Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
34
Sextugur:
Asmundur Guðmunds-
son málarameistari
Ekki man ég beturen Þórbergur
segi einhvers staðar að þeir séu
mestir velgerðarmenn mannkyns
sem veiti því gleði, komi fólki til
að hlæja. — Einn slíkur velgerðar-
maður þess hluta mannkindarinn-
.ar, sem af honum hefur einhver
kynni, er sextugur í dag. Það er
góðvinur minn, Asmundur
málarameistari Guðmundsson.
Ásmundur er Skagamaður. Að
vísu er hann það ekki í ættir fram
en í frumbernsku var honum
komið í fóstur til fólks þar efra.
Og þar var síður en svo í kot vísað.
Ein traustasta og ágætasta ættin
(og eru þær þó margar góðar) á
Akranesi tók sveinbarn þetta,
afsprengi hraustra skipstjóra og
annars öndvegisfólks, undir
verndarvæng sinn og þar óx það
úr grasi.
Snemma varð ljóst að sveinn
þessi var enginn aukvisi eða aftur-
úrkreistingur. Hann gerðist
knattspyrnumaður vel liðtækur,
og var það ekki lítið manndóms-
merki á Skaga í þann tíð, duglegur
til vinnu, gæddur tónlistarhæfi-
leikum meiri en almennt var og
líkast til gott sjómannsefni. Ekki
átti það þó fyrir honum að liggja
að draga heimska þorska úr sjó að
dæmi feðra sinna. Hann komst í
læri hjá snillingnum Lárusi Árna-
syni og varð að námstíma liðnum
málari eða farfari eins og forfeður
mínir í Siglufirði norður nefndu
slíka kunnáttumenn á öldinni sem
leið.
Ásmundur Guðmundsson gerð-
ist, er tímar liðu, umsvifamikil)
verktaki á Skaga og víðar um
Vesturland og átti langt og far-
sælt samstarf við Hall Bjarnason.
Gagnfræðaskólabygginguna þar
efra, sem reist var laust fyrir
1960, máluðu þeir félagar. Þar
fóru saman vönduð vinnubrögð,
dugnaður og þau notalegu
skemmtilegheit sem gera sam-
starf og samvistir að ljúfum og
listrænum leik.
Jafnframt málverkinu blés
Ásmundur löngum á sönglúðra og
varð þekktur um Vesturland og
sjáifsagt víðar sem snjall hljóm-
listarmaður. — Svo hefur sagt
mér ungur kunnáttumaður í tón-
list að fáa hafi hann þekkt jafn
tónnæma sem Ásmund Guð-
mundsson og hefði hann að iíkind-
um komist í fremstu röð hljóð-
færaleikara á landi hér ef hann
hefði ætlað sér á því sviði meiri
frama en þann að skemmta Vest-
lendingum á dansleikjum og sí-
felldum árshátíðum. Og mér segir
svo hugur að í honum hafi blundað
fræið að Lúðvíki Armstrong okkar
íslendinga.
Ásmundur Guðmundsson hefur,
svo lengi sem kynni okkar hafa
staðið og vafalaust miklu iengur,
verið sannur skapbætir og gleði-
gjafi vinum sínum og kunningjum.
Hann er manna orðglaðastur og
orðheppnastur. Hann er mann-
þekkjari án þess að vita af því
sjálfur og nægilega mikill lífs-
spekingur til að þykjast einfaldari
en hann er. Hann finnur af
eðlisávísun hvað lyftir mönnum úr
deyfð og drunga, hressir þá, kætir
og bætir. Hann er jafnlundaður
eins og annar Vestlendingur, sem
á dögum var fyrir margt löngu,
Halldór Snorrason, goði.— Mér er
tjáð að náinn vinur hans, einn
kunnasti taugasérfræðingur þess-
arar þjóðar, kalli hann gjarnan til
fundar við sig þegar hann vill
hvílast örþreyttur frá viðureign-
inni við streitusjúkdóma og geð-
flækjur sígráðugs neyslusamfé-
lagsins. Það finnst mér ofur skilj-
anlegt. Bjartsýni og barnsleg (ekki
harnaleg) gleði eru fylginautar
Ásmundar, lífsviðhorf hans skyld-
ara léttu svifi fugla himinsins en
þunglamalegri og blindri heimsku
moldvörpunnar. I orðræðu hans
slær gneistum af snilli dæmi-
sagna- og þversagnamannsins.
Eg get ekki stillt mig um að
finna þessum orðum nokkurn stað:
— Fyrir ekki alllöngu hitti
Ásmundur, vinur minn, einn
þekktasta stjórnmála- og fyrir-
greiðslumann okkar tíma. Þeir eru
kunnugir frá fornu fari. Ásmundi
sagðist svo frá: „Hann sagði mér
að koma til sín þegar ég væri í
vandræðum. Ég sagðist aldrei
vera í vandræðum."
