Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 37 persónulegs eðlis. Menn velta því mjög fyrir sér hvernig takist að koma saman framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar og þeir bjartsýnustu segja, að i þeim efn- um yrði fullnægjandi ef þeir gæfu yfirlýsingu um það, núverandi ráðherrar, að daginn eftir kjördag séu þeir reiðubúnir að koma til baka og vinna aftur með okkur hinum, ganga í þingflokkinn heils hugar og hefja störf með sjálf- stæðismönnum að nýju í þeirri fyllingu tímans, að þá séu þeir búnir að koma þjóðfélaginu á þann kjöl, sem þeir hafa hugsað sér við myndun ríkisstjórnarinn- ar. Eg hef ekki heyrt marga menn taka undir þessa skoðun og mér hefur ekki. tekizt að hugsa mér, hvernig ráðherrarnir ætli sér að koma til baka. Fyrir því hljóta þeir þó að hafa hugsað, en vilja kannski ekki trúa okkur fyrir því. Það má sem sagt vera, að þarna sé einhver vegur þó ég sjái hann ekki í myrkrinu. En ef Sjálfstæðis- flokkurinn ætlár sér að bjóða fram í einu lagi, verður þessi braut að vera til og ég get ekki hugsað mér hana nema ríkis- stjórnin fari frá og því fyrr, því betra. í þeim efnum getur minnsti dráttur orðið um seinan. Ég hef heyrt á ýmsum, að þeir hugsi sér það, að sjálfstæðismenn bjóði fram tvo lista, D-lista og DD-lista, bg síðan eigi þessir tveir listar að keppast við um það, hvors geti dregið fleiri sjálfstæð- ismenn í sinn dilk, — væntanlega eftir þeirri forskrift, að DD-lista- sjálfstæðismaður sé betri en D-lista-sjálfstæðismaður eða öfugt. , Ætli frjálshyggjumenn yfirleitt sættu sig við slík vinnubrögð eða þætti þau líkleg til árangurs og samstöðu eftir kosningar fremur en eftir síðustu kosningar? Það held ég ekki, — ég held að slík vinnubrögð yrðu ávísun á endan- legan klofning Sjálfstæðisflokks- ins, og gerðu uppgjör óhjákvæmi- legt. Sýndarfriður verri en enginn friður Þórir Kr. Þórðarson nefndi heil- indi fyrst, þegar hann skilgreindi fyrir okkur hina biblíulegu merkingu í orðinu friður. Þjóð- menning okkar leggur áherslu á hið sama, að friður og vinátta komi ekki fyrirhafnarlaust, heldur þurfi að rækja hvort tveggja. Það þurfi fyrir því að hafa. Sýndar- friður er verri en enginn friður! Eldi heitari brennur með illum vinum friður fimm daga, en þá slokknar er hinn sjötti kemur og versnar allur vinskapur. Við sjálfstæðismenn stöndum nú frammi fyrir því, hvort okkur takist að jafna ágreiningsmál okkar, hvort okkur takist að skapa frið í stað ófriðar, traust í stað vantrausts, hvort heilindi ein- kenni á ný störf okkar sjálfstæð- ismanna. Ef von á að vera til þess, að slíkt megi takast, er okkur mik- ið starf á höndum. Og það er ekki unnt að hefja, nema þeir, sem slitu sundur lög okkar flokks og síðan friðinn, láti sjást þess ein- hver merki, að þeir hafi séð að sér. Hvað svo sem þeir ætluðu sér með myndun ríkisstjórnarinnar, hefur reynslan sýnt, að það hefur mis- tekizt hrapallega. Þeir eiga því enga leið nema til baka, ef þeir átta sig þá nógu fljótt, því að í þeim efnum er komin hin ellefta stund. Flokksstofnun af þeirra hálfu er úr sögunni, — fyrirheitna land ríkisstjórnarinnar finnst ekki fremur en gnægtalandið hans Steins Bollasonar, þar sem öllu ægði saman, því sem til var og ekki var til. Ríkisst jórnin átti að vera búin að skila tillögum til úrbóta fyrir ári - segir Halldór Blöndal um mál Jökuls hf. á Raufarhöfn „hað kom fram á fundin- um að stjórn Byggðasjóðs var öll sammála um það, að hér væri einungis um bráðabirgðalausn að ræða sem leysti engan vanda, enda svipað ástatt um ým- is önnur fyrirtæki í sjávar- útvegi