Morgunblaðið - 04.10.1981, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Jóhanna Magnúsdótt-
ir lyfsali - Minning
Fædd 22. júní 189fi.
Dáin 23. september 1981.
É)í kynntist Jóhönnu Magnús-
dóttur vorið 1910. Hún kom þá í
heimsókn með foreldrum sínum,
Magnúsi Torfasyni, sem þá var
sýslumaður á Isafirði, og konu
hans frú Þóru Camillu Bjarnar-
son, til foreldra minna, en Magnús
Torfason hafði verið bekkjarbróð-
ir föður míns í Menntaskólanum.
Erindi Jóhönnu til Reykjavikur
var þá að taka gagnfræðapróf við
Menntaskólann. Hún var þá að-
eins fjórtán ára, en ég 13. Hún
stóðst prófið með ágætum og sett-
ist næsta haust í 4. bekk. Hún var
þá eina stúlkan í bekknum og
langyngst nemendanna. Ég var þá
í öðrum bekk, en samt tókst vin-
átta með okkur sem entist æfi-
langt, meðan við báðar gátum not-
ið hennar. Þótt mjög vel færi á
með Jóhönnu og bekkjarbræðrum
hennar, sóttist hún líka eftir um-
gengni við skólasystur sínar, og
hún var svo ung, að aldursmunar-
ins gætti ekki, þótt við værum
skemmra komnar í skólanum en
hún. Við vorum skólasystur í fjög-
ur ár, og brá aldrei skugga á vin-
áttu okkar. Jóhönnu gekk vel
námið, en í latínu stóð hún ver að
vígi en bekkjarbræður hennar.
Kennari þeirra var þjóðskáldið
Steingrímur Thorsteinsson. Hann
hafði verið dugnaðarkennari og
rektor í mörg ár, en nú voru árin
orðin of mörg. Hann var kominn
yfir áttrætt og farinn að ganga í
barndóm, eins og það var þá kall-
að. Pétur Sigurðsson (síðar há-
skólaritari) var mikill latínumað-
ur, og hafði hann það embætti að
ganga upp i latínu fyir aila pilt-
ana. Rektor tók ekki eftir þessu,
en Pétur treysti sér ekki til að
leika hlutverk Jóhönnu, og fékk
hún því alltaf lægst í latínu.
Jóhanna varð stúdent 1914. Hún
dvaldi 2 ár á ísafirði og sigldi svo
til Danmerkur til að nema lyfja-
fræði. Þá skildu leiðir okkar í bili.
Ég varð ekki stúdent fyrr en 1916,
en þá var heimsstyrjöldin skollin
á, og ég fékk ekki að sigla. Ég nam
ísienzku vi Háskóla Islands í 3 ár.
Auk þess starfaði ég við orðabók
Sigfúsar Blöndals 1917—19. í
stríðslokin fékk ég tækifæri til að
komast á enskan háskóla (Westfi-
eld College, University of London),
og var það mikið fyrir hjálp
Sigfúsar Blöndals.Vinkona hans,
Miss Bertha Phillpotts, mikill
Islandsvinur, var þar nýlega orðn
rektor og bauð hún mér náms-
styrk við skólann. Ég var svo við
nám í Englandi í ensku og fleiri
málum 1919—1922, og tók burtfar-
arprófið, sem kallað var „B.A.
Honours", haustið 1922. 1923 var
ég í Kaupmannahöfn og stundaði
málanám við háskólann þar.
1919 lauk Jóhanna lyfjafræði-
prófi (cand. pharm.) við Farma-
ceutisk Læreanstalt í Kaup-
mannahöfn. Þá kom hún heim og
gerðist lyfjafræðingur við Reykja-
víkur A potek. 1928 stofnaði hún
sína eigin lyfjabúð (Lyfjabúðina
Iðunni) sem hún rak með fádæma
dugnaði og hagsýni, meðan heils-
an entist.