— Eitt sinn sem oftar var
Ásmundur gestur hjá vinum sín-
um. Húsfreyja bar honum kaffi og
tók fram um leið eins og kvenna er
siður, að kaffið væri ekki nægilega
gott. „Gott,“ sagði Ásmundur,
„það er svo gott að ef það væri
betra þá væri það bara verra."
Þegar Ásmundur var í knatt-
spyrnuliði Skagamanna hér á ár-
unum höfðu Reykvíkingar orð á
því þegar Akurnesingar voru í
keppnisferðum hér syðra, að þeim
væri nær að molda sig í kartöflu-
görðum uppi á Skaga. Þetta var
nokkru fyrir gullöldina. Þessum
skætingi svaraði Ásmundur þann-
ig að enn er i minnum haft og
þótti ýmsum sem forspá fælist í
orðunum: „Verið þið rólegir, pilt-
ar. Við erum bara útsæðið."
Ásmundur Guðmundsson er
mikill lukkunnar pamfíll. Hann er
kvæntur hinni ágætustu konu,
Sólrúnu Yngvadóttur leikkonu.
Hann kann vel að meta kosti konu
sinnar, greind hennar og listfengi.
Þau eiga þrjú börn og jafnmörg
barnabörn. Ásmundur gerir sér
Ijóst, eins og Burns forðum, að
maðurinn er „gullið þrátt fyrir
allt“. Þess vegna er hann góður
heimilisfaðir og mikill vinur og
félagi barna sinna, tengdabarna
og barnabarna. Hið sama má
segja um Sólrúnu.
Við hjónin höfum átt þau Ás-
mund og Sólrúnu að vinum í tvo
áratugi. Marga ánægjustundina
höfum við átt saman. Fyrir þær
allar skal nú þakkað um leið og
Sólrúnu og börnunum er óskað til
hamingju með Ásmund sextugan,
glaðan, reifan og skopvísan. Að
sjálfsögðu hefur hann, heillamað-
urinn, flúið glaum og glys þéttbýl-
isins á þessum merkisdegi og
haldið á vit náttúrunnar enda
frægt svar hans er skátar nokkrir
í útilegu buðu þeim hjónum, þá
nýgiftum, að sitja við varðeld sinn
að kveldi: „Nei, ég ætla að skoða
náttúruna," svaraði nýkvæntur
málarameistarinn og saxafónleik-
arinn.
Ásmundur hefur enn áhuga á
knattspyrnu og nýtur þess að vera
viðstaddur þegar Skagamenn
bursta höfuðborgarliðin. Og hann
hefur staðið sig vel í leik þeim sem
við tökum öll þátt í nauðug viljug.
Þar hefur hann virt reglur, aldrei
brotið á neinum, ekki verið rang-
stæður og á hann hefur aldrei
verið dæmt víti. Nú er kannski
komið örlítið fram í seinni hálf-
leik, vonandi þó ekki langt, því að
enn á vinur okkar, Ásmundur, í
fórum sínum afl og áræði til
skemmtilegs og drengilegs leiks.
Við kveðjum hann og árnum
honum heilla með einu af spak-
mælum hans sjálfs: „Það er ekki
eftir sem búið er.“
Ólafur Ilaukur Árnason
Sjötugur:
Erlendur Sigurjónsson
verkstjóri - Selfossi
Af hlynum hreggbörðum, úr
húnvetnskri moldu er hann
sprottinn. Fæddur þar sem ávalir
ásar breiða úr sér grasi og lyng-
grónir á milli Blöndu og Þings.
Fæðingarstaðurinn er Tindar á
Ásum í Húnavatnsþingi. Faðirinn
var Sigurjón Þorláksson bóndi þar
en ættaður úr Skagafirði af hinni
svo kölluðu Skeggjastaðarætt,
smiður að atvinnu áður en hann
gerðist bóndi og festi ráð sitt.
Kona Sigurjóns og móðir Erlends
var Guðrún Erlendsdóttir frá
Beinakeldu, bróðurdóttir hins
nafnkunna Björns Eysteinssonar,
kenndur mest við Grímstungu í
Vatnsdal.
Móðurbræður Erlends voru Jó-
hannes og Sigurður á Stóru-Giljá í
þingi en séra Sigurður Norðland í
Hindisvík á Vatnsnesi, ömmu-
bróðir hans. Ættirnar eru því vel
virtar, sem að Erlendi standa.
Föðurættin skagfirskt dugnaðar-
fólk en móðurættin atgerfis og
gáfufólk.