víðs vegar um land- ið,“ sagði Ilalldór Blöndal, alþingismaður, í samtali við Mbl. „Það vó hins vegar þungt, að at- vinnuleysi er á Raufarhöfn og auðvitað óþolandi með öllu að fólk fái ekki laun sín greidd. Hér á mikið af skólafólki í hlut og maður getur ímyndað sér, hvaða uppeld- islegu áhrif það hefur, ef ekki er staðið í skilum með kaupgreiðslur, þegar skólar byrja. Það er þokka- legt vegarnesti, eða hitt þó heldur. Útflutningsatvinnuvegirnir eru reknir með halla. Ríkisstjórnin hefur haft til athugunar, hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera, en ekki bólar á niðurstöðu. Þetta hefur valdið sjávarútvegin- um margvíslegum erfiðleikum og Inn á fundinn kom bréf frá rík- isstjórninni þess efnis að hún hefði samþykkt að veita fram- kvæmdasjóði heimild til lántöku sem ráðstafað yrði í samráði við ríkisstjórnina til að aðstoða þau fyrirtæki í fiskiðnaði sem ættu við sérstaka rekstrarerfiðleika að etja. Jafnframt var tilkynnt að hafin yrði athugun á rekstrarerf- iðleikum slíkra fyrirtækja og leið- um til úrbóta. Mér kemur þetta bréf afskaplega mikið á óvart því það hefur komið fram hvað eftir annað á Alþingi að slík athugun væri í gangi. Og í sambandi við þessi Raufarhafnarmál höfum við þingmenn þrásinnis fengið þær upplýsingar hjá Stefáni Valgeirs- syni alþingismanni, að rekstrar- vandi sjávarútvegsins væri í sér- stakri athugun og hann hefur raunar tilgreint nákvæmlega hversu mörg fyrirtæki væru í sér- stakri athugun hjá ríkisstjórn- einstök fyrirtæki hafa eða eru að stöðvast vegna hallarekstrar. í trausti þess að alhliða ráðstafanir til að skapa atvinnuvegunum heil- brigðan rekstrargrundvöll séu á næsta leiti getum við fallist á til- inni. Nú sé ég hins vegar ekki bet- ur en menn hafi verið dregnir á asnaeyrunum, sem er vitaskuld al- varlegt mál. Það er lágmarkskrafa forsvarsmanna í sjávarútvegi og fólks sem vinnur í sjávarútvegi að hafa sannar fregnir af því á hverj- Bókun Eggerts Haukdal í TRAUSTI þess ríkisstjórnin tryggi nauðsynlegt fjármagn fyrir Byggðasjóð til að leysa hliðstæðan vanda og á Raufarhöfn, sem blasir við víða um land, ekki aðeins í fiskvinnslu, heldur og í fleiri at- vinnugreinum, þá styð ég þessa tillögu forstjóra. lögu forstjóra. Óhjákvæmilegt er þó að vara við þeirri þróun, að taprekstur sé jafnaður með nýjum lántökum, enda hlýtur það að auka á vandann þegar fram í sæk- ir. um tima, hvort unnið sé að þeirra málum eða ekki. Ef allt væri með felldu hefði ríkisstjórnin átt að vera búin að skila tillögum til úr- bóta fyrir heilu ári, en nú á sem sagt að hefja athugunina," sagði Halldór Blöndal. Bókun Karls Stoinars Guðnasonar Tel óhjákvæmilegt annað en samþykkja umbeðna fjárveitingu til Jökuls hf. vegna þess atvinnu- leysis sem nú er á Raufarhöfn, er skapast hefur vegna erfiðleika fyrirtækisins. Hins vegar óttast ég að þessi fyrirgreiðsla dugi hvergi til að bjarga fyrirtækinu nema í örfáa mánuði. Þá vil ég minna á að fiskvinnslufyrirtæki víðsvegar um landið eiga í svipuð- um erfiðleikum og Jökull hf., til dæmis er yfirvofandi rekstrar- stöðvun hjá Hraðfrystihúsi Kefla- víkur nú á næstu dögum. Tel ég nauðsynlegt að vandamál þess og annarra fyrirtækja, sem eins er ástatt um, verði tekin til meðferð- ar á næsta fundi stofnunarinnar. Bókun Geirs Gunnarssonar Vitað er að fleiri fyrirtæki í þessari atvinnugrein þurfa að fá aðstoð og í trausti þess að hún verði veitt, styð ég þessa tillögu. Bókun Halldórs Blöndal og Steinþórs Gestssonar: Treystum á að alhliða ráð- stafanir séu á næsta leiti Bókanir vegna máls Jökuls hf. Hjúkrunarfræðingaskorturinn