Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
Fjölskyldufundur.
Jói er víða
Spjall við Kjartan Ragnarsson
Júi — nýtt leikrit Kjartans
RaKnarssonar — vcrður frum-
sýnt í Iðnó í kvöld. Jói er
hornreka i þjóðfélaKÍnu. af þvi
hann er „dálitið undarleKur“,
eins ok hann sejfir sjálfur, ok
þegar Jói vex úr grasi <>k
mamma deyr. munar minnstu
að Jóa takist að lejíKja heila
fjölskyldu i rúst með því einu að
vera til. Hann vill skiljanlega
ekki á hæli. karlauminKÍnn. o«
hann er hreint ekki svo slæmur
þeKar allt kemur til alls, ok
Kóðu fólki þykir vænt um Jóa.
Kjartan Ragnarsson, hvaða
maður er Jói?
Þetta er svo hátíðleg spurning,
segir Kjartan, að ég verð að gefa
hátíðlegt svar: Jói er einhver
sem krefst þess að honum sé
sinnt. Við skulum kalla það hann
sé samnefnari fyrir hina veikari
í þjóðfélaginu. Stofnanir kunna
að vera góðar, en þær leysa ekki
vandamál, heldur fela þau.
Það er líka þessi tilhneiging í
nútíma þjóðfélögum að skipa
fólki niður í hólf og það eru búin
til mörg vandamálahólfin, svo
hinn puðandi maður fái að vera í
friði við sitt puð. Mannleg sam-
skipti eru að verða lúxus; kók er
ekki lengur lúxus, sjónvarp er
ekki lengur lúxus, en kvöidstund
með fólki, sem þú þekkir, er
orðinn munaður.
Annars kæri ég mig ekki um
að tala langt mál um mín leikrit.
Ef ég hefði einhverju við þau að
bæta, myndi ég reyna að koma
því inn, eða skrifa nýtt leikrit.
Jói er skrifaður í tveimur
atrennum, vorið 1979 og ’80. Ég
var hálfnaður með verkið, þegar
„Súperman" sló niður í huga
mér. Einræður Jóa við Súper-
mann, eigi að sýna hans innri
mann og bágindi.
Tónlistin? Hana samdi út-
lenskur maður, sem Brian Eno
heitir, eða eitthvað í þá veru. Ég
vissi hvaða tónlist ég vildi,
lýríska, fallega og um leið
óhuggulega og hann Ásmundur
vinur minn hjálpaði mér að
finna þennan útlenska mann.
Já, það má vera leikritið sé
líflegt, þó það fjalli um alvarlegt
efni. Það á heldur ekki að vera
nein vandamálaumræða. Ég
skrifa það í þessum dúr, svo fólk
eigi hægar með að meðtaka þær
spurningar sem varpað er fram.
Ég hef skrifað ein sjö leikrit um
ævina sem öll eru mjög ólík að
uppbyggingu og efni, en mér
finnst samt ég hafi ekki haslað
mér nógu víðan völl. Kannski á
ég það eftir að skrifa vanda-
málaumræðu.
Jú, Jói hefur breyst nokkuð í
leikstjórn, en svo hefur yfirleitt
ekki verið um mín verk. Ég tók
þann kúrs í upphafi að leggja
línurnar og klára gott uppkast,
með það í huga að fullklára það
og endurbæta, tvær síðustu vik-
urnar á æfingum. Og það gerði
ég. Það fylgja því bæði kostir og
ókostir að leikstýra eigin verki,
þú veist hvað þú vilt og ætlar að
gera, en hitt er að snjallir
leikstjórar koma iöulega auga á
skemmtiieg áhersluatriði sem
höfundi hafa yfirsést, etc. Þó
leikhús sé stór maskína, þá er
starfið þar samhangandi heiid
og hún háir mér ekki, held ég,
þessi skipting milli leikara, leik-
stjóra og höfundar. Ég hef oft
lesið um það á bókum, að
leikhússtarf sé erfitt, og það má
svo sem vel vera, en í leikhúsi
kann ég best við mig og þar á ég
heima.
Þú minntist á að þér hafi
fundist lokasenan fyrir hlé hæfi-
Fermingarmynd af Kjartani.
legur endir, og ég er svo sem ekki
að setja mig upp á móti því, ef
þetta hefði verið klukkustundar
sjónvarpsmynd. En heilt leik-
húskvöld er annar handleggur.
Þá getum við leyft okkur ýmis-
legt og snúið hugmyndum uppá
alla enda og kanta, ef því er að
skipta. Nei, mér finnst það sé
ekki happy-end — vegna spurn-
inganna sem varpað er fram í
lokin, en fólki er frjálst að skilja
það eins og þvi sýnist.
Og nú?
Nú fer ég á mánudagsmorgun
austur til Finnlands, þar sem
konan mín bíður. Borgar Garð-
arsson þýddi Blessað barnalán
með sænskum manni og nú erum
við að vinna að uppfærslunni, en
verkið verður frumsýnt um
miðjan október. Þá förum við
hjón í Evrópureisu og skoðum
leikhús.
Það er nóg komið af mínu
pródúkti í bili. Sjö leikrit á fimm
árum. Nei, ég er ekki þreyttur,
en það getur verið að einhverjir
aðrir séu orðnir þreyttir á mér.
J.F.Á.
Jói í samræðu við vin sinn, Súpermann.
Fyrsta sildin til Vopnaíjaröar:
Búið að salta í 470 tunnur
VopnaHrAf. ii. september. dag. Lönduðu þá Lyngey og
VOPNFIRÐINGAR fengu Reynir frá Hornafirði og voru
fyrstu síldina á land í fyrra- saltaðar úr þeim 135 tunnur.
í gær komu hingað fjórir
bátar og var saltað úr þeim 335
tunnur.
