Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 46

Morgunblaðið - 04.10.1981, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 Guðmundur S. Snorrason Akur- eyri - Minning Góðum manni Ketur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum. Mundi frændi hefði orðið 83ja ára hinn 29. sept., en hann lést á Sjukrahúsi Akureyrar 14. apríl síðastliðinn. Hutíur minn hefir leitað norður yfir fjöll til bernsku- 0« æskuár- anna á Akureyri og alltaf bregður honum fyrir. Guðmundur Stefán Snorrason var fæddur á Skipalóni við Eyja- fjörð 29. september 1898, sonur hjónanna Emmu Matthildar Jónsdóttur og Snorra Guðmunds- sonar bónda þar, en síðar bjuggu þau lengi að Steðja á Þelamörk. Systkinin urðu fimm: Aðalbjörg, einnig fædd á Skipalóni, Sumar- rós, Óskar og Jakob, öll fædd á Steðja þar sem þau ólust upp með foreldrum sínum. Mundi var eitt ár við landbún- aðarstörf í Noregi en fer ungur til Akureyrar og gerist bifreiðastjóri að atvinnu og starfaði síðan við það alla tíð, var einn af stofnend- um Vörubifreiðastöðvarinnar Stefnis og heiðursfélagi þar. Einn- ig var hann virkur þátttakandi í ýmsum öðrum félagasamtökum, enda framfarasinnaður mjög. Kona hans var Sigurbjörg Jó- hannsdóttir ættuð úr Svarfaðar- dal og eignuðustu þau 3 dætur, Guðrúnu, Jakobínu og Þórunni. Síðar ólu þau upp og ættleiddu Ólaf, son Þórunnar. Samhent voru Sigurbjörg og Mundi í hesta- mennskunni og tóku talsverðan þátt í félagsskap hestamanna, en Mundi átti alla tíð hesta sem hann hugsaði um sjálfur, sér til mikillar ánægju. Nokkuð höfðu þau ferðast um landið og nutu slíkrar útivist- ar vel og á ferðalagi voru þau er Sigurbjörg lézt snögglega af hjartabilun sumarið 1970. Óli hafði verið þeim mikill gleðigjafi, en nú var það Munda stóri styrkur að hafa Óla, sem alla tíð reyndist afa sínum frábærlega vel og í sambýli með honum, konu hans og litlum syni þeirra, Björgvin, bjó hann síðustu árin. Mundi var heilsteyptur dreng- skaparmaður, vel greindur, fylgd- ist alla tíð vel með málefnum líð- andi stundar og hafði sínar ákveðnu skoðanir, því hafði hann frá mörgu að segja og sagði skemmtilega frá. Gleðimaður var hann á góðri stundu, hagorður vel og var mjög gaman við ýmis tæki- færi innan fjölskyldunnar að heyra hann fara með eitthvað eft- ir sig eða kveða rímur við raust, en alltaf jafn hógvær og hlýr. Feður okkar systurbarna hans létust mjög ungir með skömmu millibili frá kornungum börnum, því er það þegar mikið liggur við að kallað er á Munda frænda og minnist ég ótal slíkra atvika. Það var hann sem kom á fermingar- daginn og ók til kirkjunnar, bauð í smá bílferðir á sumrin í berjamó eða eitthvert annað, eða þegar hann kom á jólunum, gekk með okkur öll börnin hring um jólatréð og söng jólasálmana af sinni ein- lægu trúarsannfæringu. Ömmu var hann mjög góður sonur og er hún sín síðustu ár hafði misst bæði andlega og líkamlega orku var hann henni afar nærgætinn og gerði allt sem hann gat til að létta henni erfið spor. Sjálfur var hann svo lánsamur að njóta mjög góðr- ar heilsu alla æfi, gat hugsað um hestana sína og farið flesta daga út á Stefni til síðustu áramóta. Minningin um hann fyllir hugi okkar frændsystkinanna og fjöl- skyldna okkar þakklæti og hlýju, honum biðjum við blessunar. Ilulda Marinósdóttir Sýning um nýtingu jarðvarma FRANSKA sendiráðið og Orkust- ofnun (Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna) halda í framhaldi af fyrirlestri Michel Desurmont frá Jarðfræðirann- sóknastofnuninni í Frakklandi (Bureau de Recherches Géologiqu- es et Minieres, BRGM) sýningu á framkvæmdum BRGM á sviði nýt- ingar jarðvarma í Frakklandi í fyrirléstrasal Orkustofnunar. Sýningin er opin í fyrirlestrasaln- um á 3. hæð á opnunartíma Orkustofnunar og stendur til 9. október. Miðvikudaginn 14. október kl. 20.30 verður sýningin í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, að- eins það eina skipti og verða þá jafnframt sýndar myndirnar Jarðvarmi og Gullgerðarlist jarð- arinnar. Rússnesku- kennsla hjá MÍR EINS og undanfarin ár, skipulegg- ur félagið MÍR, Menningartengsl tslands og Ráðstjórnarrikjanna, rússneskukennslu fyrir almenning nú í vetur og verður Sergei Alisjon- ok frá Moskvu kennari. Kennsla hefst 5. október. Rússneskukennslan verður í nám- skeiðsformi og að þessu sinni boðið upp á fleiri valkosti en áður, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnem- endur, en kennslan mun fara fram í húsakynnum Háskóla íslands og MÍR-salnum, Lindargötu 48. Síðar í vetur er ætlunin að efna til sérnám- skeiða ef næg þátttaka fæst. Big Band í Atthagasal „Stórhljómsveitin Big-Band '81 “ hefur vetrarstarfsemi sína með djassleikum í Átthagasal Ilótel Sögu á mánudagskvöld. klukkan 21. Hljómsveitina skipa tuttugu hljóðfæraleikarar, undir stjórn Björns R. Einarssonar. Auk Big- Bandsins mun kvartett Kristjáns Magnússonar leika, og í lok djass- leikanna verður jam-session. KOMNIR HEILITt IHOFN phoi/t VERÐUR NÚ, OKKAR HEIMAHÖFN Viö höfum flutt skrifstofur okkar og alla varahluta- og viögeröaþjónustu í Skipholt 7, Reykjavík. Viö munum sem fyrr, veita alla þjónustu fyrir SIMRAD / SKIPPER siglinga- og fiskileitartæki í okkar nýju húsakynnum. f^ytt SIMRAD umboöiö á íslandi FRIDRIK A. IOVSSOV HF. SKIPHOLT 7 - BOX 362 121 REYKJAVÍK — SÍMAR 14135 — 14340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.