Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 35

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 35 Minning: Guðmunda Margrét Sveinbjörnsdóttir Fædd 27. október 1899 Dáin 27. áKÚst 1981 Fallin er frænkan mín bezta. Ljúft er mér og skylt að minn- ast hennar á vegamótum, svo náin sem samskipti mín hafa verið við hana og heimili hennar allt frá bernsku minni. Guðmunda fæddist 27. október 1899, dóttir hjónanna Önnu Ólafs- dóttur frá Akurey og Sveinbjarn- ar Guðmundssonar, sem þá bjuggu að Grímsstöðum í V-Land- eyjahreppi. Jökulvötn herjuðu þá mjög á margar jarðir V-Landeyjahrepps og ýmsar viðnámsaðgerðir, sem síðar var beitt, voru þá ekki tiltækar. Anna og Sveinbjörn urðu að hörfa undan vötnunum með börn sín, Dagfinn og Guðmundu. Fluttu þau að Dísukoti í Þykkva- bæ, en þar bjuggu Ingibjörg systir Önnu, Vilhjálmur Hildibrandsson maður hennar og börn þeirra fjögur. Vinátta og frændrækni var traust með þessu fólki og auðveld- aði þrönga setu undir litlu þaki íbúðarhússins í Dísukoti. Vil- hjálmur og hans fólk flutti síðar að Vetleifsholti í Ásahreppi, en Sveinbjörn og fjölskylda hans bjó áfram í Dísukoti. Ótímabær dauði Sveinbjarnar raskaði enn lífsrás fjölskyldunnar. Anna tók þann kostinn að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur. Börn hennar bæði voru þá vaxin úr grasi og mun Guðmundu hafa fallið þungt að kveðja sveit sína, því hún naut fegurðar hennar, tignar fjarlægra fjalla og henni féllu vel sveitastörf. En systkinin fylgdu móður sinni og fylgdust þessir ástvinir að meðan líf entist. Árið 1925 giftist Guðmunda Sigvalda Guðmundssyni frá Ás- búð í Hafnarfirði og bjuggu þau fyrstu búskaparár sín í Hafnar- firði. Síðar flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, bjó lengi að Eskihlíð D við Miklatorg, en lengst að Snorrabraut 69. Sigvaldi, sem látinn er fyrir tæpum þremur árum, var tresmið- ur að mennt. Hann aflaði sér fljótt réttinda til að standa fyrir bygg- ingaframkvæmdum, og byggði sjálfur þau hús, sem fjölskylda hans bjó í. Hann varð umsvifa- mikill húsasmíðameistari, byggði fjölda íbúðarhúsa og verksmiðju- húsa. Starfi Sigvalda fylgdi mikill erill á heimili hans. Starfsmenn, verkkaupendur og fjöldi annarra áttu stöðugt erindi við bygg- ingameistara sinn. Sigvaldi notaði ekki flibba á virkum dögum né bældi mjúka framkvæmdastjórastóla. Hann gekk til allra verka með mönnum sínum fullan vinnudag. öll önnur verkefni vegna framkvæmda urðu að vinnast á öðrum tímum sólar- hrings, mest á heimili hans og Guðmundu. Hlutur Guðmundu í þessu verkefni húsbóndans var stór. Kynntust margir þannig starfsþreki hennar, heimilisstjórn og rausn. Guðmunda og Sigvaldi eignuð- ust sjö börn. Sex þeirra lifa. Þau eru: Birna Anna, gift Ragnari Karlssyni, lækni í Bandaríkjun- um, Kristbjörg, gift Ásgeiri Sig- urðssyni, skipstjóra, Hrefna, skólastjóri, Ólafur, starfsmaður á Skattstofunni, Sigrún, gift Krist- jáni Torfsyni, bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum, Aðalheiður, gift Gunnari Guðjónssyni, flugstjóra. Konráð misstu þau ungan. Öll áttu börnin kost á að afla sér menntun- ar að ósk. Þau voru öll einstaklega