Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna \
Ólafsvík , Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ólafsvík. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6243 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík sími 83033. fHtvgtniÞIafrtfr Fóstru eða þroskahjálpa vantar nú þegar við athugunar- og greininga- deildina í Kjarvalshúsi. Uppl. í síma 20970 — 26260. Óskum eftir að ráða verksmiðjufólk til starfa nú þegar. Uppl. veittar í síma 85122 mánudaginn 14. september milli kl. 10—12 f.h. Uretan hf., Vagnhöföa 13, Reykjavík. Starfsmaður óskast 'v. Óskum að ráða starfsmann í verslun vora aö Grensásvegi 11. Frekari uppl. veittar á skrifstofunni á mánu- dag og þriðjudag kl. 4—6. (Vi44x£c&CU)IC
Auglýsing Kennara vantar við Grunnskóla Eskifjarðar. Upplýsingar gefur Trausti Björnsson í síma 97-8182 og 6340.
Staða fulltrúa aðalgjaldkera við embætti tollstjórans í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar skrifstofustjóra embættisins, sem mun veita nánari upplýsingar, fyrir 10. okt. nk. Tollstjórinn í Reykjavík.
Framkvæmda- stofnun ríkisins : óskar að ráöa vélritara, vanan almennum skrifstofustörfum, nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist lánadeild Fram- kvæmdastofnunarinnar, Rauðarárstíg 31. Hafnarfjörður Tveir starfskraftar óskast til afgreiöslustarfa í verslun. Hálfsdagsvinna. Tilboð merkt: „Verslun — 7613“ sendist blaðinu fyrir 20. sept.
Viljum ráöa nú þegar byggingar- verkamenn bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Mikil vinna. Gott kaup fyrir góða menn. Upplýsingar í síma 54524 eftir kl. 19.00.
Verkfræðistofa í Reykjavík óskar eftir samstarfi við raflagna- hönnuö, sem vill starfa sjálfstætt að hönnun og útboðsgerð raflagna í hús. Starfsaðstaða er fyrir hendi ef óskað er. Hugaaðilar sendi svör merkt: „Rafhönnuður — 7547“ til augl.deildar Mbl. Atvinna Afgreiðslumann vantar í bifreiðavarahluta- verslun strax. Enskukunnátta æskileg. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 20. sept. merkt: „Afgreiðslumaður — 7775“.
Hafnarfjörður — Garðabær Okkur vantar fólk í fiskinn. Við viljum ráða karlmenn og konur, til starfa í frystihúsi og við skreiðarvinnslu, hálfan eða allan daginn. Unnið eftir bónuskerfi, kennsla fyrir þau sem óvön eru. Heitur matur í hádeginu, og feröir til og frá vinnustað, úr Garöabæ og Hafnarfirði. Allar uppl. veitir verkstjóri á staönum. Sjólastöðin hf., Óseyrarbraut 5—7, Hafnarfiröi.
Verkstjórar Óskum eftir að ráða tvo verkstjóra nú þegar. 1. Meö góöa þekkingu á meöferö sjávaraf- uröa. 2. Til að stjórna framleiðslu á niöursuöu grænmetis, fisk- og kjötmetis. Niöursuöuverksmiöja K. Jónsson og Co. hf., Akureyri. Sími 96-21466. Frá Nesjaskóla Hornafirði Viljum ráöa eftirtalið starfsfólk aö skólanum: Umsjónarmenn í heimavist. Matráðskonu og aðstoðarstúlku í mötuneyti. Fólk til ræstinga og viðhaldsvinnu. Til greina kemur einnig handmenntakennsla. Uppl. veita eftir 13. sept. formaður skóla- nefndar, sími 97-8450 og skólastjóri í síma 97-8442.
Hafnarfjörður —Lagerstarf Starfsmaður óskast til lagerstarfa. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir miðvikudag 16/9 merkt: „Hafnarfjöröur — 7612“.
St. Jósepsspítali Staða svæfingarhjúkrunarfræðings er laus til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækn- ingadeild, barnadeiid og vöknun, (dagvinna). Staða fóstru á barnadeild er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri milli kl. 11 — 12 og 13.30—14.30 í síma 19600. Reykjavík 12. september 1981. St. Jósepsspítali, Landakoti.
Húsavík — Garðyrkjumaður Húsavíkurbær óskar eftir að ráða garöyrkju- mann í fast starf frá og með nk. áramótum. Umsóknir er tilgreini m.a. aldur, menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituðum eigi síöar en 1. okt. nk. Nánari uppl. um starfið veitir undirritaður. Bæjarstjórinn Húsavík.
Sendill Óskum aö ráða pilt eða stúlku til sendistarfa allan daginn. Framkvæmdastofnun ríkisins, Rauöarárstíg 31, Reykjavík. Sími 25133.
Minningarord:
Karólína Guð-
mundsdóttir - vefari
Fa-dd 29. april 1897.
Dáin 29. áKÚst 1981.
Ég sé frænku mína fyrir mér
þegar ég kom til hennar á Asvalla-
Kötuna í fyrsta skipti er ég var 15
ára gömul og ætlaði að vinna hjá
henni um sumarið. Hún var hress
og kát, full af lífskrafti og vinnu-
gleði.
Hún var mér svo ákaflega góð
og vildi allt fyrir mig gera.
Mikiihæf kona var Karolína og
stórkostlega dugleg og ég veit að
vefnaðurinn og allt sem honum
tilheyrði, átti vel við hana og var
henni hjartansmál. Hún'var svo
hugmyndarík og áræðin.
I mörg ár sátum við bak í bak
við okkar vefstóla og var þá margt
spjallað.
Hún var með afbrigðum fróð og
fræddi mig um margt meðan við
ófum. Fylgdist greinilega með öllu
í mannlífinu og var þar ekkert
undanskilið. Oft talaði hún um
stjórnmál og atvinnumál og ekki
síst um heimsmálin almennt. Ég
dáðist oft að þessum mikla fróð-
leik hennar, skilningi og stál-
minni.
Karolína sagði mér mikið um
ætt mína, frá dögum afa míns,
sem var föðurbróðir hennar og ég
er hreykin af skyldleika okkar.
Ég minnist með virðingu og
hlýhug eiginmanns hennar sáluga,
Einars Jóhannessonar.
Hún átti barnaláni að fagna
með sínum dugandi sonum Guð-
mundi og Jóhannesi sem báðir eru
verkfræðingar og fósturdótturinni
Guðrúnu sem var henni eins og
besta dóttir.
Ég læt hér staðar numið þó
margt sé ósagt. Hafi Karolína
innilega þökk fyrir allt og allt.
Guð blessi hana á nýju tilveru-
stigi.
Elin Björnsdóttir
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
vcrður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línuhili.
AKil.ÝSINÍiASIMIVN ER: ? 22410 jrtorQiiiiliInöib