Morgunblaðið - 13.12.1981, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.12.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 21 Stúdentaráð Háskóla íslands gekkst fyrir almennum stúdenta- fundi um svokölluð niðurskurðar mál í sal Félagsstofnunar stúdenta í hádeginu á föstudaginn sl. Var fundurinn haldinn til að kynna og mótmæla niðurskurði á fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar á fjár veitingu til Háskóla íslands, sem nemur um 10 prósentum af endan- legum tillögum skólans. Eftir að forseti stúdentaráðs, Finnur Ingólfsson, hafði sett fundinn tók til máls Guðmundur Magnússon rektur Háskólans en hann var einn þriggja framsögu- manna á fundinum. Guðmundur rakti í stuttu máli af hverju Há- skólinn þyrfti meira fé. Sagði hann í fyrsta lagi að frá árinu 1979 hefði nemendafjöldi við skólann aukist um 20 prósent eða 600 nemendur. „Háskólinn hefur bætt við sig sem svarar heilum menntaskóla án þess að fá nokk- urt fé til að reka hann,“ sagði Guðmundur. í öðru lagi þyrfti Háskólinn meira fé vegna þess að öll verkleg kennsla hefur aukist og nýjar greinar hafa bæst við til að koma til móts við þarfir at- vinnuveganna. í þriðja lagi hefur R 1 ; f. I 1 aJ fa||»,Wps Hp '1 jjí# áS'’; í wLjTf‘ í jjjzMrJi S ’ V jgv ¥áák*mSB& * * 'wwtvm mm -■ 1^.,- ittpW Æj&r Séð yfír fundinn í félagsstofnun stúdenta en hann var afar fjölmennur. Stúdentafundur um niðurskurð fjárveitinga til HÍ „Stjórnvöld landsins eru að gera HÍ að ellilífeyrisþega“ - sagði einn fundarmanna Háskólinn verið sveltur af rekstr- arfé undanfarin ár og fjórða lagi hafa fjárveitingar til skólans á undanförnum árum verið óraun- hæfar og ef svo horfði sem útlit væri fyrir þyrfti Háskólinn tvær til þrjár milljónir umfram fjár- lög á þessu ári, og miðað við fjár- lagafrumvarpið 1982, þarf Há- skólinn uppundir 10 milljónir til viðbótar við rekstrarfé ef ekki kemur til frekari aukning á fjár- veitingu. Minntist rektor á að nú væru í gangi ýmsar byggingar- framkvæmdir á vegum Háskól- ans og einnig að helmingurinn af öllum tækjakaupum til skólans rynni aftur til ríkisins í formi skatta og álagningar. Sagði síðan rektor að það væri í sjálfu sér afrek að reka háskóla í þessu landi en það hlyti nátt- úrulega að kosta sitt. Sagði hann að kostnaður við rekstur þessa Háskóla væri síst meiri en sam- bærilegra í öðrum löndum. Guðvarður Gunnlaugsson tók næstur til máls en hann á sæti í menntamáladeild Háskólans. Hann sagði að Háskólinn lifði meinlætalifnaði, þannig að hann bæði um of lítið fé og að skólinn myndi rétt skrimta ef hann fengi það sem hann bæði um. Hann sagði að þær 9,6 milljónir sem skornar væru niður í fjárveiting- unni til skólans, eða 10 prósent niðurskurðurinn, væri léleg af- mælisgjöf að gefa á 70 ára af- mæli skólans. Sagði hann að árið ’79 hefði niðurskurðurinn verið stórkostlegur, ’80 og ’81 eitthvað álíka og greinilegt væri að nú ætti að leika sama hlutinn. Það þarf að fara alla leið til ársins 1978 til að finna viðmiðun í fjár- lögum sagði Guðvarður. Auka- fjárveitingar hefðu haldið skól- anum á floti en það leysti engann vanda auk þess sem mun erfiðara væri að móta einhverja stefnu í kennslumálum skólans ef ekki er vitað um hve mikla peninga hann fær og sífellt væri verið að breyta þeirri upphæð, sagði Guðvarður. Þá undraðist Guðvarður einnig það að yfirvöld Háskólans skyldu hafa skorið niður fjárbeiðnir til ráðuneytisins um 15,7 