Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
17
skylda mín, sem þjáðist af þessari
rótabólgu eða vestur-íslenskum
fráhvarfseinkennum, og innst inni
var ég sosum ekki laus við þennan
kvilla heldur. Gylfi er kvæntur
Þuríði J. Jónsdóttur, félagsráðgj-
afa við Kleppsspítalann, og eiga
þau fjögur börn.
Við vorum lengi að gæla við þá
hugmynd að setjat þarna að fyrir
fullt og allt en svo þegar var búið
að ákveða að gera það fóru að
renna tvær grímur á mannskap-
inn. Eg vil ekki segja að ég hafi
komið heim nauðugur viljugur en
það er erfitt að segja skilið við
margt þarna úti. Það er ekki sama
lífsbaráttan og öll afkoma miklu
þægilegri, svo maður tali nú ekki
um veðráttuna. Kannski boðskap-
urinn sé sá að maður hefði aldrei
átt að fara út til að byrja með. Ég
held að ástæðan fyrir brottförinni
til Kanada hafi verið sú að maður
var farinn að mygla svolítið hér á
klakanum. Dvölin var heljarmikil
lífsreynsla fyrir okkur öll. Það eru
sannkölluð forréttindi fyrir
krakkan að eiga þessa reynslu að
baki.
Hvað tekur við hjá þér núna?
Það er spurningin. Ég er að
þreifa fyrir mér með starf akkúrat
núna. Ég vonast bara til þess að
geta eitthvað starfað í tengslum
við þær stofnanir, sem sinna þess-
um málum hér og lagt áherslu á
þau svið heyrnarfræðinnar sem
minn styrkur liggur í. Það hlýtur
að vera hægt að nýta mig ef pen-
ingar eru til. Ég kom nefnilega til
þess að gera fyrirvaralítið til
landsins svo það eru hreinlega
ekki til peningar á fjárlögunum til
þess að virkja mig.
hér á
Sakna aðstöðunnar
Saknar þú ekki aðstöðunnar
úti?
Því er ekki að neita að maður
kemur til með að sakna aðstöð-
unnar. Þarna úti var þetta af-
skaplega fullnægjandi starf. Það
er allt miklu stærra um sig og þar
eru meiri peningar í spilinu. Þar
er fjölmennara starfslið og yfir-
leitt miklu þægilegra að leysa
verkefnin þar en hér heima. Svo er
einn stór munur á þessu úti og hér
á landi. Það er miklu aðgengilegra
að nálgast verkefni sín en nokkru
sinni hér heima. Auðvitað er ekki
hægt að veita sömu þjónustu í
Kálfshamarsvík og hér í Reykja-
vík, en aftur á móti voru aðstæður
allt aðrar úti í Nova Scotia þar
sem víðast hvar var stutt í næstu
þjónustumiðstöð. Hér vantar mik-
ið á að tækjabúnaður og starfslið
sé fullnægjandi, og þá meina ég
sérstaklega úti á landsbyggðinni.
Þetta er auðvitað gömul saga og
erfitt að fullnægja dreifbýlinu
sem skyldi. Úti er það eitt af
prógrömmunum að ná sem mest
til landsbyggðarinnar. Þar var
heljarmikill bíll í gangi, hljóðein-
angraður og búinn öllum full-
komnustu tækjum til heyrnar-
mælinga, sem ók um fylkið og
veitti þeim stöðum þjónustu sem
útundan höfðu orðið.
Eitt af því sem ég gæti kannski
montað mig af er að ég byrjaði að
berjast fyrir því strax og ég kom
til Nova Scotia að heyrnartækjum
væri úthlutað af hinu opinbera og
að hið opinbera myndi taka þátt í
kostnaði hjálpartækisins. Nova
Scotia er nokkuð ihaldssamt fylki
og sjúkratryggingar eru ekki eins
langt komnar og hér á landi.
Heyrnartækjasala í Nova Scotia
hefur hingað til verið í höndum
allrahanda bisnessmanna. Þeir
hafa hagnast á þörfum heyrnar-
daufra og selt tækin á upp-
sprengdu verði. Pólitíkusarnir
hafa fram til þessa reynt að halda
hlífiskildi yfir þessum mönnum og
þeirra framtak.
