Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 25

Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 25 „Einveldi eina von Irans“ - sagði Azadeh prinsessa leiðtogi íranskra einveldissinna í París JíeUrJJorkShttW Pahlavi-keisaradæmið í íran þótti all iburðarmikið. AZADEII prinsessa, frænka ír- anskeisarans fyrrverandi, telur að íran verði ekki við bjargað ncma einveldi komist aftur á i landinu — sama hvaða álit heimurinn hefur á Pahlavi- keisaraættinni. Hún sagði að það væri eina von þjóðarinnar ef vinna á buj? á þrýstingi frá Sovétríkjunum og rinjfulreið- inni i innanrikismálum. Azadeh prinsessa er leiðtogi samtaka einveldissinna í Paris. Hún er dóttir Ashrafs prinsessu, tvíburasystur keisarans fv., en hún er leiðtogi einveldissinna í Bandaríkjunum. Bróðir Azadeh, Mustafa Chafik prins, var myrt- ur fyrir utan heimili hennar í París 1979. Talið er að stuðn- ingsmenn klerkastjórnarinnar í Teheran hafi framið verknaðinn. Móðir hennar er enn klædd sorgarklæðum en Azadeh kom til viðtals við blaðamann banda- ríska dagblaðsins New York Times í París íklædd þröngum buxum og röndóttri skyrtu. Hún er grönn, um þrítugt, taugaó- styrk, keðjureykir og barðist stundum við grátinn. Hún ók eigin bíl. „Ég hef ekki lífverði lengur," sagði hún. „Stjórn Gisc- ards bauð mér lífverði eftir að bróðir minn var myrtur og ég þáði það. Þeir hættu að fylgja mér daginn eftir að Mitterrand var kosinn." Ýmsir leiðtogar íranskra út- laga í Frakklandi haga seglum eftir því hvernig vindur blæs í íran. En stefna einveldissinn- anna breytist ekki. Þeir vita að hverju þeir stefna: endurreisn Pahlavi-keisaradæmisins. Sam- tökin virðast einnig eiga sér fleiri stuðningsmenn og starf- semi þeirra er betur skipulögð en annarra útlagahópa sem menn eins og Abolhassan Bani- Sadr, fv. forseti, og Sharpour Bakhtiar, fv. forsætisráðherra, hafa forystu fyrir. Flestir efnað- ir íranir erlendis veita einveldis- sinnunum einhverja fjárhags- lega aðstoð. Einveldissinnarnir hafa gott samband við Bahram Aryana, hershöfðingja og stofnanda Aza- degan, hreyfingar fyrrverandi her- og sjóliðsforingja, sem rændi írönsku varðskipi í Mið- jarðarhafi í sumar. „Aryana hershöfðingi nýtur hylli herforingjanna af því að hann er þjóðernissinni og óspilltur," sagði Azadeh prins- essa. „Hann er það sem okkur hefur vantað, herforingi og gáfu- maður. Hann var fyrstur til að tala um einveldisher og þó er hann ekki einveldissinni." Fregnir hafa hermt að Aryana væri að safna liði á landamær- um írans og Tyrklands og á landamærum Irans og Pakistan. Azadeh prinsessa er formaður Iran Libre eða Frjáls írans. Sem slík samhæfir hún starfsemi ein- veldishreyfinga í Bandaríkjun- um, þar sem hún segir að hreyf- ingin sé öflugust, í Evrópu, en þar ber mest á Frakklandi og Englandi, og í Egyptalandi, þar sem nýi keisarinn, Cyrus Ali Reza, og móðir hans, Farah Diba, búa. „Við sjáum um upplýsinga- starfsemi og menntun og reyn- um að tengja hinar ýmsu ein- veldishreyfingar," sagði hún. „Þetta er erfi'tt verk. Margir stuðningsmenn okkar eru pen- ingalausir, atvinnulausir og hafa engin vegabréf. Það er erfitt að ná til þeirra allra." Prinsessan sagði að einveldis- sinnarnir væru þeir einu sem gætu stjórnað íran. „Bani-Sadr er búinn að vera,“ sagði hún og hnussaði. „Ef hann hefur ein- hvern stuðning þá er það í íran. Hvað viðkemur Mujahedeenun- um þá eru þeir hryðjuverka- menn sem gætu aldrei stjórnað. Hvernig eigum við að taka á þeim? Þeir myrtu hermenn okkar í byrjun byltingarinnar og komu Khomeini til valda.