Morgunblaðið - 04.10.1981, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Ilér fer á eftir ræða, sem
Ilalldór Hlöndal, alþinRÍs-
maður. hélt á fundi Sjálf-
stæðiskvcnnafélagsins
Ilvatar fyrir skömmu:
Eg var um helgina á ráðstefnu
fyrir austan í Skálholti undir
þeirri fyrirsögn að við skyldum
ræða frið á jörðu. Dr. Þórir Kr.
Þórðarson prófessor gerði þar
grein fyrir merkingu orðsins frið-
ur í hebresku og raunar grísku
líka og sagði, að í því fælist m.a.
heilindi, það væri friður ef hlut-
irnir væru í jafnvægi og gengju
eðlilega fyrir sig, þannig að í orða-
sambandinu friður á jörðu væri
þýðingin friður ekki meira en svo
nákvæm, þó a hinn bóginn það orð
og hið hebreska hefðu sama’inni-
hald á afmörkuðu sviði þó.
Þegar ég velti fyrir mér hinu
íslenzka flokkakerfi dylst mér
ekki, að við getum hvorki sagt, að
við búum við frið í hinni íslenzku
né í hinni hebresku merkingu
orðsins kantiski fyrst og fremst
vegna þess að við verðum áþreif-
anlega vör við, að heilindin eru
víðs fjarri. Einn treystir ekki öðr-
um og á þann hátt var hin vafa-
sama kvikmynd um Snorra
Sturluson í sjónvarpinu í gær-
kvöldi þörf áminning, að hún rifj-
ar upp fyrir okkur hvers konar
ástandi við bjóðum heim, hvers
konar skeggöld og skálmöld mundi
brátt geisa hér nema við náum
samkomulagi, að leikreglur séu
haldnar, að menn hugsi ekki fyrst
og fremst um augnabliksávinnins
sjálfs sín.
Sá sem ekki var gjörkunnugur
Islendingasögu áður, skildi hvorki
upp né niður í Sturlu Sighvatssyni
eða Snorra í sjónvarpsmyndinni í
gærkvöldi fremur en frómur lesari
innviði Sjálfstæðisfiokksins af
blaðafréttum einum.
sinni fyrr auk 3% grunnkaups-
hækkunar af og til, þannig að
heildarhækkunin í beinhörðum
peningum var 42% á IV2 ári utan
við allar verðbætur. Við þetta var
að sjálfsögðu ekki hægt að standa
og sagan hefur sýnt okkur síðan,
að það uppboðsþing sem háð var
undir slagorðunum. „kosningar
eru kjarabarátta" var í raun og
veru svikaþing. Kjósendur tóku
mark á vígorðinu, vinstri flokk-
arnir fengu beggja skauta byr í
vorkosningunum 1978 og óhjá-
kvæmilegt var að hugsa sér, að
vinstri stjórn tæki þá við, enda
hafði vígi okkar sjálfstæðismanna
í Reykjavík fallið.
Eitt að vinna sigur
— annað að fylgja
honum eftir
Það er erfitt að hugsa sér það,
að fall Reykjavíkurborgar 1978 í
hendur vinstri manna skyldi ekki
hafa orðið okkur sjálfstæðis-
mönnum hvatning til þess að
standa saman. Við munum, að
vinstri menn tvíefldust allir við
þau tíðindi og síðan þá hefur verið
gerð látlaus hríð að sjálfstæðis-
mönnum, linnulaus stórsókn verið
hafin gegn atvinnuvegunum og
grímulaust reynt að koma þeim
undir opinbera forsjá eða í hendur
samvinnumanna. Það reið þess
vegna á, að við sjálfstæðismenn
endurskipulegðum okkar fylk-
ingar undir einu vígorði með ein-
um hug og létum um stund mis-
klíðarefni í okkar eigin röðum til
hliðar. Reykjavíkurborg verður
ekki unnin aftur nema við stönd-
isflokkurinn bauð fram klofinn í
tveim kjördæmum, Norðurlands-
kjördæmi eystra og á Suðurlandi.
Ástæðurnar voru ekki þær sömu.