Hjúkrunarnemar á þriðja ári vinna störf hjúkrunarfræðinga í umræðunni um hjúkrun- arfræðingaskortinn, sem átt hefur sér stað að und- anförnu. hefur það meðal annars komið fram, að vöntun á hjúkrunarfræð- ingum til starfa á sjúkra- húsunum hefur að ýmsu leyti komið niður á hjúkr- unarnemum og fengum við því nokkra hjúkrunar- nema á 3ja ári í bóklegu námi, til að ræða við okkur um þessi mál. Þau eru Erna Sigmundsdóttir, Ólafur Guðbrandsson og Pálína Ásgeirsdóttir. En það má benda á það að auka- vakt hvort sem er til hjúkrunar- nema eða hjúkrunarfræðinga eru dýrari fyrir sjúkrahúsin, því að eftir að átta stunda vinnudegi er lokið er greiddur yfirvinnutaxti, því vaknar sú spurning, hvort ekki borgi sig fremur að hækka laun hjúkrunarfræðinga, til að fá þá sem leitað hafa í betur launuð störf, til að koma aftur inn á sjúkrahúsin, þá yrðu deildirnar betur mannaðar og hjúkrunin markvissari. Við tökum undir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum að neyð- arástand ríkir á sjúkrahúsunum vegna hjúkrunarfræðingaskorts- ins og viljum við jafnframt benda á það, að með því að láta hjúkrun- Rætt við Ernu Sigmundsdóttur, ólaf Guðbrandsspn og Pálínu Asgeirsdóttur hjúkrunarnema í Hjúkrunarskóla íslands „Við, sem erum nemar á þriðja ári, teljum að of mikils sé krafist af okkur. Það er algengt að við fyllum skarð hjúkrunarfræðinga og vinnum þau störf, sem eru í þeirra verkahring eins og skýrslu- gerð, lyfjagjafir og stjórnun, þar eð vöntun er á hjúkrunarfræðing- um til starfa. Deildir spítalanna eru oft að meira eða minna leyti mannaðar af hjúkrunarnemum í verklegu námi og hjúkrunarfræð- ingum, sem taka að sér aukavakt- ir. Þessar vaktir eru teknar eftir fullan skóladag hjá nemunum. Ef við tökum Kleppsspítalann sem dæmi, sem hefur reyndar algjöra sérstöðu hvað hjúkrunarskortinn varðar, þá var það þannig í sumar, að kvöldvaktirnar voru nær ein- göngu mannaðar af hjúkrunar- nemum og það var aðeins einn hjúkrunarfræðingur á vaktinni, sem hægt var að leita til. Ein deildin á Kleppsspítalanum var aiveg undir stjórn hjúkrunar- nema. Það hefur líka komið fyrir að þurft hefur að loka deildum að nokkru leyti þar eð engir hjúkrun- arnemar voru skráðir þar í verk- legt nám. I þessu sambandi má nefna að barnadeild Landspítal- ans var lokuð í júlí síðastliðnum að hluta Jil af þessari ástæðu. Af þessu sést að hjúkrunarnemar eru teknir sem fullur starfskraftur, sem við teljum alls ekki eðlilegt, þar eð við höfum ekki lokið okkar námi og þurfum að hafa tíma og aðstöðu, til að kynna okkur ein- staka þætti hjúkrunarinnar vel. Við teljum að þetta mikla vinnuálag og sú ábyrgð, sem lögð er okkur á herðar komi niður á náminu. Við þetta bætist, að hjúkrunarfræðingarnir, sem eru að störfum á deildunum, eru svo önnum kafnir, og þótt þeir séu all- ir af vilja gerðir þá gefst þeim takmarkaður tími til að segja okkur til. Fyrir vaktavinnu sína fá hjúkr- unarnemar á þriðja ári 65% af byrjunarlaunum hjúkrunarfræð- inga sem gera 4.176 krónur á mán- uði. Reynist fáum auðvelt að lifa af þessum launum, því eru hjúkr- unarnemar fúsir til þess að taka að sér aukavaktir. arnema hlaupa í skarð hjúkrunar- fræðinga fæst seint viðhlítandi lausn heldur hlýtur lausnin að fel- ast í betri kjörum hjúkrunarfræð- inga eins og áður segir." IIE. Lítil loðnuveiði AÐEINS tveir bátar tilkynntu loðnuveiði í nótt. Ársæll KE fékk 440 lestir og Svanur RE 670 lestir. Þá var Heimaey á leið til lands með 250 lestir. Ágætt veður var á miðunum en loðnan dreifð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.