Morgunblaðið - 12.09.1981, Page 12

Morgunblaðið - 12.09.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Gunnar GuÖbjartsson gaí ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Stéttarsambands bænda á aðalfundi þess að Laugum í Reykjadal nú fyrir helgi. Hann var formaður sambandsins í 18 ár eða frá 1963. Gunnar er fæddur 1917 á Hjarðarfelli, Miklaholtshreppi í Ilnappadalssýslu. Hann brautskráðist frá Laugarvatnsskóla 1938 og frá bændaskólanum á Hvanneyri ári síðar. Þá ætlaði hann að halda út til frekari menntunar en stríðið gerði þær fyrirætlanir að engu. Hann vann á búi foreldra sinna til '42 en keypti þá hálfa jörðina Hjarðarfell. Gunnar hefur starfað æði mikið í ýmsum samtökum og félögum á vegum bænda og hefur hann verið fulltrúi á þingum Stéttarsambandsins frá 1945. Morgunblaðið náði tali af Gunnari og innti hann fyrst eftir því hvers vegna hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður Stéttarsambands bænda. Gunnar Guðbjartsson. „Nýir menn með ferskar hugsjónir og óþreyttir eru nauðsynlegir.“ L)0*mynd Mbi RAX af sér skóinn og honum í púltið“ „Ég er nú,“ sagði Gunnar, „bú- inn að vera í 18 ár formaður þessa sambands og ég tel mig vera búinn að gera skyldu mína við þessi samtök. Það er ekki nauðsyn að ég sé lengur í þessu starfi enda þarf að endurnýja formennskuna og fá nýtt blóð í samtökin. Nýir menn með ferskar hugsjónir og óþreytt- ir eru nauðsynlegir. Þetta hefur verið svo mikið starf upp á síðkastið, ábyrgðarmikið og slít- andi. Það eru fundir alla daga og allan tímann og maður er ekki mikið með fjölskyldunni. Það er kánnski mest þreytandi af þessu öllu. Vegna þessa starfs hef ég verið meira og minna i burtu frá mínu búi. Fjölskyldan hefur sinnt búskapnum og tveir elstu synir mínir hafa hætt námi til að geta sinnt honum." Hverjar eru helstu breytingarn- ar sem átt hafa sér stað í landbúnaðinum frá því þú tókst við formennsku Stéttarsambands- ins? Holmingi færra fólk fram- leiðir hclmingi meira „Þegar ég byrjaði var lítið flutt út af landbúnaðarvörum. Véla- búnaður var lítill og ófullkominn og byggingar á jörðunum fáar og smáar. Þá var ekki verið að berjast út af markaðsmálum og barði litlar áhyggjur voru hafðar af sölu afurðanna. Þá voru bændur hvatt- ir til að framleiða eins og þeir gátu og stækka bú sín. Það var ekki rafmagn nema á örfáum bæjum í þá daga en svo þegar það loks kom á í öllum sveitum olli það byltingu. Þá fóru menn að kæla mjólkina í rafkæl- um og við það geymdist hún mun betur og lengur, en áður höfðu bændur alltaf geymt mjólkina í bæjarlæknum eða vatni. Þá var brúsunum alltaf ekið út á þjóðveg og þeir síðan þvegnir heima við misjafnar aðstæður. Með raf- magninu varð bylting í mjólkur- framleiðslu. Núna snúast mestu áhyggjurnar um offramleiðslu á landbúnaðarvörum, sem er nátt- úrulega ekkert annað en verðbólgufyrirbæri. Það hefur orðið gjörbylting á því ástandi sem var fyrir 18 árum. Þá var varla hægt að anna eftirspurninni en nú er offramboð á þessum vörum. Þá voru ekki mjólkursamlög í nærri öllum héruðum landsins, en sumstaðar var mjólkin seld beint til neytandans frá bóndanum. Það hafa orðið geysilegar breytingar og umbætur á þessum árum. Helmingi færra fólk framleiðir nú helmingi meira magn af búvörum en áður. Ræktunin er einnig orðin mikið meiri og allt önnur vinnu- brögð eru nú notuð við heyskap- inn. Öll venjuleg landbúnaðarstörf eru unnin með öðrum hætti en áður var. Merkilegasta félagslega átakið Rætt við Gunn- ar Guðbjarts- son fráfarandi formann Stétt- arsambands bænda var stofnun lífeyrissjóðs bænda 1970 og svo þegar afleysingarþjón- ustunni var komið á fyrir tveimur árum.