Fyrir norðan hafði sá þingmaður,
sem klauf sig út ur, tvívegis gefið
yfirlýsingu um, að hann mundi
ekki gefa kost á sér oftar og sóttist
eftir framboði með því skilyrði
bæði 1974 og 1978. Honum snerist
þó hugur. Eftirtektarvert er, að
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins greiddi ekki atkvæði með því á
miðstjórnarfundi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn byði fram í Norður-
landskjördæmi eystra.
Á Suðurlandi voru ástæður aðr-
ar. Þar var um ágreining að ræða
heima í héraði. Tvær sýslur,
V-Skaftafellssýsla og Rangár-
vallasýsla, gátu ekki sætt sig við
að þeirra maður settist í þriðja
sætið þótt Árnesingar hefðu unað
því í næstu kosningum á undan.
Því fór sem fór þar, að hin gamla
deila Haukdæla og Oddaverja
blossaði upp að nýju við óvæntar
aðstæður, sem ekkert áttu skylt
við málefni eða hugsjónir og starf
Sjálfstæðisflokksins í víðara sam-
hengi eða á hærra plani.
Enginn vafi er á því að þessi
sundrung olli því hversu kosn-
ingarnar 1979 voru erfiðar. Menn
trúðu ekki á vígorðið leiftursókn
gegn verðbólgu hjá flokki, sem
ekki hafði í sér kraft til að bjóða
fram í einu lagi. Síðar kom í ljós,
að brotalamirnar voru fleiri en í
fyrstu virtist.. Varaformaður
flokksins vann leynt og Ijóst gegn
því að Geir Hallgrímssyni tækist
að mynda ríkisstjórn og að síðustu
inni, heldur hugsi fremur til hins,
hvað sé í húfi. Sjálfstæðisflokkn-
um verður ekki haldið saman
framvegis nema við getum staðið
saman næsta vor. Afstaðan í
sveitarstjórnarmálunum er með
öllu óviðkomandi þeirri ríkis-
stjórn sem nú situr, myndun
hennar og starfi.
En Gunnar Thoroddsen og fé-
lagar hans hafa meira fylgi meðal
fóiksins en þröngsýnn Geirsmaður
eins og þú vilt viðurkenna, kann
einhver að segja og bæta við, að
Gunnarsarmurinn verði að fá það
viðurkennt í næstu sveitarstjórn-
arkosningum. Röksemdum af
þessu tagi get ég ekki tekið, það er
ekki hægt að versla með sjálf-
stæðismenn. Þeir menn sem sitja í
ríkisstjórninni og styðja hana, eru
úr öllum vistarverum Sjálfstæðis-
flokksins ef svo má að orði kom-
ast, þótt þeir telji sig frjálslyndari
okkur hinum. Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra valdi sér til að-
stoðar ungan mann, sem um ein-
hver misseri eða ár hafði verið
starfsmaður ungra íhaldsmanna í
Evrópu með aðsetur í Englandi.
Við munura að Ólafur Thors og
menn honum líkir vildu ekki láta
tengja okkur íhaldsflokknum í
öðrum löndum og fyrir því er göm-
ul hefð í flokknum. Pálmi Jónsson
hefur oft vakið undrun margra
fyrir þröngsýni varðandi menn-
ingarmál. Friðjón Þórðarson á
hinn bóginn hefur verið frjáls-
lyndur í sínum skoðunum yfirleitt.
Um Eggert Haukdal er það að
segja að hann er ólíkur nágranna
sínum Steinþóri Gestssyni, sem
hefur í afskiptum sínum af þjóð-
GAGNKVÆM HEIL-
INDI LEIDA TIL SATTA
Ef við lítum til baka til hinnar
stuttu sögu lýðveldisins sjáum við,
að flokkaskipanin hefur verið
sterk hér á landi. Að vísu hefur
það einu sinni komið fyrir, að gerð
var tilraun til stofnunar sérstaks
flokks á hægri vængnum, þar sem
var Lýðveldisflokkurinn, en sú til-
raun fæddist feig vegna þess, að
við sjálfstæðismenn bárum gæfu
til að skilja, að ef við ætluðúm að
hafa nokkra von um það að halda
velli fyrir okkar hugsjónir og hafa
olnbogarými fyrir einstaklinginn,
yrðum við að standa fastir fyrir
eins og kletturinn sjálfur. Við
megum ekki gleyma því eitt and-
artak, að Alþýðuflokkurinn var á
sínum tíma stofnaður til þess
fyrst og fremst að misnota verka-
lýðshreyfinguna í pólitísku skyni
eins og Sameiningarflokkur al-
þýðu- sósíalistaflokkurinn og Al-
þýðubandalagið síðar og Fram-
sóknarflokkurinn var með sama
hætti til þess stofnaður að sam-
takamætti og fjármunum sam-
vinnuhreyfingarinnar yrði beitt
fyrir pólitískan vagn þröngrar
hagsmunaklíku.