Saga Erlends er dæmigerð fyrir
ungan bóndason, sem vex úr grasi,
þar sem ötul hönd er hæst virt,
þar sem framför er frami en
vinnan vöxtur. Sá þreifst, sem
beitti afli og atgerfi sér og sínum
til framdráttar, hinn varð eymd
og örbirgð að bráð.
Erlendur vann á búi föður síns
fram á tvítugsaldur en þá fór
hann um tveggja vetra skeið á
Búnaðarskólann á Hólum í
Hjaltadal.
Margir af ættmennum Erlends
leituðu til Latínuskólans í Reykja-
vík, sem éinn af bændum sveitar-
innar taldi mestan óvin sýslunnar,
þar sem hann rændi sveitina bestu
mannsefnunum.
En Erlendur fór norður að
Hólum og ætlaði greinilega að feta
í fótspor feðra sinna og gerast
búhötdur.
Þegar Erlendur var orðinn full-
tíða maður höfðu viðhorfin breyst,
kreppan var liðin hjá, þó að enn
væri þjóðin sárfátæk á árunum
milli 1930 og ’40. Vélvæðingin var
þó að ná til íslands, bílarnir að
verða helsta farartækið í stað
hests og kerru. Vegirnir urðu æ
greiðfærari svo að bændur hittust
nú ekki aðeins að hausti til á
heiðum uppi eins og venja hafði
verið um Sunnlendinga og Norð-
lendinga.
Þorsteinn Björnsson náfrændi
Erlends (sonur Björns Eysteins-
sonar) setti bú og byggð við brúna
yfir Eystri-Rangá og gerðist því
frumbyggi Hellu. I fótspor hans
svo að segja fer Erlendur og flyst
að Selfossi 1938 en þá hafði þróast
við brúna yfir Ölfusá verslunar-
staður og kaupfélag verið stofnað.
Það eru 43 ár síðan þetta varð.
Selfoss þá sveit, ekki einu sinni
sjálfstæður hreppur, heldur hluti
af Sandvíkurhreppi. örfá hús
höfðu skotið upp kollinum við
brúarsporðinn og meðal þeirra
bílaverkstæði, sem Kaupfélagið
rak. Þar hóf Erlendur störf sín
fyrir Selfoss.
Af náttúru var Erlendur mikill
bifvélavirki. Athyglisgáfa og rök-
rétt hugsun nutu sín við lausn á
gátum vélarinnar, þessarar menn-
Níræð í dag:
Frú Júlíana Friðriksdóttir
hjúkrunarkona, sem Reykvíking-
um er kunn fyrir áratuga hjúkr-
unarstörf hér í borg og eldri
Akureyringar muna síðan hún var
yfirhjúkrunarkona við Sjúkrahús
Akureyrar, er níræð í dag. Hún
dvelst að Hrafnistu í Reykjavík,
og þótt heilsan sé tæp nýtur hún
andlegra krafta sinna, kringd um-
hyggju nánasta skylduliðs og vina.
Júlíana er ættuð úr Aðaldal,
S-Þing. og alin upp á Húsavík. I
æsku tamdist hún við bókmenntir
og lærði utanað allan þann
kveðskap er var uppi með þjóð-
inni, enda minnið frábært. Leik-
listin átti einnig huga hennar, og
átti Júlíana sinn stóra hlut að því
að maður hennar, Haraldur
ingar, sem íslendingar á aldur við
Erlend gerðu að sinni án skóla-
göngu eða tilsagnar. Þá réðu
hæfileikar ferðinni hið rétta og
raunhæfa úrval náttúrunnar
sjálfrar.
En þróunin á Selfossi varð ör.
Selfosshreppur var stofnaður
1946, kauptún hafði myndast við
brúarsporðinn, þar sem kaupfé-
lagið var aflgjafi byggðarinnar og
Björnsson leikari, sannaði fyrstur
gildi æðri leikmenntunar. En
hjúkrunin var henni allt. Hún fór
vestur um haf til náms í byrjun
fyrri heimsstyrjaldarinnar og
lauk þar hjúkrunarnámi, og einnig
leitaði hún þangað til framhalds-
náms tæpum fjórum áratugum
síðar.
