Morgunblaðið - 04.10.1981, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
43
vildu allt af hendi láta til að fá að
hafa þetta unga fólk í kringum
sig, fá að miðla því af því sem þau
áttu og kunnu. Oft var kátt og
hlegið dátt í eldhúsinu, þegar hóp-
urinn var saman kominn eftir
kvöldmáltíðir til að þvo upp leir-
tauið. Þá naut Jóhanna sín vel og
hafði gaman af að fylgjast með og
skjóta inn athugasemdum.
Eitt af áhugamálum Jóhönnu á
hennar yngri árum var náttúru-
skoðun og ferðalög hér innan-
lands. Hún kunni vel að meta feg-
urð lands síns. Ferðaðist hún mik-
ið, fór oft í gönguferðir og á hest-
um um óbyggðir og öræfi. Hún tók
þá mikinn þátt í störfum Ferðafé-
lags Islands og sat í stjórn þess
um tíma. Hún hafði því mikinn
áhuga fyrir því að við á heimili
hennar lærðum að meta okkar
fagra land. Ég minnist gönguferð-
anna, sem Jóhanna skipulagði
fyrir okkur um nágrenni Reykja-
víkur. Óskar ók okkur á leið, en
síðan héldum við af stað fótgang-
andi. Þær voru margar göngu- og
kynnisferðirnar, sem við fórum í
hinu fagra umhverfi Reykjavíkur,
en sem hefðum ef til vill aldrei
uppgötvað nema fyrir handleiðslu
góðs leiðbeinanda.
Einnig minnist ég lengri ferðalaga
með þeim hjónum um sveitir
landsins meðan heilsa þeirra
leyfði. I ferðum þessum vildu þau
ætíð að öll sæti væru setin í bif-
reið þeirra og að sem flestir
fengju notið ferðarinnar með
þeim. Því buðu þau oft kunningj-
um sínum með. Á þessum árum
var bifreiðaeign ekki eins almenn
og hún nú er og voru því slík boð
kærkomin. Á ferðalögum þessum
kom það vel í ljós hve fróð þau
voru um landið og kunnug. Á suð-
urlandinu, austan fjalls, virtust
þau jafnvel þekkja eða kannast við
öll býli og ábúendur þeirra.
Jóhanna las mikið þegar tími
gafst frá önnum dagsins. Þau
hjónin eignuðust flestar þær bæk-
ur, sem gefnar voru út hér á landi
og ekki voru þýddar. Var undra-
vert hvað mikið þau hjón gátu les-
ið og hversu fróð þau voru og
minnug um flesta hluti. Þau
ræddu saman um bækurnar og
skiptust á skoðunum á innihaldi
þeirra og meðferð efnisins.
Einn bróður átti Jóhanna,
Brynjólf tryggingaftr., sem var
henni mjög kær. Hann var tveim-
ur árum yngri og lézt á liðnu ári.
Líf Jóhönnu var ekki einvörð-
ungu dans á rósum frekar en hjá
okkur flestum. Hún naut að vísu
margs, stundum umfram marga
aðra, en hún þurfti líka að þola
margt, stundum umfram marga
aðra. Óskar, maður hennar, átti
við stöðuga vanheilsu að stríða,
sem orsakaði það, að svigrúm
hennar takmarkaðist á margan
hátt.
Á árinu 1961 fékk hún sjálf
heilablæðingu og lamaðist alveg á
hendi og fæti hægra megin. Einn-
ig hlaut hún fleiri áverka af áfalli
þessu. Með ótrúlegu þreki og festu
reyndi hún með þrotlausum æf-
ingum að ná aftur nokkrum kröft-
um til að geta sinnt heimili sínu
og vakað yfir velferð manns síns,
en heilsu hans hrakaði stöðugt.
Óskar lézt eins og áður segir árið
1967. Eftir lát hans virtist lífs-
löngun Jóhönnu dvína mjög.
Sjúkdómur hennar ágerðist stöð-
ugt og síðustu árin dvaldi hún á
Reykjalundi við einstaklega góða
aðhlynningu hjúkrunarfólksins
þar.
Oft er dauðinn sár og beittur og
kemur óvænt, en stundum kemur
hann sem líknandi hönd svo sem í
þessu tilfelli.
Ekki var ætlunin með þessari
fátæklegu grein að skrá lífssögu
Jóhönnu Magnúsdóttur, þessarar
mætu konu, og saga hennar verður
kannski aldrei skráð frekar en
saga hinna mörgu úrvalskvenna,
nema í hug og hjarta þeirra, sem
svo lánsamir voru að kynnast
henni og eiga hana sem förunaut.
Við kveðjum hana með þökk og
virðingu.
Ég flyt einkadóttur hennar,
Þóru, eiginmanni hennar Ara
Ólafssyni go börnum þeirra Magn-
úsi, Ragnheiði og Oskari Óláfi
innilegustu samúðarkveðjur.