Alls hefur því verið
saltað í 470 tunnur. Síldin er
sæmileg. Bræla er nú á miðun-
um og bátar inni.
Fréttaritari
SÁÁ sækir um lóð
fyrir sjúkrastöð
„VIÐ HÖFUM reynt að fá lóð hjá
Reykjavíkurborg i tæp tvö ár. en
við ætlum að reisa nýja sjúkra-
stöð. í stað stöðvarinnar sem við
erum með uppi á Silungapolli,"
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, íramkvæmdastjóri SÁÁ, í
samtali við Morgunhlaðið, en
SÁÁ hefur sótt um lóð til Reykja-
víkurborgar og er umsóknin nú
til athugunar hjá Borgarskipu-
laKÍ.
„Við höfum reynt að fá lóðir á
■ Rauðavatnssvæðinu, á Selássvæð-
inu og við Grafarvog, en síðan var
okkur bent á að reyna að fá lóð
uppi á Ártúnsholti. Við sendum
erindi til borgarráðs varðandi
þetta, sem síðan sendi það til
lóðanefndar, sem mælti með því
að við fengjum lóð á Ártúnsholti.
Borgarráð fjallaöi síðan aftur um
málið og sendi það til Borgar-
skipulags. Við erum mjög bjartsýn
á að fá stóra og góða lóð uppi á
Ártúnsholti og ætlum að reisa þar
nýja sjúkrastöð, sem á að leysa
stöðina að Silungapolli af hólmi,"
sagði Vilhjálmur.
„Þessi stöð þarf að vera að
minnsta kosti 1000—1200 fermetr-
ar að stærð og landrýmið þarf að
vera einn hektari. Þar yrði bæði
útivistarsvæði og möguleiki til
framtíðaruppbyggingar. Við erum
orðnir mjög óþreyjufullir og vilj-
um hefja framkvæmdir strax
næsta vor, því við höfum ekki hug
á því að vera uppi á Silungapolli í
óþökk borgaryfirvalda," sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Staða dagskrár-
gerðarmanns:
Útvarpsráð
mælir með
Maríönnu
Á FUNDI útvarpsráðs i gær voru
greidd atkvæði um stöðu dag-
skrárgerðarmanns I frétta- og
fræðsludeild sjónvarps. Flest at-
kvæði hlaut Maríanna Friðjóns-
dóttir.
Þrír umsækjendur voru um
stöðuna. Maríanna hlaut fimm
atkvæði, Baldur Hrafnkell Jóns-
son hlaut tvö. Fréttastjóri sjón-
varps hafði mælt með Maríönnu
til starfans.
Kröfluvirkjun:
Unnið við hreinsanir
og upptöku á vélum
NÚ ER unnið við árlega upp-
töku véla ok hreinsanir i
Kröfluvirkjun ok því hefur enK-
in raforkuframleiðsla verið þar
um mánaðartíma. En annars
hefur orkuframleiðsla virkjun-
arinnar numið 12 meKawöttum
frá því í fyrrahaust.
Nú er jarðborinn Jötunn langt
kominn með síðustu holuna af
þremur, sem boraðar hafa verið
að undanförnu. Boranir hafa
gengið vel og er reiknað með því
að þeim ljúki eftir 10 til 15 daga.
að sögn Gunnars Inga Gunn-
arssonar, staðartæknifræðings
við Kröflu. Hann sagði ennfrem-
ur, að fyrsta holan af þessum
þremur blési nú og reiknað væri
með því að hún gæfi 2 til 3
megawött, önnur holan væri að
hitna og ekki hægt að spá um
útkomu hennar enn sem komið
væri. Þá sagði hann að byrjað
væri á því að huga að tengingum
holanna og að búast mætti við
því að fyrsta holan yrði tengd
fyrripartinn í nóvember.
íslenzkir rally-crossökumenn leggja land undir fót:
Keppa í fyrsta sinn
í keppni erlendis
TVEIR fslendingar. þeir Jón S.
Halldórsson <>k Þórður Valdimars-
son, héldu til Svíþjóðar í morKun,
en þar munu þeir keppa fyrir
íslands hónd í Norðurlandameist-
aramótinu í Rally-cross-akstri.
Þetta er i fyrsta sinn sem íslend-
ingar eru meðal þátttakcnda i
keppni á erlendri grund og söKðu
þeir félagarnir, að varla væri von á
verðlaunasæti. þar sem þessi
keppnisgrein sé á alKjöru byrjun-
arstigi hér á landi.
Jón S. Halldórsson keppir á
BMW-bíl, en Þórður Valdimarsson á
Volkswagen, en báðir bílarnir eru
smíðaðir upp frá grunni fyrir svona
keppni. Bílar þeirra eru 150—200
hestöfl, en flestir keppinautanna
aka á bílum sem eru knúnir 250—
300 hestafla vélum.
Það verða sem sagt tveir keppend-
ur frá íslandi, en auk þess verða
fimm keppendur frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Auk
þess munu svo nokkrir bílar keppa
um þau átta sæti sem enn eru
óskipuð, en gert er ráð fyrir 30
keppendum.
Meðal keppenda eru nokkrir
fremstu ökumenn heims. Pi Valfrid-
son, sem er núverandi Norðurlanda-
meistari, keppir á Volvo 343 Turbo,
en sá bíll hefur verið nær ósigrandi
í þessum keppnum.
Keppnin fer fram 20. september
nk. og munu nokkrir stuðningsmenn
fylgja köppunum. Landssamband
íslenzkra akstursíþrótta sér um öll
gögn og greiðir götu Jóns og Þórðar.
Þórður Valdimarsson t.v. og Jón S. Halldórsson eftir eina rally-cross-
keppnina hér heima.