Kjörfylgi í augna-
bliksstemmningu
Á vinstri væng stjórnmál anna
hefur ekki ríkt sama kyrrðin.
Þjóðvarnarflokkurinn náði ár-
angri. Hann kom tveim mönnum á
þing í fyrstu atrennu og hið sama
var að segja um Samtök frjáls-
lyndra og vinstrimanna. Sú alda
hrifningar, sem var um þá
flokksstofnun skolaði hvorki
meira né minna en 5 þingmönnum
á land. Það er eftirtektarvert um
báðar þessar flokksstofnanir, að
þær virðast hafa náð hámarki
fylgis síns í augnabliksstemmn-
eftir Halldór
Blöndal, alþm.
ingu í kringum fæðingarhríðirnar
meðan sagan hafði ekki dæmt
þeirra framtak og fólki fannst við-
komandi þingmenn eða frambjóð-
endur nánast sem óspjölluð mey
gagnstætt þeim gömíu flokkum,
sem voru síður en svo syndlausir
og raunar hafði margt verið fram-
ið í þeirra skjóli, sem menn vildu
helst að lægi í þagnargildi. Hið
sama var raunar að segja um
myndun ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens, að í kringum hana
var mikil stemmning og ég er ekki
í vafa um það, að það fylgi, sem
hún naut meðal þjóðarinnar fyrst
í stað, var ótrúlegt, hreint ótrú-
legt. Og við getum veR fyrir okkur
ástæðunum fyrir því og þá rifjast
upp fyrir okkur, að á öndverðu ári
1978 tókst A-flokkunum, Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki, að
telja launafólki trú um, að einung-
is þeir flokkar væru til þess bærir
að halda svo á hagsmunum laun
þega, að unnt yrði að komast út úr
efnahagsvandanum án þess að
skerða kjörin. Þessir tveir sjálf-
skírðu verkalýðsflokkar voru á
uppboðsþingi, þar sem hvor bauð
öðrum betur. Þetta voru víxl-
verkanir loforða og vegna þess
gamla haturs, sem Björn Jónsson
bar í brjósti til Ólafs Jóhannes-
sonar eftir að hann vék honum úr
ríkisstjórn 1974, varð ekki við
neitt ráðið. Sólstöðusamningarnir
1977 voru auk heldur þeirrar gerð-
ar, að enginn von var til þess að
við þá samninga yrði hægt að
standa, samið um 28% grunn-
kaupshækkun þegar í stað og full-
komnara verðbótakerfi en nokkru
um saman frekar en atvinnuveg-
unum komið þangað áleiðis sem
þeir voru í þann mund sem ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar lét af
völdum. í okkar röðum þarf ekki
að útskýra, að það er að sjálfsögðu
grundvöllur þess að við getum
bætt okkur á sviði menningar- og
heilbrigðismála. Sú vinstri stjórn
sem við tók haustið 1978 sýndi
þess fljótt merki, að eitt er að
vinna sigur, annað að fygja honum
eftir. Sundrungin einkenndi þá
ríkisstjórn sem við tók og þeir
ungu menn í Alþýðuflokknum sem
sigurinn unnu 1978, hafa ekki
reynzt vera menn til þess að halda
á málefnum síns flokks né vinna
honum traust til frambúðar. Bæði
skortir þá til þess hugrekki og þá
staðfestu, sem gefur mönnum von
um, að af þeim sé mikils að vænta
eins og þeirra fyrstu orð á stjórn-
málasviðinu þó gáfu fyrirheit um.
Gleggst kom þetta í ljós haustið
1979, þegar þeir slitu stjórnar-
samstarfi fyrirvaralaust og efnt
var til nýrra kosninga svo fljótt
sem verða mátti, 2. desember 1979.