“ Það er oft sagt að landbúnaður- inn sé baggi á þjóðfélaginu. „Bændur geta sagt að ríkis- starfsmenn séu baggi á þjóðfélag- inu. Bændur geta sagt að útgerðin og sjávarútvegurinn sé baggi á þjóðfélaginu. Það er hægt að slá svona löguðu fram án nokkurs rökstuðnings um hvaða atvinnu- veg sem er í landinu." Síðasti aðalfundur þinn hjá Stéttarsambandi bænda, hvernig lagðist hann í þig? „Fundurinn var með rólegasta móti enda átti ég ekki von á öðru. Skynsemi og hófsemi ríkti á hon- um. Maður hefur mætt á marga fundi hjá bændum og oft hafa þeir verið líflegri. Það var til dæmis vorið 1966 sem ég kom á fund austur á Selfossi og þar logaði í öllum reiðin og rifist var langt fram á nótt. Þá var verið að ræða fyrstu afleiðingar þess að þurfa að taka af bændum verðjöfnunar- gjald til að standa undir lækkun á smjörverði. Bændum fannst að rikið ætti að borga þessa verð- lækkun en ekki þeir.“ Lifir ekki af að horfa á Eiríksjökul „Á einum fundi á Vesturlandi var ég að flytja mín lokaorð og var að þakka fyrir fundinn og sagði að landbúnaðurinn ætti sína framtíð. Það væri nóg að líta bara kringum sig á náttúruna og ég sagði eitthvað sem svo að menn gætu bara virt fyrir sér fegurð Eiríks- jökuls til að sannfærast um ágæti iandsins. Þá kallaði einhver utan úr sal: „Maður lifir nú ekki á því að horfa á Eiríksjökul allan dag- inn.“ Mér varð að orði að það þyrfti að líta á aðrar hliðar á málunum en þær dökku. Þetta hefur sennilega verið maður sem hugsaði ekki um annað en verð- lagsmál og peninga. Svo er mér alltaf í fersku minni stofnfundur samtakanna árið 1945. Þá þegar risu upp miklar deilur um fyrirkomulag og stöðu samtakanna. Það voru miklar deilur um hvort ætti ekki að stofna sjálfstæð bændafélög en ekki samtök sem byggðu á búnað- arfélögunum. Menn vildu stofna önnur félög sem yrðu undirstaða Stéttarsambandsins en aðrir vildu hafa Stéttarsambandið aðeins á stofnfundinum með samkomulagi um allsherjaratkvæðagreiðslu. Hvorugur sigraði. Stéttarsam- bandið var byggt á búnaðarfélög- unum sem grunneiningu, en hins vegar starfar það sjálfstætt, óháð búnaðarfélögunum. Fundurinn á Eiðum var einnig merkilegur og hávaðasamur. Hann var haldinn haustið 1977. Þá var deilt hvað harðast um ráðstaf- anir á þeim hlutum sem nú er verið að framkvæma um takmörk- un á framleiðslu á landbúnaðar- vörum, kvótakerfið og kjarnfóð- urgjaldið, um það hvort þær ráðstafanir ættu nokkurn rétt á sér. Svo var það fundurinn á Hótel Sögu sextíu og fimm eða sex. Þá var sem mest deilt um það hvernig haldið skyldi á verðlagsmálum. Þegar líða tók á fundinn reis upp Ingvar Guðjónsson bóndi í Dölum öskuvondur. Hann stóð upp í pontu og þegar hann hafði rætt sína skoðun á málinu þóttist hann ekki hafa fengið nógu góðar undir- tektir, tók því af sér annan skóinn og lamdi honum í púltið til að undirstrika það sem hann var að segja." Hefur hugsunarhátturinn hjá bændum breyst frá því sem áður var? „Já það hefur hann gert. Hér áður fyrr var það ríkjandi hugsun- arháttur meðal bænda að ríkið ætti að bera allan kostnað af þeirra tapi og söluerfiðleikum. Það hefur verið mesta vandamál að fá bændur ofan af þessu. Ríkið hefur aldrei ábyrgst að bændur fái meira en 10 prósent af því sem svarar heildarverðmæti útflutn- ingsbótaréttar. Nú eru menn al- mennt búnir að átta sig á þessu." Það var mikið um það rætt á aðalfundinum að leita þyrfti nýrra markaða og leiða. „Það er nokkur von til þess að hægt sé að koma einhverju magni af kjötafurðum inn á Bandaríkja- markað. Þar gildir það mest að auglýsa og það þarf fé til að auglýsingarnar nái til fólksins. Það þarf að beita geysilegri augl- ýsingatækni og við erum búnir að ná sambandi við menn sem þekkja þarna til og fara af stað með auglýsingaherferð núna næstu vikur.