Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 41 Einnig getum við nýtt margt í því gamla og þegar nýja húsið er tilbúið, rífum við innan úr það sem ekki verður notað," sagði hann. Við spurðum Birgi, hvor hann teldi ástæðu til að friða hverfið og að séð yrði til þess að heild- arsvipur þess raskaðist ekki. Hann svaraði: „Ég er á móti öllu friðunarstefnum og kvöðum. Ég sé ekkert athugavert við það, að fólk fái að breyta sínum húsum, ef það vill. Þá er líka mikið af þessum húsum handónýtir hjall- ar, sem þyrfti að rífa. En ef eig- endur þeirra vilja leggja í að laga þau og breyta er það þeirra mál, en ekki einhverra yfirvalda." — Gætir þú hugsað þér að fá steinsteypt nýtízku hús hérna við hliðina? „Ef eigandinn telur að það sé það sem hann vill, þá er það hans mál.“ Gunnlaug var ekki alveg sam- mála þessu sjónarmiði bónda síns, en hann endurtók að þetta væri sín skoðun, en hann myndi sjálfur aldrei fara út í að byggja slíkt hús á sinni lóð. Þeir feðgar voru vinnuklæddir og ætluðu að nota góða veðrið til að halda áfram smíði hins nýja húss, utan um hið gamla. Við fengum að smella mynd af fjöl- skyldunni, kvöddum síðan og þökkuðum fyrir skemmtilegt rabb og viðurgjörning. Afstaða bæjaryfirvalda: Ekki friðlýst - en heimild bæj- arstjórnar þarf til breytinga Hver er afstaöa bæjaryfirvalda til þessara húsa? Viö héldum til fundar viö bæjarstjórann, Har- ald Haraldsson, og spuröum þeirrar spurningar. „Það liggur fyrir samþykkt bæjarstjórnar, að húsin við Tangagötu og Smiöjugötu og nokkur hús þar í kring, verði lát- in halda upprunalegri mynd sinni. Þessum húsum má ekki breyta, nema með sérstakri samþykkt bæjarstjórnar, og samkvæmt skipulagstillögum sem nú líggja fyrir eiga húsin við þessar götur að fá aö standa óhreyfð." Haraldur sagöi, aö húsin væru á milli 30 til 40 aö tölu. Þau væru misjafnlega á sig komin, nokkur svo til ónýt, önnur heilleg og vönduö aö stofni til. Þá sagöi hann nokkurrar breytingar gæta á afstööu manna til húsanna. „Þaö stóö til aö bæjarstjórn léti rífa tvö þeirra, viö Smiðjugötu 2 Haraldur Haraldsson bæjarstjóri og Sundstræti 19. Bæjarsjóöur keypti húsin til niðurrifs — þau voru fyrir á skipulagsuppdrætti, leggja átti götu þar sem þau standa. Þessari skipulagstillögu var breytt og húsin voru seld einkaaöilum á ný og ákveðið aö láta þau standi áfram." — Hefur bæjarfélagiö aöstoö- aö eigendur húsanna á einhvern hátt viö þær lagfæringar sem nú fara fram á mörgum þeirra? „Nei, ekki held ég þaö. Það er auövitaö pólitísk ákvöröun hverju sinni, hvort slíkt veröur gert. En ég tel aö þetta sé aö mestu eöa öllu leyti í höndum eigendanna sjálfra." Haraldur sagöi, aö húsin væru ekki friöuö í eiginlegri merkingu, eins og væri meö hús, sem bæj- arfélagið hefur friölýst í Neösta- kaupstaö, en reglur um breyt- ingar frá upprunalegu útliti hús- anna heföu veriö hertar, eins og hann gat í upphafi. Miökaupstaður ísafjaröar: Gamla húaið handan götunnar, sem Guðmunda nefnir í lok viötalsins. um allan heim, — meira aö segja alla leiö til Ástralíu." Guðmunda sýnir okkur myndir af afkomendunum og er viö kvöddum hana á tröppunum benti hún okkur á hús hinum megin götunnar sem hún sagöi áreiðanlega eiga hundruö ár aö baki. „En þaö er meö þessar sögur sem þú ert að biöja um, þær gleymast eöa eru þannig aö engum finnst neitt aö segja frá. — Þetta er bara daglegt líf venjulegs fólks sem bjó og býr í þessum húsum. — Já, bara venjulegt líf," og hún klappaði vinalega á öxl blaðamanns um leiö og hún kvaddi meö virktum. Guömunda á tröppum húss síns. Algeng sjón í þessum húsum, brattur stigi og mjór upp á efri hæö þar sem hlýleg súöar- og kvistherbergi bíða íbúanna meö uppbúnum rúmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.