prósent. Hann talaði um afleiðingar þær sem niðurskurðurinn hefði í för með sér, það yrðu strangari fjöldatakmarkanir, kennara- skortur, tækjaskortur og aðstöðuleysi myndi aukast að mun. Sagði hann að verkefni stúdenta væri að breyta þessum málum til batnaðar og fá yfir- stjórn skólans til að biðja um fé í samræmi við raunverulega þörf. Að lokum sagði Guðvarður að með ráðstöfunum sínum væru stjórnvöld landsins að gera Há- skóla íslands að ellilífeyrisþega. Páll Skúlason, kennari í heim- spekideild, tók næstur til máls og sagði það ekki vera í fyrsta sinn sem stúdentar hefðu þrugðist á þennan hátt við aðgerðum stjórn- valda. Stúdentar virtust hafa miklu betra lag á að fá stjórnvöld til að framkvæma hluti. Háskóla- kennarar sagði Páll aftur á móti vera ekkert annað en vel tamin vinnudýr og hefðu sig lítið í frammi yfirleitt. Sagði hann það Guðmundur Magnússon háskóla- rektor í ræðustól. „Háskólinn hefur bætt við sig sem nemur heilum menntaskóla“. fáránlegt að kennarar, stúdentar og yfirvöld skólans skyldu ekki vera samhentari í baráttunni fyrir aukinni fjárveitingu til skólans. Sagði hann það blasa við að draga þyrfti úr starfsemi skól- ans á næsta ári. Undraðist hann það að stjórnvöld skyldu láta sér detta það í hug að takmarka að- sókn, með þessum aðgerðum sín- um, í Háskólann þegar eftir- spurnin eftir aukinni menntun færi sívaxandi. Sagði hann að að- staða kennara við skólann myndi stórversna ef dregið yrði úr kennslu, eins og fyrirsjáanlegt er að þurfi að gera vegna þessa niðurskurðar. Spurði Páll svo í lokin hvort virkilega væri litið á Háskólann sem hver önnur hags- munasamtök í landinu og ef það væri rétt þá væri langbest að leggja skólann niður. Á eftir þessum framsöguræð- um var opnuð mælendaskrá og tók fyrstur til máls Finnur Ing- ólfsson formaður stúdentaráðs. Finnur benti á að mennta- og fjármálayfirvöld í landinu gerðu sér ekki grein fyrir þeirri þróun sem nú ætti sér stað með aukn- ingu á eftirspurn eftir menntun. Sagði hann að á síðasta ári hefði orðið mikill niðurskurður á fjár- veitingu til háskólans en nú væri mælirinn fullur. Lýsti hann furðu sinni á því að fjármálaráðuneytið skæri niður í fjárlagafrumvarp- inu fjárveitingu til skólans eftir að skólayfirvöld sjálf hefðu skor- ið niður fjárbeiðnir um 15,7 pró- sent. Þá tók aftur til máls Guðvarð- ur Gunnlaugsson og fjallaði nokkuð um niðurskurð á fjár- beiðnum sem skólinn sjálfur gerði og sagði hann að fáar þjóðir leggðu minna fé í rannsóknir og rannsóknarstörf en íslendingar og sagði hann það fáránlegt að sá þáttur skuli vera skorinn mest niður hverju sinni. Þá tók til máls Guðmundur Magnússon rektor og ræddi hann örlítið um samstarfsnefndina svokölluðu en í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og fjármála- ráðuneytis og fulltrúar frá Há- skólanum og ræddi hann um fjár- beiðni frá deildum. Sagði Guð- mundur nefndina valdalausa og væri ekki til annars en að kalla saman ráðuneytismennina og viðhalda þannig sambandi við ráðuneytin. Það væri meiri hag- ræðing að ná til ráðuneytanna með þeim hætti. Stefán Jóhann Stefánsson kvaddi sér hljóðs vegna umræð- nanna um samstarfsnefndina og sagði hann hlutverk hennar vera að fylgja fastar eftir fjárbeiðnum deildanna, en það hefði breyst eitthvað því nú notuðu ráðuneyt- in hana til að skera niður beiðn- irnar. Sagði hann nefndina gera skólanum allt til miska og að leggja ætti hana niður hið