Kristinn ó. Guðmundsson
Jóhanna Magnúsdóttir, fyrrver-
andi lyfsali, andaðist 23. septem-
ber síðastliðinn. Hún hafði um
nokkurt skeið verið elzt kvenstúd-
enta á lífi á Islandi, ef miðað er
við stúdentsár, en Jóhanna lauk
prófi frá Reykjavíkurskóla vorið
1914 og var þá aðeins tæpra 18
ára. Hún var fædd að Árbæ í
Holtum hinn 22. júní árið 1896,
dóttir hjónanna Magnúsar Torfa-
sonar, sýslumanns og alþing-
ismanns, og Camillu Bjarnarson.
Frú Camilla hafði tekið stúd-
entspróf í Danmörku árið 1889 og
síðan stundað um skeið háskóla-
nám í stærðfræði. Hún var fyrsta
konan af íslenzkum ættum, sem
stúdentspróf tók og háskólanám
stundaði. Þegar Jóhanna, dóttir
Camillu, óx úr grasi, var enn
næsta sjaldgæft, að konur á ís-
landi færu í menntaskóla eða
hygðu á lengra nám. Var Jóhanna
ein kvenna í stúdentahópnum árið
1914 og aðeins þrjár konur höfðu
lokið stúdentsprófi frá Reykjavík-
urskóla á undan henni.
Eftir stúdentspróf hélt Jóhanna
til Danmerkur og lauk cand.
pharm. prófi frá Farmaceutisk
Læreanstalt í Kaupmannahöfn ár-
ið 1919. Heimkomin tók hún til
starfa í fræðigrein sinni, fyrst hjá
öðrum, en hinn 16. desember 1928
stofnaði hún lyfjabúðina Iðunni í
Reykjavík, sem fljótlega varð eitt
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar
á Islandi. Hún rak apótekið í
meira en 30 ár, en 1961 varð hún
að alía af störfum vegna heilsu-
brests. Með lífsstarfi sínu sem
lyfjafræðingur og lyfsali hefur
hún skipað sér veglegan sess í
kvennasögu íslands.
Jóhanna Magnúsdóttir gaf sig
töluvert að félagsmálum og ún var
í hópi þeirra kvenna, sem stofnuðu
Félag íslenzkra háskólakvenna
hinn 7. apríl árið 1928. Sat hún í
stjórn félagsins um hríð og tók
lengi virkan þátt í starfsemi þess.
Þá hafði hún afskipti af félags-
málum apótekara og átti sæti í
stjórn Ferðafélags Islands, enda
voru ferðalög henni hugstæð.
Árið 1939 giftist Jóhanna bekkj-
arbróður sínum úr menntaskóla,
Óskari Éinarssyni, lækni og fræði-
manni. Þau eignuðust eina dóttur,
Þóru, bókasafnsfræðing, sem gift
er Ara Ólafssyni verkfræðingi.
Heimili Óskars og Jóhönnu á
Laugavegi 40a var óvanalegt um
margt. Þar var stórt og vandað
bókasafn og málverk áttu þau
mörg og húsbúnað allan, sem
sæmdi höfðingjum. Þar var gest-
risni í hávegum höfð og þar kom
margt manna úr ýmsum áttum.
Meðal þeirra voru kunningjar
Óskars frá læknistíð hans á Vest-
fjörðum og samstarfsmenn hans í
baráttunni gegn berklaveikinni,
en Óskar Einarsson hafði verið
meðal hvatamanna að stofnun
Sambands íslenzkra berklasjúkl-
inga (SÍBS). Kjörorð þeirra sam-
taka, „styðjum sjúka til sjálfs-
bjargar" var mjög að hans skap-
lyndi, og hann — sem þau hjón
bæði — vildu einnig styðja fólk til
annars konar sjálfsbjargar, þ.e. til
mennta. Og þau létu ekki sitja við
orðin tóm, heldur höfðu gjarnan á
heimili sínu ungt námsfóik utan
af landi — börn vina eða ættingja
—, sem leituðu sér menntunar í
Reykjavík.
Sú, er þetta ritar, átti nokkra
vetur heimili sitt hjá þeim Óskari
og Jóhönnu og á þeim margt gott
að þakka. Ég minnist með ánægju
þeirra mörgu, sem þar komu til
lengri eða skemmri dvalar. Sumir
eru nú gengnir eins og þau hjón
bæði og Brynjúlfur, bróðir Jó-
hönnu, sem andaðist fyrir rúmu
ári. Hann var maður víðförull,
skemmtinn og fróður um margt.
Eftir lát manns síns árið 1966,
bjó frú Jóhanna enn um sinn að
Laugavegi 40a, en heilsu hennar
fór hrakandi og síðustu árin
dvaldist hún að Reykjalundi. Nær
tveggja áratuga veikindum tók
þessi gáfaða atorkukona með
ótrúlegu ljúflyndi og sönnum and-
ans styrk. Blessuð sé minning
hennar.
Steinunn Einarsdóttir
'A
,
- „oV. Líturerekki
^V^Iengur lúxus
1*
Skipholt 7 — Símar 20080 og 26800 (Gengió inn frá Vesturgötu)
UMBOÐSMENN:
Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík
Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi
Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík
K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Árnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað
Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði
Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum
Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík