Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 fHargtniÞlftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Valur Arnþórsson og Karvel Pálmason I viðtali, sem Morgunblaðið átti við Val Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóra á Akureyri, sem jafnframt er stjórnarformaður SÍS og birtist hér í blaðinu í fyrradag, sagði hann m.a.: „Ég vil skýra frá því, að við úr samvinnuhreyfingunni höfum verið með svæðafundi á Vestfjörðum, alveg nýverið, reyndar fyrir hálfri annarri viku síðan. Þar var mikil þátttaka almennings í fundum hjá okkur, bæði á Patreksfirði og Isafirði. Við ræddum einnig við stjórnir samvinnufélaga og útgerðarfyrirtækja og það kom fram mikill áhugi hjá fólki á þessu sviði fyrir því, að samvinnuhreyfingin haslaði sér aukinn völl í útgerð og fiskvinnslu. Það verður að teljast mjög eðlilegt, þegar aðilar, sem eru í þessari atvinnustarfsemi koma að máli við Sambandið og biðja það og beita sér fyrir því, að samvinnuhreyfingin með Sambandið að bakhjarli kaupi upp hluta eða meirihluta í þannig fyrirtækjum, að það sé orðið við því að ræða þau mál.“ Þetta eru forvitnileg ummæli, sem benda til þess, að forráðamenn Sambandsins stefni að enn frekari útþenslu á Vestfjörðum en orðið er. Þess vegna þótti Morgunblaðinu fróðlegt að heyra hver viðbrögð annarra Vestfirðinga, en þeirra, sem Valur Arnþórsson talar við, yrðu við þessum ummælum hans. Karvel Pálmason er einn af verkalýðsforingjum Vestfirð- inga og m.a. varaformaður Alþýðusambands Vestfjarða. Hann hafði þetta að segja í tilefni af orðum kaupfélagsstjórans á Akureyri: „Ég sé enga ástæðu frá mínum sjónarhóli að óska þess, að Sambandið festi mikil ítök í atvinnulífinu á Vestfjörðum. Ég hef ekki góða reynslu af SÍS, hvað snýr að launþegum og tel, að atvinnuöryggi fólks sé betur tryggt án íhlutunar SIS... Það er ekkert vafamál, að ástæða er til að gjalda varhug við að Sambandsveldið tröllríði atvinnulífinu. Við sjáum dæmin fyrir okkur." Karvel Pálmason segir ennfremur í viðtali við Morgunblaðið: „Dæmin tala um hver áhrif SIS eru á atvinnulífið. Á sama tíma og iðnaðardeild Sambandsins er að berja sér og kemur nánast skríðandi á fótum sér til ríkisvaldsins, þá geta þeir lagt svo skiptir milljörðum í kaup á annars konar fyrirtækjum ... Mér finnst að minnsta kosti að á meðan sá atvinnurekstur, sem Sambandið er með, er ekki betur staddur, þá sé ekki heillavænlegt að það færi út kvíarnar. Ég vona, að þeir eigi ekki eftir að auka eignir sínar á Vestfjörðum, hvernig svo sem litið er á rnálið." Loks segir Karvel Pálmason í þessu athyglisverða samtali: „Mér vitanlega hafa ekki verið betri samskipti við Sambandsfrystihúsin á Vestfjörðum, nema síður sé, en við einkafyrirtækin ... ég tel, að fenginni reynslu, að atvinnuöryggi fólks sé betur tryggt án íhlutunar SÍS.“ Karvel Pálmason hnykkir á þessum lokaorðum með því að segja: „Hvað varðar þessa fundi, sem stjórnarformaðurinn nefnir og segir frá, þá get ég aðeins sagt, að það er mér nýlunda ef Vestfirðingar koma skríðandi á fjórum fótum til SÍS til að biðja sér ásjár.