bráð- asta. Atli Eyjólfsson fagnaði aukinni umræðu innan skólans um mál- efni stofnunarinnar og þar sem aðrar umræður um fjárlaga- frumvarpið væru nú að hefjast hvatti hann stúdenta til að standa saman um sameiginlegt baráttumál. Ekki voru fleiri á mælendaskrá og var því borin upp tillaga að ályktun fyrir fundinn sem hljóð- ar svo: „Fundurinn mótmælir þeirri meðferð sem fjárbeiðnir Háskóla íslands hafa orðið að þola. Með því að skera niður lágmarks beiðnir deilda háskólans er menntun og menningu okkar stefnt í voða. Það skilningsleysi á gildi menntunar sem felst í þess- ari meðferð er harðlega fordæmt. I ár voru upphaflegar fjár- beiðnir deildanna skornar niður að meðaltali um 15,7% áður en endanlegar tillögur Háskólans voru settar fram. Þrátt fyrir þetta eru tillögurnar lækkaðar um 10% til viðbótar í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, þegar nemendum hefur fjölgað um 20% sl. 3 ár. Það liggur í augum uppi að þessi niðurskurður snertir stúd- enta á margan hátt. Fjölda- takmarkanir eru rökstuddar með aðstöðuleysi sem rekja má beint til niðurskurðar af þessu tagi. Kennaraskortur, tækjaskortur og aðstöðuleysi hafur valdið því að námskeið eru látin niður falla og ný námskeið komast ekki á legg. Einnig kemur niðurskurðurinn niður á námsferðum og náms- vinnu stúdenta. Stúdentar krefjast þess að leið- rétting verði gerð á fjárlaga- frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi, til samræmis við tillögur Háskólans." Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Félagi háskóla- kennara: Stjórn Félags háskólakennara skorar á Alþingi að hverfa frá niðurskurði á fjárveitingarbeiðn- um Háskólans og menntamála- ráðuneytisins og veita til hans nægilegt fé svo Háskólinn geti gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna þjóðinni allri til heilla. Þar sem stúdent- um hefur farið fjölgandi við skól- ann á síðustu árum er óhjá- kvæmilegt að fjárveitingar til skólans vaxi að sama skapi að raunvirði og tekið sé fullt tillit til hans sem vísinda- og kennslu- stofnunar. Deildarfélög Háskóla íslands: Niðurskurði á fjárveiting- um harðlega mótmælt ÓÁNÆGJU gætir nú innan deiidarfélaga Háskóla íslands vegna niðurskurðar fjárveit- ingavaldsins á fjárveitingum til skólans. Á Póstudag var hald- inn fundur í Félagsstofnun stúdenta þar sem rektor Há- skólans, fulltrúar kennara og stúdenta tóku til máls og var niðurskurðinum mótmælt harðlega. Á sameiginlegum fundi menntamálanefndar SHÍ með fulltrúum deildarfélag- anna við Háskóla íslands sem haldinn var í Félags- stofnun stúdenta 25. nóv., var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Undanfar- in ár hefur fé til Háskóla ís- lands verið skorið niður svo um munar. Nú er svo komið að yfirvofandi er lokun Há- skólans um einhvern tíma. Niðurskurðurinn bitnar á þeirri starfsemi sem Háskól- anum er ætluð í lögum. Fundurinn telur ástandið algerlega óviðunandi og skor- ar á yfirvöld menntamála að bæta nú þegar úr því, svo Háskólinn geti staðið undir nafni sem vísindaleg rann- sóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun." Þá hafa Mbl. borist sam- þykktir frá fundum nokkurra deildarfélaga í Háskólanum sem eru mjög á sömu leið: frá Samfélaginu, félagi þjóðfé- lagsfræðinema; Félagi sagn- fræðinema, Félagi verk- fræðinema og Málvísundin- um, félagi nemenda og kenn- ara í almennum málvísind- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.