Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 17 Móðir mín var 93 ára og bjó þó alltaf við heldur erfið kjör, systir hennar 102 ára og föðurbróðir minn einn 96 ára. En maður verð- ur að borga fyrir það að verða gamall og ég hef misst dálítið af bæði heyrn og sjón. Það er annað að vera ungur eða gamall og það verða menn að sætta sig við. Eg er samt ekkert gamalmenni, þó ég geti ekki staðið við eins og áður. Höfuðið er í fínu lagi og ég hef málað gríðarlega seinustu árin. Hvenær vinnurðu helst? Ég vinn orðið helst um eftir- miðdaginn, þegar bjart er. En í skammdeginu vinn ég ekkert — hef ékki lengur sjón til þess og mála aldrei við lampaljós. Nú, þá spekúlerar maður og fer í búðir og þess háttar; dregur lífsbjörg í bú. Ég hugsa bara um skammdegið eins og hverja aðra byrði sem maður verður að taka á sig. Nei, ég mála lítið orðið með olíu. Ég fékk blóðrennsli inn á annað augað. Síðan hef ég lítið málað með olíu, en því meir af pastelmyndum. Pastelið? Ég kann ágætlega við pastelið — og hyað heldurðu að Fransmennirnir myndu líka segja ef maður kastaði rýrð á ballerín- urnar hans Degas; það voru past- elmyndir. Finnur á sér stofu eina litla, þar sem hann geymir myndir (pastel- myndir) og drög að myndum, blöð ýmisleg, úrklippur og þess konar dót. Það sést þar, að það er ríkur natúralismi í Finni. Frammúrstefnan ein hefur ekki dugað mér, segir hann. Maður verður að lífga sjálfan sig við og endurnýja með því að halda sig að náttúrunni. Ég get ekki afskrifað náttúruna, ég sem var sjómaður og formaður á mínum yngri árum! Eitt sinn þegar ég var úti í Þýska- landi, hélt prófessor að nafni Blúmmer fyrirlestur í skólanum og sagði það mætti bara ekkert vera í myndlistinni nema litir, hitt væri utanveltu. Ég reiddist þessu og bað um orðið. Ég var þá orðinn sæmilega talandi á þýska tungu, en þú verður að gá að því, að þarna voru ekki aðrir viðstaddir en æstustu framúrstefnumenn. Af hverju á að taka alla möguleika frá málaranum? spurði ég. Mynd- listin er tjáningarform, hefur allt- af verið það og verður alltaf. Menn klöppuðu fyrir þessu og prófessor- inn sagði ekki annað, en það hefði hver og einn sinn smekk og bar ekki við að prótestera. Sá málari sem ætlar að halda vitinu, verður að yngja sig upp við og við á móð- ur náttúru. Það gera líka allir al- mennilegir menn. Til dæmis Kandinsky. Alltaf tók hann mið af náttúrunni. En nú skal ég sýna þér vinnustofuna mína. Hún er upp á lofti. Ég fer nú hægt, segir Finnur í stiganum. Ég fékk gigt í annað hnéð, en það er allt í lagi, blessað- ur vertu. Það fer þegar hlýnar. Vinnustofan er heill salur og þar er kalt. Finnur segir það fari betur með myndirnar. Málverkum sínum snýr hann öllum til veggj- ar. Hann segir það fari betur um þau svoleiðis. Þarna eru margar myndir og stórar, flestar frá seinni árum. Það er áberandi symbólismi í nýrri myndum Finns Jónssonar. Já, það var nú eitt sem hann tók sér fyrir hendur að fordæma, sá merki prófessor Blúmmer, og það var symbólið. En symbólismi hef- ur altaf verið dálítið ríkur í mér, sér í lagi á seinni árum og ég fer ekki ofan af því að það er meira fjör í listinni ef hún er annað og meira en bara punktar og strik. Nei, ég hugsa aldrei um nútíma- list. Ég er að mála myndir og má ekki vera að einhverjum vanga- veltum um hina og þessa. En það er eitt sem mér finnst skrítið. Þeir vilja stofna félag um nokkuð sem þeir kalla „nýlist". Ég skil ekki að nýlist sé hugtak sem hægt er að slá föstu. Listin er svo gömul sem á grönum má sjá og það er ekkert til sem hægt er að kalla nýlist. Þegar minnst varir er það sem menn kalla nýtt í myndlist orðið gamalt, segir Finnur Jónsson listmálari. Það er stórt hús í listinni við Kvisthagann. J.F.Á. PIN K FLOYD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.