“ Hér talar ekki forystumaður einkafyrirtækis á Vestfjörðum. Hér talar ekki trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um. Hér talar verkalýðsforingi á Vestfjörðum og er ekki ómyrkur í máli. Það er eftirtektarvert við málflutning Vals Arnþórssonar, að hann heldur því fram hvað eftir annað, að fólk leiti til SÍS-valdsins og biðji það um að koma inn í atvinnulífið á hinum einstöku stöðum. En hverjir eru það, sem óska eftir því? Viðbrögð Karvels Pálmasonar benda ekki til þess, að það sé verkafólkið á Vestfjörðum, sem biður SÍS um að auka umsvif sín þar. Hverjir eru það þá? Eru það kannski fulltrúar SIS og kaupfélaganna, sem hér eiga hlut að máli og stjórnarformaður SÍS notar sem skálkaskjól, þegar hann segir, að „fólkið“ vilji að SIS komi og auki umsvif sín. Yfirlýsing Vals Arnþórssonar verður ekki skilin á annan veg en þann, að Samband ísl. samvinnufélaga stefni markvisst að því að auka hlutdeild sína í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Þess vegna er áreiðanlega ástæða til þess fyrir atvinnurekendur í einkarekstri og fulltrúa verkalýðsfélaganna að taka höndum saman til þess að verjast þessari ásælni. Stjórnarformaður SÍS lifir greinilega í veröld, sem ekki er í miklum tengslum við raunveruleikann, þegar hann er að meta vilja almennings til þess að SÍS auki umsvif sín í einstökum byggðarlögum. Ef til vill hafa ummæli Karvels Pálmasonar orðið til þess að vekja athygli hans og annarra forráðamanna Sambandsins á því, að til er annar heimur í þessu landi en veröldin innan veggja hinnar voldugu SÍS-samsteypu og fólkið í þeim heimi hefur engan áhuga á því að láta slíka risasamsteypu taka yfir allt atvinnulíf í sínum byggðarlögum. Sáttasemjari skipaður í deilu Hellnamanna og LIU Ekkert aðhafst í kærumálinu á meðan sátta er leitað NÚ ER UNNIÐ að því að ná sáttum í deilu Hellnamanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna, en deilan snýst um það hvort LÍÚ fái að reisa fimm sumarbústaði í landi jarðarinnar Skjaldartröð, en LÍÚ keypti jörðina á sínum tíma með það fyrir augum. Félagsmálaráðuneytið skipaði Zópónías Pálsson sátta- semjara i deilunni. en í samtali við Morgunblaðið í gær, varðist Zópónías allra frétta, en sagði þó að rétt væri að hann væri að reyna að ná sáttum í deilu þessari. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hafa málin verið rædd við deilu- aðila, en engir sameiginlegir fundir hafa enn verið haldnir. Þá hefur verið reynt að koma á fundi deiluaðila með landbúnað- arráðherra og landnámsstjóra, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur það ekki tekist, vegna anna ráðherrans. Nú liggur hjá ríkissaksóknara kæra á hendur Hellnamönnum, en þeir eyðilögðu undirstöður undir fimm sumarbústaði í fyrrasumar. Ekkert mun verða aðhafst í kærumálinu á meðan sátta er leitað, en ekki er ljóst hvort um ákveðinn tímafrest er að ræða, hvort sættir verða að nást innan ákveðins tíma. Landssamband íslenskra út- vegsmanna hefur skrifað land- búnaðarráðherra bréf með ósk um að svæði það í landi jarðar- innar Skjaldartröð þar sem byggja á sumarhúsin, verði tek- ið undan landbúnaðarnotum, en svar mun ekki hafa borist frá ráðherra, varðandi þetta erindi. Slíkt leyfi mun vera grundvöllur fyrir því, hvort reisa má húsin á þessum stað. Göngustígur með Elliðaám í Breiðholt Á ÞESSU hausti er unnið að því að leggja göngustíg með- fram Miklubraut um undir- göng á Reykjanesbraut, með- fram Elliðaánum og upp að Neðra-Breiðholti. En hann er liður í göngustígakerfi því sem ákveðið var í áætlun um um- hverfi og útivist frá 1974. Undirgöngin voru aðeins kom- in undir hálfa Reykjanesbraut- ina. en á þessu hausti verður þeim lokið og þau opnuð. Getur þá hjolandi og gangandi fólk komist utan við hinar miklu umferðaræðar upp í Breiðholt. I sumar var byrjað að leggja stíginn þar sem gangstígur með- fram Miklubraut að sunnan endaði, og er hann nú kominn framhjá umferðarslaufunum