Það er lýsandi um þá ringulreið,
sem þá ríkti, að í fyrstu lotu fól
forseti íslands Steingrími Her-
mannssyni að mynda á ný aðra
vinstri stjórn í stað þeirrar, sem
gaf upp öndina rúmum tveim
mánuðum áður. Allir sáu, að þetta
var sjónarspil einungis til þess
fallið að tefja, slá málum á frest.
Það var fullreynt þá þegar, að ný
vinstri stjórn gat ekki komið til
greina, en þessi tími var notaður
til annars eins og síðar kom í ljós.
Brotalamirnar fleiri
en í fyrstu virtist
Á þessum haustdögum gerðust
þeir atburðir einnig, að Sjálfstæð-
tók hann þann kostinn sem verst-
ur var, að mynda ríkisstjórn með
tveim höfuðóvinum okkar, Al-
þýðubandalagi og Framsóknar-
flokki, við þau skilyrði, að áhrif
Sjálfstæðisflokksins eru minni-
háttar. Þau ráðuneyti sem hann
hefur voru lítils virði, eins og á
málunum er haldið og aðstaðan til
að hafa áhrif á stjórnsýsluna í
heild óveruleg.
Ég spurði um það á þingflokks-
fundi þegar stjórnin var mynduð,
hvort þess væri kostur, að Sjálf-
stæðisflokkurinn í heild kæmi inn
í þessa ríkisstjórn með öllum sín-
um styrk og fékk það svar frá
varaformanni Sjálfstæðisflokks-
ins, að aldrei hefði staðið til að
Sjálfstæðisflokkurinn myndaði
þessa ríkisstjórn enda myndi slíkt
þýða nýjar viðræður um stjórn-
armyndun. Þannig var það mál
vaxið og það er eðlilegt, að sú
spurning vakni í röðum sjálfstæð-
ismanna síðan hvort við því sé að
búast að flokkakerfið riðlist og
geri ég þá ráð fyrir, að menn hafi
þá fyrst og fremst í huga á okkar
væng stjórnmálanna.
Ekki hægt að
versla með
sjálfstæðismenn
Landsfundur er nú framundan
og síðan kemur að því, að við bjóð-
um fram fyrir borgarstjórnar-
kosningar hér í Reykjavík, bæjar-
stjórnarkosningar og hrepps-
nefndarkosningar og okkur ríður á
því að ganga heilskinnaðir til
þeirrar baráttu eins og hægt er við
erfið skilyrði. Þá ríður á að menn
láti sína persónulegu hagsmuni í
þröngum skilningi ekki ráða ferð-
málum vakið athygli fyrir víðsýni.
Ég held að þessir stjórnmálamenn
komi sem sagt sinn úr hverri vist-
arverunni og séu þverskurður af
sjálfstæðismönnum skoðanalega
séð þannig að það er óhjákvæmi-
legt að afgreiða myndun ríkis-
stjórnarinnar sem persónulegan
ágreining frekar en skoðanalegan.
Það hefur líka verið metið svo af
fólkinu sjálfu og þess vegna hafa
þær tilraunir, sem gerðar hafa
verið til að búa til málefnalegan
ágreining úr þessari stöðu að engu
orðið. En þetta segir okkur líka
annað, að ef til þess komi að af
nýrri flokksstofnun verði, hlýtur
sú flokksstofnun að verða á per-
sónulegum grundvelli, ekki efnis-
legum. Og þá er ég þeirrar skoðun-
ar eins og sýndi sig um Samtök
frjálslyndra og vinstri manna, að
ekki þurfi svo mjög að óttast að
þvílík flokksstofnun yrði langlíf
né hefði mikinn byr. Tækifærið
var í kringum myndun ríkisstjórn-
arinnar, framvindan hefur kennt
okkur síðan, að sú tilraun, sem þar
var gerð, hefur mistekizt. Hafi
þeir Gunnar Thoroddsen og félag-
ar virkilega trúað því, að þeir
kæmu hugsjónum og stefnu
Sjálfstæðisflokksins fremur fram
í minnihlutasamstarfi við alþýðu-
bandalagsmenn og framsóknar-
menn en með því að vinna af heil-
indum með sínum flokksmönnum,
þá hefur reynslan fýnt, að þeir
höfðu rangt fyrir sér.
Ríkisstjórnin
fari frá
Hættan á klofningi Sjálfstæðis-
flokksins er með öðrum orðum