Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 27 íslendingar vestanhafs mótmæla flugvallarskatti - Undirskriftir 2.242 manna hafa bor- izt formanni fjárhagsnefndar Alþingis MIKIL óána'Kja ríkir nú meðal Islendinga o»í islenzkættaAs íólks í Bandaríkjunum og Kanada venna hækkana á fluKvallar- skatti ok hófðu Ilalldóri Ás- Krímssyni, formanni fjárhajfs- nefndar Alþinjfis, borizt mótmæli 2.242 manna, sem i þessum lönd- um búa, áður en síðasta hækkun skattsins tók gildi. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, fulltrúa íslendinga í Norður- Ameríku, hefur undirskriftasöfn- un farið friðsamlega fram og verið fullkomlega ópólitísk, enda hai undirtektir verið góðar. Var ha: samband við alla Islendinga, sei til náðist, en vafalaust eru en margir, sem ekki hefur náðst ti en hafa áhuga á þessu máli, og a sögn Þorsteins þykja mönnum þs vestra það einkennileg viðbrög hjá ríkisstjórninni að hækk skattinn þrátt fyrir þessi mó1 mæli. Með því sé verið að leggj stein í götu þeirra, sem áhug hafa á því að koma hingað t lands. Strokufanginn kominn á bak við lás og slá „Vil ekki þurfa að setja mál- verkin mín niður í kjallara44 - segir Helga Weisshappel Foster, sem nú heldur málverkasýningu í Hamragörðum Rækjumið- in könnuð - Likur á þvi að Axarfjörður verði friðaður KRYSTYNA Cortes hcfur nú verið ráðin stjórnandi kórsins. Ilún er fædd í Englandi og cr af ensk-pólskum ættum. Um tíu ára skeið stundaði hún nám við Wat- ford School of Music með John Merlow sem aðalkennara. Eftir að hafa unnið til námsstyrks við Konunglegu akadcmíuna i Lon- don stundaði hún þar nám hjá Max Pirani og lauk þaðan einleikaraprófi með hæsta vitnis- hurði. Undirleikari kórsins í vetur verður Tom Gligoroff, Banda- ríkjamaður, sem nam tónmenntir við Michigan-háskóla. Vestanhafs starfaði hann við New York City Opera og San Francisco Opera. Síðar vann hann um skeið með Benjamin Britten og einnig við‘ The English National Opera. Félagar í Söngsveitinni Fíl- harmóníu eru um 120 en flest hefur verið í kórnum 160 manns. Alltaf er vöntun á nýjum kórfé- lögum og vantar sérstaklega kór- félaga í karlaraddir núna, eins og oft vill verða. Stjórn Söngsveitar- innar Fílharmóníu skipa: Valde- mar Pálsson, formaður, Jóhanna Ögmundsdóttir, gjaldkeri, Anna María Þórisdóttir, ritari, og Elín Möller, meðstjórnandi. Söngsveitin Fílharmónía hefur 22. starfsár sitt hinn 16. sept. nk. Verða verkefni Söngsveitarinnar þrjú í vetur. Óperan „Aida“ eftir G. Verdi, verður flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands 18. febrúar 1982. Á tónleikum þann 20. maí nk. verða síðan flutt tvö verk, „Te Deum“ eftir A. Bruckner og Messa í c-dúr eftir L. van Beethoven. Stjórnandi á tónleik- um verður Jean-Pierre Jacquillat. „Aida“ er ein mesta ópera Verd- is og jafnframt ein sú vinsælasta. Hún var samin í tilefni opnunar Suezskurðarins árið 1871 og frum- flutt á Teatro alla Scala í Milano 1872. „Aida“ hefur ekki áður verið flutt á íslandi. Beethoven samdi Messu í c-dúr 1807 og var hún frumflutt að Esterhaz sama ár. Söngsveitin Fílharmónía hefur áður flutt verkið — árið 1975 undir stjórn Karsten Andersen. „Te Deum“ er vinsælasta andleg tónsmíð Bruckners. Verkið var samið árið 1883. Árið 1972 flutti Söngsveitin verkið, þá undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð í apríl 1959 af nokkrum áhugamönnum um kórsöng. Var dr. Róbert A. Ottósson ráðinn stjórnandi, kom Söngsveitin fyrst fram með Þjóðleikhússkórnum og söng verkið Carmina Búrana eftir C. Orff. Eftir fráfall dr. Róberts hafði kórinn ýmsa stjórnendur, m.a. stjórnaði Martein Hunger Friðriksson honum um nokkurt skeið. Krystyna Cortes, Söngsveitarinnar. stjórnandi Leiðrétting í tilkynningu um útvarpssöng Önnu Þórhallsdóttur þ. 10. sept. sl. var einnig sagt frá starfi hennar í þágu fatlaðra. Skýrt var frá þvi að hún væri upphafsmaður að skipu- lögðu hjálparstarfi fyrir lamaða