Foreldrar hennar slitu samvist-
um, og stofnuðu Jóhanna og
Brynjúlfur, bróðir hennar heimili
með móður sinni í Reykjavik. Á
því heimili átti ég seinna meir
margar goðar stundir. En móðir
Jóhönnu lézt 25. okt. 1927.
Það var ekki furða þótt Jóhanna
gerðist menntakona því móðir
hennar var fyrsta íslenzka konan,
sem tók stúdentspróf og stundaði
háskólanám ( að vísu við danskan
háskóla, því hennar móðir var
dönsk). Hún var í nokkur ár kenn-
ari við danskan skóla, en 22. júlí
1895 giftist hún Magnúsi Torfa-
syni og fluttist með honum til ís-
lands. Hann var þá sýslumaður í
Rangárvallasýslu og bjó í Árbæ í
Holtum. Þar fæddist Jóhanna 22.
júní 1896. 1904 var Magnús skip-
aður sýslumaður og bæjarfógeti á
ísafirði, og fluttist þá fjölskyldan
þangað. Jóhanna hafði þá eignast
bróður, Brynjúlf, sem var fæddur
5. sept. 1897: Meðan móðir Jó-
hónnu var sýslumannsfrú á Isa-
firði, stofnaði hún kvennaskólann
þar, sem er einn af elstu kvenna-
skólum landsins.
1923 vorum við Jóhanna báðar
komnar heim til Reykjavíkur. Þá
tókum við upp þræði vináttunnar,
þar sem fyrr var frá horfið. Við
höfðum mjög svipuð áhugamál.
Báðar vorum við félagslyndar og
báðar höfðum við brennandi
áhuga á að ferðast um landið
okkar og kynnast því sem bezt.
Ferðafélag íslands var stofnað
1927. Við Jóhanna vorum báðar á
stofnfundinum, gerðumst báðar
stofnfélagar og Jóhanna var kosin
í stjórn.
1928 var félag íslenzkra
háskólakvenna stofnað, og vorum
við Jóhanna báðar í fyrstu stjórn-
inni. Upphaflegi tilgangurinn með
stofnun þessa félags var að geta
gengið í alþjoðasamband háskóla-
kvenna og sent fulltrua á fundi
þess. 1929 sendum við svo fulltrúa
á fund alþjóðasambandsins, sem
haldinn var í Genf, og varð ég
fyrir valinu. Nokkrum árum
seinna var Jóhanna fulltrúi á
sllikum fundi í Edinborg, og kom
hún þar fram af mikilli reisn fyrir
íslands hönd. í fyrstu áttu aðeins
konur með háskólapróf aðgang að
þessu félagi, en seinna opnuðum
við það fyrir öllum kvenstúdent-
um. Nú er þetta orði mannmargt
og öflugt félag, en háskólakvenna-
félagið hefur alltaf haldið tengslin
við alþjóðasambandið og aðrir
kvenstúdentar notið góðs af því.
Jóhanna var í stórn Zontaklúbbs
Reykjavíkur og Apotekarafélags
íslands.
Besta skemmtun okkar Jóhönnu
var að fara í ferðalög, löng og
stutt. Stundum fórum við hjólandi
eða gangandi. Stundum ókum við í
bíl nokkuð af leiðinni, og gengum
svo. Við áttum nokkrar góðar
vinkonur sem oft fóru í ferðalög
með okkur, og stundum fórum við
með hópum úr kvenstúdentafélag-
inu. Við gengum í skíðafélag
Reykjavikur og fórum í skíðaferð-
ir, ýmist frá Kolviðarhóli eða
Skálfelli við Esju. Stundum fórum
við inn í Innstadai við Hengil.