og niður undir Reykjanesbraut, að því er Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri, tjáði blaðinu. Samið hefur verið um göngin Vinsældir verð- tryggðu innláns- reikningana aukast VERÐTRYGGÐIIt innláns- reikningar hafa notið mikilla vinsælda sparifjáreigenda eft- ir að hinditíminn var styttur úr tveimur árum í sex mánuði. í nýjasta hefti Hagtala mán- aðarins kemur fram, að í júlí- lok hafi innstæðan á reikning- unum numið 617 milljónum króna, en um áramót voru aðeins 35 milljónir króna á reikningunum. undir Reykjanesbrautina við verktakann Árna Jóhannesson, en þau göng eru á móts við hesthús Fáks. Síðan liggur gangbrautin áfram með Elliða- ánum og er í rauninni tvískipt. Ríðandi mönnum, ætlað að fara milli Elliðaánna og Reykjanes- brautar, en önnur undirgöng, sem hestamenn hafa lengi not- að, eru ofar. Hinn stígurinn, sem er í undirbúningi, liggur vegna þrengsla við árnar aðeins út í hólmann og er ætlaður gangandi fólki og hjólandi, og síðan áfram upp í Breiðholt. Kvaðst Ingi vonast til að komist yrði með göngustíginn upp und- ir Hamrastekk í haust. Er búið að jafna nokkuð undir þennan stíg og bera ofan í, en ætlunin er að malbika hann og trébrýr verða í hólmann. Erlendar lántökur hafa aukizt verulega á árinu Námu 226 milljónum króna fyrstu sjö mánuði ársins á móti 75 milljónum árið á undan, en þá námu lántökur allt árið 200 milljónum króna ERLENDAR lántökur hafa aukizt verulega á þessu ári. Sem dæmi um þær má nefna. að á fyrstu sjö mánuðum ársins höfðu ríkissjóður og Framkvæmdasjóður tekið löng erlend lán, að fjárhæð 226 milljónir króna. Á sama tímahili i fyrra voru komnar ÞAÐ kemur fram í yfirliti frá Utlendingaeftirlitinu að koma farþega hingað til íslands frá áramótum til enda ágúst '81 var tæplega 8000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Af þeim sem komu hingað frá áramótum á þessu ári voru 51.666 íslendingar en útlend- ingar voru 58.318 talsins. Á sama tíma í fyrra voru það 47.642 íslendingar en 54.093 útlendingar. 75 milljónir króna af 200 milljón króna lántöku þessara aðila erlendis á árinu. Þessar upplýsingar koma fram í septemberhefti Hagtala mánaðarins, sem hagfræði- deild Seðlabanka íslands gefur út, en þar segir, að tölurnar séu miðaðar við gengisskráningu í Flestir útlendingar komu frá N-Ameríku á þessu tímabili í ár, eða alls 2.710 farþegar. Þá er næstmest frá V-Þýskalandi eða alls 2.150 farþegar. Bretl- and er næst í röðinni en alls komu 1.501 farþegi þaðan. Þá komu frá Frakklandi 1.244 far- þegar. Frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi komu alls 2.533 farþegar. lok júlí sl. Auk þess er líklegt, að erlend vörukaupalán inn- flytjenda hafi aukizt nokkuð að undanförnu. Á síðasta ári námu erlend lán alls 5.917 milljónum króna og höfðu aukizt úr 3.313 millj- ónum króna frá árinu þar á undan, eða um 78,6%. Af þessu námu opinber lán alls 3.822 milljónum króna á árinu 1980, og höfðu aukizt úr 2.191 milljónum króna frá ár- inu á undan, eða um 74,44%. Löng lán lánastofnana námu á síðasta ári 1.026 milljónum króna, en voru 586 milljónir króna árið 1979. Þá námu löng erlend lán einkaaðila á árinu 1980 alls 1.069 milljónum króna, en námu árið 1979 alls 536 milljónum króna. Erlend lán alls, á meðalgengi ársins, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu voru 35,2% á árinu 1980, en voru árið á undan 34,6% og árið 1978 var talan 33,8%. Farþegar til landsins í ár: 8000 fleiri en í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.