Morgunblaðið - 04.10.1981, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.10.1981, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 30 Sjúílokkar sveitanna túku ætingu við höfnina og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Úr stjúrnstöð fljálparsveitar skáta i Vcstmannaeyjum. TryKffvi Páll Friðriksson. formaður LIIS, t.v. ok Bjarni Sixhvatsson úr Vestmannaeyjasveitinni. en þeir stjúrn- uðu æíinnunni. I>að var kátt á hjalla þegar heimamenn buðu ölium þátt- takendum upp á snittur og kakú. Sjúklingur fluttur ofan af lshúsfélagshúsinu. Ljósmyndir: Sigurgeir henni starfa áhugamenn um leitir með hundum. A vegum Landssambands hjálparsveita skáta er síðan starfandi eini björgunarskól- inn á landinu, Björgunarskóli LHS, en hlutverk hans er að mennta félaga sveitanna og reynda aðra þá er áhuga hafa. Sérstaklega hefur verið lögð rækt við skyndihjálparkennsl- una, og hefur skólinn á þrem- ur árum útskrifað 44 skyndi- hjálparkennara, og eitt slíkt Gengið frá meiðslum eins hinna slösuðu og honum komið fyrir á sjúkrahörum. Einn sjúkiinganna fluttur af slysstað í sjúkrahíl. Æfingin nokkuð óvenjuleg, en tókst að allra mati mjög vel „.EFINGIN gekk að allra mati mjiig vel,“ sagði Tryggvi I’áll Friðriksson, íormaður Lnndssamhands hjálpar- sveita skáta, LIIS, í samtali við Mhl„ er hann var inntur eftir gangi mála á samæfingu allra hjálparsveita skáta, sem haldin var í Vestmannacyj- um. „Það tóku um eitthundrað manns þátt í æfingunni, sem var skipulögð af Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Æf- ingin var með nokkuð ólíku sniði samanboFÍð við það, sem við eigum að venjast. Hún byrjaði um sexleytið á laug- ardagskvöld og stóð yfir alla nóttina fram til klukkan 08.00 á sunnudagsmorgun. Menn voru því stöðugt að í liðlega hálfan sólarhring. Veðrið gerði okkur að vísu lífið dálítið leitt, því um 10 vindstig voru allan tima. Hugmyndin hafði verið, að dreifa æfingunni um eyjarnar í nágrenni Heimaeyjar, en af því gat ekki orðið og við vorum því að mestu leyti vítt og breytt um Heimaey, auk þess sem æfingar voru teknar í höfninni. Æfingin byggðist mikið upp á leitaræfingu, björgunarað- gerðum úr klettum og sjúkra- hjálp, auk þess sem köfunar- menn tóku æfingu niður við höfn. Því er ekki að neita, að - segir Tryggvi Páll Friðriksson, formaður LHS klettabjörgunaræfingarnar voru töluvert strembnar í 10 vindstigum," sagði Tryggvi Páll Friðriksson. Aðspurður um hvernig þessi æfing hefði verið frábrugðin öðrum samæfingum LHS, sagði Tryggvi Páll, að venju- legast væru þetta æfingar frá föstudagskvöldi fram á sunnu- dag og þá með svefnhléum á milli. „Menn voru hins vegar á því, að þetta væri sízt verra form á samæfingu, þegar menn kæmu án þess að missa úr vinnu eins og óhjákvæmi- legt er, þegar gamla formið var við lýði,“ sagði Tryggvi Páll ennfremur. Hjálparsveitir skáta eru staðsettar á tólf stöðum vítt og breytt um landið og innan þeirra vébanda eru starfandi um 800 félagar. Sveitirnar eru í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ, Hafnarfirði, Njarðvík, Hveragerði, Egilstöðum, Aðal- dal í Þingeyjasýslu, Akureyri, Blönduósi og svo í Vestmanna- eyjum. Þá er starfandi innan LHS sérstök hundasveit, en í námskeið stendur fyrir dyr- um. Skyndihjálparnámskeiðin hafa sótt, auk félaga í hjálpar- sveitum skáta menn frá Slysa- varnafélagi íslands, lögreglu og Almannavörnum. Landssamband hjálpar- sveita skáta, LHS, er um þess- ar mundir 10 ára, og er þess minnst með ýmsum hætti. Til dæmis gengst LHS nú um helgina fyrir sérstöku fjalla- maraþoni fyrir allar björgun- arsveitir landsins, en það er keppni sem tveggja manna lið taka þátt í. Keppendur ferðast um liðlega 80 km gönguleið, sem er mismunandi greiðfær og bera með sér allan nauð- synlegan búnað. Keppnin hefst í Landmannalaugum og verður gengið í Þórsmörk um 60 km, og þaðan verður síðan gengið yfir Fimmvörðuháls, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls að Skógum undir Eyjafjöllum. — sb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.