Mest gaman þótti okkur að fara
up á fjöll. Ég get nefnt Keili, Víf-
ilsfell, Esju, og öll Þingvalla-
fjöllin. Af sérstaklega skemmti-
legum ferðum sem við fórum get
ég nefnt ferð með bíl upp á miðja
Mosfellsheiði, gönguferð þaðan að
Nesjum og svo þaðan að Þingvöll-
um. Það er einhver fegursta ferð-
in, sem ég hef farið, útsýnið sem
blasti við okkur þegar við gengum
frá Nesjum til Þingvalla, var svo
ógleymanlega fagurt. Önnur dá-
samleg ferð var að ganga frá Þing-
völlum að Skjaldbreið og upp á
hana. Veðrið var svo dásamlegt,
að við gátum búið okkur til kaffi
úr snjó uppi á fjallinu' og sáum
þaðan bæina í Borgarfirði (t.d.
Svignaskarð) með berum augum.
Það var mjög gaman að koma upp
á Hrafnabjörg, Súlur og Ingólfs-
fjall, að ég tali ekki um Esjuna.
Við Jóhanna fórum stundum
einar saman í lengri ferðir, t.d.
norður í Skagafjörð, Eyjafjörð og
Þingeyjarsýslur. Við gistum
stundum hjá vinkonu minni, Lilju
á Víðivöllum og áttum indælar
stundir í garðinum hennar, sem
frægur var fyrir fegurð. Hún fór
með okkur að Mælifelli og lengst
fram í Vestaridal, svo að ör-
skammt virtis að Hofsjökli.
Okkur tókst alltaf að fá góða
hesta og ágæta fylgdarmenn. Eini
sinni fórum við fram í Bárðardal,
komum við hjá Aldeyjarfossi í
Skjálfandafljóti, gistum í Svart-
árkoti og fórum þaðan að Suður-
árbotnum í Ódáðadrauni.
Við vorum mjög hrifnar af þing-
eysku heiðunum og hinum mynd-
arlegu býlum sem við komum á
(t.d. Víðiker og Bjarnarstaðir).
En mest gaman var að löngu
ferðunum, sm við fórum um
óyggðir landsins með klyfjahesta
og tjöld. Bezt var ferðin, sem við
fórum 1929. Þá vorum við tveir
hópar saman, 11 manns (fimm
stúlkur og sex karlmenn) með 22
hesta. Karlmennirnir ætluðu alla
leið norður Kjöl, en við ætluðum
að snúa við á Hveravöllum og fara
í Kerlingarfjöll og eitthvað fleira.
Við höfðum koffortahest og annan
með þverbakstösku og einn fylgd-
armann. Við sváfum öll í ágætu
sex manna tjaldi sem Jóhanna
átti. Við riðum Hvítá á Skagfirð-
ingavaði, fengum ískalda norðan-
rigningu fram hjá Bláfelli og
tjölduðum i Fróðárdal. í gegn um
svefninn heyrðum við drunurnar
þegar skriðjökullinn í Karlsdrætti
var að springa. Næsta morgun,
þegar við vöknuðum, var komið
glampandi sólskin og sólskinið
yfirgaf okkur ekki það sem eftir
var af ferðinni. Sumt af fólkinu
þoldi sólina illa, en ég var svo
heppin að sólbrenna ekkert og ég
hef aldrei á æfi minni verið eins
hraust og ég var þegar ég kom
heim úr þssari ferð.
Ensk skólasystir mín, sem var
með okkur sat á steini niðri í flæð-
armálinu, og áður en hún vissi af,
var hún orðin blaut upp fyrir
mitti. Þegar jakinn datt, myndað-
ist alda, sem þaut eins og örskot
hringinn í kring um vatnið. Nú
kvað þessi skriðjökull ekki vera
lengur til (ef hann er þá ekki kom-
inn aftur). Við fórum í Þjófadali
og Fögrubrekku og upp á Hvera-
velii. Mér varð hugsað til Jónasar
Hallgrímssonar og Þóru Gunnars-
dóttur, þegar hún skrýddi hann
blómum og hann greiddi henni
lokka við Galtará. Við komum í
Gránanes, þar sem skilið er á rfiilli
fjár Norðlendinga og Sunnlend-
inga, og riðum yfir Jökulfallið og
upp í Kerlingarfjöll. Á heimleið-
inni gættum við þess ekki, að
hækkað hafði í ánni og við urðum
öll stígvélafull.