Svo eftir fimm ára baráttu við
þá var það loksins rétt áður en ég
fór þaðan að málin voru komin á
það stig að við vorum búin að setja
á stofn stöð, sem hafði það hlut-
verk eitt að úthluta heyrnartækj-
um álagningarlaust samkvæmt
tilvísun frá klínikinni. Það voru
háar raddir um að lögsækja
okkur, en þetta þýddi það að
heyrnartæki lækkuðu úr þetta 600
dollurum í 200 dollara stykkið. Ég
held maður hafi meiri samúð með
öllum þeim fjölda fólks sem aldrei
hefur haft efni á að kaupa sér
heyrnartæki en nokkrum bisness-
mönnum. Það er ekki þar með sagt
að ég trúi ekki á einstaklingsfrels-
ið. Ég hef bara enga samúð með
þeim sem gera ófarir annarra að
sínu gróðafyrirtæki. En þetta
hafðist með fimm ára puði.
Ég hélt einu sinni litla tölu á
þingi samtaka aldraðra þar sem
ég talaði um hagi heyrnartækja-
salanna. Sagði að þeir væru að
gera sér fötlun annarra að féþúfu.
Það var snarlega hringt til mín
frá félagi heyrnartækjasala þar
sem þeir hótuðu mér málsókn
vegna þess sem ég hafði sagt. Ég
bauð þeim að gera svo vel hvenær
sem þeir vildu, enda vissi maður
svo sem að ef þeir hefðu ein-
hverntíma farið í mál við mig, þá
hafði maður málstaðinn á bak við
sig.
En hvernig er að búa í Halifax?
Halifax er afskaplega þægileg
borg. Þar búa um 200.000 manns
og hún er mikil kúltúrborg. Til
dæmis er mikil gróska í öllu tón-
listarlífi þar og tónlistarkennsla
ekki einungis ókeypis heldur á
mjög háu stigi í öllum skólum.
Okkur bregður aðdeilis við að
koma heim, því að öll börnin fjög-
ur eru í tónlistarnámi meðfram
skólagöngu. Þar eru þrír háskólar
og það má segja að allir straumar
frá Evrópu liggi í gegnum Halifax
og Nova Scotia, sem þýðir Nýja
Skotland. Hún er mun evrópskari
en bandarísk þó hún sé fyrst og
fremst kanadísk. Þetta er öðruvísi
vestar í Kanada þar sem víða ríkir
töluverður Klondyke-mórall, sér-
staklega þar sem olíu er að finna.
Kemst ekki upp
með neinn moðreyk
I Halifax ríkir ekki heldur þessi
mikla stórborgarpaník eins og
sumsstaðar annarsstaðar. Krakk-
arnir gátu labbað óhræddir heim
á kvöldin. Þó við séum ánægð með
að vera komin heim þá held ég að
mikið til sömu taugar liggi til
Halifax og fylkisins eins og til ís-
lands forðum. Við skildum ekki
við Kanada í neinu fússi, síður en
svo. Ég var með skrifstofur á
tveimur hæðum í stærsta skýja-
kljúf í Halifax og mér fannst
stundum eins og ég sæi heim til
Islands.
Er meira um heyrnardeyfu hér
en annarsstaðar?
Ekki held ég það. Hitt er það að
við verðum að hafa gamla Park-
insonslögmálið í huga: eftir því
sem framboð á þjónustu er meira
því fleiri vandamál skjóta upp
kollinum. Það er ekki hægt að
segja að heyrnarleysi hafi aukist,
heldur hitt að fleiri tilfelli hafi
komið upp á yfirborðið með auk-
inni þjónustu. Það er ólíklegt að
heyrnartap af völdum hávaða sé
meira hér á landi en annarsstaðar.
Þó gæti svo verið því mikið vantar
á að nógum vörnum sé beitt.
Úti í Nova Scotia greiða
atvinnurekendur tryggingarstofn-
unum ákveðið árstillag í hlutfalli
við þær bætur sem þarf að greiða
til starfsliðsins, sem þýðir að það
er hagkvæmt fyrir atvinnurekend-
ur að hafa sem mesta gæslu í þess-
um efnum því þá þurfa þeir ekki
að borga eins miklar bætur.
Heldur þú að þú farir aftur út?
í þessum svifum kom inn í stof-
una Baldur, 12 ára sonur Gylfa.
Gylfi spurði hann hvort hann væri
ánægður með að vera kominn
heim og stráksi svaraði þegar með
ákafa í röddinni: Hjá!
