Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 7

Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 7 HT TGVEK.T A eftirsr. ÓlafSkúlason dómprófast Spegill að „Ég trúi þessu nú ekki, fyrr en ég sé það,“ segjum við á stundum, þegar okkur er skýrt frá einhverju, sem virðist fá- ránlega ótrúlegt. En stundum er það ekki einu sinni nægjan- legt að sjá, til þess að við átt- um okkur á sannleiksgildi staðhæfingarinnar. Það þarf ekki sjaldan eitthvað ennþá meira að koma tjl. Það er svo margt ótrúlegt að gerast. Undrunarefnin fyrir aðeins áratug eða tveimur eru að verða hversdagsleg í dag. Því fer þá líka fækkandi, sem þannig áhrif hefur, að við stöndum stjörf í undrun og efasemdum. Af hinu er nægj- anlegt, sem við ekki þekkjum nema rétt aðeins af afspurn, eða þá af slíkri yfirborðskynn- ingu, að ekki er það sanngjarnt að draga ákveðna lærdóma af. Þrátt fyrir það hættir okkur til þess. Vinur minn einn kynntist því, hvernig það er að vera á stóru sjúkrahúsi. Hann hafði vitanlega oft komið inn á spít- ala, heimsótt þá, sem þar lágu, eða átt annað erindi. En að vera allt í einu kominn ofan í eitt rúmið, að fá fyrirmæli um alls konar efni og hegðun, og þá ekki það síst, að fá yfir sig heilan hóp í fylgd læknisins, þegar hann var á stofugangi, það hafði slík áhrif á hann, að honum fannst hann hefði aldrei komið á sjúkrahús fyrr. Og er þó aðeins fátt eitt nefnt af því, sem hann taldi upp fyrir mér og hafði sannfært hann um það, að hann hefði ekki haft hugmynd um það fyrr, hvað í raun gerðist á stórum sjúkrahúsum. Annar vinur minn lét um hríð reglulega þau orð falla, ef leiðir lágu saman á sunnu- dagskvöldi eða eftir messuna, að nú gæti ég átt rólega daga til næstu helgar. Og ef svo vildi til, að engin gifting var næsta laugardag, eða jarðar- för næstu daga, þá lét hann þau orð fylgja, að það væri þá bara alveg frí alla vikuna til næsta sunnudags. í fyrstu tók ég þessari athugasemd sem vitnisburði um vanþekkingu, og fór að útskýra fyrir honum, hvað væri nú einna helzt á dagskrá hjá mér næstu daga, þeirra verkefna, sem ég gat vitað um fyrirfram, í viðbót við það, sem óvænt ber að. En það virtist engin áhrif hafa. Sunnudag eftir sunnudag kom sama athugasemdin um frí alla næstu viku. Og ég var far- inn að horfa fast í augu honum til að leita eftir stríðsglampa eða jafnvel öfundar, ef hann meinti þetta. En aldrei fékk ég það á hreint, hvað fyrir honum vakti, en ég er þó alveg viss um það, að athugasemdin kom ekki af neinni illgirni, honum hafði einfaldlega einhvern veginn alltaf fundist það að prestur, sem hvorki væri að messa, jarða eða gifta, hefði hreint ekkert að gera. I bókaflóði aðventunnar barst ein bók á borðið mitt. Hún iætur ekki tiltakanlega mikið yfir sér, og kápumyndin stingur nokkuð í stúf við hliðstæður sínar á þeim bók- um, sem ætlað er að höfða til fólks og vekja forvitni á frek- ari kynnum við lestur. Hún sýnir inn í fangaklefa, fátt er húsgagna, aðeins einn bekkur, sterklegar lamir fyrir hurð og rimlar fyrir glugga. Illa rakað- ur maður virðist ekki hafa neitt annað að gera en virða fyrir sér tærnar á sjálfum sér, þar sem hann situr sokkalaus á bekknum. Og titill bókarinn- ar er „Daufir heyra“ og hún fjallar um, já, um starf prests- ins. Ekki endilega sunnudaga- annríkið í kirkju og við skírn- arsá, heldur það sem gerist í milli. Og eftir að hafa lesið bókina, var ég að hugsa um að senda vini mínum hana, þeim sem var að velta fyrir sér þæg- indum frídaga prestsins á milli sunnudagaþjónustunnar. En höfundurinn, séra Jón Bjarman, hefur á einstaklega hógværan hátt brugðið upp mynd eftir mynd af því, sem gerist hjá prestinum og þeir einir kynnast, sem þarfnast þeirrar hjálpar, sem á slíkum stundum er veitt. Og ég er reyndar alveg sannfærður um það, að fleiri hefðu gott af því að lesa þessa bók en marg- nefndur vinur. Ekki endilega til þess að kynnast prestinum að starfi, þótt aldrei saki það að geta betur gert sér grein fyrir hlutum, án þess að lenda í þeim sjálfur, heldur til þess að kynnast sjálfum sér betur. í myndunum, sem séra Jón dregur upp af starfi prestsins, er presturinn eðlilega sjálfur höfuðpersóna, en þó kemur hann mér fyrir sjónir eins og farvegur, sem er opnaður til þeirra, sem hann hefur sam- skipti við. Og þess vegna er það ekki aðeins prestsefnið í guðfræðideildinni, sem fengi þarna vitneskju, sem vafalaust væri á við marga fyrirlestra í kennimannlegri guðfræði og ekki heldur aðeins sá, sem lítið gerir sér grein fyrir verka- hring prestsins síns utan kirkjunnar, heldur hvaða les- andi sem er, sem er ekki alveg sljór fyrir þvi, að ýmislegt það getur gerst, sem honum er láni framandi, þar til hann kann að lenda í því sjálfur. Og ekki sakar það við opinberun þá, sem bók þessi í raun er, að þetta er allt sett fram á svo eðlilegan og blátt