“ Muja- hedeen er hreyfing vinstri- sinnaðra skæruliða sem berjast í íran. Leiðtogi þeirra, Massoud Rajavi, flúði land með Bani-Sadr og þeir eru nú í bandalagi. Khomeini er tilbúningur Vest- urlanda sagði prinsessan. „Um leið og fjölmiðlar drógu upp mynd af keisaranum sem morð- ingja," sagði hún, „hömpuðu þeir Khomeini sem einhvers konar heilagleika eða páfa. Nú vita þeir hvers konar heilagleiki hann er.“ Einveldissinnarnir eru tilbún- ir að gera bandalag við hvaða hófsama útlagahreyfingu sem er svo lengi sem hún styður Pahl- avi-keisaradæmi. Prinsessan sagði að hún vissi ekki hvað Bakhtiar, forsætisráðherra í tíð keisarans, vildi. „Hann var ein- veldissinni í upphafi, svo varð hann jafnaðarmaður, svo fasisti og svo lýðveldissinni uppá nýtt. Ef hann vill í rauninni lýðveldi þá verður hann að segja það. Okkur finnst ekkert mark á hon- um takandi framar." Um þessar mundir gengur sáttaskjal milli hinna ýmsu hreyfinga írana í París og eru menn hvattir til að skrifa undir. „Sættir geta ekki tekist," sagði prinsessan. „Hinir sterkustu munu sigra." „Múllastjórnin er að sigla sínu eigin islamska lýðveldi í kaf,“ sagði Azadeh prinsessa. „En Isl- am verður að gegna stóru hlut- verki í framtíðarstjórn írans. Islam hefur haldið lífinu í nú- verandi stjórn landsins. Ef hún heldur áfram er það af því að Islam styður lýðveldið en ekki af því að lýðveldið styður Islam.“ Þýtt úr New York Times. þessum virkjanaframkvæmdum. Það ej- samdóma álit þeirra, sem að slíkum framkvæmdum hafa staðið á þeim tíma, sem virkjanir Viðreisnarstjórnarinnar hafa ver- ið í byggingu, — því að enn höfum við enga virkjun byggt, sem ekki var tekin ákvörðun um í tíð Við- reisnarstjórnarinnar, — að sú verkþekking, sem safnazt hefur á þessum árum geti auðveldlega tapazt niður. Þegar vélarnar voru settar niður við Sigölduvirkjun á sínum tíma, höfðu forráðamenn þess verks orð á því við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, að þegar einu sinni væri búið að mynda vinnuhóp, sem hefði aflað sér tæknilegrar þekkingar til þess að vinna slíkt vandaverk, færu ómæld verðmæti í súginn, ef sá vinnuhópur splundraðist, hver færi í sína átt og þegar komið væri að næstu virkjun væri engan veg- inn víst og raunar næsta ólíklegt, að hægt væri að ná hópnum sam- an á ný. Hið sama sögðu verktak- ar, sem rætt var við á virkjunar- svæði Hrauneyjafoss á dögunum. Þeir sögðu, að hér væri um svo sérhæfð verkefni að ræða og vandasama stjórn stórvirkra tækja, að gífurleg verðmæti færu til spillis, ef hlé yrði á virkjunar- framkvæmdum þannig, að vinnu- hópar, sem þjálfaðir hafa verið upp til ákveðinna verkefna, splundrist. Það hefur enginn vissu fyrir því að hægt sé að ná þeim saman aftur, þegar þörf krefur. Hér er komið að þætti íslenzkra stjórnmálamanna, sem margir hverjir eru líklega verri stjórn- endur en jafnvel hinir mestu stjórnunarskussar í atvinnulífinu. í mörg misseri hefur það verið ljóst, að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um næstu virkjunar- framkvæmd. Það hefur hins vegar verið dregið von úr viti vegna þess, að stjórnmálamenn geta ekki komið sér saman og þeir virðast halda, að þeir geti leyft sér nánast hvað sem er í drætti á ákvarðana- töku. Nú síðast, þegar það liggur í loftinu að Blanda verði næsta virkjun láta þeir í það skína, að standi á heimamönnum, en heima- menn segjast hins vegar bíða eftir yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um það að Blanda verði örugglega næsta virkjun, þá muni þeir ganga frá sínum málum. A meðan þessi leikur stendur yfir er framkvæmdum að ljúka við Hrauneyjafoss, verktakar eru að segja upp starfsfólki, selja vinnu- tæki jafnvel úr landi, og þjálfaðir vinnuhópar splundrast. Þegar loksins hefur verið tekin ákvörðun um virkjun verður að byrja upp á nýtt. Halda menn svo, að það sé einhver tilviljun að við drögumst stöðugt aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum? Hvad eiga ríkisstjórnir ad gera? Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að frystihúsið á Raufar- höfn á við rekstrarerfiðleika að etja, togarinn liggur bundinn við bryggju og sjómenn og starfsfólk í frystihúsi fá ekki borguð laun. Jafnframt hafa þau gleðitíðindi borizt með fjölmiðlum, bæði til íbúa á Raufarhöfn og annarra, að ríkisstjórnin hafi hvað eftir annað setið á fundum og rætt málið, lausn hafi fundizt og hjólin fari að snúast bráðlega. En dokum aðeins við. Hvað er hér að gerast? Ríkisstjórn íslands situr aftur og aftur á fundum út af rekstrarvanda eins fyrirtækis í fiskiðnaði og útgerð. Er þetta verkefni ríkisstjórnar og ráð- herra? Er ríkisstjórn til þess kjör- in að fjalla um rekstrarvanda ein- stakra fyrirtækja í landinu. Er þetta hið rétta verksvið ráðherra? Hér hlýtur eitthvað að vera málum blandið. Það hlýtur eitt- hvað að vera að þeirri stjórnunar- tækni, sem felst í því, að 10 ráð- herrar sitja í kringum borð á skrifstofu Gunnars Thoroddsens og ræða rekstrarvanda eins fyrir- tækis, hvort sem það er á Rauf-. arhöfn eða annars staðar. Hver er svo lausn ráðherranna? Jú, hún er sú, að þeir útvega lán til þess að koma togaranum frá bryggju og frystihúsinu í gang. Hvað svo? Einhvern tíma þarf að borga þessi lán. Á þá ekki að borga þau eða hvað, samkvæmt þeirri formúlu fjármálaráðherra að Raufarhafn- armenn hafi verið svo vitlausir að standa í skilum með afborganir og vexti í staðinn fyrir að láta það fara í vanskil, þá væri allt í lagi með reksturinn! Hér er auðvitað á ferðinni einn þáttur þess stjórnunarvanda, sem verkfræðingurinn við Hrauneyja- foss og erlendi ráðgjafinn töldu sig sjá hjá okkur Islendingum. Það er auðvitað ekki verkefni rík- isstjórnar að fjalla um vandamál einstaks fyrirtækis heldur að sjá svo um, að atvinnufyrirtækin al- mennt búi við viðunandi skilyrði til rekstrar. Og það er auðvitað engin lausn á vandamálum fyrir- tækja að gera þeim kleift að fá ný lán, þegar fyrirsjáanlegt er, að eftir nokkra mánuði stöðvast þau á ný. Þeir, sem stjórna með þessum hætti mundu aldrei verða teknir í vinnu hjá þeim, sem verða að láta atvinnurekstur bera sig án þess að seilast ofan í vasa skattborgar- anna til þess. Batnandi stjórnun en ... Enginn vafi er á því, að stjórnun í íslenzku atvinnulífi hefur batnað mjög frá því, sem áður var. Hópar vel menntaðs ungs fólks hafa komið til starfa í atvinnulífinu á undanförnum árum. Þetta er fólk, sem gerir sér glögga grein fyrir mikilvægi góðrar stjórnunar í at- vinnulífinu og hversu mikinn þátt hún getur átt í afkomu fyrirtækj- anna og lífskjörum fólksins. En á öllum málum eru fleiri en ein hlið. Það má ekki leggja svo mikla áherzlu á góðar stjórnunar- aðferðir, að fyrirtækjunum verði óskaplega vel stjórnað en frum- kraftinn vanti. Á síðustu misser- um hafa farið fram í Bandaríkjun- um verulegar umræður um það, hvað valdi erfiðleikum og hnignun í bandarísku atvinnulífi. Sumir halda því fram, að vel menntaðir stjórnendur eigi ríkan þátt í þeim erfiðleikum. Þeir kunni að „stjórna“, en frumkraftinn vanti í atvinnulífið, sköpunargleðina, áræðið, viljann til þess að brjóta nýjar leiðir, taka mikla áhættu, gera eitthvað sem venjulegt fólk telur útilokað að gera o.s.frv. Það er enginn vafi á því, að ævintýrin, sem orðið hafa í íslenzku atvinnu- lífi á þessari öld, hafa orðið fyrir frumkvæði manna, sem voru ekki sérfræðingar í „stjórnun", en höfðu dug, áræði og framtíðarsýn. Þeir brutust áfram og unnu stór- virki. Það er ekki hægt með góðum stjórnunaraðferðum einum sam- an.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.