi síldarvertíðar. Saltað verður í húsnæði þar sem söltun- arstöðin Borg var og komið hefur vcrið upp búnaði þar, sem Kaup- félag Héraðsbúa átti að hluta síðan saltað var á Reyðarfirði á þess vegum. í tengslum við söltunina er ætlunin að vinna meltu úr úr- ganginum og nýta til þess tanka sildarbræðslunnar, en Kaupfélag Héraðsbúa keypti hana fyrir nokkrum árum, og er fyrirhugað að nota húsnseði sildarbræðslunn- ar sem lagerhúsnæði fyrir síld- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.