Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 1

Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 1
88 SIÐUR 221. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja MorRunblaðsins. Khamenei nær forsetakjöri - stórsókn í Kúrdistan Bpirút. 3. október. AP. ALI Khamenei, formaður Islamska lýðveldisflokksins, var öruKKur um sigur i írönsku forsetakosninKunum á laugardaK- Hann hafði hlotið nærri 95% atkvæða þegar þriðjuniíur var talinn, samkvæmt fréttum útvarpsins í Teheran. Fjórir frambjóðendur voru í kjöri í kosningunum sem fóru fram á föstudag. Khamenei hafði hlotið 7,4 milljónir atkvæða þegar 7,7 milljónir voru taldar. Enginn mótframbjóðenda hans hafði hlot- ið fleiri en 200.000 atkvæði. Mohammed Reza Kani, forsæt- isráðherra, dró forsetaframboð sitt til baka á fimmtudagskvöld og lýsti yfir stuðningi við Khamenei. Khamenei sagði að Kani yrði áfram forsætisráðherra eftir að hann tekur við embætti. Khamenei er 42 ára. Hann lifði af sprengjutilræði í bænahúsi í Teheran í júní. Hann verður fyrsti klerkurinn sem tekur við embætti forseta í íran. Khamenei sagði eft- ir kosningarnar að hann ætlaði að reyna að bæta hag hinna bág- stöddu og vinna að endurskiptingu auðsins en það var einnig stefna Rajais forseta, sem fórst þegar sprengja sprakk í stjórnarráði í Teheran í ágúst. Stjórnvöld í íran sögðust hafa unnið mikinn sigur í bardögum við Kúrda í norðvesturhluta landsins í dag. Yfirstjórn hersins sagði að fimm daga sókn hefði lokið með árás á borgina Rukan úr fimm átt- um og borgin hefði náðst úr hönd- um Kúrda en þeir hafa haft hana á sínu valdi síðan 1979. Pars-fréttastofan sagði að borgin hefði nú verið „frelsuð úr klóm óvina Islams". í yfirlýsingu herstjórnarinnar sagði að mikill fjöldi andbylt- ingarsinna hefðu fallið og særst í bardaganum um Bukan. Þar sagði að með Bukan hefði mikill sigur unnist og nú væru allaF helstu borgir og bæir i Azerbaijan-hér- aðinu nærri landamærum írans og Tyrklands komin undir stjórn þjóðstjórnarinnar. Kúrdar hafa lengi barist fyrir sjálfstæði Kúrd- istan. Geysistórt gat 1% alheimsins \N ashington. 3. okt. AP. BANDARÍSKIR stjarnvísindamenn hafa fundið tómarúm langt úti í geimnum — stórt svæði þar sem varla er nokkur skapaður hlutur — ekkert stjörnukerfi eða reikistjörnur. Þetta svæði er rúmlega einn af hundraði hins sýnilega alheims og á því gætu 2.000 stjörnukerfi með milljörðum stjarna komizt fyrir með góðu móti. Dr. Robert Kirshner við Mich- igan-háskóla í Ann Arbor sagði í dag að þetta stóra auða svæði úti í geimnum væri stærra en nokk- urt annað slíkt svæði sem áður hefði fundizt. „Við höfum lengi vitað að það væri tómarúm úti í geimnum, en vissum ekki að það gæti verið í líkingu við þetta," sagði Kirshn- er. „Það er miklu stærra en nokkur gerði ráð fyrir." Stjörnufræðingarnir sögðu að þetta „gat“ í geimnum væri um 300 milíjónir ljósára í þvermál. Vetrarbrautin er aðeins 100.000 ljósár í þvermál. Kirshner sagði að tómarúmið væri um 400 milljónir ljósára frá Vetrarbrautinni og stækkaði, þar sem stjörnukerfi nálægt mörkum þess drægjust saman vegna þyngdarafls síns. Stjörnufræðingarnir segja að tómarúmið sé trúlega ekki al- gerlega tómt og gæti haft að geyma gasský og kannski jafnvel lítil sólkerfi sem séu of lítil til þess að þau sjáist frá jörðu. Hvað sem því líður er fátt þarna að finna segja þeir. 2 ræningjar handsamaðir MUnster. Vostur hýskalandi. 