Nei, fjandinn hafi það, sagði þá
Gylfi og brosti í kampinn. Ætli
maður tolli ekki hér. Maður kemst
hvort eð er ekki upp með neinn
moðreyk. — ai.
klakanum‘‘
Listir kvenna á 19du öld
í DAG kl. 16 mun Daninn Grethe
Ilolmen flytja fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu um málaralist nor-
ræna kvenna á 19du öld og evr-
ópskan bakgrunn þeirra. Hún
vinnur nú að mikilli bók um
sama efni, en hefur áður gefið út
þrjár bækur; ævisögu píanóleik-
arans og tónskáldsins Clöru
Chuman. þátt um listir kvenna á
16du og 17du öld og „konur sem
listamenn" á sænsku 1975.
— Þegar ég byrjaði á verki mínu
um listakonur fyrri alda, sagði
Grethe í stuttu spjalli við Mbl.,
fómaði fólk höndum og á söfnum
þar sem maður kom, þá vissi eng-
inn neitt um efnið. Með kvenna-
baráttunni óx svo skilningur með
fólki. Það er geysimikið verk að
skrifa slíkar bækur, tekur tímann
sinn að grafa upp heimildirnar.
í erindinu sem ég flyt í Norræna
húsinu mun ég fjalla um kvenmál-
ara á 19du öld. Á þessum tíma
fara konur í málaralist fyrst út
fyrir Skandinavíu og heimsækja
Daninn Grethe Ilolmen.
Ljósm. Mhl. Emcliia.
Munchen, Dússeldorf og París, þar
sem karlmenn höfðu numið árum
saman. Það var mikið líf í þessum
borgum í þann tíma, nýjar stefnur
að koma fram í dagsljósið og sam-
tíðin hneykslaðist. Norrænar kon-
ur hrifust þó ekki alfarið með nýj-
um stefnum þessa tíma þó greina
megi sterk áhrif í myndum þeirra,
þetta var full byltingarkennt fyrir
þær. En Norðurlönd eiga marga
yndislega málara í hópi kvenna á
síðustu öld, sem og þessari.
Það verður ævinlega erfitt fyrir
konur að gerast umsvifamiklar á
listasviðinu, svo lengi sem það er
viðtekin skoðun meðal manna að
konan eigi heima í eldhúsinu og
með börnum. Mér sýnist þó mikið
hafa breyst í þessum efnum og það
á eftir að breytast meir. Tengda-
sonur minn gengur til dæmis í öll
verk með konu sinni.
í lokin vildi þessi danska kona
taka fram að íslendingar væru
einstaklega alúðlegt fólk og hún
hlakkaði til ferðalaga um Island,
en Grethe Holmen mun m.a. flytja
fyrirlestra á Akureyri og Egils-
stöðum í þessari viku.
Fyrirliggjandi
Sænsk furugólfborð
10 mm. Verö pr. fm kr. 195.50
22 mm. Verö pr. fm kr. 213.00
Finnskt birkiparkett
14 mm. Verö pr. fm kr. 240.00
Þetta parkett er algjör nýjung, mjög Ijóst og níö-
sterkt.
Pílárar og handriðaefni:
Mikiö úrval.
PÁLL ÞORGEIRSSON &C0,
Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100.
ÁRMÚLA36
vetrar-^
skoöun
CHRYSLER v /
DODGE PLYMOUTH
TALBOT SIMCA HORIZON
Nú er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir
veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum
veðrum og koma í veg fyrir óþarfa
eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á
fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. Við
framkvæmum eftirtalin atriði:
1. vélarþvottur 10. vélstillt
2. rafgeymasambönd 11. kælikerfi þrýstiprófað
athuguð 12. frostþolmælt
3. viftureim athuguð 13. kúpling yfirfarin
4. rafgeymirog hleðsla 14. öll Ijós yfirfarin
mæld 15. aðalljós stillt
5. vél þjöppumæld 16. undirvagn athugaður
6. skipt um platínur(1100) 17. vökvi á höfuðdælu ath
7. skiptumkerti 18. hemlar reyndir
8. skipt um loftsíu 19. rúðuþurrkur ath.
9. skipt um bensínsíu 20. frostvari settur á
rúðsprautur
21. smurðar lamirog
læsingar
Verð pr. 4 cyl. vél kr. 670,-
Verð pr. 6 cyl. vél kr. 795,-
Verð pr. 8 cyl. vél kr. 943,- &
Verð gildir til 1. september. ■%
Pantiö tima hjá verkstjóra í síma 84363^:
Innifalið efni:
kerti, platínur,
bensínsía, loftsía
og frostvari á
rúðusprautu.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Al GLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480