Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 34

Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Andvaka eða hvað Eftir Steingrím Sigurdsson Tekiö að halla degi, en umferðin í borginni jókst að mun. Það er kuldastrekkingur og bítur í kinn- ar. Á horninu á Klapparstíg og Laugavegi fer maður í grænni úlpu, berhöfðaður, og kemur kunnuglega fyrir sjónir. Hann sker sig á vissan hátt úr fjöldan- um og þarfnast slíkt ekki skýr- ingar við. Það hafði líka verið að koma út ný bók eftir hann, sem stakk sér inn í jólabókaflóðið und- ir titlinum Glefsur — safn smá- sagna, þátta og ritsmíða, sem höf- undur hefur unnið að á undan- förnum árum ásamt ýmsum öðr- um störfum. Hver er þessi maður, sem stóð þarna á vegamótum í nístandi nepjunni á miðri aðvent- unni, nýkominn út með sitt fimmta bókmenntaverk (hann hefur einnig skrifað fjöldann allan af blaðagreinum gegnum árin, flutt erindi um allan þremilinn á öldum ljósvakans og margt og margt). Þetta er Björn Bjarman, rithöf- undur, kennari og lögfræðingur. Þarna bar vel í veiði og af forvitni var hann þýfgaður um spjall um nýju bókina og ýmsa þáttu lífsins, sem rithöfunda er háttur að fjalla um, hvers með sínu nefi. Það vildi svo heppilega til, að sá, er þetta ritar, var nýlentm; úr heljarreisu að austan (Stokkseyri, via Selfoss, Þingvellir og retour), þar sem hann hafði verið að minn- ast við fegurð vetrarins og reisn með pentskúfnum og hafði því þurft að gera „djöflasamning" hagkvæman við þá margrómuðu heiðursmenn „Kennedybræður" frá Ak. um leigu á Lödu Sport jeppa, coquettegrænum, og státaði sig enn á gæðingnum. Því var rit- höfundinum boðið í bíltúr með kurt og pí, og þá samþykkti hann viðtal, „en þú verður fyrst að keyra mig á Hlemmtorg — þar er Skódinn minn parkeraður.“ Síðan var ákveðið að hittast ör- skömmu síðar heima hjá Birni að Álftamýri 12, þar sem hann býr veglega með sinni austfirzku konu, frú Sveinbjörgu Stefánsdóttur frá Norðfirði. Inni á kontór hans hékk á vegg mynd eftir Kjarval, sem stórmál- arinn hafði gefið Bjarman á messu Heilags Þorláks 1966 (þeir höfðu setið að gleðskap) og þarna voru myndir af foreldrum hans, frú Guðbjörgu Björnsdóttur og Sveini Bjarman, aðalbókara Kea á Akureyri, systur síra Guðbrands heitins Björnssonar og mæðra prestanna Björns á Akranesi og Ragnars Fjalars í Hallgrímssókn og síra Stefáns í Odda (það vantar greinilega ekki geistlegheit og prestablóðið í skagfirzkan móður- legg Björns). Faðirinn Sveinn var artisto af guðs náð með listrænt temperament og fiðlungskennd, sem kom fram í því, sem hann skrifaði (hann gerði það listrænt og með andardrætti), enda músik í blóði hans og leiklistargáfa — alls konar hæfileika. Hús þeirra Bjarmanshjóna á Akureyri var eins konar farandi Unuhús lista- manna og andans manna, sem bjuggu ellegar voru á ferð fyrir norðan. Þangað vöndu komur sín- ar menn eins og Laxness, þá er hann dvaldist fyrir norðan á gamla kúltúrhótelinu Goðafossi „chez Jónína" og Ingi Lár tón- ... suó -austan 6, gengur á meó éljum, hltl vló frostmark, slabb og selta á götunum, ensamt= Skyggni ágætt með þurrkurauf og skolþurrku Olíufélagið Skeljungur kynnir nýjungar sem stuðla að auknu umferðaröryggi. Þurrkuraufin