“ Stöndum traustum fótum miðað við Norðurlöndin „Okkar kjöt er öðruvísi en það kjöt sem nú er á markaðinum í Bandaríkjunum. Það er ekki eins feitt. Hingað til lands komu tveir menn frá Ameríku til að líta á okkar framleiðslu og sögðu þeir að okkar kjöt væri miklu megurra en gengur og gerist þarna vestur frá. Við héldum að þróunin væri sú að hafa kjötið sem megurst en svo virðist ekki vera. Það virðist gilda umfram allt annað að það sé feitt enda er allt fé í Bandaríkjunum fitað geysilega áður en því er slátrað. Þetta gerir okkur svolítið erfitt um vik. Við höfum ekki útflutningsleyfi frá þeim slátur- húsum þar sem féð er sem feitast og vænst. Það er í Strandasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Þar höf- um við ekki útflutningsleyfi fyrir þennan markað. Svo eru líka Bandaríkjamenn strangir hvað varðar allt heilbrigðiseftirlit og það eru ekki nema þessi nýju stóru hús sem hafa aðstöðu til að mæta þeirra kröfum í því efni.“ Þú nefndir í þínum lokaorðum á aðalfundinum nokkur ráð til að auka fóðuröflun í landinu. „Að mínu mati er alltaf þýð- ingarmest að tryggja fóðuröflun- ina og reyna að koma í veg fyrir kal. Það er fyrst og fremst að reyna að fá hingað til lands frostþolna grasstofna frá Kanada eða Álaska. Það má huga betur að fóðurverkun og bæta súgþurrkun og auka votheysgerð þar sem er votviðrasamt. Það þarf að ná heyjinu inn óskemmdu. Sumir hafa nú náð inn öllu sínu í hlöður en aðrir eiga mikið hey úti og úr þessu þarf að bæta. Það eru bændurnir sjálfir sem þurfa að gera verulegt átak í þessum efn- um. Mjólkurframleiðslan er komin í það horf að hún er hæfileg til að anna innlendri eftirspurn. Það er nauðsynlegt að jafna framleiðsl- una meira milli sumars og vetrar. Það þyrfti að auka haust- og vetrarmjólkina og minnka að sama skapi sumarmjólkina. Færa framleiösluna þannig til. Þetta er náttúrufyrirbæri tengt gróður- komunni en það mætti skipuleggja sæðingu þannig að kýrnar beri meira á veturna." Framtíð landbúnaðarins? „Framtíðin ræðst afskaplega mikið af markaðsþróuninni. Það er víða í heiminum sem vantar mat og því ættu ekki að vera vandamál hjá þeim sem framleiða hann. Það er líka spurningin um skipulag í markaðsmálum hvernig til tekst með landbúnaðinn. Aug- lýsingar og kynningarstarfsemi er það sem þarf í meiri mæli en verið hefur. Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin stöndum við mjög traustum fótum. Danir og Svíar kvarta um harðnandi sam- keppni og í samanburði við þá til dæmis stöndum við vel að vígi.“ Hvað viltu segja þeim er tók við af þér í formennskunni? „Ég óska honum alls velfarnað- ar í starfi og vona að hann nái meiri og stærri áföngum í félags- legum aðgerðum ýmsum. Ég sný mér af meiri krafti að Fram- leiðsluráði landbúnaðarins þar sem ég er framkvæmdastjóri. Ég á ekki von á að geta snúið mér að búinu úr þessu. Ég hef ekki orku í það lengur." — ai

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.