1930 fórum við í aðra skemmti-
lega ferð. Þá vorum við fimm
stúlkur og Sigurður á Barkarstöð-
um var fylgdarmaður okkar. Hann
hafði ágæta hesta svo að við feng-
um oft drjúga spretti. Við fórum
þá í Landmannahelli og Land-
mannalaugar. Við áttum dásam-
legan morgun við Frostastaða-
vatn. Við komum í Eldgjá og ég
fékk mjög langan sprett niður
Herðubreiðarhálsana. Við riðum
niður í Skaftártungu og tjölduðum
þar. Svo riðum vð að Kirkjubæjar-
klaustri. Þar fengum við að tjalda
í túninu. Lárus á Klaustri sýndi
okkur mikla gestrisni. Það rigndi
mikið meðan við vorum þar. Jó-
hanna hafði með sér vínflösku til
vara, ef einhver fengi kvef. Einn
morguninn kom Lárus að heim-
sækja okkur út í tjaldið, og hellti
Jóhanna þá í glas handa honum.
Honum varð mjög skemmt yfir
þessu og sagði, að hann hefði
aldrei lifað það fyrr að fá í staup-
inu úti í túninu sínu.
Næsta dag var betra veður og
héldum við þá lengra til austurs.
Við fórum að Dverghömrum, en
snerum svo við á mörkum Síðu og
Fljótshverfis. Við riðum eftir
söndunum meðfram sjónum og
stönzuðum í Vík til að auka við
nestisbirgðirnar. Svo held ég að
við höfum farið með Sigurði heim
að Barkarstöðum og inn í Þórs-
mörk. Ég held að við höfum tjald-
að í Stóraenda. Svo fylgdi Sigurð-
ur okkur að Geysi og Gullfossi og
skildi við okkur á Þingvöllum, en
þangað kom bíll og sótti okkur.
Eftir að við Jóhanna giftumst
báðar, hélst vinátta okkar óbreytt.
Við dvöldum oft hjá henni og
Óskari í Reykjavik, og það var
fastur siður að þau heimsóttu
okkur á hverju sumri.
Við fórum í Þórsmerkurför og
fleiri skemmtilegar ferðir, en hér
skal staðar numið.
1. júlí 1933 giftist ég séra Einari
Guðnasyni í Reykholti og flutti
uppí Reykholt. 24. nóvember 1939
giftist Jóhanna Óskari lækni
Éinarssyni frá Bjólu. Hann hafði
verið bekkjarbróðir hannar í
Menntaskólanum.
En þótt við giftumst og byggj-
um langt hvor frá annarri, hélst
vináttá'ipkkar óbreytt. Við hjónin
gistum oft hjá henni og Óskari
þegar við dvöldumst í Reykjavík,
og þau komu jafnan og heimsóttu
okkur á hverju sumri í Reykholt.
Við áttum dætur á svipuðum aldri.
Steinunn, dóttir okkar, dvaldi hjá
þeim, þegar hún var í Menntaskól-
anum og Þóra dóttir þeirra var oft
á sumrin hjá okkur. Óskar hafði
það fyrir sið að bjóða okkur alltaf
öllum einu sinni á sumri í miðdag
í Bifröst, og var það alltaf mikill
gleðidagur. Við fórum líka oft í
ferðalög saman.
Óskar dó 20. marz 1967. Þá var
Jóhanna búin að missa heilsuna,
þó að lömunin ætti eftir að aukast.
Árið 1968 fór ég með Jóhönnu frá
London til Lourdes. Hún gat þá
enn gengið, en þurfti mjög mikinn
stuðning. Við flugum saman til
Lourdes, og gekk ferðin vel, því
fatlað fólk fær þarna svo góða
fyrirgreiðslu. Ég ók Jóhönnu í
hjólastól um göturnar og inn í
búðirnar. Ég fór líka með henni í
laugina. Við áttum að klæða okkur
í hvítan slopp utan yfir nærfötin,
og þegar við komum upp úr, mátt-
um við ekki þurrka okkur. Á
veggjunum kring um laugina
héngu ótal hækjur, sem læknaðir
sjúklingar höfðu skilið þar eftir og
alls staðar voru logandi kerti. Því
miður sá ég engan mun á Jóhönnu
eftir baðið og hefði henni þó ekki
veitt af lækningu.