er rauf sem fræst er í framrúðuna og hreinsar öll óhreinindi af þurrkublaðinu. Þannig endast þurrkublöðin miklu lengur og halda rúðunni hreinni við erfiðustu aðstæður. Þurrkuraufin hefur hlotið meðmæli og viðurkenningu umferðaryfirvalda bæði hér á landi og erlendis. Þurrkuraufin er fræst á smurstöðvum Skeljungs, en skolþurrkan fæst á öllum Shellstöðvum Upplýsingabæklingur á næstu Shellstöð - Smurstoðin Laugavegi 180, R.vík., simi: 34600 - Smurstöðin Bæjarbraut. Garðabæ, sími: 45200 - Smurstöðin v/Reykjanesbraut, R.vík., simi: 12060 - Smurstöðin Fjölnisgötu 40, Akureyri, sími: 21325 - Smurstöðin Hraunbæ 102, R.vík., sími: 75030 - Smurstöð Skeljungs, Vestmannaeyjum, simi: 1787 Olíufélagið Skeljungur h.f. Tveir að norðan. — Myndina tók Jón Birgir Pétursson sumarið 1973 á Stokkseyri. Spjallad við rithöfund- inn Björn Bjarman í til- efni af nýútkominni bók hans, Glefsur - skáld, Stefano Islandi, sangerinn, Sigurður Skagfield, óperusöngv- ari, og Indriði Einarsson leikrita- skáld, og ekki má gleyma sjálfum Davíð lárviðarskáldi frá Fagra- skógi og svo Sigurði skólameist- ara, sem sagður var sérfræðingur í fólki af Bjarmansættinni, en að uppruna á hún rætur sínar að rekja til Sveins Pálssonar land- læknis og svo Reykjahlíðarfrjó- angans, sem var síra Jón Þor- steinsson í Reykjahlíð. Og ekki má gleyma „le racon- teur“, gáfaða lífslistamanninum og sniilingnum Stefáni Bjarman, Hamsun-, Hemingway-, og Steinbeck-þýðara, sem bar meira skynbragð á fagrar bókmenntir en títt er um íslendinga fyrr og síðar — hann hafði verið iengi í ævin- týramennsku í Wild West júess, minnti sjálfur á persónur úr sög- um Hemingways, maður fjall- myndarlegur og gneistaði af and- legu fjöri eins og gæðagammur úr Skagafirði á bökkum Héraðs- vatna. Þetta hefur verið töfrandi tími að alast upp í slíku andrúms- lofti fyrir Björn unga og drekka af lindum skáldskapar og lista á næmasta aldursskeiði. Og þarna lá nýja bókin á skrif- borðinu með mynd af höfundi (með lesgleraugu, sem klæddi hann) og ölduróti (trúlega til að tákna lífsbylgjur). „Um hvað fjailar þessi nýja bók þín, Björn Bjarman?" „Hún er annars vegar sýnishorn af því, sem ég hef verið að pára í blöðin undanfarin fimmtán ár ásamt átta smásögum eftir mig, en efniviðurinn í þeim er sóttur í atvik og persónur úr lifanda lífi. Til gamans má geta þess, að þeim, sem situr öndvert við mig og pikk- ar á rafmagnsritvél, bregður fyrir í einni sögunni.” Ritvélin þagnaði snöggt og sköpuðust af vandræði í svip og neftóbakið sáldraðist ofan á borðplötuna — sem betur fer sá hún Sveinbjörg það ekki. „Hvað heitir sú saga, Björn?" „Stjörnuspá.“ „Hvar gerist hún?“ „Á hótelunum, Sögu og Borg- inni, en einmitt í þessari sögu er minnzt á viðkvæman kafla í ævi mannsins við ritvélina ... Það var akkúrat á þeim tíma, sem síldin var að syngja sitt síðasta út af Norðurlandi ...“ „Einmitt það ... hver er púnkt- urinn í sögunni?" „Til þess að verða hreppsnefnd- aroddviti og útgerðarstjóri úti á landsbyggðinni í dag þarf ekki annað en að hafa staðið á pallin- um á nótabáti, án þess þó að hafa vætt veiðarfærin oftar en í tví- gang á heilu sumri. Semsagt sveit- arstjórn og útvegur í hnotskurn á íslandi í dag ...