3. október. AP VESTUR-þýska lögreglan handtók á laugardagsmorgun tvo vopnaöa grímukla'dda menn sem héldu sjö manns I gislingu i næstum 20 tima eftir misheppnað bankarán á föstudag. Engan sakaði. Bankaræningjarnir höfðu feng- ið 1 milljón marka greidda í lausn- argjald fyrir einn gíslinn. Gíslarn- ir voru í upphafi 10 en tveimur sem gerðu sér upp veikindi var sleppt á föstudag. Mennirnir rændu miðbæjarúti- bú Volksbankans i Munster skömmu eftir að það opnaði á föstudagsmorgun. Starfsmaður gat hringt neyðarbjöllu áður en þeir komust leiðar sinnar svo þeir sneru aftur inn í bankann og tóku gíslana. Lögreglan umkringdi bygging- una og talaði við ræningjana í síma. Þeir voru klófestir þegar þeir reyndu að læðast burt með lausnarféð í bítið á laugardags- morgun. „Venun viðbúnir eríiðum tímum“ Varsjá. 3. okt. AP. „VERUM viðbúnir erfiðum tím- um. Gerum ráð fyrir að þurfa að nota reiðhjól og hesta við að flytja matinn úr sveitunum. Astandið á eftir að versna enn,“ sagði Lech Walesa þegar hann fagnaði endurkjöri sinu sem formaður Samstöðu, hins óháða verkalýðssambands i Póllandi. á ingi þess í gærkvöldi. föstudag. Póllandi er nú sá orðrómur á kreiki. að forystumenn Samstöðu muni brátt hvetja fólk til að safna mánaðarbirgðum af mat til að búa sig undir hugsanlegan skort á vetri komanda. Walesa, sem hlaut 55% atkvæða í fyrstu umferð formannskosn- inganna, mun verða í forsvari fyrir Samstöðu næstu tvö árin. í ræðu sinni að loknum kosningun- um lagði hann áherslu á, að sam- tökin yrðu að reyna að hafa gott samstarf við stjórnvöld „en ef það ber ekki árangur verðum við að grípa til annarra ráða“. Hann var- aði þingfulltrúa við og sagði, að stjórnvöld væru þess umkomin að koma þeim á kné og að þess vegna yrði að taka tillit til þeirra. „Þau geta svelt okkur og þrengt að okkur á alla lund. Þess vegna verðum við að vera á varðbergi og hafa frumkvæðið í samskiptum okkar við þau,“ sagði Walesa. I öðrum fréttum segir, að fyrr- verandi forystumenn kommún- istaflokksins í Bielsko Biala-hér- aði hafi verið reknir úr flokknum en þeir voru á sínum tíma ákaft gagnrýndir af félögum Samstöðu fyrir valdníðslu og aðrar sakir. Sovéska fréttastofan Tass sagði í gær, að nú „streymdu" bréf úr öll- um áttum til jwlskra stjórnvalda þar sem þau væru hvött til að grípa í taumana og koma á lögum og reglu. Vitnað var í eitt bréf- anna og sagt, að „uppákoman í Gdansk er eins og fyrr sett á svið af gagnbyltingarmönnum, sem eiga sér þá ósk heitasta að koma sósialísku samfélagi fyrir kattar- nef“. Austur-þýskur hermaður flýr Borlin. 3. okt. AP. TUTTUGU ok sex ára gamall austur-þýskur landama'ravörður flúði í gær yfir Berlinarmúrinn og hefur nú beðist hælis i Vestur- Þýskalandi. Hann er þriðji aust- ur-þýski hermaðurinn, sem flýr land sitt á átta dögum. að sögn lögreglunnar í Vestur-Berlín. 24. september sl. tókst tveimur austur-þýskum hermönnum í borg- aralegum búningi að komast vest- ur yfir en áður höfðu þeir lokaí félaga sinn inni í varðturni til ai auðvelda sér flóttann. Að sögn lög- reglunnar var hermaðurinn, sen- nú flúði, alvopnaður, í einkennis- búningi og með riffil um öxl, þegai hann gaf sig fram við lögregluyfir völd í Spandau-hverfi í Vestur- flerlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.