Við bjuggum saman á indælu
hóteli í London og Jóhanna fór
með mér í heimsóknir og leikhús
(auðvitað allt í bíl).
Síðustu árin hefur Jóhanna leg-
ið á Reykjalundi, og heilsu hennar
hefur stöðugt hrakað. Ég hef
saknað þess ógurlega að geta ekki
talað við hana, og fundið sárt til
þess að sjá svo duglega og gáfaða
konu svona illa leikna. Það er því
gleðiefni, að hún hefur nu hlotið
hvíldina, og ég er þess fullviss að
nú brosir eilíföin björt við henni.
Anna Bjarnadóttir.
Á morgun, 5. okt. fer fram útför
Jóhönnu Magnúsdóttur, fyrrum
lyfsala, sem lézt 23. f.m. eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Jóhanna var fædd í Árbæ í
Holtum 22. júní 1896, dóttir Magn-
úsar Torfasonar þá sýslumanns í
Rangárvallasýslu, f. 12. maí 1868,
d. 14. ágúst 1948, og konu hans
Petrinu Thoru Camillu Stefáns-
dóttur Bjarnarson f. 10. okt. 1864,
d. 25. okt. 1927. Magnús, faðir Jó-
hönnu var sýslumaður í Rangár-
vallasýslu 1895—1904, bæjarfógeti
á Isafirði og sýslumaður í Isa-
fjarðarsýslum 1904—1921, og
sýslumaður í Árnessýslu
1921 — 1936 með aðsetur á Eyrar-
bakka. Hann sat á Alþingi í 19 ár
og var um skeið forseti sameinaðs
þings. Magnús var fágætur maður
og merkilegur, sem á langa sögu,
m.a. í sjálfstæðisbaráttunni, og
mörg þýðingarmikil spor markaði
hann í íslenzkum stjórnmálum.
Camilla, móðir Jóhönnu var
mikill námsmaður. Lauk hún
stúdentsprófi í Kaupmannahöfn
fyrst íslenzkra kvenna. Lagði hún
stund á og kenndi um tíma
stærðfræði.
Jóhanna var gædd óvenju mikl-
um námshæfileikum eins og for-
eldrar hennar. Innritaðist hún í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan stúdentsprófi 1914, þá
rétt 18 ára að aldri. Lagði hún
stund á nám í lyfjafræði, fyrst á
ísafirði og síðan í Danmörku og
lauk lyfjafræðiprófi fyrst ís-
ienzkra kvenna í október 1919.
Starfaði hún síðan sem lyfjafræð-
ingur í Danmörku í tvö ár og síðan
í Reykjavíkurapóteki i 6 ár. í tæp
tvö ár, á árunum 1928—1930,
gegndi hún starfi forstjóra við
Áfengisverzlun ríkisins. í árslok
1928 stofnaði hún Lyfjabúðina Ið-
unni og rak hana til ársins 1961, er
hún kaus að hætta lyfsölustarfinu
vegna heilsubrests. Jóhanna tók
þátt í félagsstörfum lyfsala, átti
sæti í stjórn Lyfsalafélags íslands
og formaður þess um skeið. Einnig
sat hún í prófnefnd fyrir lyfja-
fræðinema 1930—1940.
Jóhanna giftist haustið 1939
Óskari Einarssyni, lækni, f. 13.
maí 1893, d. 20. marz 1967. Hann
var sonur Einars Guðmundssonar,
bónda í Rifshalakoti, síðar á
Bjólu, og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur.