“ „Þú kynntist sjávarútvegnum, þegar þú varst á Austfjörðum — finnst þér andrúmsloftið í kring- um sjó og sjómennsku vera freist- andi efniviður og þá hvers vegna?" „Að nokkru leyti, því að á sjón- um og við sjóinn er andrúmsloft, sem hvergi er hægt að kynnast annars staðar. Þar koma upp ógleymanlegir karakterar, og sá, sem hefur einu sinni fengið selt- una í sig, hann á erfitt með að skola hana af sér ... kannski ... sem betur fer.“ „Er engin saga úr síldinni, þá er við vorum saman á Bjarnareynni úr Gaflarafirði undir falangista- stjórn Óla Stebba frá Bolungar- vík, þess sjóhunds, forðum daga?“ „Hún er enn óskrifuð, ítem dui- arfullt ferðalag með tveim hefðar- dömum úr henni Reykjavík frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu til Kópaskers á Ástin átta, en þessi ferð náði hápúnkti, þar sem náunginn við ritvélina setti heilt, kaupfélag á hvolf í leit að jóla- kökudropum, að þrotnum illa fengnum göróttum miði ... Þá skalf allt norðrið." „Þú last hér um árið sögu eftir þig, sem fjallar um brezka her- námið á Akureyri — hún er æði forvitnileg — er hún í bókinni?" „Eg held nú það. Eg kalla hana „Andvaka eða hvað?“ Þungamiðj- an í henni er könnun á sálar- lífsbreytingum unglingspilts, sem er að breytast í karlmann, en get- ur aldrei orðið fullþroska maður vegna skakkra kynhrifa í offísera- herbúðunum á Þelamörk. Þú getur rétt ímyndað þér public-skóla- menntaðan enskan liðsforingja, með Oxford- eða Cambridge- menntun í ofanálag, vera að tál- draga einmana sextán ára mömmustrák, sem gengst upp við elskulegheit í karlkyninu, sem hann hefur ekki komizt í návígi við fyrr en þarna í liðsforingja- bragga á stríðstímum ...“ „Eg sé hér söguna, „Að fara á anstalt" — eg minnist þess að hafa lesið hana eða heyrt einhvers staðar — hvert ertu að fara, Björn?" „í þeirri sögu geng eg e.t.v. næst Sjálfum mér án miskunnar og einnig geri ég siíkt af andlegum heiðarleika, en þannig á einmitt að skrifa um lífið sjálft. Það er ekkert launungarmál, að eg hef bæði gengið á anstaltið við Sundin blá og í Fossvogi, þegar soðið hef- ur upp úr eins og húsmæður kalla svo, þegar lokið fer af pottinum. Þessar anstaltferðir mínar hafa gefið mér nýja lífssýn og e.t.v. víð- ari skilning á öllu því, sem getur komið fyrir einstakling og fólk, hvenær sem er ...“ „Vakti ekki þessi saga hneyksl- an og vissan misskilning, jafnvel jaðrandi við úlfúð?“ „Kann að vera, en eg tók áhætt- una, en hef þó ékki enn að öllu skrifað mig frá kringumstæðum." „Er þess að vænta, að þú komir því í verk — í eins konar upp- gjöri?“ „Eg vona, að mér endist aldur til þess og þá kann að vera, að sumir hneykslist og líti niður á jörðina, sem þeir troða," segir Bjarman. „Ertu jákvæður í garð lífsins í sögum þínum og þáttum?“ „Bæði og.“ „Ertu þirtingur eða syrtingur?" „Fremur birtingur, hef alltaf talið mig birting, en veit ekki, hve það endist mér lengi ...“ Og svo eru það viðtölin og frá- söguþættirnir í Glefsum hans Björns — blaðamennska hans, sem hann hefur stundað árum saman (freelancing) við dagblöðin. Minnisstæðir eru þættir hans um einvígi aldarinnar í skák árið 1972. Þá lagði Björn hart að sér og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.