Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 7

Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________120. þáttur Efni þessa þáttar verður hið sama ok i siðasta þætti. Þar slæddust inn villur, sem voru af því tagi, að rétt þykir að endur- hirta þáttinn í heild. Fyrir skömmu endaði ég spjallið á spakmælinu: Fátt er svo ill, að einugi dugi. Eins og oft endranær varð- veitist í orðskviðum gamlar myndir málsins sem ella eru týndar og tröllum gefnar. I þessu dæmi er orðmyndin ein- ugi því til staðfestingar. Fyrst er að athuga hvað orðasambandið merkir: Fátt er svo illt, að það dugi ekki að einhverju leyti, eða fátt er svo lélegt, að það sé ekki einhverj- um eða einhverju nytsamlegt. Þágufallið einu, sem þarna er á undan neitunarviðskeytinu -gi, er annað hvort svokallað tillitsþágufall, sbr. þýðinguna að einhverju leyti, eða hrein- lega andlag með duga. Eitt- hvað dugir einhverjum. í fornu máli var viðskeytið -gi oftast haft til neitunar, eins og í títtnefndu orðtaki, en einng gat það haft tilvísunar- merkingu. Fræg eru orð Is- lendingabókar Ara fróða Þor- gilssonar: „En hvatgi (hvatki) er missagt er í frægðum þess- um, þá er skylt að hafa það heldur, er sannara reynist." Þetta mun eiga svo að skilja, að hvað sem rangt er í bókinni, þá beri að leiðrétta það. Nú kann svo til að bera, að þetta gamla viðskeyti birtist okkur í eilítið breyttri mynd, -ki (sbr. hvatki). Það er þannig að skýra, að g-hljóðið hafði þá áráttu að breytast í k, ef það fór næst á eftir tannhljóðun- um s eða t. Því er það t.d., að eignarfallið, það sem samsvar- ar þagufallinu einugi (engu), er cinskis, g-ið hefur orðið að k vegna eignarfallsendingar- innar s, en síðan hafa menn skotið öðru eignarfallsessi aft- an á alla romsuna til frekara öryggis. Nefnifallsmyndin (og reyndar líka þolfallsmyndin) eitt-gi breyttist í eittki af fyrrgreindri ástæðu, og með tíð og tíma var úr því ekki. Það þótti mönnum kollótt fornafn og tóku að nota þá orð- mynd í atvikslegri merkingu, svo sem við gerðum nú. Hins vegar var puntað upp á for- nafnið með því að skeyta við það halanum -ert, svo sem í likingu við eitthvert eða sér- hvert. Höfum við svo fengið hina forkostulegu fornafns- breytingu: ekkert, um ekkert, frá engu til einskis. En gamla þágufallið einugi lifir aðeins í orðtakinu sem þessar mála- lengingar spunnust út af. Svipað hefur gerst í sögu annars fornafns sem nú er að mestu gleymt. Það fornafn hafði sömu merkingu og ekk- ert og birtist í breytilegum myndum (vætki, vetki o.fl.). Af þessu fornafni lifir víst ekki annað en þágufallið vettugi = engu í orðasambandinu að virða eitthvað að vettugi, það er að virða það að engu, taka akkert mark á því. í gömlum skáldskap bregður þessu for- nafni oft fyrir í öðrum föllum. Bjarni Thorarensen kvað í erfiljóðum um sr. Sæmund Magnússon Hólm: Hægast er öðrum að herma eftir í vætkis verðu, en með því mun hann eiga við, að auðveldast sé það mönnum að apa annarra háttu í því sem einskis vert sé. Þeir sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferða- menn voru aftur hraktir í urð út úr götunni. Ingólfur Gunnarsson á Ak- ureyri hringdi til mín um kvöldið og hafði þá verið að hlusta á fréttaviðtal um er- lenda ferðamenn. Hann kvað viðmælanda fréttamanns hafa svo til orða tekið um einhve; ja útlendinga, að þeir mundu koma aftur, því að nú hefðu þeir fengið smjörþefinn af Is- landi. Við Ingólfur erum á einu máli um að hér sé ekki rétt með þetta orðasamband farið. Að sjálfsögðu getur smjörþef- ur verið með ýmsu móti, eftir því hvernig ástatt er um smjörið hverju sinni, en hvað sem því líður, hefur svo farið að þetta orðtak er haft í nei- kvæðri merkingu. Ætla má að orðið smjörþefur hafi oftar en hitt verið notað , þegar smjör- ið var farið að skemmast. í orðabók Menningarsjóðs er sagt að þetta orðtak merki að kenna á einhveru, þola óþægi- legar (auðkennt hér) afleið- ingar einhvers. Hafi ferða- menn fengið smjörþefinn af íslandi og Islendingum, er því vart við því að búast, að þeir leiti hingað aftur, nema þá í sjálfspyndingar- eða hefnd- arskyni. Hér er því um að ræða þann rugling í notkun orðtaka sem svo oft hafa verið tekin dæmi af í þáttum þessum, stundum samfara afbökun vegna mis- heyrnar og skilningsskorts, sbr. að sjá sína sæng út- breidda fyrir upp reidda, að koma eins og fjandinn úr sauðalæknum fyrir sauðar- leggnum og kunna eitthvað reiðbrennandi í staðinn fyrir reiprennandi. Þetta síðasta minnir á, þegar reip (nú reipi) rennur greiðlega gegnum greipar eða hagldir. Afbakanir orðtaka eru af mörgum toga spunnar, eins og þegar maður- inn sagði að neyðin kenndi naktri konu að syngja. Að lokum er svo skóladæmi um staglstíl. Ólafur Bene- diktsson á Akureyri kenndi mér þessa greinargóðu lands- lagslýsingu eftir ónefndan höf- un: Fagranes er fagurt nes með fjöll og skóga, vötn og nes. Það er alveg eins og önnur nes, alveg eins og Langanes. Húsgagnasýning sunnudag frá 2—5 Vorum að fá ódýrar veggsamstæður úr eik, hnotu og pales- ander. Verð frá 4.558—6.839. Góðir greiðsluskil- málar. Aðeins 20% útborgun, eftir- stöðvar á 9—10 mán. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Verzlið í Víði hf. Lágmúla 23, Dúnahúsinu, sími 39700. Sendum í póstkröfu um allt land. ........................ London 8. október Mjög ódýr helgarferö til London 8.—13. október. Vegna forfalla eru örfá sæti laus. Nú er tækifærið að fara í leikhús, Talk of the Town, horfa á góöan knattspyrnuleik og jafnvel líta í verslanir. Verð frá kr. 2.955.- Innifaliö: Flug, gisting með enskum morgunverði, flutn- ingur til og frá hóteli og miði á leik Tottenham og Stoke City. Allar nánari upplýsingar í síma 27195 og 26611. Austurstræti 17 MEGRUNAR NÁMSKEID Frá heilsuræktardeild Heilsuræktar- innar í Glæsibæ. Við bjóðum sérstök megrunamám- skeið á morgnana, byggð að hluta á viður- kenndri japanskri heilsuræktartækni. Fáið frekari upplýsingar og pantið tíma í síma 85655. HEILSURÆKTIN GLÆSIBÆ SÍMI 85655 GENGI VERÐBRÉFA 4. OKT. 1981 VERÐTRYGGÐ VERÐTRYGGD SPARISKÍRTEINI „ HAPPDRÆTTISLÁN RIKISSJOÐS: Pr k'100 RIKISSJOÐS 1969 1. flokkur 7.204,47 1970 1. flokkur 6.809,66 1970 2. flokkur 5.064,41 1971 1. flokkur 4.528,81 1972 1. flokkur 3.930,16 1972 2. flokkur 3.334,22 1973 1. flokkur A 2.466,55 1973 2. flokkur 2.272,45 1974 1. flokkur 1.568,45 1975 1. flokkur 1.284,68 1975 2. flokkur 967,64 1976 1. flokkur 916,64 1976 2. flokkur 739,24 1977 1. flokkur 686,57 1977 2. flokkur 575.03 1978 1. flokkur 468,68 1978 2. flokkur 369,87 1979 1. flokkur 312,78 1979 2. flokkur 242,67 1980 1. flokkur 186,99 1980 2. flokkur 147,47 1981 1. flokkur 129,61 Meöalávöxtun spariskírteina umfram verö- tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- A — 1972 2.414,86 B — 1973 1.988,89 C — 1973 1.699,37 D — 1974 1.447,73 E — 1974 996,86 F — 1974 996,86 G - 1975 667,65 H — 1976 638,16 I — 1976 488,70 J — 1977 456,15 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbrófin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimskipafélag íslands Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. íslands hf. Kauptilboö óskast Kauptilboö óskast Sölutilboó óskast Sölutilboð óskast. VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: VEÐSKULDABREF ÓVERÐTRYGGÐ: jpgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti 2Va % (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 . 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92,75 5V4% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6Vi% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 10 ár 80,58 77,38 81,63 78,48 7%% 8% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐ- 15 ár 69,47 70.53 8%% BREF 1 UMBOOSSOLU niáranHiMPáM (amm ha VERÐBREFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.