Jóhanna og Óskar voru ákaflega
samrýnd hjón og báru mikla virð-
ingu hvort fyrir öðru. Hjónaband
þeirra var ástúðlegt og aðdáun-
arvert. Þau höfðu kynnst sem
unglingar í menntaskólanum, þar
sem þau luku saman stúdents-
prófi. Hún var þá eina stúlkan og
yngst í hópnum, dáð og virt af öll-
um sínum bekkjarfélögum. Leiðir
þeirra áttu þó ekki eftir að tengj-
ast aftur fyrr en 25 árum síðar.
Þau giftu sig og stofnuðu heimili
að Laugavegi 40a. Jóhanna rak þá
Lyfjabúðina Iðunni af miklum
dugnaði og myndarskap og vegn-
aði vel. Henni var síðan mikill
léttir í starfi, þar sem maður
hennar, sérmenntaður í læknis-
fræði auk þess að vera mjög vel
greindur og atorkusamur gat stutt
hana við reksturinn. Og þegar
þeim fæddist dóttirin gat hún
helgað sig meir heimilinu án þess
að það þyrfti að koma niður á hinu
ábyrgðarmikla starfi hennar.
Ég minnist atvikanna, sem
leiddu til þess, að ég kom fvrsta
sinn á heimili Jóhönnu. Óskar
læknir hafði verið við rannsóknir
á orsökum berklaveikifaraldurs í
Vestmannaeyjum veturinn 1940.
Ræddi hann þá við mig um mína
framtíð og hvað ég hygðist fyrir.
Ég var óvanur slíkum alvarlegum
vangaveltum. Heimurinn virtist
mér, 15 ára gömlum unglingi, ekki
ýkja stór í þá daga, lítið stærri en
Heimaey með fuglabjörgin, fisk-
reitina og túnin auk fiskimiðanna
umhverfis þangað sem sjómenn-
irnir sóttu fiskinn. Barnaskóla-
menntun mín ætti að geta dugað
til að nýta slík gæði. Skömmu eft-
ir að Óskar fór aftur til Reykja-
víkur hafði hann samband við föð-
ur minn, en þeir voru bræður, og
bauð að ég kæmi suður og dveldist
hjá þeim hjónunum meðan ég
stundaði framhaldsnám. Þessu
boði, sem að sjálfsögðu var einnig
komið frá Jóhönnu, gat ég ekki
hafnað, þó ég hafði ekki þá kunnað
að meta það til fulls.
Jóhanna, svipmikil og tignarleg
kona, tók á móti mér opnum örm-
um og með slíkri hlýju, að allur
kvíði, sem búið hafði um sig hvarf
eins og dögg fyrir sólu.
Ég man hvað mér fannst heim-
ilið fallegt og rúmgott. Það fyrsta,
sem athygli minni var þó beint að,
var fagurlega búin vagga, þar sem
litla dóttir þeirra hjóna, tæplega
ársgömul, svaf vært. Leyndi sér
ekki dálæti og gleði foreldranna
með barnið, sem þau ætluðu að
helga líf sitt.
Metnaður þeirra hjóna öðru
fremur var að gera heimilið sem
vistlegast og ánægjulegast og að
það væri sem fjölmennast. Þau
vildu að sem flestir fengju að
njóta ávaxta starfa þeirra og
þekkingar. Þau voru mörg ung-
mennin, sem gistu hjá þeim um
lengri og skemmri tíma. Ég man,
er ég kom þar fyrst, var fyrir hjá
þeim ungur piltur, sem hafði verið
vistmaður á Vífilsstöðum af völd-
um berklaveiki. Höfðu þau hjónin
boðið honum að dvelja á heimili
þeirra meðan hann aðlagaöi sig
breyttum högum og nýju lífi eftir
áralanga sjúkdómslegu.
Síðan dvöldu á heimilinu næstu
tvo áratugina þrír til fjórir ungl-
ingar á hverju ári. Voru þetta
börn frændfólks eða vinafólks,
sem stunduðu nám við ýmsa skóla
í borginni. Greiðsla fyrir velgjörn-
ing þennan kom aldrei til álita.
Frekar leit út fyrir að þau hjónin