áfram máta með þægilegu kímnisíblandi, að athyglinni er haldið vak- andi allt til loka. Já, hvað vitum við annars hvert um annað? Skólafólk fær námsferðir og jafnvel starfsfræðslu á viðkomandi vinnustað, en eftir að skóla sleppir, hvaða möguleika höf- um við til þess að skyggnast undir yfirborðið, sjá jafnvel granna okkar og vin við verk- efni sitt, á vinnustaðnum? Fæstir vilja kynnast innviðum sjúkrahúsa með því að liggja þar veikir, það getur verið of dýru verði keypt. En bókin hans Jóns Bjarman opnar meira en í hálfa gátt inn í heim prestsins, og þar með inn í heim þeirra, sem eiga bágt, sem eru innilokaðir, sjúkir, í sálarstríði eða þá svo kallaðir af þjónustu kærleikans, að þeir vilja gera allt til að upp- örva, styrkja og efla til frekari dáða. Skringilegt fólk? Ja, ekk- ert frekar en gengur og gerist, og gæti komið fyrir á okkar eigin heimilum. Og aldrei leið- inlegt í umfjöllun höfundar. En bollaleggingar mínar bygRjast á því, þennan þriðja sunnudag í aðventu, að Jesús svaraði eftirgrennslan Jó- hannesar skírara með því að vitna til þess, sem hægt væri að kynnast með því að hafa augun opin og eyrun næm. Og með því að gera þetta, mátti Jóhannes glöggt sannreyna, að Jesús var sá, sem hann vonaði, frelsarinn fyrirheitni. Og enn getum við kynnst Jesú á sama hátt, með því að hafa augun opin, með því að heyra þannig, að við tökum eftir, já, ekki síst með því að setja sig í annarra spor, sjá heiminn með annarra augum og finna síðan sjálfan sig með því að bregða upp að sér þeim spegli, sem aðrir geta lánað. Margt er það, sem við eigum erfitt með að trúa, og þó kem- ur okkur fátt meira á óvart á stundum en við sjálf. Þá er gott að hafa verið búinn að gera sér grein fyrir því, hvað aðra getur hent, af því að þá er auðveldara að leysa vandann, þegar við sjálf erum í hónum miðjum. En fátt hygg ég nauð- synlegra en hagnýta sér aðferð Jóhannesar við að kynnast Jesú með því að virða fyrir sér áhrifin, sem hann hefur, á annarra líf. Til þess hjálpar okkur þá líka bókin hans séra Jóns Bjarman. Tvær hreyíimyndabækur Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur gefið út tvær hreyfi- myndabækur, er nefnast „HIjóðin“ og „Dýrin“. Bækur þessar eru cinkum ætlaðar yngstu kynslóðinni, og eru á hverri síðu hreyfimyndir, en jafnframt er sögð saga sem gerir börnunum auðveldara að þekkja annars vegar hljóð og hinsvegar hin ýmsu dýr. Bækurnar Hljóðin og dýrin eru eftir Larry Shapiro, en myndskreyttar og hannaðar af Chuck Murphy og Tor Lokvig. Stefán Jökulsson íslenskaði bækurnar. Þær eru settar og filmuunnar í Prentstofu G. Benediktssonar, en prentaðar og bundnar í Singapore. Hrvyflmyndabóti DÝRIN Nýtt — nýtt Frá ítalíu, skinn húfur, skinntreflar, jersey túrbanar, silkihálsklútar. Frá Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð, pils, peysur, vesti, blússur. Glugginn, Laugavegi 49. Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á viðskiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viöskiptin. Venlliréfa - A\arka<lui*iiiii Urhiatomi 12222 Eigum fyrirliggjandi: Reykt eik Iroko Eik (3 geröir) Askur Getum útvegaö aðstoö við parketlagningu. Vin- samlega hafið samband strax, vanti yöur parket fyrir hátíðir. Opid í dag Innréttingaval hf., Sundaborg, Reykjavík — ykkar stoö Símar 84333 — 84660 BOEN-PARKET fallegt — sterkt — auðvelt að leggja GENGI VERÐBREFA 13. DES. 1981 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1 flokkur 1975 2. flokkur 1976 1 flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Meðalavóxtun spariskírteina tryggingu er 3,25—6%. Sölugengi pr. kr. 100.- 7.663,11 6.988,30 5.461,19 4.883,62 4.238,07 3.595,44 2.659,79 2.450,49 1.691.32 1.385.33 1.043,45 988,45 795,98 739.26 619,18 504.65 398.26 336,78 261,30 203,24 160,28 140,76 umfram verð- VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 1976 1977 I — J — Kaupgengi pr. kr. 100.- 2.414,86 1.988,89 1.699,37 1.447,73 996,86 996,86 667,65 638,16 488,70 456,15 Ofanskráð gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verðtryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimskipafélag íslands Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. íslands hf. Kauptilboð óskast Kauptilboð óskast Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast. VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun VEÐSKULDABREF ÓVERÐTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 2*/a% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári verðtr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92,75 5V*% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6V?% 8 ár 83.70 84,67 7% 9 ár 10 ár 15 ár 80,58 77,38 69,47 81,63 78,48 70,53 7Vk% 8% 8V<.% TÖKUM OFANSKRÁD VERO- BRÉF í UMBOÐSSÖLU FjáRFEJTIOCARPÉlAC ÍIUMM Hft VERDBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.