heimakær, en eignuðust marga vini, sem gjarnan bættust í hópinn á heimilinu. Anna, móðir Guðmundu, amma mín, bjó jafnan á heimili hennar og átti sinn ríka hlut í að tengja bilið milli kynslóða og rækta ættartengsl, sem eru sterk í fjöl- skyldunni. Lengi átti ég heimili ásamt foreldrum mínum í sama húsi og Guðmunda og hennar fólk og síðar hið næsta þeim. Heimili hennar var, frá því ég fyrst man, mitt annað heimili. Umsvif Guðmundu á hinu stóra heimili hennar voru ærin. Segja má að hús hennar hafi löngum ómað af mannlífi. Barnahópnum og vinum þeirra stjórnaði hún af röggsemi. Starfsorka hennar virt- ist óþrjótandi og stjornsöm var hún þegar með þurfti. Fyrirmæl- um hennar var hlýtt, oftast með ljúfu geði og alltaf án undan- bragða. Blíð var hún og bænheit á helgum stundum og aldrei lýsti meiri birtu og gleði af svip hennar en þegar hún hélt í hendur barna, las með þeim bæn eða söng sálma. Guðmunda var einstaklega heimakær og þurfti ærið erindi til að hún færi að heiman, og þá aðeins skamma stund. Hún leitaði ekki eftir vinum utan fjölskyldu sinnar, en eignaðist samt marga að vinum, sem tíðkuðu komur á heimili hennar. Þeir sem kynntust heimilinu fundu fljótt að -þessi stælta kona,sem oft gustaði af, átti óvenju heitt hjarta og tryggð hennar brást engum, sem eignað- ist vináttu hennar. Síðustu ár ævi sinnar bjó Guð- - munda við skerta heilsu, en náði að búa í húsi sínu með börnum sínum, Hrefnu og Ólafi, fram á þetta ár. Trú hennar auðveldaði henni að mæta erfiðleikum sjúkdóms- þrauta lokaskeiðs ævinnar. Hún var höfundi iífsins þakklát fyrir það, sem hann gaf henni, kvaddi lífið sátt við ailt og alla og hvarf inn í hið eilifa vor, sem hún vænti og var farin að bíða. Ég kveð Mundu frænku hrærð- um, þakklátum huga fyrir allt, sem hún var mér og mínum. „Aldrei doyr þo allt um þrotni ondurminninKÍn som var.** Sveinbjörn Dagfinnsson MikiU f engur að þessu samstarfi - Rætt við fulltrúa á fundi safna i útnorðri Arne Thorsteinsson, Færeyingur, Nanna Herniannsson og Emil Rosing., Grænlendingur rabba saman i Norræna húsinu. Ljúsm. Mbi. Kristján. í anddyri Norræna hússins i Reykjavik stendur nú yfir sýning sem Þjijðminjasafnið i Færeyjum hefur gert um færeyska hátinn. Sýningin er liður i samstarfi sem gengur undir nafninu Útnorður- safnið — Nordatlantmuscet, og Norræni menningarmálasjiiðurinn styrkir. Þar um raóir samstarf milli Þjóðminjasafns Færeyja, Þjóðminjasafns Grænlands, Þjóð- minjasafns fslands og Árhæjar- safnsins. Starfsmenn þessara safna hafa undanfarin dægur setið á fundum i Norræna húsinu og hlýtt á erindi og skipst á skoðun- um um safnmál í útnorðri. Þjóðminjavörður Færeyja er Arne Thorsteinsson. Hann sagðist hafa um það góða von, að Færey- ingar teldust brátt fullgildir í sam- félagi safna, en margt er á döfinni í færeyskum safnamálum. — Við erum tíu föstu starfsmennirnir, sagði Arne, allir sérmenntaðir menn og vinnum nokkuð sjálfstætt hver á sínu sviði. (Hér skaut inní Nanna Hermannsson, borgarminja- vörður, sem þarna var stödd og blm. hjálpleg, að þeir væru nú aðeins átta starfsmennirnir á íslenska Þjóðminjasafninu.) En það þarf að fjölga mönnum við safnið, hélt Arne áfram, því við þurfum mikið að grafa. Nýi tíminn þrengir að okkur í Færeyjum, eins og annars staðar, en nú hefur það verið bundið í lög, að engar fornminjar má fjarlægja eða hylja áður en sér- fræðingar hafa kynnt sér málið. Safnhúsið okkar í Færeyjum tók- um við í notkun uppúr 1930, og hinar föstu sýningar í húsinu hafa meira og minna verið með sama sniði síðan, svoleiðis að sýningar- starfsemin hefur setið heldur á hakanum hjá okkur en mest púður farið í rannsóknir, kennslu og útgáfur. Húsnæðið er orðið okkur ansi þröngt, en það eru uppi um það áform, að safnið fái til umráða gamalt bóndabýli í útjaðri Þórs- hafnar. Það er fagur staður og öll skipan þarna með þeim hætti sem einkennir færeyska bændamenn- ingu. /Etlunin er að vernda svæðið allt eins og það er, nema reisa veglegt sýningarhús. Með tilkomu þessa nýja safns gjörbreytist líka vinnuaðstaða —" ' ......1 okkar, því öll hús á býlinu tökum við í okkar þjónustu. Þegar af þessu verður, getum við loksins sýnt heima ýmsa dýrmæta muni fær- eyska, sem nú eru varðveittir í Danska þjóðminjasafninu, og meðal annars fræga stóla úr Kirkjubæ. Á nýja svæðinu nýtist okkur líka stórt og gott útivistarsvæði, sem er í alfaraleið, og þar stendur gamli bærinn ósnertur. Fólk í Færeyjum er mjög áhugasamt um muni og minjar, og ráðamenn eru um leið sérlega velviljaðir. Þegar maöur vinnur afskekkt, sagði Arne, er óhjákvæmilegt að menn einangrist með tíð og tíma, en engin eru samskiptin við starfs- bræður. Þess vegna tökum við Færeyingar þessu Útnorðursam- starfi mjög fagnandi og erum vissir um að það skili sér í jákvæðum verkum. Aðstæður allar i Dan- mörku eru allt annars eðlis en í Færeyjum og vandamál Dana önn- ur en okkar, en svið eigum raun- verulega ekki samleið í samstarfi um safnmál. Það er margt aftur á móti sem við getum lært af íslend- ingum, og við hinir 13 fulltrúar Færeyja á þessum fundi erum mjög þakklátir fyrir það tækifæri sem okkur hefur gefist, að skoða okkur hér um og ræða við íslenska félaga okkar. Og samstarfinu lýkur ekki með fundi eins og þessum, það er í rauninni fyrst að byrja þegar við höfum allir kynnst og getum skrif- ast á persónulega. Eg vil þakka íslenskum safnamönnum gestrisn- ina og góða kynningu, sagði Arne Thorsteinsson, Færeyingur. Emil Rosing, er í forsvari fyrir Þjóðminjasafn Grænlendinga í Nuuk, ungur maður, enda er safnið ungt. — Já, það er ekki nema 20 ára, sagði hann, og nú fyrsta janúar fengum við safnlög, mjög ítarleg, sem kveða á um hlutverk og tilgang þjóðminjasafns á Grænlandi. Áðal- safnið er í Nuuk, en um landið eru átta söfn önnur, og þrjú þeirra eru viðurkennd sem fullgild söfn og fá 40% af rekstrarfé frá grænlensku heimastjórninni. Með tilkomu þessara nýju laga fær safnið í Nuuk mörg ný verkefni og einnig er það safnsins að fylgjast með fornminjum og húsaverndun í samvinnu við sveitarfélögin um landið. Löggjöf varðandi þessi efni er mjög ströng og má ekkert færa úr skorðum án ieyfis iandstjórnar og safna. Það er bannað að byggja ofan á hústóftum, sama hvort þar um ræðir eskimóatóft eða tóftir frá norræni byggð, og öll hús í eign ríkisins byggð fyrir 