og fatlaða á íslandi . Misritast hafði: á ísafirði „Málaralistin er eins og sjúk- dómur, sem ekki er hægt að losna við. begar ég er búin að vinna að málverki. vil ég ekki þurfa að setja það niður i kjallara. þar sem það rykfellur. þess vegna held ég sýningu,“ segir Helga Weisshappel Foster, sem nú heldur málverkasýningu að Hamragörðum. þar sem hún sýnir 40 verk. „Þegar ég mála nenni ég ekki að fást við þessi stöðnuðu óhagg- anlegu form naturalismans, held- ur reyni að laða fram eitthvað nýtt. En ég er eins og Jónas Guðmundsson málari og skáld, að ég verð að vera ein og í algjöru næði við mitt verk, aftur á móti segist Jónas geta skrifað skáld- sögu niður á Lækjartorgi, þá trufli hávaðinn hann ekki!“ Helga hefur efnt til fjölmargra sýninga hér á landi og erlendis, en hún hefur búið á erlendri grund hluta úr ævi sinni. „Eg var að reyna að telja það saman hvað ég hef átt myndir á mörgum sýningum, líklegast eru þær orðnar 48 talsins. Annars er ég orðin svo gömul að ég man þetta ekki lengur," segir Helga og hlær. „Þegar ég mála, gríp ég í þetta Ilafrannsóknaskipið Dröfn er nú við athuganir á ra'kjumiðunum við landið og að þeim ioknum má húast við því að ákvarðanir um aflakvóta verði tcknar. en ra'kju- veiðar hefjast venjulega í október og standa fram í marz eða apríl. Helztu rækjumiðin við landið eru á Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa. Einnig hefur rækja verið veidd á Axarfirði, en þær veiðar brugðust nær alveg í fyrra. Kvótinn á Arnarfirði hefur und- anfarin ár verið 500 til 700 lestir, í ísafjarðardjúpi allt að 2.700 lest- um og á Húnaflóa um 2.000. Á Axarfirði veiddust í fyrra 280 lestir og er nú líklegt að miðin þar verði friðuð, að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sj á varú tvegsráðu ney ti n u. í ákveðinn tíma, en læt svo listina eiga sig þess á milli. Eg hef svo mikið að gera, því ég er húsmóðir, móðir og amma, svo í nógu er að snúast." „Það er eins með málaralistina og músikina að allt er þetta tilfinningu háð. Hvað málaralist- inni viðkemur, þá er það tilfinn- ingin fyrir litunum, sem gildir. Kennarinn minn í Austurríki var vanur að segja „ég get kennt ykkur allt nema að fara með liti, sú kunnátta verður að koma innanfrá." Helga Weisshappel Foster við eitt verka sinna, sem eru til sýnis að Hamragörðum. Söngsveitin Filharmónía flytur býzka sálumessu eftir Brahms á hátíðartónleikum 1980. Stjórnandi er Sir Charles Groves en meðstjórnandi Marteinn Ilunger Friðriksson. Söngsveitín Fílharmónía: I»rjú verk flutt á komandi starfsári Urskurðaður í gæsluvarðhald FANGINN sem strauk frá Litla- Hrauni á dogunum. fannst i húsi skammt fyrir utan Reykjavik í gær. Lögreglan í Reykjavik hafði hendur i hári hans og flutti hann síðan austur ú Litla-IIraun, sam- kvamt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Helga Gunn- arssyni yfirfangaverði á Litla- Ilrauni i gær. Helgi sagði að strokufanginn hefði ekki veitt neina mótspyrnu þegar hann var handtekinn, en ekki hefði hann gefið sig sjálfur fram við lögregluna. Helgi sagði að fanginn hefði leikið lausum hala í fjóra daga og hefðu menn frétt af honum í Reykjavík á þeim tíma. Sagði Helgi að fanginn væri nú á bak við lás og slá og yrði hann settur í einangrun á næst- unni, í refsingarskyni fyrir tiltæk- ið. MAÐUR VAR í gær úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 18. nóvember, vegna gruns um fjársvik og skjalafals. Hjörtur Aðalsteinsson saka- dómari kvað upp úrskurðinn, sem hefur verið kærður til Hæstaréttar. Búist er við að Hæstiréttur taki afstöðu í mál- inu í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hefur maður þessi stundað bíla- viðskipti og notað til þess víxla. Mál þetta mun hafa verið til meðferðar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins að undanförnu. Maðurinn mun hafa orðið upp- vís að mörgum afbrotum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.