Er þau hjón settust að í Reykja-
vík, hélt Júlíana áfram hjúkrunar-
starfi sínu. Var hún hjúkrunar-
kona í meira er hálfa öld. Hún
hefur unnið á sjúkrahúsi í Winni-
peg, á Sjúkrahúsi Akureyrar (sem
yfirhjúkrunarkona), á Hvíta-
bandinu í Reykjavík, Landspítal-
anum, Landakoti og Borgarspítal-
anum. Á síðari áruro hjúkrunar-
ferils síns vakti hún einkum yfir
athafnalífs. Árið 1948 ræðst kaup-
félagið undir stjórn Egils Thorar-
ensens í að virkja heitt vatn í
landi Laugardæla við Þorleifskot
og brátt er allt kauptúnið hitað
upp með heitu vatni þaðan. Þetta
mun hafa verið þriðja hitaveita
landsins og er Erlendur gerður að
hitaveitustjóra og stýrir þróun
hitaveitunnar á þessum uppvaxt-
arárum hennar.
I tvo áratugi er hann hitaveitu-
stjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga á
meðan kauptúnið vex frá því að
vera nokkur hundruð manns í tvö
þúsund íbúa og myndarlegan
kaupstað. Það leynist engum, sem
til þekkir á Selfossi, að með þessu
starfi var Erlendur að leggja hönd
á mikilvægasta þátt þeirrar
byggðarþróunar sem síðan hefir
átt sér stað.
Hitaveitan var ekki aðeins orka
og hiti hýbýla heldur grundvöllur
iðnaðar og atvinnulífs á staðnum.
1968 kaupir hreppsfélagið hita-
veituna af kaupfélaginu og rekur
sem hluta af Rafmagns- og hita-
veitu staðarins. Erlendur verður
þá verkstjóri hitaveitunnar og
gegnir hann því starfi enn þann
dag í dag.
Hann er í tali manna kallaður
Hitaveitu-Erlendur, svo nátengd
er hitaveitan Erlendi í hugsun
Selfossbúa enda hefir hann allar
sjúklingum. Henni er hjúkrun í
blóð borin. Oft barst beiðni um
hjúkrun er hún var sárlasin sjálf,
götur verið lífið og sálin í öllu því,
sem þessa stofnun varðar. Verið
vakinn og sofinn um hennar vel og
veg.
1940 kvongaðist Erlendur Helgu
Gísladóttur frá Stóru-Reykjum og
hefir átt með henni þrjú börn. 1.
Gísta fæddan 1940, tæknifræðing,
giftur Jóhönnu Hjartardóttur og
eiga þau 3 börn. 2. Sigurð Jóhann-
es, fæddan 1846, húsasmið, giftan
Auðbjörgu Einarsdóttur, eiga 3
börn. 3. Rögnvald, fæddan 1952,
sem dó barnungur, 5 ára. Erlu
hafði Erlendur eignast fyrir
hjónaband, húsmóður á Böðmóðs-
stöðum í Laugardal gift, Árna
Guðmundssyni og eiga þau 3 börn.
Nú þegar Erlendur lýkur löngu
og giftudrjúgu starfi, sem hefir
verið til heilla fyrir hann og
byggðarlagið, sem hann flutti til
fyrir meira en fjórum áratugum,
er rétt og skylt að þakka honum,
ylinn, eljuna og ötulleikann.
Erlendur og allir hans líkar,
sem á sjötugu standa, hafa unnið
landi okkar mikið og gott starf. Úr
örbirgð komu þeir, í auðsæld setja
þeir. Meiri breytingar í umhverfi
og atvinnuháttum mun sennilega
engin kynslóð aftur lifa.
Ég óska Erlendi og Helgu og
þeirra börnum allra heilla og
hamingju með giftusaman áfanga.
Brynleifur II. Steingrimsson
og var þá sem hún gleymdi eigin
kröm. Við hlið sjúklingsins fann
hún sjálfa sig, þar fann hún nýjan
þrótt og æðri tilgang lífsins.
Ég hefi kynnst Júlíönu náið, og
hennar traustu gáfum, næma
minni, yfirgripsmiklu þekkingu í
persónusögu og einstöku kærleiks-
þeli hennar og óbrigðula trygg-
lyndi. En þeir munu enn fleiri, lífs
og liðnir, sem nú gætu þakkað
lífgefandi vonarneista er hún
kveikti með þeim sjúkum. Hún á
það andans líf til að bera sem vill
flytja öllum, heilum jafnt sem
sjúkum, orku og kærleika Hans
sem er skapari allra hluta og
Ijósgjafi. Mætti það birti Guðs er
hún bar að sóttarsæng þúsunda
manna á langri starfsævi lýsa
henni nú og hressa hug hennar, er
ellin kallar að. Hún getur sagt
með Maríu: „Mikla hluti hefir
Hinn voldugi við mig gjört, og
heilagt er nafn hans.“
Fjölskylda mín samfagnar Júl-
íönu á merkisdegi.
Þórir Kr. Þórðarson
Júlíana Friðriksdóttir
fyrrv. yfirhjúkrunarkona