1900 eru friðuð. En nokkurt vandamál er það, að við uppvözt fjárræktar í landinu leita ungir fjárbændur með sinn fjár- búskap til þeirra staða, sem nor- rænir menn byggðu í fyrndinni, og þar geta orðið árekstrar stundum. En yfirleitt má segja, að Grænlend- ingar hafi mjög ríka tilfinningu fyrir fornminjum sínum. Starfsemi Þjóðminjasafnsins í Nuuk tengir saman náttúruminjar, listir, jarðfræði o.fl., því þessir þættir eru allir svo samofnir í okkar sögu að ekki þykir stætt að skera þar á tengsl. Þjóðminjasafnið er svo ungt og enn í mótun, að okkur er það keppnismál. að byggja það svo upp, að það falli vel að samfélagi okkar. Við stöndum nú upp fyrir haus í skrásetningu þess sem til er af grænlenskum munum og minjum. Við getum kallað það svo að Þjóðminjasafnið á Grænlandi standi öðruvísi að vígi en söfn í öðrum löndum, þar eða við stöndum í miðri sjálfstæðisbaráttu, og Grænlendingar eru sér mjög vel vitandi um bakgrunn sinn og menn- ingu, og er Þjóðminjasafnið í Nuuk mikilvægur hlekkur í að viðhalda þeirri vitund á komandi tímum. Alþýða manna sýnir safninu geysi- legan ahuga og vill varðveita sinn menningariega bakgrunn með öll- um ráðum. Það er svo aftur lagt á herðar okkar, starfsmanna safns- ins, að passa uppá að safnið ein- angrist ekki. Samt má ekki skilja orð mín svo, að Grænlendingar vilji einangra sig frá umheiminum, það er af og frá. Þet.ta samstarf íslenskra og fær- eyskra safna við okkur er okkur ómetanlegur styrkur, og viljum við allt til vinna að samstarfið haldi áfram sem lengst sagði Emil Ros- ing, Grænlendingur. — Okkur er mikill fengur að þessu Útnorðursamstarfi, sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, því það hefur verið lítið samstarf miili þessara þjóða. Vð höfum átt sam- starf við Norðmenn, Dani og Svía, en samskiptin hafa hingað til farið framhjá Færeyjum og sárasjaldan í átt til Grænlands. Sem er slæmt, jafn mikið og við eigum skylt með Færeyingum og í gamalli miðalda- menningu með Grænlendingum. Það er fengur að þessu samstarfi fyrir alla aðila. Nanna Hermannsson vildi ein- dregið þakka Norræna menning- armálasjóðnum stuðninginn við samstarf þetta, Norræna húsinu velvild og áhuga, einnig sem góður skilningur hefði ríkt hjá ríki og borg. — Þó við Islendingar séum stærstir í þessu samstarfi, sagði Nanna, sem er sérstakt fyrir nor- rænt samstarf, þá eru allir gefend- ur °tt þiggjendur. Færeyingar og Grænlendingar eru komnir svo langt á mörgum sviðum safnmála. Það má segja það opnast fyrir okkur nýr heimur með þessu sam- starfi, sérstaklega að fá meira að heyra af Grænlendingum, en þar í landi virðast söfnin svo ríkur þáttur í öllu menningarlífi þeirra. Áf því getum við íslendingar lært. Færeyska myndasýningin af bátnum mun verða í Norræna húsinu fram í október, en þá fer hún út um land í hin ýmsu minjasöfn. Þjóðminjavörður kvað stefnt að því, að íslensk farandsýning yrði tilbúin snemma næsta árs — en sá er einn þáttur margra í samstarfi þessu, að þjóðirnar skiptast á farandsýning- um úr sínum söfnum. Í Norræna húsinu stendur nú yílr færeyska farandsýningin Báturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.